Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 22
.22
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR ÁRMANN,
er andaðist 30. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 8. apríl kl. 15.00.
Arndís Ármann, Björn Gunnarsson,
Ágúst Ármann, Anna María Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Útför
ROBINS GUNNARS ESTCOURT BOUCHER
flugmanns,
sem andaðist í Bandaríkjunum 26. mars sl., verður gerð frá Dóm-
kirkju Krists konungs, Landakoti, nk. þriðjudag, 7. apríl, kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Dfs Geirsdóttir,
Kristófer Róbertsson Boucher.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Hlíf,
fsafirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 6. apríl
kl. 13.30.
Guðlaugur Sigmundsson, Guðný Emilsdóttir
og barnabörn
t
Elskulegi sonur okkar, faðir, bróðir og afi,
JÓN BALDVINSSON,
Tunguseli 9,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Lína Jónsson,
Helena M. Jónsdóttir,
Berglind Jónsdóttir,
Anna B. Jónsdóttir,
09
Baldvin S. Jónsson,
Baldvin Jónsson,
Líney R. Jóndóttir,
Herólvur Andreasen
barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir og systir,
VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturströnd 7,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. apríl kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Magni Guðmundsson,
Elín Magnadóttir, Ingibjörg Magnadóttir,
Bergljót Ólafs, Ástríður Ólafs.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EINAR GUNNAR GUÐMUNDSSON,
Viðimel 52,
er andaðist 1. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánu-
daginn 7. apríl kl. 10.30.
Margrét S. Ágústsdóttir,
Sigriður Einarsdóttir, Valur Tryggvason,
Guðmundur Einarsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Ágúst Einarsson, Eva Hreinsdóttir,
og barnabörn.
Þorvaldur Armanns-
son — Miiming’
Á morgun verður gerð frá Foss-
vogskirkju útför Þorvaldar Ár-
mannssonar, Nóatúni 24, Reykja-
vík, en hann lést á sjúkrahúsinu á
Selfossi 28. mars.
Þorvaldur var fæddur 15. júlí
1903 í Reykjavík. Hann var sonur
hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur frá
Mýrarholti við Bakkastíg í Reykja-
vík og Ármanns Jóhannssonar
verkamanns frá Litlu-Giljá, V-
Húnavatnssýslu. Var Þorvaldur
þriðji elsti sjö systkina sem komust
til fullorðinsára, en fyrsta barnið,
Jóhannes, dó 2 ára. Tveir bræður
Þorvaldar eru á lífi: Gunnar mál-
arameistari og Ásgeir bókbindari.
Látin eru: Jón sjómaður, ólafur
verkamaður, Sign'ður húsfreyja og
Guðfmna húsfreyja.
Þorvaldur ólst upp í foreldrahús-
um í Reykjavík. Hann fór ungur
til sjós og var lengi á togurum.
Er hann hætti sjómennsku hóf
hann störf hjá Stálsmiðjunni í
Reykjavík og vann þar samfellt til
75 ára aldurs sem bílstjóri og
verkamaður. Það segir sína sögu
um Þorvald hversu lengi hann vann
hjá sama vinnuveitanda.
Hinn 10. nóvember 1933 gekk
Þorvaldur að eiga Jónu Margréti
Jónsdóttur frá Sólbakka á Stokks-
eyri, en aðeins hálft annað ár er
liðið frá því að hún lést. Þau eignuð-
ust fjögur börn: Dagrúnu, sem gift
er Björgvin Guðmundssyni við-
skiptafræðingi, Viktoríu, sem gift
er Magnúsi Sigurjónssyni bílstjóra,
Guðnýju, en sambýlismaður hennar
er Þórdór Pálsson trésmiður, og
Jóhannes, en hann lést 25. október
1974, ókvæntur og barnlaus.
Ég kynntist Þorvaldi fyrir 40
árum er ég trúlofaðist dóttur hans,
Dagnínu, eiginkonu minni. Þar
með hófst samfylgd sem hélst óslit-
ið allt þar til við kvöddumst á
sjúkrahúsinu á Selfossi 28. mars
sl. er Þorvaldur kvaddi þennan
heim að loknu góðu dagsverki.
