Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 8
8 A 1T\ \ /"^ersunnudagurö.apnl^e. dagurársins UXJLVJT 1992. 5. s. í föstu. Árdegisflóð í Reykja- vík kl. 7.33 og síðdegisflóð kl. 19.50. Fjarakl. 1.27 og 13.41. Sólarupprás í Rvík kl. 6.30 og sólarlag kl. 20.32. Myrkur kl. 21.23. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.30 ogtungliðer í suðri kl. 15.18. (Almanak Háskóla íslands.) Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30,22). ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. Viktor Aðalsteinsson fyrrv. flugstjóri er sjötugur í dag. Hann var flugstjóri hjá FI, en síðar Flugleiðum í 36 ár. Eiginkona hans var Auður Hallgrímsdóttir, en hún lést fyrir ári. Þau eignuðust þijú börn, tvo syni og eina dóttur. Báðir synirnir eru flugmenn, annar hjá Flugleiðum en hinn hjá íslandsflugi. Dóttir Vikt- ors er fjármálastjóri hjá SIAR í London. Viktor verður að heiman í dag. FRÉTTIR/MANNAMÓT KVENFÉLAGIÐ Fjallkon- urnar halda fund þriðjudag- inn 7. apríl kl. 8.30 í Safnað- arheimili Fella- og Hóla- kirkju. Gestur fundarins er Hermann Ragnar Stefánsson. Spákona kemur í heimsókn. Kaffí og kökur. Mætið nú vel og takið með ykkur gesti. UNGMENNAHREYFING Rauða kross Islands hefur opið hús að Þingholtsstræti 3 á morgun kl. 20. Ragnheiður Þorsteinsdóttir lögfræðinemi og Ragnheiður Guðmunds- dóttir, BA í stjórnmálafræði, munu skýra frá því hvað mannúðarlög eru. Allir vel- 'komnir. ITC-DEILDIN Ýr heldur fund í Síðumúla 17 á morgun kl. 20.30. Nánari uppl. í s: 34159 Kristín, s: 71507 Elsa. Fundurinn er öllum opinn. SAFNAÐARFÉLAG Graf- arvogskirkju heldur bingó í félagsmiðstöðinni Fjörgyn á morgun kl. 20. Allir velkomn- ir. JC-NES heldur kjörfund á morgun mánudag kl. 20.30 að Austurströnd 3, Seltj. LÍFEYRISDEILD lögreglu- manna heldur fund í dag kl. 9.30. f.h. Frummælandi: Þórður Kárason formaður. Fréttir af lögregluþingi í Vestmannaeyjum o.fl. FÉLAG eldri borgara. Lög- fræðingur er við eftir hádegi á þriðjudag á skrifstofu fé- lagsins. Panta þarf tíma. KVENFÉLAG Garðabæjar heldur fund á Garðaholti nk. þriðjudag kl. 20.30. Golf- klúbbur Garðabæjar kynnir starfsemi sína. Skemmtiat- riði. KVENFÉLAG Breiðholts heldur fund nk. þriðjudag kl. 20.30 í safnaðarheimili Breið- holtskirkju. Bryndís Guðjóns- dóttir kynnir umhverfisvænar hreinlætisvörur. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur er með opið hús fyrir foreldra ungra barna nk. þriðjudag frá kl. 15-16. Umræðuefni: Tannvernd barna. SYSTRAFÉLAG Víðistaða- sóknar heldur aprílfund sinn á morgun kl. 20.30 í safnað- arheimilinu. Sýnikennsla í konfektgerð. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík. Spiluð félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Dansað í Goðheimum kl. 20. Á morg- un er opið hús í Risinu frá kl. 13-17. SILFURLÍNAN s: 616162 síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara. Kynnið ykkur starfsemina. KROSSGATAN F 9 EE 13 m H_mz r i r r¥~~ LÁRÉTT: 1 sök, 5 styggir, 8 grenjar, 9 kvæði, 11 gaura, 14 verkfæri, 15. smá, 16 virðir, 17 gylta, 19 fjallstopp, 21 vegg, 22^ vofur, 25 tíni, 26 sarg, 27 angan. LOÐRÉTT: 2 söngflokkur, 3 gutl, 4 rusls, 5 handtekur, 6 heiður, 7 slæm, 9 svolítil, 10 stöðu, 12 fúskari, 13 ákveð- um, 18 fískar^ 20 titill, 21 skóli, 23 tvíhljóði, 24 tveireins. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 skála, 5 fálan, 8 yljar, 9 gróft, 11 rifan, 14 agg, 15 aurar, 16 akurs, 17 inn, 19 iost, 21 atar, 22 kett- ina, 25 gái, 26 áar, 27 rit. LÓÐRETT: 2 ker, 3 lyf, 4 altari, 5 fargan, 6 ári, 7 aka, 9 glaðleg, 10 ófreski, 12 fruntar, 13 Nasaret, 18 nota, 20 te, 21 an, 23 tá, 24 ir. MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 Ég get boðið ferðir til Ríó og gistingu fyrir helmingi minni tittlingaskít, hæstvirtur umhverfis- ráðherra... KVENFÉLAG Háteigs- sóknar heldur fund nk. þriðjudag kl. 20.30 á kirkju- loftinu. Spiluð verður félags- vist. Kaffiveitingar. KVENFÉLAG Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði er með spilakvöld í safnaðar- heimilinu við Austurgötu nk. þriðjudag kl. 20.30. Góð spila- verðlaun. Kaffiveitingar. FÉLAG austfirskra kvenna í Reykjavík heldur fund á Hallveigarstöðum á morgun kl. 20. Spilað verður bingó. FÉLAG breiðfirskra kvenna heldur fund á morg- un mánudag kl. 20.30 í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. KVENFÉLAG Laugarnes- sóknar heldur afmælisfund á morgun mánudag kl. 20 í fé- lagsheimili kirkjunnar. Gestir verða frá Kvenfélagi Selja- sóknar. AGLOW, Reykjavík, kristi- leg samtök kvenna, verða með mánaðarlegan fund sinn í kaffísal Áskirkju á morgun kl. 20. Gestur fundarins er Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona. KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: Fund- ur hjá Æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Foreldramorg- unn þriðjudag kl. 10—12. Starf aldraðra: Leikfimi þriðjudaga kl. 13.30. Opið hús miðvikudag kl. 13.30. FELLA- og Hólakirkja: Mánudag: Starf fyrir 11—12 ára börn kl. 18. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. Fyrirbænir í kirkjunni mánu- dagskvöld kl. 18. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldrr deild kl. 18. Opið hús hjá Æskulýðsfélag- inu SELA kl. 20, helgistund. KEFLAVÍKURKIRKJA: Nk. miðvikudag mömmu- morgunn kl. 10—12. Reynir Sigurðsson nuddari leiðbeinir með ungbarnanudd. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, bænaefn- um veitt viðtaka hjá starfs- fólki kirkjunnar. REYKJAVÍKUR-prófasts- dæmi: Hádegisverðarfundur presta í eystra og vestra próf- astsdæmi verður í Bústaða- kirkju mánudag kl. 12. Dr. Hjalti Hugason verður gestur fundarins. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Manudag: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJ A: Starf fyrir 10—11 ára mánudag kl. 17.30. Starf fyrir 12 ára mánudag kl. 19.30. Biblíu- lestur mánudagskvöld kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Kvenfélag Langholtssóknar heldur fund þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30 í safnaðar- heimilinu. Leynigestur kemur í heimsókn. Helga Kristjáns- dóttir kynnir snyrtivörur. Kaffiveitingar. Helgistund í kirkju. Félagar taki með sér gesti. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs-' félaginu í kvöld kl. 20.30. 