Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 4
4
• < i • tmA fi§ * i'MWH í;"
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
Stofnun félags um breytta fiskveiðistjórnun í undirbúningi;
Aflamark og frjálst fram-
sal kvóta eru óviðunandi
- segir Arni Gíslason í undirbúningsstjórn félagsins
í undirbúningi er stofnun félags sem hefur það markmið að núver-
andi fiskveiðistjórnun verði breytt. Ráðgert er að halda stofnfund
félagsins í júníbyrjun og opna skrifstofu. í þriggja manna undirbún-
ingsstjórn sitja Hrólfur Gunnarsson skipsíjóri, Oskar Þór Karlsson
fiskverkandi og Árni Gíslason skipstjóri.
„Við teljum að núverandi kerfi
sé komið út í tóma vitleysu og það
hefur ekki dregið úr þeirri skoðun
okkar eftir mikil og jákvæð við-
brögð manna eftir undirbúnings-
fundinn. Það hafa hringt í mig
menn til að lýsa yfir stuðningi sín-
um; það eru trillukarlar og útgerð-
armenn, og sumir þeirra hafa verið
ómyrkir í máli þegar þeir hafa ver-
ið að lýsa skoðunum sínum á kerf-
inu,“ sagði Árni Gíslason við Morg-
unblaðið.
Árni sagði að það væru einkum
tvö atriði í núgildandi lögum um
fiskveiðistjómun sem ekki væri
hægt að sætta sig við lengur. Þetta
væru ákvæði um aflamark og fijálst
framsal á veiðikvóta.
„Með minnkandi kvótum hefur
aflamarkið haft það í för með sér
að geigvænlegá miklu er hent af
fiski. Menn vinsa úr þann afla sem
þeir telja verðmætastan og henda
hinu og þetta mál er mun alvar-
legra en menn gera sér grein fyrir.
Ef þessu yrði hætt væri engin
kreppa á íslandi. Þá þyrfti að vinna
úr þessum físki sem nú morknar á
miðunum og hjól atvinnulífsins
fæm að snúast aftur.
Þá teljum við það engan veginn
standast að fámennur hópur hér á
landi skuli fá einkaafnot og ráðstöf-
unarrétt yfir þessum auðæfum með
ftjálsu framsali á kvóta. Því um
leið og þeir höndla með kvótann eru
þeir að höndla með atvinnuréttindi
og þar með mannréttindi fjölda
fólks,“ sagði Árni.
Hann sagði að ekki lægju enn
fyrir fullmótaðar tillögur um hvaða
aðferðir félagið vildi' viðhafa við
stjórnun veiða þar sem ýmsum
spurningum væri ósvarað. „Það
telja til dæmis margir að ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar sé mjög
ábótavant eins og meðal annars
sýndi sig á síðustu loðnuvertíð. Þá
bendir margt til að forsendur stofn-
unarinnar varðandi þorskstofninn
séu býsna skrýtnar, því í vetur hef-
ur verið mikil fískigengd og mjög
góð veiði en það má ekkert físka.
Þá viljum við vita hvort halda
eigi mismunun opinberrar fyrir-
greiðslu í sjóðakerfínu áfram þann-
Árni Gíslason
ig að stærri fyrirtæki geti notað
almannasjóði til að sanka að sér
kvóta á hefðbundnum tegundum í
stað þess að nota skip sín til að
sækja meira í utankvótategundir.
Það mætti hugsa sér einhvem auð-
lindaskatt innan greinarinnar á
hefðbundnar tegundir til að styrkja
útgerðir til að veiða vannýttar físki-
tegundir," sagði Árni Gíslason.
Gjaldþrot Veraldar:
Kröfur nema
255 milljón-
um króna
ALLS nema lýstar kröfur í
þrotabú ferðaskrifstofunnar
Veraldar um 255 milljónum
króna.Þar af eru forgangskröf-
ur 15 milljónir en almennar
kröfur 240 milljónir. Nær engar
eignir eru til fyrir þessum kröf-
um.
Brynjólfur Kjartansson bústjóri
þrotabúsins hefur fengið endur-
skoðanda til að yfirfara bókhald
Veraldar. Brynjólfur segir að með-
an beðið sé niður'stöðu úr þeirri
athugun séu mál þrotabúsins í bið-
stöðu. „Það getur verið að allt sé
í lagi með bókhaldið og það getur
verið að um vitleysur sé að ræða.
