Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 i .5 fltlDAOUVMU& HII/I0I3T3A3 GiaAJt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Breytingar á fjár- málamörkuðum Bankar og aðrar fjármála- stofnanir hafa orðið fyrir verulegum áföllum víða á Vest- urlöndum undanfarin ár, ekki sízt í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndum. Þessi áföll hafa orðið með ýmsum hætti. í sumum tilvikum hafa bankarnir tapað gífurlegum fjármunum, en í öðrum standa þeir frammi fyrir því, að hafa lánað einstökum al- þjóðlegum fyrirtækjum svo mikla fjármuni, að það er orðið brýnt hagsmunamál bankanna að koma í veg fyrir fall fyrirtækj- anna. Nýjasta og þekktasta dæmið um lánveitingar af þessu tagi eru þeir miklu fjármunir sem útgáfu- fyrirtæki Maxwells fengu lánaða í bönkum víða um heim. Þessa dagana standa yfir aðgerðir banka til þess að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun eins stærsta fasteignafyrirtækis í heimi, sem hefur aðsetur í Kanada en á miklar fasteignir í Bretlandi og Bandaríkjunum. í ljós kom, að fyrirtækið skuldaði 20 milljarða dollara, en við ligg- ur, að enginn einn af viðskipta- ENGIR • gera sér betur grein fyrir þeim vanda sem fylgir frelsi mannsins en sumir forsvarsmenn tilvist- arstefnunnar eða ex- istensíalismans, þeir telja við eigum að leita lífshamingjunnar í sjálfum okkur. Lífshlaup Alfs frá Vindhæli í tímamótaverki Sigurðar Nordals, Hel, fjallar ekkisízt um sjálfgerða fjötra okkar. Sá sem heldur frelsið sé takmarkaiaust, rekur sig á vegg. Það brýndi brezki stjórnmálamað- urinn Edmund Burke einnig fyrir okkur í riti sinu um frönsku bylting- una; frelsið er í réttu hlutfalli við hófstiilinguna. Það sem býr í okkur sjálfum skiptir mestu- máli, en þó þannig að við stjórnum tilfinningum okkar með einhveijum hætti því annars verða þær okkur fjötur um fót en enginn frelsisgjafi svo minnt sé á Spinoza sem Jón Dan vitnar til í smásagnasafni sínu, Þytur um nótt. Ánauð kallar Spinoza hömlu- lausar tilfinningar. Það er athyglis- vert. KIERKEGAARD, HÖF- •undur tilvistarstefnunnar, virðist hafa haft ofnæmi fyrir mergð og hélt því fram hún væri andstæða boðskapar Krists sem hefði einungis óskað eftir fámennri fylgd útvalinna lærisveina, en aldrei sótzt eftir fjöldahylli eða myndað söfnuð um sig og kenningar sínar. Fjöldinn getur ekki elskað náung- ann, segir þessi upphafsmaður ex- istensíalismans. I grafstein sinn vildi Kierkegaard láta höggva: Ein- staklingurinn. ENN ERU MENN ÞVÍ • miður metnir eftir flokks- bönkum 'fyrirtækisins hafi haft yfirsýn yfír alhir skuldbindingar þess, fyrr en það var að komast í greiðsluþrot. Hið sama má segja um íjölmiðlaveldi Murdochs, sem riðaði til falls fyrir rúmu ári, en var bjargað af bönkum, sem vildu bjarga sjálfum sér og er nú að ná sér á strik á nýjan leik. í umræðum um þessi vanda- mál hefur hvað eftir annað kom- ið fram sú skýring, að stóraukið frelsi á fjármálamarkaðnum á síðasta áratug, hafi leitt til þess, að menn hafi ekki kunnað sér hóf, hvorki lántakendur né lán- veitendur og þess vegna hafi verið gengið alltof langt. í um- ræðum um vandamál bankanna á Norðurlöndum, hefur sama skýring komið fram, að ein af ástæðunum fyrir rekstrarvanda