Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992
f fremstu víglínu
á átakasvæðum í Júgóslavíu
Texti og myndir: Margrét Elisobet Ólofsdóttir
„KOMA BLÁU hjálmanna á ekki eftir að breyta neinu. Þetta
verður eins og í Líbanon." Það eru Kamilo og félagar hans í
króatíska hernum sem viðra þessa skoðun við mig á aðaltorginu
í Zagreb einn sólríkan dag snemma í mars. Þeir eru í hópi þeirra
20.000 hemanna sem sendir hafa verið heim af vígstöðvunum á
undanförnum vikum vegna friðargæslusveita Sameinuðu þjóð-
anna. Nokkrum dögum síðar, í borginni Osijek í Austur-Slavoníu,
á ég eftir að heyra alla þá hermenn sem ég hitti taka undir þessi
orð. Hermenn sem flestir eru fæddir og uppaldir í Osijek eða
nálægum héruðum og eru búnir að standa í fremstu víglínu, sem
er skammt utan borgarmarkanna, síðustu sjö mánuðina.
Opinberlega hefur vopnahlé
staðið yfír í Króatíu frá því
3. janúar síðastliðinn. ’Veru-
leikinn er annar. Aðeins þrem
dögum áður en fyrstu menn
úr friðargæslusveitunum koma til
borgarinnar var varpað á hana
sprengjum. Ekki þeim fyrstu frá því
svokallað vopnahlé hófst. Ekki held-
ur þeim síðustu. „Ráðamenn í
Zagreb segja að stríðinu sé lokið,
en hér er enn verið að drepa fólk,“
minnir Zlatko Kramaric, borgarstjóri
í Osijek, blaðamenn á. Hann ætti
ekki að þurfa þess. Við vitum öll að
rúmum sólarhring fyrir þennan fund
létust sjö óbreyttir borgarar og 28
særðust í sprengjuárás á borgina.
Það er rétt, ástandið er ekkert
líkt því sem það var þegar sprengj-
unum rigndi yfir borgina og íbúa
hennar bæði daga og nætur á haust-
mánuðum. En vitneskjan um hætt-
una vofir ennþá yfír; enginn veit
hvar eða hvenær næsta sprengja
fellur. Og þegar þær falla ekki á
borgina, má heyra í þeim úr fjar-
lægð. Staðreynd sem hefur sín áhrif
á hugarástandið.
Lífið heldur áfram
þrátt fyrir stríðið
Við þessar aðstæður, óöryggi og
óvissu um framtíðina, reyna íbúarnir
í Osijek að halda áfram að sinna
sínum daglegu störfum, láta lífið
ganga sinn vanagang. „Lífið verður
að halda áfram,“ segir Mirna. Hún
er falleg eins og fyrirsæta og talar
fullkomna ensku. „Ég fór burt í lok
nóvember, til Zagreb, af því við höfð-
um hvorki rafmagn né vatn, en ég
varð að koma aftur. Hér á ég
heima.“ Hún vill líka að ég skilji
hvers vegna 20.000 börn, sem send
voru burt í haust, eru komin aftur
til Osijek. „Fólk saknaði barnanna
og þegar friður hafði haldist í nokkra
daga ákvað það að senda eftir þeim.“
Hún þarf ekki að reyna að sannfæra
mig. Ég er búin að hitta Srinku, 11
ára, sem gat ekki leynt því hvað hún
var glöð yfir að vera komin heim til
pabba og mömmu, þrátt fyrir að
hafa verið í góðu yfirlæti í Austur-
ríki í þrjá mánuði. Og þrátt fyrir að
hún þurfí nú að sækja skóla í
Djakovo, sem er 50 km frá Osijek,
og komi ekki heim nema um helgar.
Lífíð verður að hafa sinn gang,
en stríðið minnir hvarvetna á sig.
