Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 20
20_____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992_ í kompaníi við allífið eftir Halldór Jónsson Þegar maður les skrif flestra for- ystumanna okkar í þjóðlífinu, þá sýnist manni þeir leggja á það mesta áherzlu, hversu nauðsynlegt það sé fyrir íslendinga að ráða hafsvæðinu umhverfís ísland. Skoðanir þeirra eru skoðanir þjóðarinnar. í hinni stöðluðu þjóðmálaumræðu okkar um sjávarútvegsmál virðast yfírráð íslendinga þýða það eitt, að erlendum veiðiflotum sé stuggað burtu. Öllum EB-flotum, Rússum sem og Færeyingum. Þannig veiði íslendingar einir þá fáu fiska sem eftir eru, samkvæmt nákvæmum talningum og útreikningum fiski- fræðinga okkar á Hafró. Þá ráðum við íslendingar haf- svæðinu kringum landið, að vísu í kompaníi við allífið í sjónum. Það er svo spurningin hveijir þessir til- teknu íslendingar eru. Afli á íslandsmiðum Fiskunum, sem Hafró telur veið- anlega, skiptir LÍÚ upp í kvóta eftir skipum. Auðvitað til bráðabirgða, segja þeir, þar sem_ Jijóðin eigi fiskimiðin en ekki LÍÚ. En sem stendur er því miður ekki hægt að hleypa þjóðinni að þar sem LIÚ er ekki undir það búið. Þeir munu því sjá um þetta um óvissa framtíð. Þetta þróast svo þannig, að kvót- inn verður fremur minni en stærri, ár frá ári. Þrátt fyrir 200 mílumar og samfellda 15 ára sóknarstýringu á vísindalegum gmnni. En skipa- rúmlestunum og skuldum útgerðar- fyrirtækjanna fjölgar nokkuð jafnt og þétt. Það er svo órökstutt grundvallar- lögmál í þessari stöðluðu umræðu hagsmunaaðilanna, að kvóti bundinn við skip sé betri en sóknarmarkið. Þá þurfi menn ekkert að flýta sér og fara á sjó í brælu. Hvað þá að veiða of mikið á skömmum tíma eða aflaklær fái notið yfirburða sinna. í þessu kerfi eru allir jafnir. Útgerðaraðilar hafa það enda víst flestir skítt, segir LÍÚ. En auðvitað segja þeir að það sé ekki af því að þeir séu alltof margir með of dýr skip með of lítinn afla. Kvótinn sé aðeins of lítill. Þess vegna geta þeir þegið gengisfellingu sér til hressing- ar í þeirri von að tekjumar af aflan- um vaxi hraðar og komi fyrr inn en gjalddagar á skuldunum. En þær munu vera í erlendri mynt mestan- part. En ef til vill hefur aldrei verið til þess ætlast í alvöru á þessu landi okkar, að stórútgerðarmenn borg- uðu eitt né neitt til baka af lánsfé. Seðlabankinn eða sjóðirnir hringja kannske í þá einu sinni á ári og nöldra um vanskil. Þá má alltaf svara sem svo: Vitið þið ekki þarna í Svörtuloftum að það árar illa hjá okkur og þjóðinni og á hveiju þjóðin iifir? Þið landkrabbar hafið hvort sem er stolið valútunni af okkur útgerðarmönnum með vitlausu gengi. Þetta er auðlindaskatturinn sem við greiðum. Þið getið ekki ætlast til að við fömm að borga eitt- hvað þessu til viðbótar, ha? Hvað eiga þá landkrabbar og há- skólahagfræðingar að segja? En svo hefur maður líka heyrt, að útgerðarmenn ætli sér fjórfrelsið til handa við inngönguna í EB. Hvar skyldu horaðir kaupahéðnar á ís- landi þá ætla að ná sér í gjaldeyri þegar LÍÚ á bæði fiskimiðin og legg- ur aurana inn í Lúxemborg? Gagnkvæmni í viðskiptum Þegar Sameinaðir verktakar út- hlutuðu áramótaglaðningi sínum uppá 900 milljónir til hluthafa sinna voru sumir sem héldu því fram, að þetta væri til góðs fyrir þjóðfélagið. Hluthafar Sameinaðra væm miklu færari en banki útvegsmanna að fínna þessu fé stað í þjóðfélaginu öllu atvinnulífi til gagns. Nú er það hins vegar ekki lengur svo, að það sé sjálfgefið að þessir peningar, fremur en kvótasölupen- ingar, fari allir í umferð hér á landi. Hér starfa fasteignasölur, sem