bankanna þar hafi verið sú, að stóraukið frjálsræði í starfsemi þeirra hafí valdið því, að menn hafí ekki gætt að sér, auk þess sem verðhrun á fasteignamark- aðnum hefur að sjálfsögðu átt þátt í útlánatöpum bankanna bæði á Norðurlöndum og annars staðar. skírteinum, ekkisízt listamenn einsog ég hef minnzt á. En samt er ungt menntafólk á vinstra væng að mestu laust við þessa andköldu fyrirlitningu sem einkenndi sósíalista áðurfyr. Borgaralegir rithöfundar eru samt ekki bornir á neinum gullstól, síður- en svo. En þeir njóta stundum sann- mælis, stéttaskiptingin milli sauða og hafra er farin að riðlast,. Þó eru sumir þóknanlegri en aðrir hvaðsem list þeirra líður. En borgaralegir höfundar eru ekki taldir óaiandi og ófeijandi einsog þegar ég var yngri. Kannski við förum að umgangast hvert annað einsog menn(!) Og leggja pólitíska gæðamatið tii hliðar - einsog víti til vamaðar. Og þó, og þó, hvað hefur í raun- inni breytzt? Davíð Oddsson sagði við mig einhvern tíma um það bil sem hrikta tók í kommúnismanum, Það tekur 10 ár að losna undan oki kommúnismans í menningarmálum. Ég held þetta sé ekki fráleitt. Allt gerist nú hægar á vesturlöndum en eystra. Enn eru einhveijir að hlusta á marxíska bókmenntafræðinga sem alltaf hafa haft rangt fyrir sér. Og þeir eru engu nær „sann- leikanum" nú en áðurfyr. Þeir ham- ast á borgaralegum rithöfundum eða þegja um þá, en reisa hinum styttur einsog verið er að fella í öllum lýðveldum Sovétríkianna. Hugsun þessara manna er fost og frosin einsog ísinn á Volgu eða eir- inn í fallinni styttu Dzersinskís. í BÓKMENNTUM ER • allra veðra von. Sá sem í dag er þjóðskáld verður kannski á morgun dæmdur til þeirrar niður- Hér á íslandi var frelsi á fjár- málamarkaðnum einnig stórauk- ið á síðasta áratug og hingað til hefur athyglin beinzt meira að kostum þess frelsis, sem hafa verið augljósir og ótvíræðir en vandamálin, sem af frelsinu leiddu hafa minna verið til um- ræðu og verða kannski ekki að nokkru ráði, fyrr en og ef afleið- ingamar koma fram með alvar- legum hætti, sem ekki hefur gerzt hér að nokkru ráði. Að vísu má segja, að gjaldþrot Ávöxtun- ar og þeir fjármunir, sem spari- fjáreigendur töpuðu þar hafi ver- ið angi af þessu alþjóðlega vandamáli. Hér hefur einnig orð- ið umtalsvert verðfall á fasteign- um og ef til vill ekki komið í ljós enn, hve mikið áfall lánastofnana verður af þeim sökum. Niður- staðan er þó sú, þegar horft er til fyrrgreindra landa, að það hefði verið skynsamlegt að fara heldur hægar í sakirnar, flýta sér ekki um of. Núverandi ríkisstjórn áformar að beita sér fyrir margvíslegum breytingum og umbótum í þjóð- félaginu, sem tvímælalaust stefna í rétta átt. Ein þeirra breytinga er einkavæðing ríkis- bankanna. Að vísu hefur meira verið rætt opinberlega um einka- væðingu Búnaðarbankans en Landsbankans. Þessi áform hafa leitt til einhverra átaka í stjórn- arflokkunum, sem er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Morgunblaðið ætlar ekki að blanda sér í deilur um það, hvort stjórnarfrumvarp um þetta efni á að koma fram nú eða síðar. Hitt er augljóst m.a. með tilvísun til misjafnrar reynslu af því að fara of hratt í breytingar á fjármálamörkuðum á