Við viljum fá úr þessu skorið,“ seg-
ir Brynjólfur.
Veröld var lýst gjaldþrota 15.
janúar sl. Stærsti kröfuhafinn í
þrotabúið er Búnaðarbankinn en
kröfur hans nema samtals 51,5
milljónum króna.
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
f / Helmild: Veöurstofa íslands
(Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR I DAGf 23. APRIL
YRRLIT: Um 300 km suðaustur af Hvarfi er 980 mb lægð sem þokast
suðaustur en 980 mb lægð um 600 km suður af Vestmannaeyjum þok-
ast norður.
SPÁ: Austanátt, stormur eða rok við suðurströndina en víða allhvasst
eða hvasst í öðrum landshlutum. Rigning um sunnanvert landið og sums
staðar austanlands en þurrt norðvestantil. Hiti 4-9 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Auetanátt, víða nokkuð
hvöss. Rigning víða um land, síst í innsveitum norðanlands. Hlti á þilinu
3-8 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
/ / / * / *
/ / * /
/ / / / * /
Rigning Slydda
Skyjað
Alskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma Skúrír Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindsfyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
í?
FÆRÐA VEGUM: <k.. i7.30ígær)
Góð færð á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Þá er greið-
fært um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiöi. Vegir á Suðurlandi eru
yfirleitt þokkalega færir og fært er með suðurströndinni austur á Aust-
firði. Á Austfjörðum er víðast greiðfært. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð um
vegi í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, um Dalasýslu og vestur í Reykhóla-
sveit og Brattabrekka er fær. Fært er á milli Brjánslækjar, Patreksfjarð-
ar og Bíldudals. Fært er um vegi á milli Þingeyrar og ísafjaröar og það-
an um isafjarðardjúp. Skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, en er
þó taiin fær. Taiin er hætta á að heiöin lokist með kvöldinu. Greiðfært
er um Holtavörðuhelði til Hólmavíkur og Drangsness. Greiðfært er um
atla aðalvegi á Norðurlandi, og þá er Lágheiðí fær. Frá Akureyri er fært
um Þingeyjarsýslur, í Mývatnssveit og með ströndinni til Vopnafjarðar.
Fært er um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Aurbleyta er á Norð-
austurvegi á milii Húsavíkur með strondinni til Vopnafjarðar og miðast
öxulþungi þar við 7 tonn, einnig er 7 tonna öxulþungi á þjóðvegi 1 í
Breiðdal. VegagerSin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akúreyri 8 alskýjað
Reykjavik 7 alskýjað
Bergen 6 skýjaö
Helsinki 2 skýjað
Kaupmannahöín 6 skýjað
Narssarssuaq 0 skýjaö
Nuuk +7 snjókoma
Ósló 8 skýjað
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Amsterdam 10 skýjað
Barcelona 14 léttskýjað
Berlfn 13 skýjað
Chicago 7 skýjað
Feneyjar 14 þokumóða
Frankfurt 15 alskýjað
Glasgow 11 alskýjað
Hamborg 12 skýjað
London 13 skýjað
LosAngeles vantar
Lóxemborg 13 skýjað
Madrfd vantar
Malaga 18 heiðskírt
Mallorca 17 heiðskfrt
Montreal 11 sktirir
New York 17 rigning
Orlando 29 skýjað
Paris 15 skýjað
Madeira 18 skýjað
Róm 15 léttakýjað
Vfn 14 alskýjað
Washington 22 skýjað
Wlnnipeg +Z alskýjað
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli:
Mögulegt að ísland sé
viðkomustaður vegna
flutninga á eiturlyfjum
ÞORGEIR Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, segir að
samvinna sé höfð á milli Islendinga og bandarískra stjórnvahla um
gagnkvæma aðstoð við eftirlit með grunsamlegri flugumferð yfir Atl-
antshafið vegna hugsanlegrar fíniefnadreifingar til Evrópu. Ekki sé
langt um liðið síðan ákveðið verklag vegna þessa samstarfs hafi verið
mótað. Aðspurður segir Þorgeir fræðilega mögulegt að litlar einkaflug-
vélar sem notaðar séu við fíkniefnadreifingu til Evrópu millilendi á
íslandi. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykja-
vík, staðfesti að þessi samvinna hefði átt sér stað undanfarin þrjú ár
og að með þeirri vinnu sem lögð væri í þetta hefði styrkst grunur
lögreglu um að ekki væri allt með felldu í þessu máli.
