Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 27 ATVINNUAUGí ÝSINGAR 1 Laus störf Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: 1. Sölustarf hjá heildsölu. Um er að ræða starf fyrir áhugasaman og metnaðarfullan sölumann. 2. Gjaldkerastarf hjá innflutningsfyrirtæki. Umsjón með tékkhefti, víxlum, innheimt- um og því sem viðkemur hefðbundnu gjaldkerastarfi. 3. Skrifstofustarf hjá innflutningsfyrirtæki. Toll- og verðútreikningar ásamt inn- heimtu. 4. Starf við framköllunarvél. Þekking eða áhugi á Ijósmyndun skilyrði. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra starfa er til og með 8. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavlk - Simi 621355 SVÆÐI5STJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Forstöðumaður óskast að sambýlinu á Gauksmýri Gauksmýri er sambýli fyrir fatlaða og er stað- sett í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, þar sem lögð er áhersla á al- menn bústörf samhliða heimilishaldi. Við leitum að aðila, sem er vel heima í mál- efnum fatlaðra og er tilbúinn til að takast á við sérstætt og spennandi verkefni. Húsnæði er á staðnum. Menntun á sviði þroskaþjálfunar og/eða félagsvísinda áskilin. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í símum 95-36725 og 95-35002. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Bifvélavirki óskast til starfa á bílaverkstæði okkar. Verk- stæðið er vel tækjum búið í rúmgóðu hús- næði. Vinnuaðstaða góð. Við óskum eftir bifvélavirkja með reynslu og góða ensku- kunnáttu vegna sérhæfðra verkefna. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri. Kaupfélag Árnesinga, bifreiðasmiðjur, Selfossi, sími 98-22000. Laus störf Framleiðslufyrirtæki (109) í Reykjavík óskar að ráða starfsmann í innheimtudeild fyrir- tækisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tölvuþekkingu og sé vanur gjald- kerastörfum. Starfið er laust strax. Framleiðslufyrirtæki (122) í Reykjavík óskar að ráða ritara til starfa í móttöku sem fyrst. Símavarsla og létt skrifstofustörf. Auglýsingastofa (096) óskar að ráða ritara til sérhæfðra starfa sem fyrst. Góð íslensku- kunnátta og starfsreynsla skilyrði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf Götugrillið Yndislegt nýtt götugrill í Borgarkringlunni óskar eftir matreiðslumanni í fullt starf. Við sækjumst eftir metnaðarfullum, hug- myndaríkum, snyrtilegum, skemmtilegum, rómantískum, duglegum, hamingjusömum, reyklausum matreiðslumanni og Borgar- kringluunnanda. í boði eru góð laun, nýr yndislegur staður, dagvinna og margt fleira. Skriflegar umsóknir ásamt meðmælum sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar „Götugrillið - 12279“. \ Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Lausar eru stöður skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra við nýjan grunnskóla í Eyjafjarðar- sveit. Nemendafjöldi er u.þ.b. 220 í 1.-10. bekk. Fjarlægð frá AkureyrM2 km. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Kristján H. Theódórsson, í síma 96-31205 og fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra í síma 96-24655. Bókasafn S-Þingeyinga Forstöðumaður Bókasafn S-Þingeyinga, Húsavík, óskar að ráða forstöðumann frá 1. júlí nk. eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bókasafnsfræðum. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. og skulu umsóknir sendar til stjórnar Bókasafns S- Þingeyinga, Safnahúsinu, 640 Húsavík. Upplýsingar um starfið veita Elín Kristjáns- dóttir, forstöðumaður bókasafns, í síma 96-41343 (heima) og 96-41173 (vinna) eða Regína Sigurðardóttir, stjórnarformaður, í síma 96-41743 (heima) eða 96-41333 (vinna). Stjórn Bókasafns S-Þingeyinga. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Öldrunarþjónustudeild Forstöðumenn f f élagsstarf Lausar eru til umsóknar tvær 75% stöður forstöðumanna í félagsstarfi aldraðra við tvær nýjar félagsmiðstöðvar, er verða opnað- ar f vor. Félagsmiðstöðvarnar eru við Hraunbæ 105 og Hæðargarð 31. Við leitum að hugmyndaríkum og skapandi einstaklingum, sem fellur vel að vinna með fólki á öllum aldri. Starfið er fólgið í daglegri stjórnun og rekstri stöðvanna og skipulagningu starfseminnar, sem er mjög fjölbreytt og tekyx til félags- og tómstundastarfs af ýmsu tagi og þjón- ustu, s.s. bað- og matarþjónustu, fót- og hársnyrtingu o.fl. Starfið gerir kröfu til náinnar samvinnu við bæði gesti og samstarfsmenn, skipulags- og stjórnunarhæfileika og reynslu af starfi með öldruðum. Áskilin er góð almenn menntun. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeild- ar, og Anna Þrúður Þorkelsdóttir, forstöðu- maður félagsstarfssviðs, í síma 678 500. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. T æknif ræðingur Verktakafyrirtæki úti á landi óskar að ráða tæknifræðing til starfa við mælingar, tilboðs- gerð og stjórnunarstörf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., fyrir 13. apríl, merktar: „S - 7938“. Sjúkraþjálfari óskast Heilsugæslustöðin og sjúkrahúsið á Hvammstanga óska að ráða sjúkraþjálfara til starfa sem fyrst. Góð aðstaða er til sjúkra- þjálfunar í nýlegri heilsugæslustöð. Mikil vinna og ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar veita Karl (læknir) í símum 95-12345 og 95-12484, Gísli (læknir) í símum 95-12345 og 95-12357 og Guðmundur (fram- kvæmdastjóri) í símum 95-12348 og 95-12393. Heilsugæslustöð og sjúkrahús Hvammstanga. Laus staða Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða starfs- mann til að annast tölvuvinnslu hjá stofnun- inni. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur og nákvæmur og hafa unnið við tölvu áður. Starfið var síðast launað í launaflokki 506-235 og var viðkomandi með starfsheitið tölvari. v ■ Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofn- un, Laugavegi 118, pósthólf 5120, 125 Reykjavík, fyrir 15. apríl 1992. Sími 27422. Verðlagsstofnun. ílsa FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Staða hjúkrunarforstjóra við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna í 9-12 mánuði frá og með 15. júlí 1992 eða eftir samkomulagi. Áskilið er stjórnunarnám og fagleg þekking og reynsla í hjúkrun. Um er að ræða starf, sem krefst sjálfstæðra vinnubragða og samvinnu. Á Fjorðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru skráð 170 legurúm. Starfsmenn sjúkrahúss- ins eru um 500 en nálægt 200 starfsmenn eru innan starfsmannahalds hjúkrunar. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir, í síma 96-22100. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1992. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, pósthólf 380, 602 Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Encyclopædia Britannica Óskum eftir að ráða sölufulltrúa til að ann- ast kynningu og sölu á alfræðisafninu Ency- clopædia Britannica ásamt öðrum verkum þessa heimsfræga útgefanda. Við leitum að starfsmanni á aldrinum 25-50 ára sem hefur góða framkomu og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu. Góð íslensku- og enskukunnátta er áskilin. Launakjör eru tengd ' Tluárangri. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun- um okkar. Eymundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.