Vesturlöndum á síðasta áratug, að hvert skref í einkavæðingu ríkisbankanna verður að und- irbúa af kostgæfni. Lykilatriði í þessari einkavæðingu, svo sem eignarhald á bönkum, verða að fá mjög ítarlega umfjöllun, bæði á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu. Þess vegna skiptir máli, að menn flýti sér ekki um of. iægingar að vera einskonar sýnis- horn af smekkleysi síns tíma. Samt þykjumst við hafa í öllum höncfum við framtíðina og eigum erfítt með að taka til greina þann möguleika að vera neydd til að horfa uppá smekk okkar forsmáðan og dómum okkar kollvarpað. Einhveiju sinni sagði ég við Shikalov, sendiráðsrit- ara í sovéska sendiráðinu: „Það verður gaman að búa í Rússlandi eftir hundrað ár, þegar farið verður að reisa styttur af Pasternak og kalia hann þjóðskáld." „Það verður aldrei," sagði hann, og spurði með spotzkum glampa í auga: „Hefurðu lesið ljóð hans á rúsnesku? „Nei,“ svaraði ég. „Hvernig geturðu þá dæmt um þau?“ sagði hann. „Eg hef lesið þau í þýðingum," svaraði ég, „og ljóð sem eru jafngóð á öðr- um málum og þau eru hljóta að vera afbragð á frummálinu. Auk þess er hann snillingur á óbundið mál einsog öll mikil ljóðskáld.“ “ Hann hristi höfuðið og við slitum talinu. Ég stóð mig að því að hafa minnzt á styttur þótt ég hafi lítinn áhuga á þeim og telji þær einatt lýsa stirðnuðum kreddum fremuren hreyfingu; Iífi. Nema þær séu mikil list, þá lýsa þær mikilli list. En þjóð- höfðingjastyttur eru eitt af því sem kerfiskallar skilja, ég tala nú ekki um kerfiskalla forstokkaðs einræð- is, og því nefndi ég styttur þótt ég vissi Pasternak ætti heima í hrynj- andi eigin ljóða og hreyfingu frum- legra hugmynda en ekki stirðnuðu, lífvana efni og táknmyndum hvers- dagslegrar endurtekningar. M (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Sl. þriðjudag birtist hér í blaðinu grein eftir ungan háskólakennara, Gunnar Helga Kristinsson, þar sem hann ijallar m.a. um hug- myndir manna um fullveldi og segir: „Aukin alþjóðleg samskipti og nútímatækni hafa á margan hátt grafið undan hinni gömlu fullveldishugmynd, frá því, að hún hlauf eldskírn sína í hernaðarsamkeppni ríkja Evrópu fyrir fáeinum árhundruðum. Nú þegar friðvænlegar horfir í’Evrópu og samfélagið er í vaxandi mæli alþjóðlegt, er hin gamla fullveldishugmynd augljós- lega ófullnægjandi." Jafnframt sagði Gunnar Helgi Kristins- son: „Hugmyndin um það, að Islendingar eigi að halda svo fast um fullveldi sitt í merkingunni „vörn gegn því, sem útlent er“, að þeir taki jafnvel áhættuna af að einangra samfélag sitt frá nágrönnum sín- um er augljós tímaskekkja." Er málið svona einfalt? Einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins hefur að undan- förnu verið á ferð um Nýfundnaland til þess að kynna sér þau vandamál, sem íbú- ar þess standa frammi fyrir vegna versn- andi ástands þorskstofnsins. Ástæðan fyr- ir þvi, að Morgunblaðið taldi nauðsynlegt að kynna lesendum sínum stöðu mála á Nýfundnalandi er einfaldlega sú, að við erum að sumu leyti að kljást við sömu vandamál. Við búum einnig við versnandi ástand þorskstofnsins á íslandsmiðum, sem hefur haft neikvæð áhrif á afkomu fólks hér. Vel má því vera, að við getum eitthvað lært af þeirra