Samband okkar Þorvajdar var
alla tíð mjög náið og gott. Á kveðju-
stund rifjast upp margar ánægju-
legar minningar frá sameiginlegri
vegferð okkar: Skemmtilegir veiði-
túrar í Eystri-Rangá, þar sem
Þorvaldur fékk alltaf fisk þó enginn
annar veiddi, ferðir á spennandi
knattspyrnuleiki í Reykjavík, fjöl-
skylduferðir vítt um landið og síð-
ast en ekki síst óteljandi spjall-
stundir yfir kaffibolla í Nóatúni 24,
þar sem Þorvaldur og Margrét
bjuggu sér fallegt heimili. Það var
alltaf sérstaklega notalegt að koma
í Nóatún, einhver góður andi sem
ríkti þar.
Það var gott að ræða við Þor-
vald. Hann hafði svo góð áhrif á
mann. Hann var sanngjanr og
umburðarlyndur og hallmælti aldr-
ei nokkrum manni. Hann var rétt-
sýnn maður, tók alltaf málstað
verkafólksins í landinu, einlægur
verkalýðssinni og jafnaðarmaður.
Faðir hans, Ármann, var einn af
stofnendum Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
Þorvaldur var einstakur maður.
Hann vr svo vandaður að allri gerð.
Hann var hógvær og mildur og
skipti aldrei skapi. Hann var góður
heimilisfaðir, skyldurækinn og mik-
ill verkmaður.
Þorvaldur var sérstakt snyrti-
menni og myndarlegur maður.
Hann var skemmtilegur á góðri
stund, vel lesinn og fróður. Hann
hafði gaman af ljóðum, kunni urm-
ul af kvæðum og vísum og ekki
aðeins á móðurmálinu, heldur einn-
ig á einsku og dönsku. Síðustu
árin rifjaðist þetta allt upp hjá
Þorvaldi og var þá oft gaman að
sitja hjá honum. Oft tókum við lag-
ið saman. Þorvaldur var barngóður
með afbrigðum. Voru börnin sér-
staklega hænd að honum. Barna-
börnin eru nú 18 talsins og barna-
barnabörnin 21.
í barnæsku var Þorvaldur í
KFUM eins og títt var um drengi
þá og síðar. Hann kynntist sr. Frið-
rik Friðrikssyni þar og á heimili
sínu, en sr. Friðrik var góður vinur
sr. Bjama Jónssonar, móðurbróður
Þorvaldar. Var Þorvaldur í sérstöku
uppáhaldi hjá sr. Friðrik.
Þorvaldur hafði mikinn áhuga á
íþróttum. Einkum var knattspyrn-
an honum hugstæð. Árum saman
fór hann á flesta knattspyrnukapp-
leiki á íþróttavellinum í Reykjavík.
Oft slóst ég þá í för með
tengdapabba og höfðum við báðir
gaman af. Hann var mikill KR-ing-
ur og talaði um frammistöðu KR
alveg fram á síðUstu ár.
Þegar Þorvaldur varð 75 ára
hætti hann störfum hjá Stálsmiðj-
unni. Hann var þá við góða heilsu
en reglur leyfðu ekki störf lengur.
Síðustu árin fór heilsu hans
hrakandi. Hann dvaldist þó heima
allt þar til kona hans dó fyrir 1
og hálfu ári. Þá fluttist hann á
dvalarheimili aldraðra á Kumbara-
vogi á Stokkseyri eftir að hafa
búið í Reykjavík óslitið í 87 ár. Þar
leið honum vel í næsta nágrenni
við dóttur sína, Viktoríu. Dætur
hans þijár hugsuðu vel um pabba
sinn og viku ekki frá honum síð-
asta spölinn. Þorvaldur lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
laugardaginn 28. mars, 88 ára
gamall.
Ég þakka Þorvaldi samfylgdina
og bið guð að blessa minningu
hans.
Björgvin Guðmundsson.
Það er ekki svo langt síðan ég,
Sjöfn og börnin okkar fórum í
heimsókn til ömmu og afa í Nóa-
tún. Nú eru þau bæði farin yfir
móðun miklu og eru saman á ný.
Elsku afí minn, Þorvaldur Ár-
mannsson, lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands laugardagskvöldið 28. mars.
Hann bjó á elliheimilinu Kumbara-
vogi á Stokkseyri síðustu 18 mán-
uðina, eða frá því að amma dó.
Hún amma mín, Margret Jónsdótt-
ir, lést á Landspítalanum 15. sept-
ember 1990 eftir erfiða en skamma
sjúkdómslegu. Hann afi hafði það
ágætt á Kumbaravogi og hugur
hans var kominn í gamla tímann
eins og gengur með gamalt fólk.
