Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 43

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Jónína Þorfinns- dóttir - Kveðjuorð Amma Jónína er dáin. Þessi stór- brotna kona varð á endanum að gefast upp fyrir manninum með ljá- inn. Amma var ekki nema átján ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, föður minn. Læknarnir voru búnir að segja henni að hún myndi eiga barnið í byijun september, en þá var amma einungis átján ára. Amma sem átti afmæli 16. septem- ber hét því með sjálfri sér að hún skyldi vera nítján ára þegar barnið fæddist. Og það tókst með naum- indum hjá henni því faðir minn fæddist á afmælisdeginum hennar. Amma sagði alltaf sjálf að henni hefði tekist þetta með þijóskunni í sér. Já, hún amma var ekki nein venjuleg amma. Hún fór ekki troðn- ar slóðir og því varð hún oft um- deild. Hún var tákn þeirra kvenna sem hasla sér völl á vinnumarkaðn- um eftir fertugsaldurinn. Þegar hún var búin að eignast fimm af sinum sex börnum settist hún á skólabekk í Kennaraskólan- um. Amma var mjög metnaðarfull og lauk hún fjögurra ára námi á tveimur árum með ágætiseinkunn, og kannski hefur áhugi hennar haft hvetjandi áhrif, því að ég er í þriðja ættliðnum, sem fer í það starf. Amma eignaðist yngsta barnið sitt ljörutíu og tveggja ára, og var þá búin að eignast fitnm barnabörn. Þar sem einungis tvö ár eru á milli mín og Sillu, sem er yngsta barnið hennar, var ég oft hjá ömmu og afa. Ég man þegar ég svaf hjá þeim að þá vildi amma alltaf láta mig kúra í hálsakotinu sínu. Hún sagði mér oft frá því þegar mamma og pabbi komu með mig nýfædda til hennar og sögðust vera búin að skira mig í höfuðið á henni. Amma krafðist þess að ég yrði kölluð Ninna er ekki Jónína því henni fannst það of kerlingarlegt. Þegar ég var tíu ára gömul flutti Hermundur- Fæddur 12. ágúst 1903 Dáinn 4. apríl 1992 Sólveig Fædd 2. ágúst 1912 Dáin 8. febrúar 1980 Hann var á 89. aldursári og bjó á Sólvangi síðustu árin, en heilsu hans hafði hrakað mikið síðustu mánuði. Amma dó árið 1980 og þá aðeins 68 ára, en hún var lengi heilsulitil, samt var það okkur mikið áfall þegar hún dó því hún var mikill vinur okkar. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Norðurbraut 21 þar sem þau eiguðust 4 drengi en 3 þeirra kom- ust til manns. Seinna fluttu þau sig yfir á Norðurbraut 23B í tvíbýlishús sem þau byggðu með einum sona sinna og hans fjölskyldu. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Til dæmis labbitúr- arnir sem við fórum við afa niður í bæ þar sem hann virtist þekkja alla með nafni, en margir samferða- menn hans eru nú látnir. Eins minn- ust við jólanna þegar fjölskyldan safnaðist saman og einnig 17. júní en þá áttu amma og afi brúðkaups- afmæli og þá stóð nú ekki á kræs- ingunum hjá henni ömmu, en henn- ar líf og yndi var að sjá til þess að allir hefðu nóg að borða. Afi var mikill hagyrðingur og liggja margar stökurnar eftir hann sem hann orti við hin ýmsu tæki- færi. Lítið fór fyrir veraldlegum gæðum á þeirra heimili en þeim ég í Háaleitishverfið og fór því í Álftamýrarskóla þar sem amma var kennari. Þar brýndi amma fyrir okkur systkinunum að rækta námið vel, og var hún mjög metnaðarfull fyrir okkar hönd. Þær eru margar minningar, sem streyma um hugann og margt, sem amma gerði, samræmdist ekki þeirri ömmuímynd, sem var við lýði. Til dæmis þegar hún var vel komin á sextugsaldurinn og fór að læra á bíl, eða þegar hún lét setja göt í eyrun á sér á sama tima. Og það er mér líka minnisstætt, þegar við fórum saman á námskeið í postulínsmálun. Þá var nú margt spjallað og ekki var kynslóðabilið mikið þá. Eg man líka, hve það var skemmtilegt að ég gifti mig sama ár og amma giftist Sveini Sæ- mundssyni seinni manni sínum. Þegar amma og Sveinn stóðu í flutningum 1989, stóð þannig á að þau vantaði húsnæði í nokkrar vik- ur. Þá atvikaðist það að ég bauð ömmu að dveljast hjá mér á meðan nýja íbúðin væri sett í stand. Þá kynntist ég ömmu betur en ég hafði átt kost á áður. Þessi timi var mjög ánægjulegur fyrir mig og fjölskyldu rnína. Amma var mjög þakklát fyr- ir allt sem fyrir hana var gert og var sýknt og heilagt að þakka okk- Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja okkar elskaða afa, Árna Pálsson. Minningar okkar um afa tengjast öllu okkar lífi, hans líf samtvinnað okkar. Þessar minn- ingar hlýja og veita gleði nú þegar afi hefur kvatt að sinni. Hann talaði oft um dauðann og mun meira var af væntumþykju og atlotum í okkar garð, sem varð okkur gott veganesti út í lífið. Við kveðjum nú afa i hinsta sinn og minnumst þeirra beggja með hlý- hug og