selja mönnum ódýrari hús í Flórída, Lúx- emborg eða á Spáni en hægt er að kaupa hér. Þetta er leyfilegt sem betur fer og ekkert við það að at- huga. En það er eitt yndislega þjóðlegt við þetta allt! Við íslendingar ætlum vitlausir að verða ef svo mikið sem ein þýsk kerling vill kaupa sér sumarbústað hér á landi. Helst má enginn útlend- ingur kaupa sér íslenzkt hús nema hafa búið hér í sjö ár. Ef útlending- ur eignast hlutabréf í íslenzku út- gerðarfyrirtæki skal það hið snar- asta svipt kvóta sínum af augljósum þjóðernisástæðum. Þessu trúir þjóðin af því að áður- nefndir túlkendur hins staðlaða þjóð- arálits segja henni að þetta sé rétt. Gagnkvæmni viðskiptafrelsis virðist íslendingum algerlega fram- andi hugsun. Við krefjumst frelsis okkur til handa til að selja trollfrítt til allra landa og hafa þar öll rétt- indi til náms, búsetu og atvinnu. En hér? Nei, hér gegnir öðm máli. Hér skal enginn fá neitt né eiga neitt nema hann sé kominn sannanlega af Agli Skalla-Gríms- syni. Sértrúaratriði hjá þjóð við ysta haf. Við erum miklir menn, Islending- ar, og berum skyn á flest mál. Eg hef lengi dáðst að því hvað við erum þó reiðubúnir að sýna öðmm þjóðum mikið tillit ef LÍÚ eða SH telja hags- munum sínum ógnað. Svo skilyrðis- laust lútum við andlegri leiðsögn þessara samtaka. Enda eru þetta mennirnir sem skaffa okkur gjald- eyrinn, ekki satt? Við verðum opinberlega stórkost- lega umhverfíssinnaðir ef Greenpe- ace eða Sea Shepherd heimta að við hættum að drepa hval og hóta SH markaðsþvingunum af þeim ástæð- um. Þegar blásið er í lúðrana hjá SH og LIÚ, hlaupum við til og lokum hjá Hval hf. Sem var þó eitt af þeim íslenzku fyrirtækjum sem bám sig hvað best. Ekkert kemst að í hinni stöðluðu umræðu um hvalveiðar nema að SH og LÍÚ segja að einhver Langi Jón Silfur geti farið í fýlu vestur í Coldw- aterlandi og hann Aldi í EBlandi ef við veiðum hval. Skyldu handhafar hins staðlaða þjóðarálits annars hafa nokkum áhuga á að auka afla eða vinnslu frá því sem nú er, eða breyta vinnslu- háttum? Uppbygging annars út- flutningsiðnaðar í landinu sé ekki keppikefli sjávarútvegsmanna vegna þess að þá minnki vald greinarinnar til þess að stjórna efnahagslífí, utan- ríkismálum og kaupgjaldsþróun í landinu? Þeir séu ánægðir m'eð stat- us quo og aflaúthlutanir Hafró með- an þeir eigi íslandsmið? En hvernig ætla menn að mæla loðnu- og aðra fískistofna og reikna út veiði án þess að vera í kompaníi við allífíð? í kompaníi við allífíð Það eru ekki bara LÍÚ og SH sem nýta hafíð við ísland. Sambýlingar Halldór Jónsson „Milljónir tonna éta kumpánar okkar með- an okkar afli hangir óbreyttur um milljón- ina eða bara fellur. Þrátt fyrir 200 mílurn- ar og- alit það.“ okkar með heitt blóð eru hvalir, sel- ir og fuglar. Það er ástæða fyrir okkur að gefa þeirra útgerð gaum þegar sífellt harðnar á dalnum hjá okkur. Ekki er ólíklegt að svo hátti til í hafínu, að það sem við neitum okkur um að veiða éti sambýlingar okkar upp. Og meðan við minnkum okkar sókn þá auka þeir sína. Og stækka sinn flota um kannske 5-10% á ári í brúttórúmlestum meðan okkar á að minnka. Getur það verið þess vegna sem við verndum og verndum fískimiðin og 200 mílurnar en alltaf koma svartari skýrslur um ástand físki- stofnanna? Það er ekkert fyrir okkar skip að hafa. En sambýlingar okkar blása út. Hvað er að gerast í kompaníinu? Afli kompanísins Á Látrabjargi situr sjófugl í tug- þúsundavís. Það hefur verið áætlað að þetta fuglabjarg þurfi um 10-15 tonn af físki og seiðum á sólarhring sér til viðurværis. Ekki verða þau seiði sem þarna farast að kvóta fyr- ir LÍÚ. Þetta er bara eitt fuglabjarg af mörgum í kringum landið. í hafínu umhverfís landið synda minnst 13.000 hrefnur. Þessi floti veiðir og étur um eina milljón lesta árlega af átu, loðnu, síld og seiðum. 