Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 9 Alúðarþakkir sendi ég öllum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeyt- um á 70 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðný Karlsdóttir, Kirkjubraut 1, (Skólabraut 1). r ^ mSdöMms Verksmiðja, lager, söludeild og skrifstofur okkar verða lokaðar föstudaginn 24. apríl. s________________________________> C Ódýr gardínuefni Nýkomin ódýr falleg gardínuefni. Verð frá kr. 390. Einnig dúkar á góðu verði. Álnabúðin, heimilismarkaður, Suðurveri. sími 679440. Avöxtun verðbréfasjóða 1. april 3 mán. 6 mán. Kjarabréf 7,8% 8,1% Tekjubréf 8,1% 7,9% Markbréf 8,7% 8,7% Skyndibréf 6,5% 6,6% 02> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 Skynsamleg umræða Forustugreinin ber fyrirsögnina „Tækifæri í stað tortryggni" og þar segir: „Nú þegar dómstóll Evrópubandalagsins hef- ur loks fengist til þess að leggja blessun sína yfir samningana um Evr- ópska efnahagssvæðið er mikilvægt að skynsamleg umræða fari fram á öll- um sviðum íslenska upp- lýsingaþjóðfélagsins. Nokkur umræða hefur þegar átt sér stað um EES hér á landi, en þunglamaleg vinnubrögð skriffinnamia í Brussel hafa gefið einangrunar- sinnuðum stjómmála- mönnum færi á vanhugs- aðri og óréttmætri gagn- rýni. Ef islenska þjóðin á ekki að dmkkna í eigin bölmóði og fortíðar- vanda verður að horfa á tækifærin í stað þess að ala á tortryggni þegar EES er annars vegar. Pjórfrelsið Það hefur nefnilega verið mikil tilhneiging þjá stómm hluta íslend- inga að fara í hálfgerða vamarstöðu þegar talað er um frelsið fjórþætta sem kemur til með að einkenna EES. Hér er átt við fijálst flæði vöm, fjármagns, þjónustu og vinnuafls. Það er þó ólík- legt að erlend fyrirtæki komi til með að fjárfesta hér í miklum mæli á allra næstu ámm. Stærri og arðvænlegri markaðir opnast í hinum EFTA- Iöndunum og þá má ekki gleyma Austur-Evrópu, sem þegar hefur opnast. Islenski markaðurinn er lítill og langt frá hringiðu kaupaliéðna í Evrópu. Það væri hins vegar æi.Idlegt fyrir íslenska efnahagskerfið ef er- lencþr aðilar fengjust til að fjárfesta hér á landi MmBIMD Álverá Keilisnesi r Hafnarframkvæmdir í undirbúningi Ekki spuming um hvon átvfrið verður byggt heldur hverurr. rr haft rftir AUm Bom, forstjóra Amax. r i , , (Time^. i Ný tækifæri Islendingar þurfa að tileinka sér nýjan hugsunarhátt og líta til þeirra tækifæra, sem skapast með aðild að Evrópsku efnahagssvæði, í stað þess að ala á tor- tryggni. Ný starfsskilyrði skapast fyrir sjávarútveginn og iðnaðinn, bæði smá- iðnað og stóriðju. Þetta segir í forustu- grein Alþýðublaðsins. og flest nútimaþjóðfélög sækjast reyndar eftir er- lendu Qármagni inn i efnahagskerfi sín. Það er Iíka einu sinni svo að framþrómiin á sér frem- ur stað á meginlandi Evrópu en á íslandi. Nýi* hugsunar- háttur Við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsunar- hátt sem felst i þvi að horfa á þau tækifæri sem skapast með því að land- ið verður nú hluti af stærri alþjóðlegri heild sem hefur það að markmiði að lækka kostnað og auka hagvöxt með