Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
VÍSINDAMENN
Á VILLIGÖTUM
eftir Kristinn
Pétursson
Umræðan um „hagkvæma fisk-
veiðistjórnun“ heldur áfram. í
Morgunblaðinu 11. apríl sl. er frétt
(á bls. 23) af „morgunverðarfundi
um fiskveiðistjórnun“.
Um er að ræða frétt af morgun-
verðarfundi Félags viðskipta- og
hagfræðinga daginn áður (10.
apríl). Ekkert kemur fram hvað var
í morgunmat. Yfirskrift fundarins
var skv. fréttinni „íslensk fískveiði-
stjórnun: Veiðigjald eða ekki?“
Frummælendur voru Ragnar Arna-
son prófessor, í viðskipta- og hag-
fræðideild verslunarháskólann í
Bergen og Sveinn Hjörtur Hjartar-
son hagfræðingur LIÚ.
Fram kemur í fréttinni að báðir
prófessorarnir virðast gefa sér þá
forsendu að hægt sé að „byggja
upp“ fiskistofna þjóðarinnar með
minnkandi sókn. Þannig fullyrðir
Ragnar Arnason — og er það aðal-
fyrirsögn fréttarinnar — „arður af
nýtingu fiskistofna gæti numið
15-25 milljörðum króna“.
Bein tilvitnun í fréttina:
„Ragnar segir að framangreindur
arður, 15-25 milljarðar kr. á verð-
lagi ársins í ár, miðist við hag-
kvæma jafnstöðu þar sem fiski-
stofnanir hafí verið byggðir upp í
hagkvæma stærð, fiskiskipaflotinn
stórlega minnkaður og tekin upp
hagkvæm sókn. Af þessum þremur
atriðum hafi aðeins orðið verulegur
árangur í minni og hagkvæmari
sókn, hitt tvennt sé að mestu ógert.
Því sé aðeins fjórðungur, eða
fimmtungur af væntanlegum fisk-
veiðiarði framtíðarinnar til staðar
nú.“ (Tilvitnun lýkur.)
Að „frjósa inni“
Umræðan um fiskveiðistjórnun-
ina er eiginlega „frosin inni“ í svip-
aðri merkingu og þegar tölvur
„frjósa fastar“, þ.e. ekkert hægt
að komast, hvorki fram né aftur.
Fræðimenn (af ýmsum gerðum)
falla aftur og aftur í þá gryfju, að
gefa sér þá forsendu að hægt sé
að „byggja upp“ botnlæga fiski-
stofnana með minnkandi sókn.
Þessi kenning er alls ekki vísinda-
lega sönnuð og engar vísindalegar
vísbendingar fínnanlegar (hvorki
hérlendis eða erlendis) um að þetta
sé rétt! Samt slá menn um sig, —
halda námskeið í „fiskhagfræði og
stjórnkerfi fiskveiða" — halda
„morgunverðarfundi" og rembast
við að vera gáfulegir fyrir framan
alþjóð við að boða fagnaðarerindið
sem á samt alls engan vísindalegan
bakgrunn! Þetta kallar höfundur að
„fijósa inni“. Auðvitað getur fræði-
mönnum orðið á eins og okkur hin-
um. En — það sem verra er í þeirra
tilfelli að við (þjóðin) eigum að vera
— og reyndar erum — tilraunadýrin
sem þessar ósönnuðu kenningar
eiga að prufukeyrast enn betur á
en hingað til og virðist nú enn eiga
að herða róðurinn í tilraunaskyni!
Gerum góða veislu betri:
veislubrauð
veislumatur
veisluþjónusta
ÓÐINSVÉ
Óðinstorgi, 101 Rvk.
símar 20490 & 621934
„Byggja upp“ kenningin stenst
ekki
Kenningarnar um að hægt sé að
„byggja upp“ þorskstofninn með
minnkandi sókn standast alls ekki
við nánari skoðun á töflum í skýrsl-
um Hafrannsóknastofnunar um
„ástand nytjastofna". (Nr.25)
Meðfylgjandi línurit (Nr.I) um
stærð veiðistofns þorsks og nýliðun
sýnir glögglega að nýliðun er betri
þegar veiðistofninn er hvað minni
og albest þegar veiðistofninn er
minnstur eins og árgangarnir 1973,
1983 og 1984 sýna! Nýliðun er hins
vegar hvað verst þegar tilrauna-
starfsemin um að „byggja upp“
stofninn stendur sem hæst árin
1976-1982 og aftur til 1986, til
dagsins í dag. Mikil og góð nýliðun
er það sem skiptir mestu máli. Um
það eru ekki deildar meiningar.