Á þessari stundu reikar hugurinn
til baka, til allra þeirra yndislegu
stunda sem ég átti með ömmu og
afa í Nóatúni. Heimsóknir mínar í
Nóatún munu lengi lifa í huga
mínum, fyrst heimsóknir mínar
með mömmu og pabba og seinna
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURLIUA ÞORGEIRSDÓTTIR,
Miðleiti 7,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl.
15.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigurjón Sigurðsson,
Guðleif Sigurjónsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Sigurgeir Sigurjónsson, Helga J. Gísladóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LAUFEY BJARNADÓTTIR SNÆVARR,
áðurtil heimilis
á Laufásvegi 47,
sem lést 29. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, þriðju-
daginn 7. apríl kl. 15.00.
Lilly Svava Snævarr, Sverrir Ingólfsson,
Stefania Snævarr, Lárus Guðmundsson,
Sesselja Snævarr, Kristján Steinsson,
Sigrún Snævarr, Jakob Möller,
barnabörn og barnabarnabörn.
meir með konu minni og börnum.
Það brást aldrei að vel væri tekið
á móti okkur. Amma var dugleg
að baka og fengum við alltaf ný-
bakaðar kökur þar með kaffinu.
Andrúmsloftið á heimili þeirra var
jákvætt og þægilegt. Það var ekki
annað hægt en að líða vel þar.
Afa þótti mjög gaman að börn-
um. Hann gerði mikið af því að
atast i þeim og það þótti þeim gam-
an. Frá því að ég var smástrákur
man ég vel eftir litla puttanum
hans afa, en hann missti framan
af honum þegar hann vann í Stál-
smiðjunni, en þar vann hann um
fjörutíu ára skeið. Síðan þegar mín
þörn heimsóttu langafa sinn var
puttinn hans afa jafn merkilegur í
þeirra augum og mínum, meira en
tuttugu árum áður.
í einni af siðustu heimsóknum
okkar í Nóatún snemma árs 1990
barst talið að heilsu þeirra. Amma
sagði þá eitthvað á þá leið að þau
væru orðin ansi gömul og búin að
hafa það aldeilis gott í gegnum tíð-
ina. Þá datt mér nú ekki í hug að
þau myndu kveðja þetta tilverustig
svo fljótt sem raun bar vitni, en
þetta er víst gangur lífsins.
Elsku mamma, ég og fjölskylda
mín vottum þér og öllum ættingjum
samúð okkar.
Blessuð sé minning ömmu og
afa.
Hilmar Björgvinsson.
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast ástkærs afa míns og
nafna, Þorvaldar Ármannssonar
verkamanns, sem lést hinn 28.
marz sl., 88 ára að aldri.
Þeir eiginleikar sem öðrum frem-
ur einkenndu afa minn voru góð-
vild, hógværð og skyldurækni. Og
nú þegar hans farsælu en oft erfiðu
lífsgöngu er lokið vil ég þakka
honum fyrir allan þann kærleika
og umhyggju sem hann veitti mér
sem og ástvinum sínum öllum.
Það var gæfa afa míns að eiga
góða og ástríka eiginkonu og elsku-
leg börn. Amma mín heitin, Mar-
grét Jónsdóttir, var stoð hans og
stytta jafnt í gleði sem sorg, allt
frá því þau hófu búskap árið 1933
og þar til hún lést fyrir einu og
hálfu ári síðan. Afi minn og amma
eignuðust fjögur börn, þijár dætur,
Dagrúnu, móður mína, Viktoríu og
Guðnýju, og einn son, Jóhannes,
sem lést árið 1974. Mikill harmur
var kveðinn að afa mínum og ömmu
þegar þau misstu yngsta barnið
sitt, ástkæran son sinnn, Jóhannes,
aðeins 28 ára gamlan.
Afi minn og amma voru ávallt
samhent og samhuga og studdu
við bakið hvort á öðru, jafnt í blíðu
sem stríðu. Þolgæði og nægjusemi
var þeim báðum í blóð borin og
aldrei kvörtuðu þau, hversu erfiðar
sem aðstæður þeirra voru.
Á sínum yngri árum yann afi
minn sem sjómaður á toguram en
hóf síðan störf í Stálsmiðjunni, sem
verkamaður og bílstjóri. Þar vann
hann óslitið, af dugnaði og sam-
viskusemi, í um 40 ár, þar til hann
varð að hætta störfum fyrir aldurs
sakir árið 1978. Þótt afi minn ynni
alla sína starfsævi sem óbreyttur
launamaður var til þess tekið hve