Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SjJNNUDAGUR 5. APRIL 1992 Unnið við að losa brúargólf Ölfusárbrúar. • • Olfusárbrú lokuð stórum bílum: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brúargólfið fjarlægt og nýjar einingar í staðinn Selfossi. ÖLFUSÁRBRÚ verður lokuð stórum bílum frá og með morg- undeginum, mánudeginum 6. apríl, vegna viðgerða á brúnni. Sú lokun stendur yfir fram til 25. maí. Fólksbílum, sem eru innan við 2x2 metrar, verður hleypt yfir brúna fram til 21. apríl en þá verður brúin lokuð ailri umferð. Á föstudag var hafist handa við að losa brúardekkið frá stálbitun- um í bránni. Til þess að gera það þarf að bora 1.340 göt á brúargólf- ið. Á mánudag verður byijað að saga gólfið í einingar og fjarlægja það. Nýjum forsteyptum gólfein- ingum verður síðan komið fyrir í staðinn. Ný leiðamerki verða sett upp við Þrengsli, Hveragerði og á Austur- vegi á Selfossi. Þau munu sýna umferðartakmarkanirnar á bránni. Þeir bílar sem ekki komast yfir Ölfusárbrú verða að fara um Óseyr- arbrú. Við Ölfusárbrá verður komið fyrir hliði sem er 2x2 metrar og þeim bílum sem komast í gegnum það verður hleypt yfir brúna. Þetta er gert í stað vigtunar en nýju ein- ingarnar eru ekki taldar þola meira en tveggja tonna öxulþunga áður en steypt hefur verið yfir þær. - Sig. Jóns. Tónlistarskólinn í Reykavík: Tvennir tónleikar í Norræna húsinu TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Nor- ræna húsinu þriðjudaginn 7. apríl og miðvikudaginn 8. apríl og hefjast þeir kl. 20.30 báða dagana. Þriðjudaginn 7. apríl lýkur Hlín Pétursdóttir sópransöngkona, síð- ari hluta einsöngvaraprófs síns frá Tónlistarskólanum. Krystyna Cort- es Ieikur með á píanó og Gunnar Kristmansson á klarínettu. Fiutt verða sönglög eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Hugo Wolf, Joaquin Rodrigo,_ Ralph Vaughan Williams, Pál ísólfsson, Ernst Chausson, Reynaldo Hahn og Francis Poulenc. Miðvikudaginn 8. apríl lýkur Edda Kristjánsdóttir flautuleikari, síðari hluta einleikaraprófs síns frá skólanum, David Knowles leikur Edda Kristjáns- Hlín Pétursdóttir dóttir. með á píanó. Á efnisskránni eru Sónata í e-moll eftir C. Ph. E. Bach, Les Chants de Nectaire eftir Charles Koechlin, Ballade eftir Frank Martin, Fantasie op. 79 eft- ir Gabriel Fauré og Sónata fyrir flautu og píanó op. 14 eftir Robert Muczynski. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. (Fréttatilkynning) Björn Bjarnason alþingismaður: Könnun á kostum og göllum EB mál alk*ar ríkissljórnarinnar Stjórnarfrumvarp um stjórn skipulagsmála á miðhálendinu: Miðhálendið verði sér- stakt skipulagsumdæmi FRAM hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um stjórn skipulags- og byggingarmála á miðhálendinu. Samkvæmt því verður miðhálend- ið sérstakt umdæmi á sviði skipu- lags- og byggingarmála. I greinar- gerð segir m.a. að ef eigi að stefna að því að miðhálendið verði þjóð- garður, sem verulegur áhugi virð- ist á, sé þessi skipan eðlilegt skref í þá átt. í stjórnarfrumvarpi til laga, þess efnis, að miðhálendi íslands verði sérstakt umdæmi að því er tek- ur til skipulagsmála kemur fram að við afmörkun miðhálendis skal, eftir því sem unnt er og ráðlegt þykir, miðuð við mörk heimalanda og af- rétta eða heimalanda og almenninga, þó þannig, að meginjöklar teljist til miðhálendis. Umhverfísráðherra skipi að afloknum sveitarstjórnar- kosningum sérstaka stjórnarnefnd til að fara með stjórn skipulags- og byggingarmála á miðhálendinu. Hlutverk stjómarnefndarinnar skal vera: 1) að eiga frumkvæði að gerð skipulags á miðhálendinu, 2) að sjá um að skipulagstillögur fái lögformlega meðferð og senda þær til staðfestingar umhverfisráðherra, 3) að veita byggingarleyfi og önnur leyfi til framkvæmda á miðhálend- inU, eftir því sem áskilið er í lögum Leiðrétting í lista yfir nöfn fermingarbarna í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn Kjartans Ægis Kristins- sonar sem fermast á í Hafnarfjarðar- kirkju í dag, kl. 10.30. í sömu opnu vantaði rétt heimilis- föng við nöfn tveggja barna sem fermast eiga í Áræbjarkirkju í Reykjavík f dag, sunnudag, klukkan 14. Þau eru Guðmundur Bjarg- mundsson, Hraunbæ 84, og Karen Ósk Óskarsdóttir, Fannarfold 227. Þá misritaðist föðurnafn fermingar- barns í Neskirkju í blaðinu. Rétt nafn er Kristján Amarsson. Beðist er velvirðingar á þessum miatökum. ... þessum, 4) áð sjá um, að fylgt sé lagareglum um skipuiags- og bygg- ingarmálefni, 5) að láta umhverfis- ráðuneytinu í té umsagnir um mál- efni, sem lúta að framkvæmd og túlkun laga þessara, 6) að hafa sam- ráð við sveitarstjórnir, ríkisstofnanir og aðra aðila, sem eiga hagsmuna að gæta við framkvæmd laganna. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um störf stjórnarnefndar- innar. í greinargerð segir: „Það má öllum ljóst vera, að verndun miðhálendis- ins, sem að er stefnt, mun kosta nokkra fjármuni. Flestir munu telja, að fjármunum sem ganga til slíkrar verndar sé vel varið; hálendið sé ein dýrmætasta eign'þjóðarinnar. Ætla verður, að núlifandi kynslóð verði seint fyrirgefíð, ef hún lætur það afskiptalítið eða afskiptalaust, að hálendinu verði spillt meira en orðið er. Skammsýni, kæruleysi eða gróða- brall mega ekki ráða því, hvernig fari um þessa þjóðareign." BJÖRN Bjarnason alþingismaður segir að hann og utanríkisráðherra séu sammála um að könnun, sem bæði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi rætt um að fara þurfi fram á kostum og göllum þess að ísland standi utan Evrópubanda- lagsins, heyri undir ríkisstjórnina alla. Þar með sé forysta málsins í höndum forsætisráðherra. Björn segir að í ræðu sinni á al- þingi um skýrslu utanríkisráðherra hafi hann alls ekki fjallað um um- sókn að EB, eins og skilja hafi mátt í frétt á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær, heldur einungis um það hvern- ig standa bæri að könnun af því tagi, sem ráðherrarnir hafi vikið að. „Það er ekki hægt að skilja orð mín á þann veg að ég hafi verið að gefa til kynna að það yrði ekki í höndum utanríkisráðuneytisins að ræða við EB ef slík athugun leiddi til þeirrar niðurstöðu að sækja ætti um aðild að bandalaginu. Það mál er hins vegar ekki komið á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Því er fráleitt að skapa ágreining milli mín og ráðherr- ans um eitthvað sem ég hef ekki sagt,“ sagði Björn. Hann sagði einn- ig að það að forsætisráðherra skuli hafa ráðið til starfa í ráðuneyti sínu sérfræðing í utanríkismálum snerti að sínu mati alls ekki spurninguna um þátttöku íslands í EB. -»-» ♦ EPTA tónleik- um frestað TÓNLEIKUM Jónasar Ingimund- arsonar á vegum EPTA, Evrópu- samband píanókennara, sem vera áttu í Islensku óperunni mánudag- inn 6. apríl, er frestað af óviðráð- anlegum orsökum. Næstu tónleikar EPTA í íslensku óperunni verða mánudaginn 27. apríl næstkomandi. Þá verður píanóleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Kveðja til Helga Hálfdanarsonar eftirAtla Heimi Sveinsson Góði Helgi. Þakka þér greinarstúf í Morg- unblaðinu í dag, 3. apríl. Ég er honum í einu og öllu sammála. Mig minnir að Einar Magg, kennari og rektor við Menntaskól- ann í Reykjavík, hafi sagt að upp- hafslínan í Ijóðinu, sem þú gerir að umtalsefni — Það er leikur að læra — séu hin háskalegustu öfug- mæli. „Það er enginn leikur að læra, nám er vinna,“ sagði hann. Það má eflaust syngja ýmis góð lög við þetta Ijóð. Pomp and circ- umstances eftír Edward Elgar passar t.d. r.okkurn veginn við það: hægt að gera við mörg lög. Svo tók ég mér bessaleyfi að endurtaka fjórðu línuna, en það mætti alveg eins enda í 15. takti og sleppa endurtekningunni. Góð lög kynna sig sjálf, og það þarf vart að markaðssetja þau. Þau sjá um sig sjálf, og eru lífseig. Onnur lög ná því aldrei að hræra mannleg hjörtu, hversu mikið, sem þau eru leikin á öllum fjölmiðlarás- um_ heimsins. Ég veit ekki hvernig í þessu ligg- ur, kannski er þetta galdur eða leyndardómur listarinnar. Mér frnnst þetta lag hvorki verra né betra en mörg önnur. Kannkki læra það einhveijir, 'og syngja það sér til ánægju. Ef ekki þá gleymist tó « <*/*>*-- hk'*r ^ -------G. !e/k--ui '*v\J BiaJl-aei hntq-t-r Vuí holcf---otÍv /líiwi df 6a. «r nwíT k<B-r. . skól-ahi/n y) cj/ctj. -ctb ihL- <*, ,viei ra. -Otjálele^ á m T T I f r I f T I f T: ] & N l r r^- i f rr)-\Q.isr------ ~ CK> -Paz---------------1: nneírcC L cfatj i J&'r; • vi nU all-ÍT í 'Tcl.. T lí í T I f f l f f I f í i En hérna er lagstetur, sem ég setti saman, við lestur greinar þinn- ar. Upptakturinn er horfinn. Lagið er í tvískiptum takti (göngulag). En því mætti líka breyta yfir í þrí- skiptan takt (valstakt). Þetta er bara lagið, og menn halda áfram að syngja það gamla. Með vinarkveðju. Höfundur cr tónskáld. r r n j r!i l f dag en L, -C/vcuYf) tw glIIH Á 'tVð • n f r I f t I f f i f T | p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.