vandamálum og viðbrögðum, ekki síður en þeir af okkar. Um þessar mundir birtast hér í blaðinu greinar um ástandið á Nýfundnalandi eft- ir þessa ferð blaðamanns Morgunblaðsins. Si. miðvikudag sagði svo í upphafi einnar þessara greina: „Sjávarútvegur skiptir þjóðarbúskap Kanada ekki miklu máli. Hann skilar innan við 1% af útflutnings- tekjunum. Sjávarútvegur skiptir Ný- fundnaland hins vegar öllu máli. Þar eru sjómenn um 30.000, skip og bátar um 17.000 og fískverkafólk er um 11.000 alls. íbúar Nýfundnalands eru um 570.000 og er atvinnuleysi hvorki meira né minna en 20%. Þar sem ástandið er verst, eins og í sjávarútvegsbænum Catalina, er atvinnu- leysi um 90%.“ í samtali við Morgunblaðið, sem einnig birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag, lýsti John Crosbie, sjávarútvegsráðherra Kanada, hinni pólitísku stöðu málsins m.a. á þennan veg: „Staða okkar í dag er • hvergi sambærileg við stöðu íslands gagn- vart Bretum á sínum tíma. ísland er lítið land, að öllu leyti háð sjávarútveginum, en Kanada stórt iðnaðarríki, þar sem sjáv- arútvegur skilar aðeins broti af þjóðartekj- unum. Samúðin var með íslandi og því var ykkur fær sú leið að heija bein átök við Breta. Sú lausn er okkur gjörsamlega ófær. Við værum þá að ráðast með valdi gegn Evrópubandalaginu, Bandaríkjunum og Rússum, svo dæmi séu nefnd og það gengur einfaldlega ekki. Að auki beitti Island aðstöðu varnarliðsins fyrir sig til að afla sér stuðnings Bandaríkjanna og það var auðvelt í miðju kalda stríðinu. Hugmyndir um útfærslu lögsögunnar í 350 mílur eru reyndar út í hött en að auki hefur Kanada ekki enn staðfest Hafréttar- sáttmálann vegna óljósra ákvæða hvað varðar námavinnslu á hafsbotni og því í raun ekki hægt að beita honum fyrir sig í málinu.“ Nýfundnaland er hluti Kanada, eins konar útnes Kanada. Þótt sjávarútvegur skipti öllu máli fyrir fólkið á Nýfundna- landi skiptir hann engu máli fyrir Kanada. Þótt. hafréttarsáttmálinn skipti miklu máli fyrir þjóðir sem byggja afkomu sína á auðlindum hafsins, m.a. fyrir íbúa Ný- fundnalands, hafa Kanadamenn ekki einu sinni staðfest hann vegna annarra og meiri hagsmuna. Þeir hagsmunir, sem fólkið á Nýfundnalandi kann að hafa af staðfestingu sáttmálans koma þar ekkert við sögu. Er hægt að hugsa sér skýrara dæmi um það að „gamaldags“ fullveldi getur skipt sköpum um líf og örlög þjóða en einmitt ísland og Nýfundnaland? Við gátum barizt fyrir rétti okkar og höfðum sigur. Fólkið á Nýfundnalandi getur ekki einu sinni tekið upp baráttu að nokkru marki vegna þess, að aðrir hagsmunir sambandsrikisins, sem Nýfundnaland er aðili að, skipta margfalt meira máli. í stað- inn sendir Kanadastjórn atvinnuleysisbæt- ur til Nýfundnalands! Það bryddar töluvert á áþekkum hug- myndum og hér var vitnað tii hjá Gunnari Helga Kristinssyni í umræðum um afstöðu okkar til Evrópubandalagsins. Það er gerð tilraun til að gefa hugtakinu „fullveldi" nýja merkingu. Þeir sem það gera ættu að staldra við og huga að sögu þjóðar okkar og reynslu annarra þjóða, m.a. þeirr- ar sem byggir Nýfundnaland, áður en lengra er haldið á þessari braut í umræð- Raunar lýsti Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, þessu á mjög skýran