10—12 ára starf mánudag kl. 17.30. SKIPIIM REYK J A VÍKURHÖFN: Á morgun er Ásbjörn væntan- legur til löndunar. H AFNARF J ARÐ ARHÖFN: Á morgun mánudag koma til hafnar Venus og Víðir. MIINiNINGARKORT MINNINGARKORT Hjartaverndar eru seld á þessum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 813755 (gíró). Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð. Garðs Apótek, Sogavegi 108.''Árbæjar Apó- tek, Hraunbæ 102 a. Bóka- höllin, Glæsibæ, Álfheimum 74. Kirkjuhúsið, Kirkjuhvoli. Vesturbæjar Apótek, Mel- haga 20-22. Bókabúðin Embla, Völvufelli 21. Kópa- vogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafnarfjörð- ur: Bókab. Olivers Steins, Strandgötu 31. Keflavík: Ápótek Keflavíkui-, Suður- götu 2. Rammar og gler, Sól- vallagötu 11. Akranes: Akra- ness Apótek, Suðurgötu 32. Borgarnes: Verslunin ís- bjjörninn, Egilsgötu 6. Stykk- ishólmur: Hjá Sesselju Páls- dóttur, Silfurgötu 36. ísa- fjörður: Póstur og sími, Aðal- stræti 18. Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kol- beinsá, Bæjarhr. Ólafsfjörð- ur: Blóm og gjafavörur, Áðal- götu 7. Akureyri: Bókabúðin Huid, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. Húsavík: Blómabúðin Björk, Héðinsbraut 1. Raufarhöfn: Hjá Jonu Ósk Pétursdóttur, • Ásgötu 5. Þórshöfn: Gunn- hildur Gunnsteinsdóttir, Langanesvegi 11. Egilsstaðir: Verslunin SMA. Okkar á milli, Selási 3. Eskifjörður: Póstur og sími, Strandgötu 55. Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16. MINNINGARKORT Safn- aðarfélags Áskirkju eru seld hjá eftirtöldum: Þuríður Ág- ústsdóttir, Austurbrún 37, sími 81742, Ragna Jónsdóttir Kambsvegi 17, sími 82775, Þjónustuíbúðir aldraðra, Dal- braut 27, Helena Halldórs- dóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 81984, Holtsapótek Lang- holtsvegi 84, Verzlunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17.00 og 19.00. ORÐABÓKIN r Glöggur maður benti mér á, að menn væru farnir að segja og skrifa eitthvað á þess leið: Veðr- ið var mjög gott á 17. júní í stað þess að segja einungis 17. júní. Síðan hef ég svo sjálfur rekizt á þetta orðalag hjá blaða- mönnum, einmitt um 17. júni. Notkun fs. á í þessu sambandi er með öllu óþörf og raunar röng. Hér er um svonefnt tímaþol- fall að ræða, sem á að standa án nokkurs stýris- orðs. Fyrir nokkru rakst ég á tvö dæmi um þessa notkun í DV. Annað dæm- ið er í DV 3. janúar sl. og er á þessa leið: „Brot- ist var inn í verslunina Nóatún við Þyerholt í Mosfellsbæ á aðfaranótt síðastliðins laugardags.“ Hér átti blm. hins vegar að segja sem svo: Brotist var inn ... aðfaranótt síð- astliðins laugardags. E.t.v. kemur þessi notkun tímaþf. enn betur fram, ef við segjum sem svo: Brotizt var inn aðfara- nóttina. Ég held engum dytti í hug að segja eða skrifa: Brotizt var inn á aðfaranóttina. Hér á tímaþf. að standa eitt sér og óstutt. Vel má vera, að það rugli einhveija í ríminu, að við segjum sem svo: Hann kemur (eða kom) á laugardaginn. Er þá átt við næsta laugar- dag á undan eða eftir. Hins vegar dytti fæstum í hug að segja: Hann kom hingað á laugardaginn 4. janúar - Ég vænti þess, að blaðamenn og aðrir hugleiði nánar muninn á þessu. JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.