Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 51

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 51 Zontaklúbburinn Þórunn hyma Frá Anný Larsdóttur: EITT af markmiðum Zontasam- takanna, sem eru alþjóðleg sam- tök, er að vinna að hvers konar velferðarmálum og þjóna heima og heiman. Auk þess að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum Zonta hefur Zontaklúbburinn Þórunn hyrna látið til sín taka ýmis verk- efni á heimavelli. Langtímaverk- efni klúbbsins er að styrkja bóka- safn Háskólans á Akureyri með sérstaka áherslu á heilbrigðisbraut skólans, en einnig sinnir klúbbur- inn einstökum tilfallandi verkefn- um sem ákveðin eru í upphafi starfsárs hveiju sinni. Má þar nefna stuðning við iðjuþjálfun við Sel, hjúkrunardeild aldraðra á FSA, fegrun umhverfis í Skjaldar- vík, kaup á bekkjum sem staðsett- ir eru í Innbænum o.fl. Á liðnu hausti ákvað klúbburinn að beita sér fyrir kaupum á nýrna- vél sem nýtast skyldi Finni Eydal meðan hann þyrfti á henni að halda, en síðan öðrum Norðlend- ingum í sömu aðstöðu og Finnur og fjölskylda hans hafa verið. Þessu verkefni er nú lokið og er vélin staðsett á heimili Finns og Helenu Eyjólfsdóttur. Tilkoma vélarinnar gjörbeytir lífí fíölskyld- unnar sem hefur þurft að sa?kja alla þjónustu til Reykjavíkur fram að þessu. Hér var um að ræða stórt verkefni og þótt Zontaklúbburinn Þórunn hyrna hafi haft forgöngu um málið voru fíölmargir sem lögðu hönd á plóginn og gerðu þetta mögulegt. Zontaklúbburinn Þórunn hyrna vill þakka öllum þeim sem stutt hafa verkefnið, tónlistarmönnum og öðrum sem stóðu fyrir styrktar- tónleikum í Sjallanum 6. desember sl. svo og einstaklingum og félaga- samtökum sem með framlagi sínu gerðu nýrnavél á heimili Finns Eydals að veruleika. Kærar þakkir allir, það er góð tilfinning að vita að við látum okk- ur hvort annað einhvefíu varða. Með kveðju og ósk um bjarta framtíð okkur öllum til handa, f.h. Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu, Akureyri, ANNÝ LARSDÓTTIR, Sveinbjarnargerði, Svalbarðsstrandarhreppi, S-Þingeyjarsýslu. Pennavinir Frá Filippseyjum skrifar stúlka sem vill skrifast á við 25-30 ára karlmenn: Elsie Ora, 418 Bakilid 11, Mandaue City, 6014 Cebu, Philippines. Ástralskur 63 ára karlmaður með áhuga á íþróttum og bréfaskriftum. Á pennavini víða um heim en ekki á Islandi og vill bæta úr því. Er fyrrum opinber starfsmaður kominn á eftirlaun: Noel Logue, 24 Lorando Avenue, Sefton, New South Wales 2162, Australia. LEIÐRÉTTIN G AR Rangt nafn MISRITUN varð á nafni Kolbeins Ágústssonar sölusfíóra hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna í frétt í Morg- unblaðinu í gær. Hann er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Misritun MISRITUN varð í minningargrein um Ólaf Kjartan Guðjónsson eftir Valdimar Indriðason í Morgunblað- inu í gær. Kafli í greinninni átti að vera svohljóðandi: „Haustið 1963 fluttu þau Ólafur og Filippía til Akraness, ásamt dótt- ur sinni. Ólafur gerðist þá verslun- arstjóri við útibú Kaupfélags Suður- Borgfirðinga, sem var við Stillholt á Akranesi. Þar starfaði hann til haustisins 1966, en þá stofnaði hann eigin verslun er hann nefndi Valfell og verslaði þar aðallega með búsáhöld og rafmagnsvörur. Þessa verslun rak hann til hausts 1977, en þá seldi hánn og gerðist af- greiðslumaður í verslun Axels Sveinbjörnssonar hf. og starfaði þar fram í september 1991.“ Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Ætlið þið í bátsferð? Munið - björgunarvesti fyrir alla bát- sverja. Klæðist hlýjum fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. SUBSTRAI BLÓMAÁBURÐUR BUNAÐARBANKl ÍSLANDS NÁMSfl LÍNAN * Umsóknarfresturum námsstyrki Námsmannalínunnar er til 1. maí. Veittir veröa 8 styrkir hver aö upphæð 150 þúsund krónur. Styrkirnir skiptast þannig: * Fjórir útskriftarstyrkir til nema viö Háskóla íslands sem skiptast þannig: a) Heilbrigðisgreinar. b) Verkfræði, raunvísindi. c) Lögfræði, viöskiptafræði og hagfræði. d) Félagsvísindi, guðfræði og heimspeki. * Tveir námsstyrkir til námsmanna erlendis. * Tveir útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema. Umsóknareyðublöð eru til afhendingar í öllum útibúun Búnaðarbanka íslands. Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Markaðsdeild Austurstræti 5 155 Reykjavík. JHóTíJMWfefoiifcr Meirn en þú getur ímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.