Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR ÁRMANNSSON, Nóatúni 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru beðnir á láta líknarfélög njóta þess. Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Viktoría Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Þórdór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Vogatungu 33a, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kt. 13.30. Hagalín Guðmundsson, Yngvi Hagalinsson, Sólveig Victorsdóttir, Sigriður Hagaiinsdóttir, Skafti Þ. Halldórsson, Guðrún R. Hagalínsdóttir, Arne Vaag, Guðmundur Hagalínsson, Ágústa Halldórsdóttir og barnabörn. t Elskulegur bróðir okkar, ÞÓRHALLUR BJARNASON frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis á Öldugötu 35, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 7. apríl kl. 15.00. Ása Bjarnadóttir, Andrés Bjarnason, Páll Bjarnason, Arnbjörg Bjarnadóttir, Hermann Bjarnason. Eyjólfur Bjarnason, Anna Bjarnadóttir, Karl Bjarnason, Borghildur Bjarnadóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA H. FRIÐBJARNARSONAR, Stórholti 18, Reykjavík. Guðrún Vilhjálmsdóttir Berglind Gísladóttir, Gottskálk Björnsson, Dagný Gísiadóttir, Snorri Sveinn Friðriksson, Hjördís Gísladóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Kleppsvegi 52, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og dvalar- heimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Aðstandendur. t Alúðarþakkir sendum við öllum, nær og fjær, er auösýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts HELGU KRISTÍNAR MÖLLER, Hlíðarbyggð 44, Garðabæ. Guð blessi ykkur öll. Karl Harrý Sigurðsson, Helena Þ. Karlsdóttir, Hanna Lillý Karlsdóttir, Helena Sigtryggsdóttir, Jóhann G. Möller, Lillý Kristjánsson og fjölskylda, Ingibjörg M. Möller, Barði Þórhallsson, Alda B. Möller, Derek K. Mundell, Jóna S. Möller, Sveinn Arason, Kristján L. Möller, Oddný H. Jóhannsdóttir, Alma D. Möller, Torfi F. Jónasson og systkinabörnin. GUR 5. APRIL 1992 FFTHU Laufey Guðmunds- dóttir - Keflavík Fædd 22. janúar 1921 Dáin 28. mars 1992 Elskuleg Laufey amma er dáin. Nú hittir hún Árna afa. Okkur langar til að þakka Lauf- eyju ömmu fyrir allar góðu stund- irnar sem hún veitti okkur. Alltaf brosti Laufey amma þegar hún kom heim til okkar eða við fórum heim til hennar. Alltaf var amma tilbúin að passa okkur og skipti þá engu máli hvern- ig veður eða færð var, alltaf kom hún og þá var gaman að hafa ömmu. Við munum sakna hennar en minnumst hennar með hlýju hjarta. Góði guð styrki okkur við fráfall Laufeyjar ömmu. Blessuð sé minn- ing Jiennar. Árni, Sævar og Harpa Jóhannsbörn. Laugardaginn 28. mars lést á Landspítalanum ástkær tengda- móðir mín Laufey Guðmundsdóttir eftir erfiða sjúkdómslegu. Kynni mín af Laufeyju hófust 1980 þegar ég kynntist dóttur hennar, Jóhönnu. Laufey var ein áf þessum persón- um sem fer rólega í það að kynn- ast fólki, en við nánari kynni kom í ljós hve mikla manngæsku hún hafði að geyma. Margar gleðistundir áttum við og er margs að minnast. Sérstak- lega minnist ég þess þegar við hjón- in tilkynntum fyrirhugað brúðkaup okkar, ekki stóð á viðbrögðum, veg- legt skyldi það vera. Tók hún nú málin í sínar hendur og sagði: „Mundu svo bara að mæta á réttum tíma í kirkjuna." Og ekki brást hún sínu hlutverki frekar en endranær. Alltaf stóð tengdamámma með útrétta hjálparhönd þegar á henni þurfti að halda. En að sama skapi bað hún sjaldan um aðstoð og eru ábyggilega vandfundnar eins kröfu- litlar manneskjur. Laufey fæddist á Eyrarbakka 22. janúar 1921 en fluttist ung til Keflavíkur. .Margt hefur á daga hennar drifið. 28,_október 1945 hóf hún búskap með Árna Vilmundssyni og gengu þau í hjónaband 22. janúar 1946, en þann dag áttu þau bæði af- mæli. Árni lést 11. október 1983. Laufey og Árni eignuðust 3 börn, Vilmund, Sigrúnu og Jóhönnu, en fyrir átti Laufey Friðrik Hermann Friðriksson. Barnabörn Laufeyjar eru orðin 11 og barnabarnabörn 4. Sárt mun ég sakna Laufeyjar, þessarar gæfumanneskju. Þakka ég henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þá vil ég einnig þakka starfsfólki taugadeildar Landspítala fyrir góða aðhlynningu. Góður guð styrki börn, ömmubör- n og aðra aðstandendur í þeirra sorg. Blessuð sé minning góðrar konu. Jóhann Sævar Kristbergsson. Guðrún Halldórs dóttir, Akureyri Fædd 14. ágúst 1903 Dáin 29. mars 1992 Nú er Gunna frænka dáin, hún slokknaði eins og ljós, reiðubúin að fara, í öruggri vissu um annað Iíf bg góða heimkomu. Gunna frænka var fastur liður í lífi okkar systkina, alltaf á sínum stað, reiðubúin að segja okkur til og rétta okkur hjálparhönd. Hún pijónaði á okkur peysur, leista