hátt í um- ræðum á Alþingi nú í vikunni er hann sagði: „Ungur fræðimaður kom á dögunum í sjónvarp, sem hafði rannsakað, sem loka- verkefni hygg ég í lagadeildinni, sjávarút- vegsstefnu Evrópubandalagsins. Og hann var að ræða það að út af fyrir sig þyrfti ekki hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins að vera í veginum fyrir því, að íslendingar sæktu um aðild að því bandalagi vegna þess, að íslending- ar mundu að öllum líkindum fá mjög sterka úthlutun úr sameiginlegum kvóta vegna hefðarréttar og einhæfni íslenzks atvinnu- lífs. Þetta er allt gott og blessað. En ég get ekki séð það fyrir mér, ég segi það alveg eins og það er, að íslendingar mundu nokkru sinni una því að þurfa að sækja um það til erlends valds, til Brussel, hvort - þeir mættu veiða við íslandsstrendur, þótt búast mætti við, að það sem skammtað yrði, yrði mjög ríflegt. Ég get ekki séð það fyrir mér, að íslendingar gætu nokkru sinni samþykkt þá stöðu.“ Þetta eru orð að sönnu. Það er hægt að færa fram alls kyns fræðilegar vanga- veltur um það, að við gætum með einum eða öðrum hætti búið við sjávarútvegs- stefnu Evrópubandalagsins. Kjarni málsins ér hins vegar þessi: Islenzka þjóðin mun aldrei una því, að það verði ákveðið í Bruss- el hvað við megum veiða við ísland, alveg sama hversu ríflega þad verður skammt- að, eins og forsætisráðherra segir. Full- veldið í hinni hefðbundnu merkingu skipt- ir máli, það ræður úrslitum um örlög okk- ar og framtíð sem þjóðar. EB og EES UMFJÖLLUN UM Evrópubandalagið í skýrslu utanríkis- ráðherra til Alþing- is um utanríkismál, er með þeim hætti, að spurningar hlutu að vakna um það, hvað fyrir ráðherranum vekti. Um þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson í umræð- um á Alþingi um skýrsluna: „Nokkrir þing- menn sem hraðlesið hafa skýrslu mína til Alþingis hafa greinilega misskilið hana á þann veg, að stefnu núverandi ríkisstjórn- ar hafi verið breytt. Að nú hafi íslenzka ríkisstjórnin fallið frá yfírlýstri stefnu sinni að vinna öllum árum að því forgangsverk- efni að ná fram samningnum uin evrópska efnahagssvæðið, að nú haí'i kúrsinn verið tekinn á það að leggja frám umsókn af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar með hin- um Norðurlandaþjóðunum um aðild að Evrópubandalaginu. Ég verð að taka það fram nijög skýrt og afdráttarlaust, að ekkert af því sem stendur í þessari skýrslu rís undir þessari túlkun, ekki neitt. Þeir sem þessu halda fram geta ekki fundið þeim orðum sínum stað. Enda stendur það hvergi í þessari skýrslu. Það er þess vegna ástæða til að ítreka það, að stefna íslenzku ríkisstjórnar- innar er óbreytt og það er forgangsverk- efni hennar að koma EES-samningnum í höfn. Og við höfum enn það inat, að tak- ist það, þá geti samningurinn um evrópska efnahagssvæðið leyst biýnustu vandamál okkar í samskiptum við Évrópubandalagið á efnahags- og viðskiptasviðinu. Ekkert sem í þessari skýrslu stendur breytir þess- um grundvallarstaðreyndum.“ Laugardagur 4. apríl Morgunblaðið/Þorkell Þessi afdráttarlausa yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar er fagnaðarefni og í fullu samræmi við það sem hann hef- ur áður sagt, m.a. í glöggri ræðu á ráð- stefnu, sem Evrópubandalagið efndi til hér í höfuðborginni fyrir skömmu. Davíð Odds- son, forsætisráðherra, gaf einnig afdrátt- arlausa yfírlýsingu um málið í umræðunum á Alþingi. Hann sagði: „Aðild að Evrópu- bandalaginu er ekki á dagskrá ríkisstjórn- arinnar. Það er ekki ástæða fyrir íslend- inga að leggja inn aðildarumsókn núna til að sjá, hvernig tekið verður í okkar sér- kröfur. Það verður ekki gert vegna þess eins, að önnur EFTA-ríki og Norðurlönd eru á leið í aðildarsamninga.“ Yfirlýsing Davíðs Oddssonar dugði Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins, sem sagði: „Ég tel, að hæst- virtur forsætisráðherra hafi í ítarlegri umfjöllun sinni hér staðfest þær fyrri yfir- lýsingar, sem hann var búinn að gefa um afstöðu ríkisstjórnarinnar frá 16. maí í fyrra og til og með 17. marz í þessum mánuði, að aðild að Evrópubandalaginu væri ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar ... Ég vil þakka hæstvirtum forsætisráð- herra fyrir að hafa hér staðfest sínar fyrri yfirlýsingar um það, hver sé stefna hæst- virtrar ríkisstjórnar." Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, taldi yfirlýsingar forsætisráðherra einnig fullnægjandi er hann sagði: „Ég met þær svo, að hann hafni því, að til greina komi þrátt fyrir það, sem hefur gerzt, eins og hann sagði með Norðurlöndin, að við Islendingar lát- um á það reyna hvort við eigum að gerast aðilar að Evrópubandalaginu með því að sækja um. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði, að það væri alls ekki á dagskrá.“ Með þessum umræðum á Alþingi hefur sá misskilningur verið leiðréttur, sem upp kom yegna skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis, og ráðherrann telur stafa af „hraðlestri", um afstöðu ríkisstjórnarinnar til EES og EB. Auðvitað liggur í augum uppi, að af hálfu okkar íslendinga getur ekki annað verið á dagskrá, en að tryggja framgang þeirra samninga, sem gerðir hafa verið um myndun hins evrópska efna- hagssvæðis. Þeir samningar tryggja alla þá hagsmuni, sem mestu máli skipta fyrir okkur. Við þurfum ekki á öðru að halda gagnvart Evrópubandalaginu. Þess vegna hlýtur öll okkar starfsorka að beinast að því, að þessi samningur verði staðfestur af báðum samningsaðilum og komi til framkvæmda. Það er fásinna að ræða önnur mál nú og trufla þar með þær um- ræður, sem hér eiga eftir að fara fram um evrópska efnahagssvæðið á næstu vik- um og mánuðum að öllu óbreyttu. Margir hafa efasemdir um, að þessir samningar nái fram að ganga. Vel má vera, að það eigi eftir að koma í ljós, að þeir hafi rétt fyrir sér. En það liggur ekki fyrir nú. Menn hafa áður verið svartsýnir á þessa samninga við Evrópubandalagið. Slík svartsýni gaus upp meðal stjórnmála- manna hér sl. sumar/þegar skrifstofu- mennirnir í Brussel fóru í sumarfrí án þess að samningum væri lokið. Hún kom aftur til sögunnar sl. haust á síðustu vikurn og .dögum samningagerðarinnar og enn gætti hennar mjög eftir úrskurð Evrópu- dómstólsins. Það er hins vegar fráleitt með öllu að afskrifa þennan samning á þessu stigi og taka upp umræður um það hér og nú, hvernig við skuli bregðast, verði hann ekki staðfestur af samningsaðilum. Hið eina sem við blasir er að vinna að því að samningurinn komi til framkvæmda. Iíf og þegar annað gerist, er hægt að taka upp viðræður um stöðu mála þá, en fyrr ekiri. Einangrun og metnað- ur í UMRÆÐUM síðustu daga hefur þess gætt mjög, að talsmenn þess að sótt verði um aðild að Evrópubanda- laginu segja að við íslendingar megum ekki einangrast á alþjóðavettvangi eða frá samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópu- þjóða. Frá hverju einangrumst við, þótt við gerumst ekki aðilar að Evrópubanda- laginu? Við erum fullgildir aðilar að Atl- antshafsbandalaginu. Það stendur ekki til að leggja það niður, þvert á móti sýnist starfsemi þess vera að eflast. Okkur hefur verið boðinn einhvers konar aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, sem væntan- lega verður einhvers konar samstarfsvett- vangur Evrópuþjóða um öryggismál. Það stendur ekki til að rifta varnarsamstarfi okkar við Bandaríkin, þótt augljóst sé, eins og bæði forsætisráðherra og utanrík- isráðherra hafa tekið fram, að umsvif varn- arliðsins muni minnka verulega frá því, sem nú er, eins og eðlilegt er miðað við breyttar aðstæður í heiminum. Dettur einhveijum í hug, að aldagömul tengsl okkar við Norðurlandaþjóðirnar rofni, þótt þær verði allar innan Evrópu- bandalagsins en við utan? Auðvitað ekki. Þau verða kannski með öðrum hætti, en er nokkuð við því að segja? Norðurlanda- samstarfið hefur verið í stöðnuðum farvegi um margra ára skeið og ekkert athuga- vert við það, þótt einhveijar breytingar verði á því. Það sem máli skiptir fyrir okkur er að tryggja hagsmuni okkar, bæði öryggis- hagsmuni og viðskiptahagsmuni. Það eiga að vera tvö. helztu markmið utanríkisstefnu okkar. Við höfum hingað til getað tryggt viðskiptahagsmuni okkai' án aðildar að Evrópubandalaginu. Halda menn, að það verði erfiðara eftir að frændþjððic. okkar hafa allar gerzt aðilar að bandalaginu?! En hver á metnaður íslenzkrar utanrík- isstefnu að vera? Á hann að vera sá að vera þátttakendur í valdatafli stórveldanna - eða öllu heldur þykjast vera það? Sá eini metnaður í utanríkismálum, sem skiptir þessa þjóð máli er sá, að við höldum fullri reisn, sem sjálfstæð þjóð í samskiptum við aðrar þjóðir og ræktum þau tengsl, sem við teljum mikilvæg á sviði menningar, viðskipta og öryggismála. Það er óraunsæi að ætla, að við getum með einum eða öðrum hætti verið þátttakendur í hags- niunatogstreitu stórþjóðanna og það er líka óraunsæi að halda, að með því að sitja við borðið með hinum, sem virðist ein helzta röksemd danska utanríkisráðherrans, get- um við haft einlwer þau áhrif sem máli skipta. Það eru næg verkefni fyrir þessa litlu þjóð að rækta sinn eigin garð og það get- um við gert mun betur en hingað til. „Er hægt að hugsa sér skýrara dæmi um það að „gamaldags" full- veldi getur skipt sköpum um líf og örlög þjóða en einmitt Island og Nýfundnaland? Við gátum barizt fyrir rétti okkar og höfðum sigur. FólkiðáNý- fundnalandi get- ur ekki einu sinni tekið upp baráttu að nokkru marki vegna þess, að aðrir hagsmunir sambandsríkisins sem Nýfundna- land er aðili að skipta margfalt meira máli. I stað- tnn sendir Kanadastjórn at- vinnuleysisbætur til Nýfundna- lands!“ \ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.