Sigmund A. Rogich, sem tilnefnd-
ur hefur verið sendiherra Bandaríkj-
anna á Islandi, sagði við yfirheyrslur
utanríkismálanefndar öldungadeild-
ar Bandaríkjaþings 8. apríl sl., að
nýlega hefði slíkri samvinnu verið
komið á milli landanna vegna rann-
sóknar á dreifingu eiturlyfja til Evr-
ópu og á hvern hátt Island væri
áfangastaður við þá flutninga. Sagði
harín að embættismenn landanna
störfuðu saman að þessu •verkefni.
Þorgeir sagði rétt að haft væri
samband við bandarísk stjórnvöid um
gagnkvæma aðstoð við eftirlit með
grunsamlegri flugumferð yfir Atl-
antshafið. „Við höfum samvinnu um
að reyna að hindra slíka umferð yfír
Atlantshaf," sagði hann. „Við fylgj-
umst náttúrlega með vélum sem fara
um Keflavíkurflugvöll og höfum fullt
samstarf við bandarísk stjórnvöld á
þessu sviði. Það er ekki mjög langt
síðan ákveðið verklag vegna þessa
samstarfs var mótað,“ sagði hann.
0
Aætlunarflug til Norðfjárðar:
*
Islandsflug dregur
umsókn sína til baka
ÍSLANDSFLUG hefur dregið til baka umsókn sína um leyfi til áætlunar-
flugs til Neskaupstaðar. Að sögn Gunnars Þorvaldssonar framkvæmda-
stjóra er það gert í mótmælaskyni við umsögn Flugráðs sem mælir
með því að Flugfélagið Óðinn hf. fái leyfið og vegna fregna um að
ekki sé lengur full samstaða eystra um stuðning við umsókn íslands-
flugs.
Flugleiðir hafa ákveðið að hætta
áætlunarflugi til Norðfjarðar um
miðjan næsta mánuð og var flugleyf-
ið nýlega auglýst iaust til umsóknar.
Tvö félög sóttu um, íslandsflug hf.
og Flugfélagið Óðinn hf. (Odin air)
sem rekið er í tengslum við Flug-
skóla Helga Jónssonar. Samgöngu-
ráðuneytið sendi umsóknimar til
umsagnar Flugráðs og bæjarstjórnar
Neskaupstaðar. Meirihluti Flugráðs,
3 fulltrúar, mælti með Óðni, einn
vildi mæla með íslandsflugi og einn
sat hjá. Rök meirihlutans fyrir um-
sögninni var sú að Óðinn myndi nota
flugvél búna jafnþrýstibúnaði. Bæj-
arráð Neskaupstaðar frestaði því á
fundi sínum í síðustu viku að veita
umsögn og var málið tekið fyrir að
nýju á bæjarráðsfundi í gær og enn
frestað.
Nú hefur íslandsflug sent sam-
gönguráðuneytinu og bæjarráði Nes-
kaupstaðar bréf þar sem umsögn
félagsins er dregin til baka. Gunnar
Þorvaldsson gagnrýnir að Flugráð
skuli leyfa sér að veita faglegt álit
á hlutum sem það hefði ekki kynnt
sér, það hefði að minnsta kosti ekki
kynnt sér rekstur íslandsflugs. Hann
bætti því við að það væri gagnrýnis-
vert að framkvæmdastjóri hjá Flug-
leiðum væri formaður Flugráðs.
Hann hefði verið í meirihlutanum
sem ekki vildi veita íslandsflugi flug-
leyfið, en það væri öllum ljóst að það
kæmi Flugleiðum betur að keppa við
marga smáa aðila en einn stóran.
Þessi staða formanns Flugráðs væri
óheppileg og stæði fluginu í iandinu
fyrir þrifum. Gunnar sagði að ís-
landsflug vildi mótmæla ófaglegum
vinnubrögðum Flugráðs og hefði því
dregið umsókn sína um áætlunarflug
til Norðíjarðar tii baka.