Morgunblaðið - 23.04.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 23.04.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 19 sjóði verslunarmanna. Að auki hvíla nokkur minni bankalán á fasteign Páls. Páll lendir í fjárhagsvandræð- um og skuldar eftirfarandi afborgan- ir af lánum sínum: 130.000 kr. af láni Byggingarsjóðs ríkisins, 80.000 kr. af láni lífeyrissjóðs, af bankaláni skuldar Páll 50.000 kr. Þá skuldar Páll víxil að fjárhæð 30.000 kr. Ef ’ við gerum ráð fyrir að þesir skuld- heimtumenn feli lögmönnum að inn- heimta skuldir þessar, skuldimar ; gjaldfelldar og óskað uppboðs á fast- eign Páls, þá lenda eftirtalin dóms- málagjöld á Páli: | 30.000 kr. vegna uppboðsbeiðni Byggingarsjóðsins, 15.000 kr. vegna lífeyrissjóðsins, 9.000 kr. vegna áhvílandi bankaveð- láns (lágmarksgjald vegna uppboðs á fasteign). Samtals 54.000 kr. vegna áhvíl- andi samningsveðlána. Vegna víxilsins þarf Páll að greiða eftirtalin opinber gjöld: 3.000 kr. þingfestingargjald 3.000 kr. fjárnámsgjald 1.450 kr. stimpil- og þinglýsingar- gjald, 9.000 kr. uppboðskostnaður fógeta Samtals að fjárhæð 16.450 kr. vegna víxils sem er 30.000 kr. að höfuðstól og vöxtum. Þegar Páll fer til uppboðsbeiðenda og greiðir gjaldfallnar afborganir og víxilkröfu, samtals að fjárhæð I 290.000 kr., þarf hann að reiða fram til ríkissjóðs, hvorki meira né minna er 70.450 kr. vegna dómsmálagjalda, I eða sem nemur u.þ.b. 'U af gjaldfölln- um skuldum hans. Til viðbótar þessu koma innheimtulaun lögmanna lán- ardrottna Páls og virðisaukaskattur þar ofan á sem að sjálfsögðu gengur til ríkisins. Þetta dæmi sýnir að þeir sem eiga í fjárhagserfiðleikum, eru að beijast við að halda í skuldsettar fasteignir sínar, eru þolendur þessar- ar skattheimtu. Oft eru það þeir sem lægst hafa launin. Er þessi skatt- heimta sanngjörn? Svari nú hver fyr- ir sig. Dómsmálagjöld, skattur á lögmenn? Heyrst hefur að embætismenn og stjórnmálamenn virðist álíta að dómsmálagjöld séu skattur á lög- menn og sem slíkur sé skaturinn allra góðra gjalda verður enda séu lögmenn allra manna ríkastir. Því sé á fáa hallað þó að lögmenn gjaldi sína tíund ríkulega í ríkissjóð. Slík sjónarmið eru grundvallarmisskiln- ingur og lýsa mikilli vankunnáttu þeirra sem hlut eiga að máli. Að sjálf- sögðu greiða lögmenn ekki dóms- málagjöld úr eigin vasa, heldur eru þau sótt í vasa sóknaraðila eða vam- araðila, allt eftir því hveijar mála- lyktir verða hveiju sinni. Aðgangur að dómstólum Hlutverk dómstóla hefur einkum verið það að stuðla að og viðhalda þjóðfélagslegu réttlæti og tryggja að réttindi einstaklinga, innbyrðis og gagnvart sívaxandi opinberu kerfi, verði sem best tryggð og varin og án þess hvernig efnaleg aðstaða ein- stakra manna er hveiju sinni. Það eru ýmsar spurningar sem vakna í kjölfar grundvallarbreytinga á dómsmálagjöldum, m.a. eftirfar- andi: Er eðlilegt og sanngjarnt að sá sem fer með hagsmuni sína fyrir dómstóla þurfi að greiða svo há gjöld í ríkissjóð, sem raun ber vitni? Á aðgangur manna að dómstólum landsins, að vera háður peningaeign hvers og eins? Að mínu áliti er svar- ið nei. Slíkt samræmist eigi sjónar- miðum um jafnrétti fyrir lögum landsins. Dómstólar eiga að vera öll- um opnir, án tillits til fjárhagsstöðu. Spyija má hvort sanngjarnt sé að þolendur í dómsmálum skuli gjalda þvílíka skatta til ríkissjóðs. Einnig varðar þetta spurninguna um jafn- rétti til opinberrar þjónustu. Rekstur