Morgunblaðið - 05.04.1992, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.04.1992, Qupperneq 40
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Breytt opinber skráning Fríkir kj usafnaðanna: Safnaðarfólk skrá- ~ist ekki lengur í þjóð- kirkjuna við flutninga Hafa sömu stöðu og sértrúarhópar, segir biskup I)ÓMS-*og kirkjumálaráðuneytið hefur breytt skráningu á þremur trú- félögum, Fríkirkjusöfnuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði og Óháða söfnuðinum í Reykjavík, þannig að þeir eru ekki lengur bundnir við ákveðin svæði. Áður skráðist fólk sjálfkrafa í þjóðkirkjuna ef það flutti út af starfssvæðum þessara safnaða, en nú breytist skráningin ekki nema fólk biðji sjálft um það. Cecil Haraldsson, prestur Fríkirkj- usafnaðarins í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að skráð starfssvæði safnaðarins hefði verið 'V^~’^eykjavík, Kópavogur og Seltjarn- arnes. Fólk hefði sjálfkrafa hætt að Isafjörður: Niðursuðu- verksmiðjan jif. innsigluð Niðursuðuverksmiðjan hf. á ísafirði var innsigluð fyrir helgi vegna vanskila á staðgreiðslu skatta. Verksmiðjan hefur átt í fjárhags- örðugleikum að undanförnu og rann 5 mánaða greiðslustöðvun út í byijun mars. Heimild hefur verið gefin fyrir nauðasamningum. Móðir, bam og amma slösuðust UNGABARN, móðir þess og amma slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut við Kaldár- selsveg um hádegi í gær. Meiðsli þeirra eru ekki talin lífshættuleg en móðir og barn voru á sjúkrahúsi i nótt. Öku- maður sem slysinu olli er grun- aður um ölvun. 50 metra heml- aför voru eftir bíl hans, upp brekku. Bíll mæðgnanna var á leið að Hafnarfírði og lenti þar á eftir hægfara fullfermdum vörubíl. Öðrum fólksbíl var ekið á eftir í sömu átt og kvaðst ökumaður þess bíis, sem var talinn ölvaður, hafa litið sem snöggvast af veg- inum en hafi þá ekki vitað fyrr en hann var í þann veg að rekast á bílinn sem á undan fór. Við áreksturinn valt bíll kvennanna. greiða kirkjugjöld til safnaðarins og farið úr honum og í þjóðkirkjuna við búferlaflutninga af svæðinu. Það hefði ekki gengið til baka þó fólk flytti aftur á starfssvæðið. Sagði hann að óánægja hefði verið með þetta. Fólk hefði í mörgum tilvikum fallið út af skrá safnaðarins við flutn- inga án. þess að hafa hugmynd um það. Til sín hefði komið fólk sem hefði talið sig safnaðarfólk en ekki verið það vegna tímabundinna bú- ferlaflutninga af starfssvæðinu. Þá hefði komið fyrir að fóik hefði verið fært af skrá Fríkirkjusafnaðarins og inn á skrá þjóðkirkjunnar við flutn- inga innan svæðisins. Söfnuðurinn hefði tapað 100-150 manns á ári vegna þessarar reglu og hinir söfnuð- irnir tveir hlutfallslega jafn miklu. Cecil tók það fram að þessir þrír söfnuðir hefðu verið þeir einu utan þjóðkirkjunnar sem ekki hefðu haft landið allt að starfssvæði og þeir því haft samvinnu um að breyta því. Taldi hann að góð samskipti þeirra við þjóðkirkjuna myndu ekki breytast við þetta. Tilkynnt var um breytta opinbera skráningu safnaðanna þriggja með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins þurfa trúfélög ekki að skrá sig en með skráningu öðlast forstöðumenn þeirra rétt til ýmissa embættisverka. Lagalega hafa þessir söfnuðir alveg sömu stöðu og önnur trúfélög utan þjóðkirkjunnar og ráða því sjálfir hvort þeir takmarka starfs- svæði sitt við ákveðin bæjarfélög eða landið allt. Biskup íslands, herra Ólafur Skúl- ason, sagði í samtali við Morgunblað- ið þegar málið var rætt við hann á föstudag: „Fram að þessu voru Frí- kirkjusöfnuðirnir háðir sömu ákvæð- um og söfnuðir þjóðkirkjunnar um búsetu safnaðarfólks. Þeir voru óhressir með það, töldu sig ekki þurfa að lúta þessum reglum." Sagði Ólaf- ur að þessir söfnuðir hefðu nú sömu stöðu og sértrúarsöfnuðir. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til að sam- skipti þeirra við þjóðkirkjuna breytt- ust. Þau hafa meðal annars verið í því fólgin að biskup Islands hefur yfirleitt vígt þá presta sem vígjast til Fríkirkjusöfnuðanna og Óháða safnaðarins. Morgunblaðið/Þorkell HUSBYGGINGAR I VORVEÐRI Loðnuvertíðin búhnykkur fyrir Eskfirðinga: Hólmaborg ekki seld, rækjuvinnsla endurbætt LOÐNUVERTÍÐIN, sem lauk í gær, var Eskfirðingum góður bú- hnykkur og hafa mál varðandi sölu á nótaskipinu Hólmaborg, Tilkoma ratsjárstöðvanna: Fækkar um 100 í Vamarliði VARNARLIÐSMÖNNUM á KeflavíkurHugvelIi fækkar um 100 þegar AWACS-ratsjárvél varnarliðsins fer frá íslandi í sumar. Fjórar ratsjár- stöðvar á Bolafjalli við ísafjarðardjúp og Gunnólfsvíkurfjalli við Þistil- fjörð, Stokksnesi og Miðnesheiði gegna því hernaðarlega hlutverki sem AWACS-vélarnar höfðu auk þess að sinna flugumferð um landið. 60 Islendingar verða við störf í ratsjárstöðvunum. Ratsjárstofnun sér um rekstur ratsjárstöðvanna fyr- varnarliðið. Friðþór Eydal, upplýs- ingafulltrúi varnarliðsins, sagði að tæplega eitt hundrað Bandaríkja- menn hyrfu frá störfum hér á landi við þessar breytingar. Ilann sagði að verið væri að prófa ratsjárstöðv- arnar á Norðurlandi og ráðgert væri að þær yrðu komnar í notkun að öllu leyti seint næsta sumar. Búið væri að reisa nýjar ratsjárstöðvar á sama stað og eldri stöðvar voru á Stokksnesi og á Miðnesheiði. Þær stöðvar kæmust ekki í gagnið fyrr en í lok næsta árs. Að sögn Friðþórs verða merki frá ratsjárstöðvunum send til ratsjármið- stöðvar varnarliðsins, sem nú er á Miðnesheiði en verður væntanlega flutt eftir 2-3 ár í nýtt húsnæði sem nú er verið að byggja á Keflavíkur- flugvelli. sem auglýst hafði verði til sölu, verið sctt í biðstöðu. Verið er að Ijúka 8-10 milljóna króna endur- bótum á rækjuverksmiðju fyrir- tækisins. I þær er ráðist til að uppfylla kröfur verslanakeðja í Bretlandi, sem greiða allt að 8-10% hærra verð fyrir hráefni en aðrir kaupendur, og munu kaupa meginhluta framleiðslunn- ar ef vel tekst til. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Magnús Bjarnason framkvæmda- stjóra þjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar. Er loðnuvertíð lýkur er enn eftir að vinna úr 6-7 þúsund tonnum í loðnuverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem búin er að taka við um 64 þúsund tonnum aá vertíðinni, samanborið við 29 þúsund tonn á síðustu vertíð. Stefnir í að nú verði framleidd um 12 þúsund tonn af loðnumjöli og er stór hluti þess seld- ur til Englands og Danmerkur. Magnús sagði að í kringum pásk- ana ætti að ljúk'a 8-10 milljóna end- urbótum á rækjuverksmiðjunni sem að því loknu yrði tekin út af fulltrú- um hinna væntanlegu kaupenda. Eftir breytingamar hefði afkastaget- an aukist um 20-30%. Hann sagði að eftir endurbætumar og samninga sem þeim gætu fylgt gæti útflutn- ingsverðmæti rækjuafurða fyrirtæk- isins numið um 150 milljónum á ár- inu, miðað við að unnið yrði úr um það bil 1.000 tonnum af hráefni. í sumar verður Hraðfrystihús Eskifjarðar með nótaveiðiskipin Guð- rúnu Þorkelsdóttur og sennilega einnig Hólmaborg á rækjuveiðum, ásamt Sæljóni og tveimur bátum frá Hornafirði. Á rækjuvertíð í fyrra lögðu þrír bátar upp hjá fyrirtækinu og afkoman á þeirri vertíð var viðun- andi að sögn Magnúsar Bjarnasonar, þrátt fyrir heldur minni framleiðslu en árin á undan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.