Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 55

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 55
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 55 _ Þorgils Óttarmeð siitin krossbönd? Þorgils Óttar Mathiesen, línu- maðurinn sterki úr FH, varð fyrir því óhappi í fyrri hálf- leik að renna til í gólfínu inni í vítateig Eyjamanna. Hann meiddist á hné vinstri fótar og óttuðust menn að hann væri með slitin krossbönd í hné. Þorg- ils Óttar var búinn að leika vel, en Hálfdán Þórðarson tók stöðu hans og skilaði henni einnig vel. Noregur: Jakob með 11 mörkí tapleik Ellefu mörk Jakobs Jónssonar dugðu Viking Stavanger skammt í fyrsta leiknum í ein- víginu við Sif Stavanger í und- anúrslitum um norska meistara- titilinn. Sif sigraði 34:32 og getur tryggt sér réttinn til að leika í norsku úrslitunum með sigri í öðrum leik liðanna á föstudag, annars verða liðin að leika oddaleik um hvort liðið leikur gegn Runar eða Urædd í úrslitunum en Runar sigraði í fyrsta leiknum. „Það er hálfsúrt að skora ell- efu mörk í tapleik," sagði Jakob Jónsson eftir leikinn. „Við lékum langt undir getu í vöminni. Við emm staðráðnir í að gera betur á föstudag [á morgun] enda er Evrópusæti í húfí.“ MorgunblaóiÖ/Bjarni Eiríksson Guðjón Árnason er hér búinn að snúa á Guðfinn Kristmannsson og Sigurð Friðriksson - og síðan hafnaði knötturinn í neti Eyjamanna. Hans og Guðjón Ævintýranlegur leikur í Hafnafirði, sem endaði með sigri FH ÞAÐ var boðið upp á ævintýra- legan leik í Haf narfirði, þar sem FH-ingar lögðu Eyjamenn í æsispennandi baráttuleik, 26:24. Það voru Hans Guð- mundsson og Guðjón Árnason sem léku aðalhlutverkin hjá FH-ingum, en reynsla þeirra reyndist dýrmæt á lokasprett- inum. Þeir félagar gerði níu af fimmtán mörkum Hafnarfjarð- arliðsins í seinni hálfleik. Morgunblaöið/Bjami Hans Guðmundsson kominn framhjá Guðfinni Kristmannssyni og á beinu brautina - að marki Eyjamanna. Þannig vörðu þeir Þannig vörðu markverðimir — innan sviga skot, sem fóru aftur til mótherja: Reynir Reynisson, Víkingi, - 10 (3) 4 (2) langskot, 5 (1) úr horni, eitt af línu. Hrafn Margeirsson, Víkingi, - 3/1 1 víti (1), 1 langskot, eitt úr horni. Gísli Felix Bjarnason, Selfossi, - 20 8 (1) úr horni, 6 (3) langskot, 3 af línu, 2 eftir hraðaupphlaup, eitt víti. Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 10 (4 langskot, 2 af línu, 2 úr horni, 1 hraðaupphlaup og 1 vítakast). Signiar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 15/1(7) (5(3) úr horni, 3(3) gegnumbrot, 2 hraðaupphlaup, 3(1) langskot, 1 af línu og 1 vítakast. ■Nöfn Axels Stefánssonar, KA og Magnúsar Árnasonar, Haukum, misrituðust í gær. Þeir eru beðnir afstökunar á þeim mistökum. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Eg er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn, en við getum Ieikið miklu betur en við gerðum. Við vorum daufir í fyrri hálfleiknum, en náð- um að rífa okkur upp úr lægðinni í þeim síðari. Þá náð- um við að binda vömina saman og sóknarleikur okkar varð beittari. Þá skemmdi það ekki fyrir að við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Við munum reyna að klára dæmið í Eyjum, en þá verðum við að ná okkar besta leik. Ef það tekst ekki eigum við heimaleik til góða,“ sagði Guðjón Árnason. Leikurinn var mikill spennuleik- ur, sem tók á taugar leikmanna lið- anna. Eyjamenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og með smá heppni hefðu þeir getað náð þriggja marka forskoti (9:12) í stað tveggja, 9:1 i. Það munaði miklu fyrir Eyjamann að þeim var þrisvar vísað af leik- velli og tvívegis var dómurinn þung- ur - þegar Sigbjörn Óskarsson og Gylfi Birgisson fenguð kæla sig. FH-ingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þegar þeir voru undir, 12:13, fengu tveir leikmenn Eyjamanna kælingu og nýttu FH- ingar sér það og komust yfir, 15:14. Síðan 19:17 og 22:20, en Eyjamenn jöfnuðu, 22:22. Þá komu þijú FH- mörk í röð, 25:22, en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum að gef- ast upp. Þeir minnkuðu muninn í 25:24 þegar 1,53 sek. voru til leiks- loka og eftir það varð mikill darr- aðadans. Bergsveinn Bergsveinns- son varði og Sigmar Þröstur Ósk- arsson einnig þegar 24 sek. voru til leiksloka. Eyjamenn brunuðu fram, en heppnin var ekki með Sig- urði Friðrikssyni - hann rann til á gólfínu er hann hugðist