Nýliðun er albest þegar veiðistofn
þorsks er í lágmarki eins og árgang-
arnir 1973, 1983 og 1984 vitna
sjálfir um og því ekkert hættulegt
að hafa þorskstofninn Iítinn. Þetta
sýna meðfylgjandi línurit glögg-
lega. Þessi línurit eru unnin upp
úr skýrslum Hafrannsóknastofnun-
ar um „ástand nytjastofna“ og er
nú ekki í kot vísað!
Mistökin við fiskveiðistjórnun
undanfarinna ára virðast þannig
samkvæmt þessu vera að veiða
ekki meira í kjölfar góðrar nýliðun-
ar og halda þannig góðri nýliðun.
Beitilönd smærri þorsks virðast
ekki nægilega stór til þess að hægt
sé að „byggja upp“ veiðistofninn
eins og reynt hefur verið (nieð of-
stjórn) án árangurs í tvö skipti
(1976-1982 og 1986 til dagsins í
dag). Þrátt fyrir þessar staðreyndir
er ofstjórninni haldið til streitu og
jafnvel gefíð í skyn að þeir sem
ekki makka með séu skrýtnir(!) Til-
raunastarfsemin virðist bara hafa
orðið til lakari nýliðunar og þar
með, — að öllum líkindum til stór-
tjóns! Léleg veiði á togurum í dag
staðfestir hringavitleysuna. Þetta
eru staðreyndir en ekki kenningar.
Þetta eru staðreyndir úr töflum
Hafrannsóknastofnunar um
„ástand nytjastofna". Tímabilið
sem undirritaður hefur valið til sam-
anburðar er 1972-1990, þ.e. eftir
hafísárin. Þorskstofninn í dag verð-
ur ekki látinn éta mat sem var til
í hafínu 1950! Þá virðast beitilönd
smáþorsks hafa verið hagstæðari.
Nú í dag eru skilyrðin verri en 1950
og því óraunhæft annað en taka
tiilit til þess. Þar að auki eru hvala-
stofnar langtum stærri nú og fugla-
stofnar líka auk afar takmarkaðrar
þekkingar á ótal fiskistofnum um-
hverfis landið sem við nýtum sára-
lítið og sUma hverja ekki neitt!
Þannig bendir allt til þess að áróður-
inn um „of mikla sókn“ eigi sér
hvergi stoð í veruleikanum.
Meðfylgjandi línurit (nr. II) um
fylgni nýliðunar með vaxandi stærð
veiðistofns þorsks, sýna að nýliðun
versnar um 46% við vaxandi stækk-
un stofnsins! Þetta línurit ér sömu-
leiðis unnið upp úr töflum í skýrsl-
um Hafrannsóknastofnunar og eru
þetta þau skástu gögn sem tiltæk
eru til þess að reyna að meta þess-
ar staðreyndir. A þá kannski ekki
að taka mark á þessum gögnum?(!)
Fræðimenn prédika bara blákalt
„að arðurinn geti stóraukist" við
enn meiri „uppbyggingu" af veiði-
stofni þorsks og annarra nytjafiska,
þó svo staðreyndir sýni allt annað!
Höfundi blöskrar bíræfni þessara
„fræðimanna“ að standa sífellt í
sömu fullyrðingunum um „aukinn
afrakstur" „með minnkandi sókn“
þegar það blasir við að þessir fræði-
menn hafa ekki lesið heimadæmin
sín betur en raun ber vitni. Koma
ólesnir í skólann og fullyrða hluti
sem hvergi standast! Á ekki að setja
þessa menn í skammarkrókinn?