15.600 langreyðar gófla í sig um 2,2 milljónum lesta á ári. 3.000 hnúfubakar sporðrenna um 600.000 lestum á ári. 90.000 hnísur éta 50.000 tonn á ári. 110.000 háhyrn- ingar éta 160.000 tonn á ári. 75.000 marsvín éta eina milljón tonna. 10.800 sandreyðar éta hálfa milljón. 1.000 steypireyðar éta 380.000 tonn. Allur þessi floti er að veiðum hvað sem ógæftum okkar, hólfalok- unum, kvótum, möskvastærðum eða skrapdagatali líður. Búrhvalimir einir, sem kannski koma hér fimmþúsund stykki á ári sem flækingar frá Portúgal til þess að eta og pipra, éta líklega milljón lestir árlega af góðfíski á íslands- miðum, svo sem karfa, hrognkelsi, skötu, þorsk og smokkfíski. Af þess- um höfðingjum veiddum við áður um 100 stykki á ári, 2% af fjöldan- um. Nú friðum við þá alfarið svo þeim geti liðið hér vel og étið sinn skammt af íslandsmiðum. Þetta er enda eini umtalsverði túrisminn frá Portúgal til íslands. Enda mættu Portúgalir ekki kaupa sér kofa hér meðan fjöldi íslenskra sægreifa kaupir nú íbúðir í Portúgal, þar sem rauðvínið er billegra en Gvendar- brunnavatn. Af langreyði veiddum við áður um 200 stykki eða 1,5% af stofninum og minna en 1% af hrefnustofninum. Við veiddum ekkert af marsvínum, hnúfubak eða steypireyði. Nú veiðum við ekkert af neinum hvölum og allir vísindamenn viður- kenna, að þeim hefur snarfjölgað. Marteinn Friðriksson áætlaði að heildarafli þessara kumpána okkar næmi 7,7 milljónum tonna á ári. Auðvitað eru ekki allir sammála um þessar tölur. En við sjáum þó greini- lega hver hefur yfirhöndina á miðun- um. Það erum ekki við með okkar skip. Og svo er það allur selurinn. Hveijir þúsund selir geta auðveld- lega sporðrennt 10-20 tonnum á sólarhring, kannske meira. Meira en þijátíu þúsund selir eru taldir vera við landið og éta ekki minna en 40.000 tonn af bolfiskmeti á ári. Til viðbótar þessu hefur selurinn þann vana að bíta kjaftfylli úr hveijum físki um lifrarsvæðið og láta restina eiga sig. Hann nýtir veiðina því lík- lega ámóta og íslenzkur frystitogari í 200 mílunum, sem er sagður drepa þijá físka fyrir hvern einn sem hann hirðir. Þannig gæti selurinn kálað hundrað þúsund tonnum af kvóta- fiski árlega. Afli þessara kumpána okkar á íslandsmiðum er þannig að öllum líkindum meiri í tonnum talið en LÍÚ er að krækja í. Milljónir tonna éta kumpánar okk- ar meðan okkar afli hangir óbreyttur um milljónina eða bara fellur. Þrátt fyrir 200 mílumar og allt það. Svo grætur Kristján Ragnarsson í sjónvarpi yfír einhveijum 450 tonn- um af lúðu, sem við leyfum Færey- ingum að veiða í staðinn fyrir það að þeir éta 350 tonn af lambakjötinu okkar, sem annars færi kannski á haugana. Og þjóðin grætur með honum í stöðluðum grátkór yfir ís- lands óhamingju og ásælni óskyldra útlendinga eins og Færeyinga. Til viðbótar notar þorskurinn lík- lega uggana sína til þess að forða sér undan köldum sjó, sem sækir stöðugt á á íslandsmiðum. Syndir jafnvel út fyrir 200 mílumar okkar á svona 20-30 hnúta hraða á klukku- stund þegar honum passar. Kemur og fer eins og núna fyrir Suður- og Vesturlandi og virðist ekki nást í reiknivélar Hafró frekar en loðnan. Að halda jafnvægi Hættum við að drepa hval og sel, þá fjölgar þeim 5-10% á ári og þeir éta meira af því sem okkar afli þrífst á eða éta aflann sjálfan án milliliða. Allar efnahagsráðstafanir ríkis- stjórna okkar, hveijar