Ekki aðeins eru húsin í miðborginni
og suður- og austurhluta borgarinn-
ar meira og minna sundurskotin eða
í rúst, heldur mætir maður alstaðar
vopnuðum hermönnum. í sporvagn-
inum, á götunni, í verslunum, á
kaffihúsum. Alstaðar. Flestir þeirra
eru íbúar borgarinnar eða frá nálæg-
um þorpum. Þeir eiga ekki um ann-
að að velja en beijast. Til að verja
sitt og sína. Ef þeir trúa ekki á að
koma bláu hjálmanna eigi eftir að
breyta miklu er það vegna þess að
sumir eru frá þorpum á herteknu
svæðunum. Þeir trúa því ekki að
þeir eigi eftir að fá þessi þorp' aftur
úr höndum tjesnikanna. Þeir eru
sannfærðir um að Tudjmann forseti
hafi svikið þá með því að samþykkja
komu friðargæslusveitanna. Og
hvernig eiga þeir að geta lifað með
Serba sem nágranna. Tjesnika. Því
gamlir nágrannar eru litnir grun-
semdaraugum og hverskyns sögu-
sagnir um Serba, sem hafa farið
burt en eru nú komnir aftur, lifa
góðu lífi. Þeir eru ungir hermenn
samankomnir hjá einum vini sínum
til að samgleðjast honum yfir fæð-
ingu fyrsta sonarins. Þeir eru her-
menn í fremstu víglínu í Baranja og
Nemitir.
Á sjúkrahúsinu eru öll
sjúkrarúm í kjallaranum
Baranja er svæði norðanmegin við
ána Drava. Nálægt bökkum árinnar
Osijek megin stendur sjúkrahúsið.
Byggingar þess eru flestar illa leikn-
ar eftir sprengjuárásir. I lok desem-
ber var undirritað samkomulag
Serba, Króata og Rauða krossins
um að hlífa því við árásum, en það
samkomulag hefur ekki verið haldið.
Á meðan ég er í Osijek fær það að
kenna á enn einu sprengjuregninu.
Daginn eftir lofar stjórnandi þess,
dr. Kresimir Clavina, að taka á
móti okkur, nokkrum fréttamönn-
um.
Öryggisgæslan við sjúkrahúslóð-
ina er mikil. Það er engum hleypt
inn nema hann hafi leyfi fyrir heim-
sókn. Við þurfum að skilja vegabréf-
in okkar eftir í hliðinu. Fyrir utan
bygginguna þar sem ennþá er starf-
semi tekur á móti okkur hvíthærður
maður á miðjum aldri. Dr. Kresimir
Ciavina. Hann er ekkert að tvínóna
við hlutina og leiðlr okkur strax að
eldhúsbyggingunni eftir að hafa
heilsað. Þar féll ein sprengjan um
nóttina og skiidi eftir sig gríðarstórt
gat á veggnum og brotna glugga. Á
annarri hæð í aðalbyggingunni hafði
ein sprengja farið í gegnum vegg á
fundarherbergi og önnur í gegnum
þakið og valdið vatnsleka á gangi
sem áður var sjúkradeild. Nú eru
öll sjúkrarúmin niðri í kjallara og
skurðstofan eitt skot inn af gangin-
um.
Sjúkrahúsið getur nú tekið á móti
500 sjúklingum, sem er innan við
þriðjungur þess sem það gat áður
annað. „Við tökum á móti öllum
særðum sem hingað eru sendir og
framkvæmum allar aðgerðir. En
þeir sem ekki eru í lífshættu eru
sendir annað eftir nokkra daga, því
þessi staður er of hættulegur," segir
Clavina. Hann segir að fram að
þessu hafi ekki verið verulegur
skortur á geðlyfjum, sem erfitt hafi
verið að nálgast. „Margir sjúkling-
anna eiga við sálræn vandamál að
etja, sem eru afleiðingar stríðsins,
ekki síður óbreyttir borgarar en-her-
menn. Þeim eigum við erfíðast með
að sinna vegna lyfjaskorts."
Frá skrifstofu Clavina förum við
niður í kjallara og fáum að heim-
sækja nokkrar sjúkrastofur. Það er
hálfdimmt í kjallaranum og rúmin
liggja þétt. Sum þeirra eru frammi
á gangi. Sjúklingarnir eru flestir
niðurdregnir, en reyna þó að brosa
til okkar, þessara forvitnu gesta.
Inni á einni stofunni hittum við ung-
an lögregluþjón sem talar ensku.
