Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992
vitum öll að á hverri stundu getur
eitthvað gerst. Og kannski er hún
einna verst. Þessi vitneskja um hætt-
una sem leynist í þögninni. Biðin.
Við förum aftur upp í jeppann og
keyrum lengra meðfram víglínunni.
Með regiulegu millibili eru byrgin.
Grafin inn í tilbúna smáhæð sem
liggur meðfram allri víglínunni. Þau
eru lítið annað en holur þessi byrgi
þar sem þeir hafast við hermennirn-
ir og fá sjaldan frí. Sólin er að hníga
til viðar og um það leyti sem við
stöðvum hjá næsta byrgi heyrum við
sprengju falla í ijarlægð. Josep og
menn hans skila okkur í loftköstum
aftur inn í Osijek.
Vígbúnir bæjarbúar í Bosníu
Ef-einhvetjum finnst skrýtið að
fólkið sem býr við fremstu víglínuna
hafi litla trú á komu bláu hjálmanna
til svæðisins, þá verður að muna að
stríðið hefur staðið yfir í átta mán-
uði. Þó flestir óski þess að stríðinu
fari að ljúka þá hafa blóðböðin og
Vukovar aðeins styrkt þjóðernis-
kenndina og tortryggnina í garð
nágrannans af öðru þjóðerni. Vand-
inn virðist illleysanlegri með hverjum
deginum sem líður. Fréttir af óeirð-
húsi bæjarins. Serbar sem vilja
áfram tengjast sambandslýðveldinu
Júgóslavíu, eða það sem eftir er af
því, voru þar á ferðinni. Tilraunin
mistókst, en ástandið í bænum er
vægast sagt þrungið spennu. í út-
jaðri bæjarins, á svæði sem ekki er
undir vernd stjórnarinnar, standa
vígbúnir Serbar á götuhornum síns
hverfis og fylgjast með því hveijir
fara þar um. Þeir tala hvorki þýsku
né ensku og horfa tortryggnir á
okkur. Þeir eru ungir og í einkennis-
búningi sambandshersins fyrrver-
andi. Vopnin eru hríðskotabyssa,
skammbyssa, handsprengja og rýt-
ingur. Við göngum meðfram þjóð-
veginum utan við hverfið. Það er
alstaðar dregið fyrir glugga, en veg-
farendur geta ekki annað en tekið
undir kveðjur okkar. Það er vissara
að heilsa öllum og sýna vingjarnleg-
heit. Mér léttir stórum þegar við
göngum til baka, yfir þjóðveginn og
inn í hverfi múslímanna. Þar ^ru
húsin hrörlegri, en það er engan
vopnaðan mann að sjá. Okkur er
boðið inn i kaffi hjá vingjarnlegri
fjölskyldu. Hús nágranna þeirra
hafði orðið fyrir sprengju og var lít-
ið annað en rústir. Þau eru kvíðin
Þegar stríðið braust út fór hann
með ófríska eiginkonu sína, móður
og ungan bróður sinn til ættmenna
í Genf. En þegar í ljós kom að barn-
ið var látið í móðurkviði, ákvað hann
að snúa aftur til Osijek. „Ég gat
ekki verið í burtu á meðan vinir
mínir voru að beijast. Ég vissi líka
að ef ég sneri ekki heim strax, gæti
ég ekki gert það að stríði loknu og
horft framan í féjaga mína eins og
ekkert hefði í skorist.“ En ættar-
nafnið gerir það að verkum að sum-
ir tortryggja hann. „Fólk sem þekk-
ir mig ekki treystir mér ekki þegar
það heyrir ættarnafn mitt.“
Frá því hann sneri aftur hefur
hann búið með konu sinni í hálfklár-
uðum kjallara í fokheldu nýju húsi
sem þau eiga. Vistarveran er ekki
mikið meira en 15 fm. Eldhús, stofa
og svefnherbergi í senn. „Það tekur
því ekki að klára húsið að -innan,"
segir Igor. Hann bíður þess dags
þegar stríðinu lýkur. „Þá ætla ég
burt. Hér er ekkert. Það á eftir að
taka að minnsta kosti fimm ár að
reisa efnahag landsins úr rústum
stríðsins og hvernig á ég að geta
byggt hér upp líf og góða framtíð
sem ég get boðið börnunum mín-
V |§|§j mm
Gerl við byrgi sem varð fyrir sprengju.
Vinkovci: eyðileggingar stríðsins.
Baranja; fylgst með andstæðingnum.
þó flestir óski þess að stríðinu fari að liúka þá hafa blððböðin og Vukovar
aðeins styrkt þjððeiniskenndina og toitryggnina í gaið nágrannans af öðiu þjððeini.
um í Bosníu og Herzegóvínu auka
ekki á bjartsýnina.