Of stór floti og sóknarþungi
Sífellt er klifað á „of stórum
flota“. Þess ber þá að geta að
„fræðimenn" nota tölur Hafrann-
sóknastofnunar um „sóknarþunga".
Þær tölur eru ekki byggðar á stað-
reyndum um um stærð flotans á
íslandsmiðum, ekki eftir brúttó-
rúmlestum, ekki eftir orkugetu flot-
ans, ekki eftir orkunotkun, ekki
eftir stækkun möskva í botnvörpu
um 300% ekki eftir útfærslu land-
helginnar, ekki eftir friðun svæða,
ekki eftir skammtímalokun svæða,
ekkieftir breytilegum sjávarskilyrð-
um, ekki eftir eftir stóraukinni sókn
núverandi flota í aðra fiskistofna
en þorsk, o.s.frv. Ekkert af þessu
er með í dæminu um „útreiknaðan
sóknarþunga".
Tölurnar um sóknarþungann hjá
Hafrannsóknastofnun eru „reiknað-
ar út“ út frá stærð þorskstofns-
ins!(?) Þannig þýðir lítill þorskstofn
að sóknin hafi verið mikil, - en stór
þorskstofn að sóknin hafi minnkað!
Útreikningar af þessu tagi eru al-
gjör rökleysa og standast engan
veginn.
Það er ámælisvert að prófessorar
í Háskóla íslands (og víðar) skuli
ekki geta reiknað sjálfir eigin
heimadæmi út frá staðreyndum um
flotann eins og rakið var hér að
framan. Raunveruleg gögn um
sóknarþunga eru hvergi til! Þess í
stað er notast við „útreikninga"
Hafrannsóknastofnunar um sókn-
arþunga sem er algjörlega ónothæf
rökleysa!
Nenna þessir fræðimenn ekki að
reikna þetta sjálfir og vera vísinda-
MYND 1
MYND 2
Kristinn Pétursson
„Hinn grátlegi sann-
leikur er sá að flotinn
er alls ekkert of stór.
Sj óndeildarhringur
okkar er bara allt of
lítill. Það eru til ótal
vannýttir fiskistofnar
og risavaxin verkefni
hér í hafinu kring um
okkur.“
legir í alvöru? Hvað á svona drullu-
sokkaháttur að þýða? Hinn grátlegi
sannleikur er sá að flotinn er alls
ekkert of stór. Sjóndeildarhringur
okkar er bara allt of lítill. Það eru
til ótal vannýttir fiskistofnar og
risavaxin verkefni hér í hafinu kring
um okkur. Þrjúhundruð fiskistofnar
á landgrunni okkar eru til vitnis
um að þetta er rétt! Málið snýst
um að ná tökum á því að nýta fleiri
fiskistofna, þannig að arðsemi verði
af. Stórauka má nú þegar sókn
(með arðsemi) í t.d. úthafskarfa,
langhala, gulllax og kolmunna svo
dæmi séu tekin. Væri ekki vísindan-
legra að snúa sér að vannýttu stofn-
unum og hætta þessu helvítis bulli
um „of stóran flota“.
Svo langt erum við komnir inn í
hringavitleysuna að smábátar eru
brenndir í viðurvist lögreglunnar til
þess að minnka flotann! Nýlegt
dæmi í Vestmannaeyjum um borða-
lagða menn að elta háaldraðan
mann við að sækja sér í soðið er
ekki minna hneyksli! Smábátar eru
ódýrasta aðferðin til þess að draga
björg í bú víða á landinu! Takmörk-
un á veiði smábáta bætir ekkert
nýliðun þorkstofnsins og því eðlilegt
að veiðar þeirra verði nánast fijáls-
ar. Menn hljóta að verða að hafa
bætt nýliðun þorskstofnsins í huga
sem meginmarkmið við alla ákvarð-
anatöku við stjórnun. Hvar eru
gögn prófessoranna um flotastærð
og nýliðun? Geta þeir rökstutt mál
sitt?