Hann brosir blítt og segist hafa feng-
ið handsprengju í fótinn. Það er
þyngra yfir félaga hans í næsta
rúmi, hermanni frá Zagreb. Það eru
og íbúar þorpsins sem Serbar hafa
ekki náð á sitt vald. Okkur er vísað
til skrifstofu liðsforingja sveitanna
í Baranja. Við þiggjum koníaksstaup
á meðan við bíðum. Það veitir víst
ekki af til að styrkja taugarnar. Ég
finn fyrir skjálfta í hnjáliðunum þeg-
ar mér er boðið til sætis í trukknum
sem flytur okkur yfir á hinn bakk-
ann í fylgd þriggja hermanna. Brúin
sem við förum yfir er bogadregin
og ekki ætluð ökutækjum. En nú
er hún eina brúin sem hægt er að
nota. Við keyrum stuttan spotta
meðfram ánni Baranja megin áður
en við komum inn í þorpið. Þar er
stöðvað fyrir framan íbúðarhús er
flaggar króatíska fánanum. Inni
taka á móti okkur tvær konur. Þær
eru alls 4.000 í 18.000 manna
heimavarnarliði borgarinnar, „gu-
arda“. Síðan bætast við fleiri her-
rnenn og liðsforingi þeirra, Josep.
Hann er fyrrum hermaður í frönsku
útlendingahersveitinni og einn af
fáum atvinnuhermönnum í króatíska
hernum. Flestir yfirmenn júgóslav-
neska sambandshersins voru Serbar
og eru því hinum megin víglínunnar.
Josep er yfirvegaður og ákveðinn.
Hann er búinn að vera í fremstu
Osyek; við leiði einkasonarins.
alls sjö rúm á stofunni. í einu þeirra
er óbreyttur borgari. Rafvirki sem
var á næturvakt í súkkulaðiverk-
smiðju þegar sprengja féll á hana.
„Kapút,“ segir hann og á við verk-
smiðjuna. Þegar hann útskrifast
bætist hann í ört stækkandi hóp
atvinnulausra í landinu.
Á gjörgæsludeildinni, sem er að-
eins tvær stofur, eru sex þeirra er
særðust kvöldið áður. Einn hefur
misst höndina. Annar er með alvar-
legt sár á höfði ög liggur meðvitund-
arlaus. Afleiðingar stríðsins eru
ógeðfelldar, en líka raunverlegar.
Vorsólin sem brosir á móti okkur
þegar við komum út aftur gerir ekki
annað en undirstrika þá staðreynd.
í fremstu víglínu í Baranja
Spölkorn frá sjúkrahúsinu, í elsta
hluta borgarinnar, eru höfuðstöðvar
hersins. Vörður sér um að enginn
óviðkomandi fari inn á svæðið. Það
þarf leyfi yfirmanna til að hieypa
okkur inn. Ætlunin er að fá að fara
yfir ána, til Baranja. Þangað fá ann-
ars engir aðrir að fara en hermenn
víglínu í Baranja í sjö mánuði. Marg-
ir af mönnum hans koma frá þorp-
inu. Líka Katia, önnur konan sem
tók á móti okkur. Hún og Josep eru
nýgift. Hann er í hópi þeirra sem
hefur enga trú á því að korna bláu
hjálmanna breyti nokkru. Ég heyri
aftur minnst á Líbanon. Beirút.
Frá þorpinu förum við í jeppa með
Josep og þremur manna hans, að
fremstu víglínunni. Hún er aðeins
nokkur hundruð metrum utan við
þorpið. Við stöðvum við eitt byrgið.
Uppi á halla skammt frá standa
hermenn. Þegar við göngum til
þeirra kemur í Ijós þorp í 300 métra
Ijarlægð. Við sjáum húsin í útjaðri
þess. Þar eru þeir. Tjesnikarnit-. Mér
er boðið að virða þá fyrir mér í sjón-
auka, en er um leið minnt á tilvist
leyniskyttanna. Ég er of stressuð til
,að geta séð nokkuð annað en hús
og garða. Svo nálægt að mér finnst
ég ekki þurfa að gera annað en rétta
út höndina til að snerta þau. Josep
spjallar við sína menn. Þeir standa
berskjaldaðir. Virðast rólegir. En við