Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
Gættu að þér. Ég kem af
karate-námskeiði...
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Dónaskapur á
fréttastofu hljóðvaips
Frá Siglaugi Brynleifssyni:
RÁÐHÚS Reykjavíkur var vígt 14.
apríl sl. á sömu stundu og degi sem
ætlað var við fyrstu skóflustungu.
Þetta hús er fyrsta ráðhús Reykja-
víkurborgar, sem er reist sem ráð-
hús. Ráðhúsin í borgum Evrópu
eru táknrænar byggingar um
menningarhefðir, vald og reisn
þeirra sem mótað hafa borgirnar.
14. apríl 1992 er sögulegur dag-
ur í fremur skammri sögu Reykja-
víkurborgar, sé miðað við
hundruða ára sögu evrópskra
menningarborga.
í tilefni vígslunnar var boð haft
inni af borgaryfirvöldum, sem
hæfði þessum sögulega atburði.
Vígslan þennan dag var því hátíðis-
dagur. Borgarbúar tóku þátt í
þeirri hátíð, þótt skoðanir manna
á byggingunni hefðu verið mjög
mismunandi. Menn áttuðu sig á
þýðingu sögulegrar stundar í sögu
borgarinnar.
Fjölmiðlar greindu frá vígslunni
á þann hátt sem hæfði og sam-
kvæmt siðum siðaðra manna. Þó
var hér á ein undantekning, sem
var annar aðalgeiri íjölmiðlunar
ríkisútvarpsins, fréttastofa hljóð-
varps.
í kvöldfréttum 14. apríl var
greint frá atburðum liðins dags hér
heima og erlendis og ef mig mis-
minnir ekki þá kom „kaffihlaðborð-
ið“ við sögu, einnig harmagrátur
yfir aðgerðum vestrænna þjóða
gegn Líbýu og þeim nýja dýrðar-
manni og eftirlæti fréttamanna
stofnunarinnar, Gaddafi. Þessar
fréttir sátu í fyrirrúmi. Seint, ef
ekki síðast í fréttatíma, var sagt
lauslega frá vígslu ráðhússins og
við þá frétt var pijónað þusi einnar
stjórnarandstöðuskjóðunnar, sem
voru ekki beinlínis neinar
hamingjuóskir til Reykvíkinga á
þessum hátíðsdegi eða þeirra sem
höfðu haft frumkvæði að byggingu
fyrsta ráðhúss borgarinnar og unn-
ið að því gð gera það sem vandað-
ast. Þessi dónaskapur fréttastofu
hljóðvarpsins er tengdur baráttu
starfskraftanna gegn núverandi
ríkisstjórn, sem glögglega kemur
í ljós í allri fréttamiðlun þeirra og
fréttaskýringum innlendra at-
burða. í þeim langsömu
samningaviðræðum undanfarna
mánuði virðist fréttastofa hljóð-
varps vera mjög höll undir þá ein-
staklinga sem telja sig vera full-
trúa „þjóðarinnar“ í baráttunni
gegn vondri ríkisstjórn sem ætlar,
að þeirra skoðun, að rústa velferð-
arkerfið og menntunina í landinu.
Eins og allir mega sjá hefur vel-
ferðarkerfið verið vel nýtt af þeim
sem þarfnast takmarkaðs fjár-
hagslegs velferðarkerfis og um
menntunina er það að segja að
skólastefna undanfarinna áratuga
er langt komin með að rústa
menntun í landinu og að þeirri
stefnu hafa staðið þeir aðilar sem
hæst geipa um áhuga „kennara-
samtakanna" um menntun og
menningu. Þar keyrði um þverbak
í valdatíð stofnanda „þeirrar litlu
menningarskrifstofu“ í London.
En sá maður ætlaði sér að ijölga
starfskröftum fræðslugeirans um
Frá Gesti Sturlusyni:
EINN af mínum uppáhaldsþáttum
í Sjónvarpinu er náttúrulífsþættir
David Attenborough. Þar fer sam-
an góður texti og frábær mynda-
taka. Einn af þessum þáttum er
mér einna minnisstæðastur, þar
sem hann fjallaði um varnartæki
og tækni dýra í sókn og vörn.
Mörg af þessum vígtólum dýranna
eru stórhættuleg ef þeim er beitt
af fullu afli. En eitt áttu þessi dýr
sem hér var um íjallað sameigin-
legt. Þau beittu þeim aldrei innan
sinnar tegundar. Þeim var einung-
is beitt til ógnunar í lífsbarátt-
unni, aðalega baráttu um maka
og fæðu. Auðvitað gátu slys átt
2.000 manns og samkvæmt skoðun
glöggs manns, yrðu um 1.600
þeirra starfskraftar á skrifstofum.
Því greip um sig mikið írafár þeg-
ar loksins kom til sögunnar mennt-
amálaráðherra sem vinnur að því
að reisa við fræðslukerfið þeim til
farsældar sem það er ætlað, en
ekki þeim sem hafa notað það sjálf-
um sér til nokkurs ábata, sem eru
nú skeleggastir baráttumenn
„kennarasamtakanna".