söknuði. En nú er langri ævi afa lokið og hefur hann nú horfið í faðm ömmu og annarra ástvina að nýju. Kær kveðja Barnabörn. ur fyrir. Aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkurn mann, því hún leitaði alltaf eftir því góða í fólkinu og leit framhjá göllum þeirra. Amma var mjög hreykin af sínum ættmennum. Niðjar hennar eru orðnir æði margir, þrjátíu og tvö barnabörn og ellefu langömmubörn. Hún lagði metnað sinn í það að mismuna ekki sínum barnabörnum, og barnabarnabörnum, og því varð það úr, að öll fengum við jólagjafír frá henni og alltaf hringdi hún á afmælisdögum okkar. Ég vil fyrir hönd okkar allra þakka ömmu fyrir yndislegar minn- ingar, og votta öllum aðstandendum samúð mína. Jónína Ómarsdóttir. Við munum aldrei gleyma góðu stundunum í Vallargerði 4, þar sem við lékum okkur í garðinum hjá þeim ömmu og Sveini. Þar var spil- að fram á rauða nótt, spjallað og sagðar sögur. Amma, Jónína Þor- finnsdóttir, var góð kona og tók alltaf vel á móti okkur. Hún sýndi okkur ævinlega mikla ást og áhuga á því, sem við vorum að gera. Hún faðmaði mann og kyssti og var ófeimin að sýna tilfinningar sínar. Hún trúði ekki á uppgjöf og kenndi okkur, að það þýðir ekki að gefast upp, þótt móti blási. Við kveðjum ömmu með sökn- uði, en minning um kjarnakonu lif- ir með okkur. Sveini, sem var ömmu svo góður, sendum við samúðar- kveðjur. Lára, Iðunn og Alma. minnti okkur á að sinn tími gæti komið þá og þegar. Hann óttaðist ekki. Það ber vott um hvern mann hann hafði að geyma. En afi var óhemju viljasterkur og lífsgleði hans mikil. Hann sigraðist á öllum áföllum á sinni lífsleið og efldist við hveija raun. Að halda kröftum og reisn var honum mikið atriði, hans eini ótti var að verða öðrum háður. Því er það okkur mikiil styrk- ur að vita að afi fékk að fara eins og hann vildi, með sátt í hjarta yfir á annað og betra tilverustig. Það er við hæfi að kveðja afa með síð- asta erindi sálms nr. 121 sem hann mat mikils og þótti vænt um. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Drottinn blessi elskulegan afa okkar. Elsa og Arni. t Útför sonar mins, GESTS GUÐNA ÁRNASONAR prentara, Kleppsvegi 134, verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Gyða Árnadóttir. t Móðir okkar, REBEKKA ÞIÐRIKSDÓTTIR fyrrum húsmóðir og kennari í Arnarfirði, Háagerði 85, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Magnús Reynir Magnússon, Svanlaug Magnúsdóttir, Skúli Magnússon. Kveðja: * . __ Arni Pálsson Hermundur Þórðar- son, Sólveig Sigurjóns- dóttir - Hjónaminning Morgunblaðið/Ámi Helgason Friðrik V. Stefánsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson. Stykkishólmur: Góðir gestir frá Grundar- firði með ljóðatónleika Stykkishólmi. ÞEIR sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur í Grundarfirði og Friðrik V. Stefánsson hljómlistarmaður og organisti þar komu I heim- sókn til Stykkishólms fimmtudaginn 2. apríl. Þetta var bæði merk og góð heimsókn svo ekki sé meira sagt. Sigurður hefur afburða tenórrödd sem naut sín með afbrigðum vel í nýju kirkjunni okkar. Þá var undir- leikur Friðriks eftirtektarverður og mjög vel átti hann við þau verkefni sem þeir komu með. Tónleikunum skiptu þeir félagar í tvennt. Fyrri hlutinn var Dichterliebe op. 48 eftir Robert Schumann, en síðari hlutinn var íslensþ lög eftir þekkt tónskáld svo sem Árna Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Þórarinsson og svo í lokið hið gullfal- lega lag Inga T. Lárussonar Heyr mig lát lífið finna með texta Einars Benediktssonar í hinu stórbrotna ljóði Undir stjörnum. Fengu þeir fé- lagar hinar innilegustu viðtökur og sluppu ekki án þess að syngja auka- .< lög. Var þeim innilega fagnað og voru viðstaddir á einu máli um að þetta hefði verið ein ef ekki sú allra besta heimsókn til Stykkishólms á þessu ári. Hafi þeir þökk fyrir ágæta skemmtun og túlkun og væri gaman að fá þá aftur með sinn hreina tón og Ijúfa söng. . Árni. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMUNDAR ÞÓRÐARSONAR. Sigurdór Hermundarson, Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni Hermundarson, Ester Hurle, Sigurður Hermundarson, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Ketilsstöðum í Hörðudal, Reynime! 35. Hans Kristján Guðmundsson, Sólveig Georgsdóttir, Gunnar Ólafur Hansson, Ásdís Þórhallsdóttir, Elfsabet Gunnarsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Bolungarvíkur fyrir góða umönnun. Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Haraldsson, Haraldur Ragnarsson, Rún Rúnarsdóttir, Anna María Guðmundsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.