sem þær eru og hveijir sem sitja í ráðherrastólun- um, ganga út á það hvort illa stödd sjávarútvegsfyrirtæki eigi að fara á hausinn eða ekki. Og ef já, þá hver. Þetta úrval tegundanna hefur borið nafnið íslenzk pólitík svo lengi sem ég man eftir mér. Efnahagsráðstaf- anirnar fjalla svo um það, hvemig eigi að skipta þeim skorti milli lands- manna, sem aflaleysið skapar. Til hvers emm við hinir að sitja á þessu skeri? Erum við bara ekki fyrir? Hvaða framtíð á líka að bíða þessa lýðs á þessu landi, sem ekki má rækta gras á til þess að búa til matvæli. Ekki veiða fugl nema vinna Eið fyrst. Ekki má gera út krókatr- illur frá, ekki má tjalda á, ekki tína ber á, ekki virkja á, ekki leigja und- ir varaflugvöll eða herstöð. Og ekki er einu sinni hægt að selja úr landi sem byggingarefni, þar sem gijótið er svo lélegt, að það er flutt inn frá Noregi ef búa þarf til almennilegt íslenskt malbik. Hver á að syngja ísland farsælda Frón við þær að- stæður? Ef LÍÚ vill auka framtíðarafla sinn ætti það að senda hvalbátana út á mið í skjóli nætur og Iáta þá sökkva hvölum úr því að við höfum ekki burði til að nýta þá vegna hót- ana Greenpeace, SH og Langa Jóns. Áhafnir hvalbáta ættu að geta þagað eins og handhafar kvótans, þegar á að ræða aflanýtingu. LÍÚ ætti líka að sjá til þess, að 5-10.000 selir séu drepnir hér árlega á hljóðlegan hátt. Og svo mættu þeir fara að síga eftir eggjum í aukn- um_ mæli. Án jafnvægis í lífkeðjunni lifum við ekki. Við emm í kompaníi við allífið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Höfundur er vcrkfræðingur. Þorsteinn Gylfason: Það kom söngfugl að sunnan Tónskáld hafa keppzt við upp á síðkastið, eftir áskorun Helga Hálfdanarsonar, að semja hvert lagið öðm betra við skólavísur Guðjóns Guðjónssonar „Það er leikur að læra“. Það hefur ábyggilega ekki gerzt síðan í stríðinu að jafnmargir fletti Morgunblaðinu jafnspennt- ir á hveijum morgni. „Skyldi ekki koma nýtt lag á morgun?" spyr maður mann. í þessu fengsæla flóði má það samt ekki gleymast að þjóðlagið þýzka, sem jafnan hefur verið ranglega haft við þessar vísur, er framúr- skarandi lag eins og fleiri þýzk þjóðlög. Vin- sældir þess á íslandi ekki síður en í Þýzka- landi em engin furða. Þess vegna er það verð- ugt verk fyrir íslenzk ljóðskáld að yrkja fáein- ar hendingar sem hæfa þessu lagi. Kannski þykir einhveiju skáldi fróðlegt að sjá hvemig Þjóðveijar hafa hagað orðum sínum þegar þeir syngja lagið. Þýzku vísurnar munu vera þjóðvísur eins og lagið er þjóðlag, og þær em kveðnar á mállýzku sem mig brestur lærdóm til að nefna og staðsetja. A þeirri mállýzku em þær jafnan sungnar hvar sem er í Þyzka- landi og Austurríki. Það kom söngfugl að sunnan Það kom söngfugl að sunnan. Hann var sendur af þér. Hann bar gullblað í goggi sem var gjöf handa mér. Já þú baðst mig að bíða eftir bjartari tíð. Nú er sól, nú er sumar, og ég syrgi og bíð. Því þú hímir enn heima svo ég hef ekki þig. Hvorki Kátur né Kisa vilja kannast við mig. Góði söngfugl minn, svífðu aftur suður með koss. Hvað ég fylgdi þér feginn! Ég legg fingur í kross. Kimmt a Vogerl geflogen Kimmt a Vogerl geflogen setzt sich nieder auf mein Fu, hat a Zetterl im Goscherl und vom Dimderl an Gru. Hast mi all weil vertröstet auf die Summeri Zeit, und der Summer is kimma und mein Schatzerl is weit. Daheim is mein Schatzerl, in der Fremd bin i hier, und es fragt halt ka Katzerl ka Hunderl nach mir. Liebes Vogerl, flieg weiter, nimm a Gru mit, an Ku! Und i kan di nit begleita, weil i hier bleiba mu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.