stökkvalnn í vítateig FH-inga og jafna þegar ellefu sek. voru til leiksloka. FH- ingar náðu knettinum og Hálfdán Þórðarson gulltryggði sigur þeirra. Eins og fyrr segir var leikurinn mikill tauga- og baráttuleikur. Gömlu refimir Guðjón og Hans léku best hjá FH, en Gylfi Birgisson, Guðfínnur Kristmannsson, Erlingur Richardsson og Zoltan Belany voru frískastir Eyjamanna. „Reynsla FH-inga var þeim dýrmæt“ Sigurður Gunnarsson, þjálfari ÍBV, var ekki yfir sig ánægður með að Eyjamenn misstu tökin á leiknum í seinni hálfleik. „Reynsla leikmanna FH að leika svona spennuleiki var dýrmæt. Þegar á móti blés misstum við trúnna á sjálfa okkur. Við lékum ekki eins og við getum best, en við verðum að gera það í Eyjum til að leggja FH-inga að velli. Draumur okkar um úrslitabaráttuna er ekki úti,“ sagði Sigurð- ur. - Hvernig stóð á því að þið misstuð tökin á leiknum í stöðunni 9:11? „Við fórum að láta dómarana fara í taugamar á okkur og misstum því einbeitinguna, sem þarf að vera góð í svona spennuleikjum." ÍÞRÓMR FOLK BERGSVEINN Bergsveins- son, landsliðsmarkvörður úr FH, varði fyrsta skot sitt í leiknum þeg- ar 17,30 mín. voru búnar af honum. Þá var Sigmar Þröstur, landsliðs- markvörður úr Eyjum, búinn að veija sjö skot. I ÞORGILS Óttar, Mathiesen, línumaður FH, var grimmur á lín- unni, en Eyjamenn voru fljótir að loka á að hann fengi knöttinn. Það • - tók þá tíu mín. að átta sig á hreyf- ingum Þorgils Ottars - þegar hann reif sig lausan til að fá knött- inn. Eyjamenn náðu þrisvar sinn- um að slá knöttinn áður en Þorgils Ottar fékk hann. ÞEGAR staðan var 4:5 fyrir Eyjamenn, var Þorgils Óttar Mathiesen látinn taka Sigurð Gunnarsson, leikstjóranda Eyja- menna úr umferð, en hann var tek- inn úr umferð allan leikinn eftir það. Þegar Þorgils Óttar meiddist tók Gunnar Beinteinsson hlutverk hans og síðan Guðjón Árnason. ■ SIGURÐUR Gunnarsson náði tvisvar að rífa sig lausan í seinni hálfleik og skoraði þá gullfallej®’ mörk - fyrst 12:12 og síðan 14:14. ■ KRISTJAN Arason, þjálfari FH, skoraði eitt mark - jafnaði, 9:9, með gullfallegu langskoti. BELANY var látinn taka Krist- ján Arason úr umferð þegar staðan var, 17:17. Það bragð heppnaðist ekki — þar sem Hans Guðmunds- son og Guðjón Arnason voru óstöðvandi. FJÓRAR flugvélar komu frá Eyjum með stuðningsmenn og við þann hóp bættust námsmenn sem eru á Stór-Reylgavíkursvæðinu. Lúðrasveitin lék að sjálfsögðu á staðnum. Það er óhætt að segja að Eyjamenn eigi bestu stuðnings- menn landsins - hreint frábæra stemmningsmenn, sem settu skemmtilegan svip á leikinn. EINAR Gunnar Sigvrðsson, skytta Selfyssinga, gekk fyrstur manna inná völlinn í Víkinni. Hann brosti út undir eyru og gaf um 300 stuðningsmönnum Selfoss þar með tóninn, sem fóru ekki út af laginu eftir það. ■ STUÐNINGSMENN Víkings voru kveðnir í kútinn. Starfsmenn félagsins gengu fram og aftur með- fram bekkjunum i seinni hálfleil;_ og þungir á brún lyftu þeir örmum og öskruðu Víkingur, Víkingur, en allt kom fyrir ekki — stuðnings- mennirnir tóku ekki við sér. ■ STEFÁN Halldórsson, „gamli“ Víkingurinn, var settur í hægra hom Selfoss í stöðunni 24:22. Hann gulltryggði sigurinn með 27. marki Selfyssinga. ■ SIGURJÓN Bjarnason og Gústaf Bjarnason, bræðurnir knáu frá Selfossi, voru drjúgir undir lok- in og nýttu sér eyðumar, þegar Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson voru teknir úr umferð. Þeir gerðu fjögur af fímm síðustu mörkum Selfyssinga. ■ SIGURÐUR Sveinsson sýndK ■ þátt úr BOSS (Best of Sigurdur Sveinsson, eins og skýring vöra- merkisins er í nýútkomnu Iþrótta- blaðinu), þegar leikmenn heilsuðust fyrir leikinn í Víkinni. Sigurður stefndi að Gunnari Gunnarssyni, leikstjórnanda Víkings, en snéri sér snögglega að ritaraborðinu og kast- aði fyrst kveðju á Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóra HSÍ og eftirlitsmann dómara á leiknum. SÓKNAR- NÝTING FH Möfk Sóknir % ÍBV Mðrtr Sóknir % Víkingur Möik Sóknir % Selfoss M&k Sóknir % ■ Urslitakeppnin í handknattleik 1992 11 21 52 F.h. 11 20 55 1 12 29 41 F.h. 12 28 43 15 24 62 S.h. 13 24 54 13 31 42 S.h. 16 31 52 26 45 57 ALLS 24 44 54 25 60 42 ALLS 28 59 47 ' 7 Langskot 7 7 Langskot 13 í 3 Gegnumbrot 2 S Gegnumbrot 4 3 Hraðaupphlaup 3 5 Hraðaupphlaup 3 I 3 Hom 5 4 Hom 2 l: 5 Lfna 3 4 Lína 5 5 Vfti 4 0 Vft! 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.