Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992
25
Slaki í hag*stjórn á kosningaári
meginorsök mikils viðskiptahalla
Efnahagsþróunin snýst til hins verra á þessu ári
ÁRIÐ 1991 var tiin margt hagstætt ár þar sem bæði landsframleiðsla
og þjóðartekjur jukust nokkuð, viðskiptakjör bötnuðu mjög, kaupmátt-
ur ráðstöfunartekna jókst og verðbólgan var mjög lítil. Á móti kom
mikill halli á viðskiptum við útlönd sem stafaði einkum af slaka í hag-
stjórn í aödraganda alþingiskosninga. Á þessu ári má hins vegar gera
ráð fyrir að efnahagsþróunin snúist til hins verra, hagvöxtur verði iít-
ill, afkoma atvinnuveganna versni, kaúpmáttur rýrni, atvinnuleysi auk-
ist en um leið minnki neysla og halli á viðskiptum við útlönd. Þetta
kemur fram I nýrri greinargerð Þjóðhagsstofnunar um framvindu þjóð-
arbúskapar 1991 og horfur 1992.
Þjóðhagsstofnun segir í greinar-
gerðinni um þjóðarbúskapinn að eftir
öllum sólarmerkjum að dæma virðist
langþráður bati í efnahagsmálum í
heiminum nú í augsýn. Þetta geti
haft mikla þýðingu fyrir Islendinga,
sé meðal annars fórsenda þess að
áhugi vakni á ný á að ráðast í álvers-
framkvæmdir hér á landi. Þá sé aug-
ljóst að ótryggt efnahagsástand
dragi að öllu jöfnu úr eftirspurn eft-
ir vörum og þjónustu og komi fram
í minni milliríkjaviðskiptum en elia.
Stofnunin telur þó að hægur vöxt-
ur útflutningstekna íslendinga muni
setja hagvexti skorður á næstu árum,
meðan ekki sé gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir við álver hefjist. Óvíst sé
til dæmis um aukningu á framieiðslu
sjávarafurða í ljósi upplýsinga um
þorskstofninn. Hins vegar muni verð-
mæti sjávarafurða aukast lítillega
sem og framleiðsla og verð á kísil-
járni og áli og verðlag á helstu út-
flutningsmörkuðum aukist umfram
Rangur birt-
ingardagur
Minningargrein um Ernu Sæ-
mundsdóttur birtist í Morgunblaðinu
í gær, en útför hennar fer fram frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28.
apríl klukkan 13.30. Greinin hefði
því átt að birtast þann dag og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á mistök-
unum.
verðlagsbreytingar erlendis, m.a.
vegna EES-samningsins. Þá aukist
tekjur af ferðaþjónustu. Gert er ráð
fyrir að landsframleiðsla, þjóðar-
framleiðsla og þjóðartekjur aukist
um 1% árlega næstu þrjú ár, þjóðar-
útgjöld standi í stað, útflutningur
aukist um 1,5% á ári, kaupmáttur
ráðstöfunartekna standi í stað, at-
vinnuleysi minnki lítillega, verðbólga
verði eins og í öðrum OECD-ríkjum
eða 3-4%, og viðskiptahalli minnki í
1,5% af landsframleiðslu að jafnaði,
en viðskiptahalli var 4,9% á síðasta.
ári og er áætlaður 3,9% af landsfram-
leiðslu á þessu ári.
Viðskiptakjör bötnuðu
uin 4,5%
í yfirliti Þjóðhagsstofnunar yfir
þjóðhagsstærðir á síðasta ári kemur
fram að það hafi verið um margt
hagstætt. Landsframleiðsla jókst um
1,4% og þjóðartekjur enn meira eða
um 2,8% vegna mikils viðskiptakjara-
bata. Verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða í íslenskum krónum hafi til
dæmis aukist um tæplega 5% þrátt
fyrir 'minni afla vegna 12% verð-
hækkunar á erlendum mörkuðum og
verð útflutningsafurða hafi í heild
hækkað um 7,5%. Um leið hækkaði
verð innflutningsvara minna en sem
svaraði verðbólgu í viðskiptalöndun-
um. Því eru viðskiptakjör í vöruvið-
skiptum talin hafa batnað um 4,5%
á árinu.
Rekstrarskilyrði botnfiskveiða og
vinnslu voru nokkuð góð á síðasta
ári, einkum þó framan af árinu, en
versnuðu síðari hluta ársins. Þá fór
að gæta mikils samdráttar í botn-
fiskafla og mikillar hækkunar á hrá-
efnisverði sem var mun meiri en
verðhækkun á ísfiski í Evrópu.
Rekstrarskilyrði annarra sjávarút-
vegsgreina voru hins vegar verri. Þá
er talið að afkoma atvinnurekstrar í
heild hafi verið jákvæð um 1,5% af
tekjum.
Ríkisfjármál á síðasta ári ein-
kenndust af miklum halla og skuldá-
söfnun ríkissjóðs við Seðlabanka.
Þjóðarútgjöld í heild jukust um 5,7%
milli áranna 1990 og 1991 meðan
útgjöldin jukust um innan við 1%
árið áður. Þessi aukning stafaði af
aukinni neyslu, bæði einkaneyslu og
samneyslu. Þannig jókst einkaneysl-
an um 5,6% og samneyslan jókst um
4,5% eða 74 milljarða króna. Þjóð-
hagsstofnun segir að þessa aukningu
megi fyrst og fremst rekja til sam-
neyslu á vegum ríkisins sem jókst
um 7% árið 1991 samanborið við 2%
vöxt samneyslu sveitarfélaga.