Barátta forystumanna ríkis-
starfsmanna og kennarasamtaka
er orðin svo Ieiðigjörn við kaffi-
hlaðborðið að sá góði Jaki, segist
aldrei hafa tekið þátt í jafn hrút-
leiðinlegum viðræðum og vill
hverfa af þessum baráttuvettvangi
hlaðborðsins. En fréttastofa hljóð-
varps heldur sínu striki og síðasta
dæmið um aðferðirnar og dóna-
skapinn er aðför þeirra sem ala
sem mest á almúga-meinseminni
gegn því sögulega afreki, sem
bygging ráðhúss Reykjavíkur er.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
sér stað en það voru bara undan-
tekningar sem sönnuðu regluna.
Og þá var mér augljós ein hræði-
leg staðreynd. Maðurinn er eina
tegundin á þessari plánetu sem
drepur innan sinnar tegundar með
þeim hræðilegu afleiðingum sem
við höfum daglega fyrir augum,
einnig í íjölmiðlum. Mannkynssag-
an er blóði drifin og nú hefur
maðurinn tækni og mátt til að
eyða öllu lífi á jörðinni. Þarna hafa
orðið einhver mistök með lífið og
þar á ég fyrst og fremst við mann-
inn á þessari jörð.
GESTUR STURLUSON
Hringbraut 50 Reykjavík
Mistök?
HOGNI HREKKVISl
,,UÞ(>SK£(ZAN þ'/N £K -DAUÐAD/&MD-- • '
H(N HK4FÐ/LB<3A KATTAA1/N TUBJAL L A.
Víkverji skrifar
að heyrast margar sögur af
fermingarbömum þessa dag-
ana. Aðallega eru þær tengdar
margréttuðum matarveislum og
gjafmildum gestum. Skrifari var
einn af mörgum sem nýlega sótti
fermingarveislu austur á Hvolsvelli.
Gestum var sagt að maturinn yrði
kjötsúpa og súpukjöt. Tóku margir
þessu sem gríni og trúðu mátulega.
En þetta er uppáhaldsmatur stúlk-
unnar sem fermdist og við loforðið
var staðið enda veislan henni til
heiðurs.
Eftir að veislugestir höfðu sann-
færst létu þeir sér vel líka. Voru
þeir að lokum saddir og sællegir
af alvöru mat, en ekki mettir af
sykri og mæjonesi. Á eftir var síðan
kaffi og pönnukökur ásamt fleiru.
Má hrósa foreldrunum fyrir hug-
rekkið að brjótast út úr hefðinni.
Fermingarbarnið var líka ánægt og
þá er tilganginum náð.
Undanfarið hefur verið mikið
ritað og rætt um fermingar-
gjafir. Þótt frásagnir af óhóflegum
gjöfum hljóti í sumum tilfellum að
vera orðum auknar virðast viðmæl-
endur ijölmiðla sammála um að ef
verið er að ferma einhvern nákom-
inn, til dæmis systkinabarn, þá
dugar ekkert minna en tíu þúsund
krónur. Ef gesturinn slæðist hins
vegar inn í fermingarveislu hjá ein-
hveijum sem hann er lítt tengdur,
t.d. barni samstarfsmanns, þá er
upphæðin eitthvað lægri, en dijúg
samt. Víkveiji á nokkur systkina-
börn á svipuðu reki og þótt enn séu
allmörg ár þar til þau fermast er
ekki ráð nema í tíma sé tekið. Mið-
að við kröfurnar er þrautalendingin
fyrir Víkveija sú að helja reglu-
bundinn sparnað hið snarasta, svo
hann verði sér ekki til skammar
vegna snautlegra gjafa um alda-
mótin. Eða er ef til vill mál að linni?
í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag birtist grein um ferming-
ar og þó frekar um veislurnar og
óhófið en hina trúarlegu hlið þessar-
ar stóru stundar í lífi unglinganna.
Einnig var greint frá dæmum um
hvernig staðið er að fermingarveisl-
um í nokkrum nágrannalöndum
okkar. Þar kom fram að tilstandið
í kringum ferminguna er miklum
mun minna en hér á landi og yfir-
leitt er aðeins nánustu fjölskyldu
fermingarbarnsins boðið til veislu.
xxx
Islendingar fagna sumarkomunni
á hefðbundinn hátt í dag og í
huga Víkveija er þessi séríslenski
hátíðisdagur alltaf gæddur sérstök-
um ljóma. Fyrir nokkrum árum var
skrifari staddur á sumardaginn
fyrsta á Skagaströnd og þó snjó-
hraglandi væri og kalt í loftj var
vor í svip krakkanna sem fóru í
skrúðgöngu með íslenska fánann.
Vonandi fá þau og aðrir landsmenn
gott veður í dag og gott og gleði-
legt sumar.