og sokka, kenndi okkur á gítar og reyndi mikið að vekja áhuga okkar á garðyrkju. Hún tók þátt í gleði okkar og sorg og hafði alltaf nægan tíma til að hlusta á okkur. Slíkar frænkur eru einstakar og við kunnum sann- Fáir eru nú orðnir eftir af alda- mótafólkinu sem setti svip sinn á litlu byggðina okkar á Kleifum í Olafsfirði og mótaði okkur sem þar ólumst upp og nutum handleiðslu þeirra við leik og störf. Ein af þessu fólki er Sigríður Þorláksdóttir sem andaðist á dvalarheimilinu Horna- brekku í Ólafsfirði 9. mars síðastlið- inn, níutíu og eins árs gömul. Henn- ar viljum við minnast með virðingu og þökk fyrir samfylgd og hlýja vináttu. Á Kleifum myndaðist sérstakt, náið samfélag þar sem fólkið gekk samhent að störfum til sjós og lands og hjálpaðist að eftir föngum. Á mesta annatímanum um vor og sumar varð vinnudagurinn oft langur þegar sauðburður, rúnings- göngur og heyannir kölluðu að á landi - og um leið var sjórinn sótt- ur af kappi og fólkið í landi þurfti líka að þjóna þeirri atvinnugrein, beita línu, stokka upp og verka afla. Sigga Þorláks var ein af þeim sem gengu að þessum störfum, kát og glettin, með hlýtt blik í augum og jafnan stutt í skæran hláturinn. Sigga var skilningsrík gagnvart unga fólkinu, var jafnan reiðubúin að tala við okkur og dæmdi ekki - heldur gerði sér far um að skilja okkar sjónarmið. Gaman var að heimsækja Siggu, bæði meðan hún bjó í Ártúni með Guðbrandi, sambýlismanni sínum, og einnig síðar er hún bjó í Hofi hjá Guðrúnu systur sinni. Þangað komum við á sumrin, sem arlega að meta hvað hún var okk- ur. Afi, amma og Gunna bjuggu í næsta húsi við okkur og þar var okkar annað heimili og við alltaf velkomin. Guðrún Halldórsdóttir hét hún og var fædd 14. ágúst 1903, elst barna Halldórs Halldórssonar söðía- smiðs á Akureyri og konu hans Rósfríðar Guðmundsdóttur. Hún ólst upp á góðu heimili, átti góða að og eignaðist trausta vini. Hún hafði yndi af hvers konar hannyrð- um, garðyrkju og tónlist og gat notið þess að hafa nægan tíma fyr- ir þetta allt. Að undanskildum tveim vetrum í hússtjórnarskólum á Isafirði og á Jótlandi bjó hún alltaf á Akureyri og lengst af á Strand- höfðum yfirgefið Kleifarnar, hurf- 'um um stund inn í gamla tímann og nutum elskulegrar hlýju og gest- risni þeirra systra. Við ljúkum þessum minninga- brotum með hjartans þökk til Sig- ríðar Þorláksdóttur fyrir allt það sem hún var okkur og vitum að við mælum þar fyrir munn allra sem áttu uppvaxtarár sín á Kleifum og nutu návistar hennar og mann- kosta. Uni hún sæl og glöð í Guðs náð. Ólafur Þ. Gamall skipsfélagi er látinn um aldur fram. Olafi Þ. Jónssyni var undirritaður með til sjós á Sæborg- inni RE í tæp tvö sumur, 1968 og 1969. Ólafur var ósérhlífinn og klár sjómaður hvort sem var á dekki eða í vélarrúmi. Lengst af var Ólafur vélstjóri eða allt þar til hann réðst til starfa í álverinu, en jafnhliða því starfi réri hann á báti sínum frá Hafnarfirði. Alltaf var gaman að hitta Ólaf, hressan og síungan í anda. Ólafur var fyrirhyggjumaður og vissi hvert stefndi, því á síðasta ári aðstoðaði undirritaður Ólafur við að selja þann kvóta er hann átti af bátnum sínum. Sjómennskan á Sæborginni var á götu 15. Hún annaðist foreldra sína meðan þau lifðu og sinnti okkur systkinabörnum, hún átti góða vini og naut þess að ferðast bæði innan- lands og utan. Hún var trúrækin kona og starfaði lengi í Hjálpræðis- hernum á Akureyri. Fyrir um 20 árum missti hún heilsuna og það var eins og þessi lífsglaða kona missti allan áhuga á lífinu. Eftir það dvaldist hún á hjúkrunarheimil- um, nú síðast á Seli og þar andað- ist hún 29. mars. Okkur langar að færa öllu því fólki sem reyndist henni vel þessi liðnu ár þakkir okkar. Um Gunnu frænku leika bjartar minningar, hún var samofin lífi okkar og við þökkum henni allt, sem hún var bæði okkur og börnum okkar. Blessuð sé minning hennar. Guðrún, Hallfríður, Áslaug og Bjarni Halldór. Jónsson við langskólanám og það var gagn- legt fyrir óharðnaðan ungling að fá þjálfun með_ úrvalsáhöfn, en þar voru, auk Ólafs, Magnús Gríms, Eggert kokkur og Dóri P., allt kunn- ir og harðir sjósóknarar. Mjög minnisstætt er, þegar Ólaf- ur sagði við undirritaðan eftir 32 klst. samfellda törn: „Þú ert alltof ungur til að gefast upp.“ Síðan hló Óli Sum, eins og iiann var kallaður. Við þessa hvatningu endurnýjaðist krafturinn og þreytan hvarf. Minn- ingin um Ólaf lifir. Fjölskyldu Ólafs og aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hilmar Viktorsson. SigríðurÞorláksdóttir Sigríður Steingrímsdóttir frá Búðarhóli, Ingi Viðar Árnason frá Syðri-Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.