skipulagðri sam- vinnu, samræmingu og samrunaþróun. Þetta gildir til dæmis um fisk- iðnaðinn, því nú skapast ný starfs- og markaðs- skilyrði fyrir mmar sjáv- arafurðir. Nú verður hagkvæmara að full- vinna fiskrétti hér heima og senda þá síðan frysta eða ferska imi á borð neytenda í Evrópu. Þetta veitir fleiri atvinnutæki- færi og bætir þjóðarhag. Iðnaðurinn En það er deginum ljósara að EES-samn- ingurinn fjallar ekki að- eins um fisk. Eitt af aðal- markmiðunum með að- ildimii að EFTA árið 1970 var að efla íslensk- an iðnað. Iðnrekendur voru tilbúnir til að opna markaðinn og mæta harðnandi samkeppni er- lendra aðila og á móti ætlaði rikið að beita sér fyrir eflingu innlends iðnaðar. Stjórnvöld stóðu ekki við þessi fyrirheit og fyrst og fremst var hugsað um hag sjávarút- vegsins, iðnaðurinn mátti bíða. Núna verðum við hins vegar að nota tæki- færið og efla islenskan iðnað, jafnt stóriðnað sem smáiðnað. Það eru ótrúlegustu tækifæri sem felast í nýtingu vatns- orku og jarðvarma, sem að auki skapar umhverf- isvænan iðnað — en hluti af EES-samningnum fjallar um sameiginlega umhverfisvemd aðildar- rikjanna. Enn á ný em íslenskir iðnrekendur til- búnir til að mæta aukinni samkeppni og því nauð- synlegt að stjómvöld búi svo um að hin fáu og smáu iðnfyrirtæki hér á landi fái tækifæri til að verða samkeppnishæf á hinum nýja markaði. Þau þurfa einnig að geta nýtt þau tækifæri sem skap- ast þegar „heimamark- aðurinn" samanstendur af 380 milljónum neyt- enda. Nýjar leiðir opnast Enn eitt samdráttar- tímabilið í íslenskum sjávarútvegi minnir okk- ur á að nauðsynlegt er að efla hefðbundinn út- flutningsiðnað, þannig að afkoma þjóðarinnar verði ekki eins háð sveifl- um í sjávarútvegi. Til að hægt verði að nýta þau tækifæri sem bjóðast þegar hið nýja efnahags- svæði tekur gildi, og jafn- framt að eyða þeirri tor- tryggni sem gagnrýn- endur hafa skapað, verð- ur þegar í stað að hefja öfiugt upplýsinga- og kynningarstarf. Hér þarf að koma til samráð stjómvalda, hagsmuna- samtaka og fyrirtækja. Þessum nýju reglum og hugsunarhætti verður að koma sem fyrst inn í menntakerfið, því þar sit- ur unga fólkið sem kem- ur til með að stjóma þjóð- félaginu og reka fyrir- tækin í framtíðinni. Það er líka mikilvægt að ein- staklingurinn gleymist ekki, hvort sem haiui er neytandi, launþegi eða spariljáreigandi. Nýjar leiðir opnast, en þær verða jafnlokaðar og áð- ur ef þær era ekki kynnt- ar á fullnægjandi hátt.“ Gardeur - dömufatnaður VOR- OG SUMARLÍNAN Grtn í húsgagnaleit? Svefnsófarnir komnir Nýsending af2ja manna svefnsófum með rúmfatageymslu. 3 gerðir. Stærð: 198x130. Hagstætt verð. Einnig ný sending af2ja sæta svefnsófum sem lengjast fram. Armúla 8, símar: 81 22 75 og 68 53 75 STAKIR JAKKAR BUXUR: Ull/polyester bóm ull/polyester stretch-buxur rósóttar buxur HNÉBUXUR: 54 cm sfðar 61 cm siðar 68 cm siöar GALLABUXUR GALLAPILS GALLABERMUDAS PILS: bein ogfelld, stutt ogsíð. GLEÐILEGT SUMAR Udutttu fataverslun v/NeöVeg, Seltjarnarnesi. Opið daglega kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.