Kvótasala
Rögnvaldur Hannesson sagði,
samkvæmt nefndri frétt í Morgun-
blaðinu, að „veiðigjaldi verði best
komið á með því að kvóti sé boðinn
Út“. Nefndur prófessor þyrfti að
sækja tíma í lögfræði um fijálsa
sölu á atvinnuréttindum annarra
áður en hann og fleiri ganga lengra
í fullyrðingum af þessu tagi.
Það getur engan veginn staðist
að atvinnuréttindi fólks gangi kaup-
um og sölum hvorki á uppboði né
eins og nú er gert. Atvinnuréttindi
í sjávarútvegi eru áunnin eignar-
réttindi. Vísa má í álit Lagastofnun-
ar Háskóla íslands dagsett 1. maí
1990 í þessu sambandi. Það eru
ekki bara útgerðarmenn sem eiga
slík atvinnuréttindi. Aðrir sem
starfa við sjávarútveg eru líka ís-
lenskir ríkisborgarar með sömu
mannréttindin, — eða ætlar einhver
í alvöru að halda öðru fram!
Núverandi kvótasölurugl fer
fram vegna þess að atvinnuréttindi
sjómannsins, fiskverkandans og
fiskverkamannsins voru framseld
útgerðarmönnum fyrir mistök Al-
þingis! Auðvitað verður þessu rugli
breytt! Alþingismenn eru skyldugir
til þess að lagfæra þessi mistök!
Það væri eftir sem áður kjörið verk-
efni fyrir áhugasama fræðimenn í
vandræðum með sjálfa sig að byija
á því að hjálpa til við að láta skil-
greina öll þessi grundvallaratriði
áður en menn vaða um víðan völl
með speki sem hvergi stenst.
Sveinn Hjörtur Hjartarson hag-
fræðingur LÍÚ kom lítillega inn á
réttarmálefni á nefndum fundi með
því að segja: (skv. fréttinni) „Rétt
er að geta þess hér að Lagastofnun
Háskóla íslands telur að uppboð á
kvóta stangist á við þá grein í
stjórnarskrá landsins sem kveður á
um lögverndun atvinnuréttinda."
Sjáum til! LÍÚ_ líka á réttri leið!
Hvað finnst LÍÚ um meðhöndlun á
„lögvernduðum atvinnuréttindum"
sjómanna og hver er munurinn á
uppboði á atvinnuréttindum ( skv.
hugmyndum Rögnvaldar) — eða
núverandi millifærslum? Meira að
segja heilu fjölskyldurnar (vinnu-
hjúin) eru millifærð með kvótanum!
Innan skamms hyggst sjávarút-
vegsráðuneytið heíja sölu á mann-
réttindum úr „Hagræðingarsjóði"
til viðbótar því að vera aðalumboðs-
menn í braski með mannréttindi
þvers og kruss um landið!
Frá villigötum
Umræða um þessi mikilvægu mál
þarf að halda áfram. Við verðum
að komast út úr þessari „frosnu"
umræðu um gömlu klisjurnar sem
ekki standast. Við verðum að kom-
ast út af þessum villigötum sem við
erum á. Franskur spekingur að
nafni Popé sagði eitt sinn: „Enginn
þarf að skammast sín fyrir að hafa
haft rangt fyrir sér. Það sýnir bara
að hann er vitrari í dag en hann var
í gær.“
Höfundur stundar atvinnurekstur
og var þingmaður Sjálf-
st-æðisflokksins á Austurlandi
1988-1991.
Veiðistofn og nýliðun þorsks 1972-1989
Mynd 2:
450----T------------
Nýliðun, • 1973
millj. 3ja ára 1984 ^
seiða, færð
á klakár
350
1983
300-
1972
Samkvæmt samanburði sem unninn
er upp úr skýrslum Hafrannsóknar-
stofnunar þá er þetta samband
þannig að fylgni nýliðunar við
heildarstofn er neikvæð um 46%.
1986,
1982
1981J 1977 1978
1988
1979
l---------1 l l-----------------------1 I----------------1---------1---------1--------1
700 800 900 1000 Veiðistofn, þús. tonn 1400 1500 1600