dómstóla er hluti af þjónustu hins opinbera. Á aðgangur að dómstólum að vera skattlagður umfram aðgang að heilbrigðisþjónustu eða skólakerf- inu svo dæmi sé tekið? Stjórnvöld virðast hafa svarað þeirri spumingu játandi með setningu 1. nr. 88/1991. Hvers vegna? Opinber umræða um aðgerðir hins opinbera á að vera sjálfsögð og eðli- leg í nútímasamfélagi. Af ákveðnum ástæðum hefur umræða um gjöld þessi verið lítil sem engin. Ein ástæða er sú að ríkisstjórnin mun hafa kynnt fyrirhugaðar hækkanir á gjöldunum sem trúnaðarmál fyrir Lögmannafé- lagi íslands og að líkindum í þeim tilgangi að forðast opinbera umræðu um málið. Þessi afstaða ríkisstjórnar er alvarlegt umhugsunarefni, svo ekki sé meira sagt. Það er eðlilegt að veigamiklar breytingar á löggjöf landsins, þ.m.t. dómsmálagjöldum, fái opinbera umræðu þar sem fagleg og pólitísk sjónarmið eru reifuð um málið. Dómsmálagjöld eru ekki að- eins hagtölur á blaði heldur varða grundvallaratriði í okkar þjóðfélagi, sem eru réttur þegnanna til þess að leita til dómstóla landsins og skylda þegnanna til þess að hlíta úrlausnum dómstóla. . Það blandast engum hugur um að efnahagur er ákaflega slæmur og verk ríkisstjórnar er vandasamt og vanþakklátt í þeirri viðleitni að stemma stigu við halla ríkissjóðs. í því verki eiga „landsfeður" að njóta trausts ef haldið er vel á málum. Að sama skapi hlýtur að verða að gera þá kröfu til alþingismanna að ákvarðanir séu teknar að vandlega athuguðu máli og eftir ákveðnum viðurkenndum grundvallarsjónar- miðum. Án slíkra vinnubragða eru þeir eigi traustsins verðir. Hækkun dómsmálagjalda er að mínu áliti ákaflega vanhugsuð að- gerð er grannt er skoðað. Hækkunin er í senn ólíkleg til þess að auka fé ríkissjóðs þegar til lengri tíma er lit- ið og brot á þeirri grundvallarreglu sem gilt hefur um jafnan aðgang þegna landsins að því réttlæti sem felst í úrlausnum dómstóla. Hækkun dómsmálagjalda er af þessum sökum upphafið að afar óheillanvænlegri þróun sem ekki verður séð fyrir end- ann á með sama framhaldi. Þessari þróun verður að snúa við. Það er tímabært að stjórnmála- menn, embættismenn sem um málið fjalla og hagsmunasamtök neytenda og launþega gefi þessu máli gaum. Fj ölskyldudagur á Pizza Hut * I dag er upplagt fyrir fjölskylduna aö koma á Pizza Hut og gæða sér á gómsætri fjölskyldupizzu. Börnin fá frían Islurk frá Emmess. Fjölskyldupizzan er heil rnáltíö fýrir 4-6 manns. Gerðu þér dagamun og komdu með fjölskylduna á Pizza Hut í dag. eMmSsS1 Ilótel Esju, sími 68 08 09 • Mjódd, sími 68 22 08 Höfundur er hæstaréttarlögmaður. > I I I EITT ARGJALD FYRIR BÆÐI SAGA Ánægjunnar, sem þú nýtur á Saga Business Class, nýturðu BUSINESS kest me^ ÞV1 deila henni með þeim sem þér þykir vænst um. Þess vegna bjóða Flugleiðir farþegum, sem greiða fullt Saga Business Class fargjald, sérstök vildarkjör: frímiða fyrir maka til New York og Baltimore og til allra áfangastaða í Evrópu utan Norðurlanda og 90% afslátt af fargjaldi til áfangastaða á Norðurlöndum. Auk þess bjóðum við á Norðurlöndum 8000 kr. upp í hótelkostnað í sömu ferð.* - Gefðu maka þínum tækifæri til að kynnast kostum þess að fljúga með Saga Business Class. Breyttu venjulegri viðskiptaferð í einstaka upplifun fyrir ykkur bæði. Ífe FLUGLEIDIR Traustur iilemkur feróafélagi ♦Tilboð þetta gildir til 31. maí og á hótelum sem Flugleiðir hafa samning við. eOTT FÓLK/SlA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.