Þessi aukna neysla kom fram í
verulega auknum innflutningi. Þjóð-
hagsstofnun segir að framan af árinu
hafi ríkt almenn bjartsýni um að
efnahagslægðinni, sem hófst árið
1988 væri að ljúka. Einnig hafi
‘ slaknað á hagstjórninni í aðdraganda
alþingiskosninganna í apríl. Þegár
leið á árið dró hins vegar úr innflutn-
ingi og segir Þjóðhagsstofnun að þar
hafi tvennt lagst á sömu sveif: að-
haldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í
maí og einnig varð ljóst á miðju ári
að draga yrði enn úr fiskafla. Þrátt
fyrir þetta varð tvöfalt meiri halli á
viðskiptum við útlönd á árinu 1991
en árið áður eða 19 milljarðar króna
sem svarar til 4,9% af landsfram-
leiðslu og vöruskiptajöfnuður var
óhagstæður um 3,1 milljarð króna
en var hagstæður um 4,8 milljarða
árið áður.
Talsvert svigrúm til
hagræðingar
Um horfur á þessu ári segir Þjóð-
hagsstofnun að landsframleiðsla geti
dregist saman um 2,8% og þjóðar-
tekjur um 3,8%. Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna á mann dragist saman um
3% milli áranna 1991 og 1992 og
þessi samdráttur sé þegar kominn
fram. Þá aukist atvinnuleysi á þessu
ári og verði að meðaltali 2,5% af
vinnuafli sem jafngildir um 3.000
manns.
Þetta eru ekki alveg eins dökkar
horfur og komu fram í síðustu þjóð-
hagsáætlun í desember. Þó afkoma
sjávarútvegs sé afleit um þessar
mundir gerir Þjóðhagsstofnun ráð
fyrir að á móti samdrætti í botn-
fiskafla komi aukning í loðnu, rækju
og hörpuskel og reiknar einnig með
hagkvæmari ráðstöfun aflans sem
leiði til vinnsluvirðisauka. Þá er gert
ráð fyrir aukinni framleiðslu á áli
og kísiljárni og öðrum útflutnings-
greinum og auknum tekjum af ferða-
mönnum.
Þjóðhagsstofnun reiknar með að
viðskiptakjör rýrni um 4% á þessu
ári, m.a. vegna lægra fískverðs. Þá
muni hagur sjávarútvegs versna en
jafnframt sé töluvert svigrúm tii að
bæta afkomu hans með hagræðingu
og endurskipulagningu, ekki síst í
ljósi þess að afkastageta greinarinn-
ar sé mikil miðað við aflahorfur á
næstu ánim.
Gert er ráð fyrir að þjóðarútgjöld
dragist saman um 4,4% á árinu.
Þannig minnki einkaneysla um 4,5%
í ljósi á áætlunar um samdrátt ráð-
stöfunartekna en einnig vegna þess
að mikil neysla á síðasta ári umfram
tekjubreytingar hafi haft í för með
sér aukna skuldsetningu heimilanna
sem takmarki neysluaukningu á
þessu ári. Spáð er 0,3% minni sam-
neyslu á þessu ári og er sú spá byggð
á fjárlögum og útgjaldaáformum
sveitarfélaga.
í ljósi þessa segir Þjóðhagsstofnun
að gera megi ráð fyrir að vöruskipta-
jöfnuður verði aftur hagstæður á
þessu ári og halli á viðskiptum verði
um 15 milljarðar króna eða 3,9% af
landsframleiðslu.
John A. Speight.
John Speight
formaður
Tónskálda-
félagsins
NÝLEGA var haldinn aðalfundur
í Tónskáldafélagi íslands. Breyt-
ingar urðu í stjórn félagsins, þar
sem Hjálmar H. Ragnarsson, sem
hefur verið formaður undanfarin
fjögur ár, baðst undan endur-
kjöri. Nýr formaður var kjörinn,
John A. Speight, og með honum
í stjórn eru Haukur Tómasson og
Árni Harðarson.
Eitt af helstu verkefnum nýrrar
stjórnar verður undirbúningur
Myrkra músíkdaga ’93, veglegrar
hátíðar samtímatónlistar í Reykjavík
í febrúar- á næsta ári. Þar munu
koma við sögu fjölmörg tónskáld og
flytjendur nýrrar tónlistar, bæði ís-
lenskrar og erlendrar, og verður
sérstök áhersla lögð á að kynna tón-
list frá Skotlandi. Mun hátíðin í
ýmsum atriðum treysta þau ís-
lensk/skosku tengsl sem hafa mynd-
ast í undirbúningi að íslenskri
menningarviku í Glasgow í júní nk.
Nissan stórsýningar
ísafirði og Reyðarfirði ‘"'"‘"“í"
á þrem stööum
á landinu,
Frábær verð
Verðdæmi: Nissan
Sunny stallbakur SLX
1BOO cc 4ra dyra
16 ventla vél,
4ra þrepa sjálfskipting,
aflstýri, samlæsingar á hurðum,
rafdrifnar rúður, upphituð sæti
og margt, margt fleira
Staðgreiðsluverð er kr. 1.014.000
Bílaleigunni
Erni ísafirði-,
Lykli Reyðarfirði
og að Sævarhöfða 2
Reykjavík.
Á ísafirði verður
t. d. boðið uppá
reynsluakstur á
Nissan Patrol diesel
og sjálfskiptum
Nissan Terrano 6 cyl.
Notaðir bílar metnir
á staðnum.
NI55AN