Það er tæp vika liðin frá þjóðarat-
kvæðagreiðslunni þegar við hol-
lenskur kollegi minn gerum okkur
ferð til Bosanski Brod í Bosníu.
Bærinn stendur við ána Sava. Króat-
íumegin er Stavonski Brod.
Við förum gangandi yfir brúna,
sem þennan “^aginn er lokuð fyrir
bílaumferð. Hún hefur frá því í
stríðsbyijun verið eina færa leiðin
til að komast frá þessum hluta Króa-
tíu til Bosníu og Herzegóvínu. Onnur
fær leið hefur verið Adríahafsmegin,
frá Split. Nú standa króatískir landa-
mæraverðir Slavonski Brod-megin.
A miðri brúnni er einskismannsland.
Hinum megin eru hermenn, fulltrúar
þeirra er kusu sjálfstæði. Annars er
ekki gott að átta sig á því hver er
með hverjum á þessum stað. Serbar
eru héi' stór minnihlutahópui' og
Bosanski Brod eitt af átakasvæðum
Bosníu. Tveimur dögum áður, er
hollenski kollegi minn var þarna á
ferð, höfðu átök brotist út á póst-
yfir ástandinu. Eiga erfitt með að
skilja hvað eiginlega er að gerast í
bænum þeirra.
í blokkunum á móti búa Serbar
og múslímar í einni kös. Líka Króat-
ar. Aðeins lengra í burtu frá serbn-
eska hverfinu, nær ánni, er lítil gata
með einbýlishúsum. í flestum búa
Króatar, en þarna eru líka tvær serb-
neskar fjölskyldur. íbúar þessarar
götu standa nú vaktir í skjóli við
lóðagarðann. Viðbúnir því versta.
Tilbúnir að skjóta á nágrannann ef
hann gerir árás.
Að vera hálfur Serbi í Króatíu
í Osijek lifir orðrómurinn góðu
lífi: Það eru svikarar á meðal okkar,
heyrist sagt á kaffihúsum og börun-
um. Þeir eru jafnvel í okkar einkenn-
isbúningi. Við hvetja er átt? Stund-
um Serba sem fóru burt í byrjun
stríðs, en hafa nú snúið aftur.
Kannski menn eins og Igor
Ilojdukovic. Föðurnafn hans er serb-
neskt, því faðir hans var Serbi. En
hann á króatíska móður og hefur
búið alla sína ævi í Osijek.
um.“ Já, Igor ætlar burt að stríði
loknu. Hann er ekki sá eini sem
dreymir um það. Því ungt fólk á
hans aldri, rúmlega tvítugt, á erfitt
með að ímynda sér framtíðina jafn-
vel þótt friður komist á. Þau sem
ég hitti sjá öll fyrir sér fimm til tíu
ára strit. Tímann sem það tekur að
koma efnahagnum á réttan kjöl.
Daginn sem ég yfirgef Osijek er
annar blaðamannafundur með
Zlatko Karmaric. Hann skýrir þar
frá viðræðum sem áttu sér stað dag-
inn áður við menn frá friðargæslu-
sveitum SÞ. Að þessu sinni er tónn-
inn hlutlaus. Það er vissara að spilla
ekki fyrir því sem hugsanlega gæti
áunnist. Því þrátt fyrir svartsýnina
leynist von. Smá von um að friður
komist á. „Komdu aftur í sumar,
þegar stríðið er búið,“ segja þau öll
við mig í kveðjuskyni og vilja trúa
því að það rætist. Þangað til verður
lífið að hafa sinn gang.
Höfundur sluudiir háskólauám í
París.
Meðeigandi
- starf?
Gamalt og gróið fyrirtæki í málmiðnaði hefur
ákveðið að auka hlutafé sitt til þess að tak-
ast á við aukna markaðshlutdeild og sinna
nýjum verkefnum á sviði útflutnings og inn-
flutnings.
Til greina kemur starf við fyrirtækið.
Lysthafendur leggi inn fyrirspurnir til auglýs-
ingadeildar Mbl. merktar: „Málmur 92“ fyrir
fimmtudag.
TILBOÐ
ÓSKAST
i Ford Bronco II XL 4x4, árg. '90 (ekinn 19
þús. mílur), Dodge Caravan SE tufbo, árg. ’89,
Toyota Landcruiser GX 4x4 diesel, árg. ’86,
Mazda MX-6 LX, árg. '89 (tjónabifreið) og aðr-
ar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9
þriðjudaginn 7. apríl kl. 12-F5.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA