Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRIL 1992 11 Á uppieið I greinargerð með þingsályktun- artillögunni segir m.a.: „Mælingar vísindamanna á ástandi fiskstofna í Barentshafi benda til að þorsk- stofnar í hafinu séu á örri uppleið og gert er ráð fyrir að veiðiheimild- ir margfaldist á þessum áratug. Nú þegar hafa bæði Færeyingar og Grænlendingar náð samningum um heimildir til þorskveiða í Bar- entshafi. Ljóst er af mælingum á ástandi stofna við ísland að illa horfir um viðgang þorsks í ís- lenskri fiskveiðilögsögu á allra næstu árum. Með hliðsjón af því er rökrétt að Islendingar leiti hóf- anna um heimildir til veiða á þorski í Barentshafi og feti þannig í fót- spor granna okkar. Jafnframt er ljóst að miklir van- nýttir fiskstofnar eru fyrir strönd- um margra ríkja í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, auk ríkja sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Til skamms tíma hefur erlendum þjóð- um að langmestu leyti verið meinað að veiða í landhelgi þessara ríkja. Á síðustu árum hafa hins vegar viðhorf til veiða erlendra aðila breyst þar verulega. Ráðamenn þeirra gera sér í vaxandi mæli grein fyrir að með því að heimila erlend- um þjóðum veiðar, annaðhvort gegn gjaldi eða gegn því að aflinn verði lagður upp í viðkomandi landi, er verið að flytja inn atvinnú, fjármagn og dýrmæta tækniþekkingu. Til dæmis um þetta má nefna lönd á borð við Kólumbíu í Suður-Amer- íku, Angólu og Namibíu í Afríku, Burma og Oman í Asíu og Kamt- sjatka í Rússneska sambandslýð- veldinu. í flestum þessum löndum eru nú útgerðarfyrirtæki frá Norð- ur-Evrópu að leita hófanna með veiðiheimildir. Hér á landi er þróun í útgerð með þeim hætti að veiðiheimildir safnast á færri skip en áður. Sífellt fleiri skip, sem ekki hafa neinar heimildir til veiða, falla til af þeim sökum. Markaður fyrir þau er nær enginn. Það þjónar því augljóslega hagsmunum íslensku þjóðarinnar ef í öðrum heimsálfum er hægt að finna þeim hlutverk sem skila tekj- um heim. Enn fremur er líklegt að í kjölfar sigldi sala á alhliða tækni- þekkingu úr íslenskum sjávarút- vegi. Þannig væri enn frekar stuðl- að að því að nýta innlend tæki og þekkingu til að afla okkur gjaldeyr- is. Rétt er að minna á að með þjóð- um þriðja heimsins njóta íslending- ar víða mikillar vildar og sjávarút- vegur okkar er þar talinn eftir- breytni verður. Að líkindum myndi okkur því ekki ganga verr en öðrum þjóðum að afla þar veiðiheimilda. Jafnframt myndi sala til þjóða þriðja heimsins á þekkingu okkar á veiðum og vinnslu ekki aðeins skapa íslendingum tekjur heldur líka efla atvinnu með viðkomandi þjóðum, stuðla þar að uppbyggingu innlends sjávarútvegs og þar með efla sjálfs- hjálp og verðmætasköpun." Aðrar ástæður „Auknir möguleikar hafa orðið á verkefnaútflutningi í sjávarútvegi á síðustu áratugum, einkum vegna almennrar útfærslu strandríkja á fiskveiðilögsögu sinni í 200 mílur. Mörg þróunarríki hafa í kjölfar þess lagt aukna áherslu á að byggja upp sjávarútveg sinn. Hefur það bæði aukið fiskneyslu þessara ríkja og aukið fiskútflutning þeirra,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, á ráðstefnu ekki alls fyrir löngu sem bar yfirskriftina „Ný tækifæri í útgerð". Ráðherrann sagði ennfremur: „Utflutningur sjávarafurða frá þró- unarríkjum hefur þrefaldast síðasta áratuginn og er hann sífellt mikil- vægari uppspretta erlends gjaldeyr- is fyrir þessi ríki. Er nú svo komið að sjávarafurðir eru mikilvægari en útflutningur þróunarríkja á hefð- bundnum afurðum, s.s. kaffi, sykri, timbri og gúmmíi. Þessi þróun ætti að styrkja markaðinn fyrir verk- efnaútflutning í sjávarútvegi. Offramboð á fiskiskipum er víðar en á íslandi, en ástæðurnar eru yfirleitt aðrar. Víða hefur sóknar- markskerfi stuðlað að offramboði fiskiskipa sem leitað hefur verið verkefna fyrir í lögsögu annarra ríkja og oft á tíðum er miklu opin- beru fjármagni varið til kaupa á veiðiheimildum fyrir þessi skip. Evrópubandalagið hefur t.d. aukið mjög útgjöld sín vegna sjávarút- vegssamninga við önnur ríki. Árið 1983 varði það rúmum 700 milljón- um króna til þessa, en árið 1990 var upphæðin rúmlega 13 milljarðar króna.“ Samvinnu skortir Í nýlegri skýrslu, sem unnin var á vegum Útflutningsráðs Íslands um hugsanleg verkefni í Namibíu og Suður-Afríku, segir að þar sé mikil uppbygging sjávarútvegs framundan. „Þar ' verða byggðar nýjar fiskvinnslustöðvar og gamlar endurnýjaðar. Einnig verða keypt skip, bæði notuð og ný, erlendis frá. Þörf er á erlendri tækniþekk- ingu í sjávarútvegi, jafnt í veiðum, vinnslu, fiskveiðistjórn og markaðs- setningu afurða. Islensk fyrirtæki hafa góða möguleika á að nýta sér þessa möguleika til jafns við aðrar þjóðir, enda eru Islendingar þegar að störfum í Namibíu við uppbygg- ingu sjávarútvegs. Við höfum þá þekkingu sem til þarf, enda eru Islendingar jafnan taldir meðal fremstu fiskveiðiþjóða heims. Það sem hinsvegar skortir hér á landi er samvinna. Skilningur er ekki fyrir hendi á kostum samvinnu í verkefnum sem þessum. Hér er al- mennt álitið, að hægt sé að vinna að verkefnaútflutningi sem ein- hvetju „hlutastarfi" og að einungis sé nóg að gera átak endrum og * I 1.™» I **»wr*^.l»^.l,»*^t»^Mrl.:«?^l:.^^ I »- * I TflHTU FQRSKQT fl SUMflRIÐ VORSOLIN ER R BETRfl VERfll Vorferðir til Portúgals og Spánar eru á mun lægra verði en sumarferðir. Samt segja margir að vorið sé besti tíminn til að ferðast til Suður-Evrópu. Ferðamannastraumurinn er í rólegra lagi, sólin komin hátt á loft og þjón- usta við ferðamenn vöknuð eftir vetrardvala. ÉHHinnin Pn!r92 Heimssýningin í Sevilla hefst 20. apríl og þangað er aðeins spölkorn frá Torremolinos og Algarve. Misstu ekki af þessari stórkostlegu menningar- og skemmtiveislu. FRRBERIR GOLFVELLIR Á Algarve eru margir af bestu golfvöllum Evrópu. Algengt vallargjald er á bilinu 2.500-3.000 kr. fyrir 18 holur. Náðu tökum á golfsveiflunni fyrir sumarið við frábærar aðstæður. ELORI BORGRRRR ATHUGIO Vegna forfalla eru örfá sæti laus í eldri borgara ferð- irnartil Portúgals og Mallorca á tilboðsverði FEB-félaga. FLUGLEIÐIR^ sssna « MÚRVALÚTSÝN VERÐLAUN FYRIR MG! *Föst aukagjöld kr. 3.450 á mann ekki innifalin. M.v. 2 fullorðna og tvö börn 2-15 ára. M.v. brottför 28. april og 12. maí. / Mjódd: sími 699 300; við AusturvSU: st'mi 2 69 00; íHafnarftrði: st'mi 65 23 66; við Rdð/iiístorg á Akureyri: st'mi 2 50 00 - og hjá ttmboðsmönnum utn /and allt. I lEE^E EE :,l. zrr„l - lE •l~~T—I—T—I- lE iTErEF lL: lE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.