Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 55
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 55 _ Þorgils Óttarmeð siitin krossbönd? Þorgils Óttar Mathiesen, línu- maðurinn sterki úr FH, varð fyrir því óhappi í fyrri hálf- leik að renna til í gólfínu inni í vítateig Eyjamanna. Hann meiddist á hné vinstri fótar og óttuðust menn að hann væri með slitin krossbönd í hné. Þorg- ils Óttar var búinn að leika vel, en Hálfdán Þórðarson tók stöðu hans og skilaði henni einnig vel. Noregur: Jakob með 11 mörkí tapleik Ellefu mörk Jakobs Jónssonar dugðu Viking Stavanger skammt í fyrsta leiknum í ein- víginu við Sif Stavanger í und- anúrslitum um norska meistara- titilinn. Sif sigraði 34:32 og getur tryggt sér réttinn til að leika í norsku úrslitunum með sigri í öðrum leik liðanna á föstudag, annars verða liðin að leika oddaleik um hvort liðið leikur gegn Runar eða Urædd í úrslitunum en Runar sigraði í fyrsta leiknum. „Það er hálfsúrt að skora ell- efu mörk í tapleik," sagði Jakob Jónsson eftir leikinn. „Við lékum langt undir getu í vöminni. Við emm staðráðnir í að gera betur á föstudag [á morgun] enda er Evrópusæti í húfí.“ MorgunblaóiÖ/Bjarni Eiríksson Guðjón Árnason er hér búinn að snúa á Guðfinn Kristmannsson og Sigurð Friðriksson - og síðan hafnaði knötturinn í neti Eyjamanna. Hans og Guðjón Ævintýranlegur leikur í Hafnafirði, sem endaði með sigri FH ÞAÐ var boðið upp á ævintýra- legan leik í Haf narfirði, þar sem FH-ingar lögðu Eyjamenn í æsispennandi baráttuleik, 26:24. Það voru Hans Guð- mundsson og Guðjón Árnason sem léku aðalhlutverkin hjá FH-ingum, en reynsla þeirra reyndist dýrmæt á lokasprett- inum. Þeir félagar gerði níu af fimmtán mörkum Hafnarfjarð- arliðsins í seinni hálfleik. Morgunblaöið/Bjami Hans Guðmundsson kominn framhjá Guðfinni Kristmannssyni og á beinu brautina - að marki Eyjamanna. Þannig vörðu þeir Þannig vörðu markverðimir — innan sviga skot, sem fóru aftur til mótherja: Reynir Reynisson, Víkingi, - 10 (3) 4 (2) langskot, 5 (1) úr horni, eitt af línu. Hrafn Margeirsson, Víkingi, - 3/1 1 víti (1), 1 langskot, eitt úr horni. Gísli Felix Bjarnason, Selfossi, - 20 8 (1) úr horni, 6 (3) langskot, 3 af línu, 2 eftir hraðaupphlaup, eitt víti. Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 10 (4 langskot, 2 af línu, 2 úr horni, 1 hraðaupphlaup og 1 vítakast). Signiar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 15/1(7) (5(3) úr horni, 3(3) gegnumbrot, 2 hraðaupphlaup, 3(1) langskot, 1 af línu og 1 vítakast. ■Nöfn Axels Stefánssonar, KA og Magnúsar Árnasonar, Haukum, misrituðust í gær. Þeir eru beðnir afstökunar á þeim mistökum. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Eg er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn, en við getum Ieikið miklu betur en við gerðum. Við vorum daufir í fyrri hálfleiknum, en náð- um að rífa okkur upp úr lægðinni í þeim síðari. Þá náð- um við að binda vömina saman og sóknarleikur okkar varð beittari. Þá skemmdi það ekki fyrir að við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Við munum reyna að klára dæmið í Eyjum, en þá verðum við að ná okkar besta leik. Ef það tekst ekki eigum við heimaleik til góða,“ sagði Guðjón Árnason. Leikurinn var mikill spennuleik- ur, sem tók á taugar leikmanna lið- anna. Eyjamenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og með smá heppni hefðu þeir getað náð þriggja marka forskoti (9:12) í stað tveggja, 9:1 i. Það munaði miklu fyrir Eyjamann að þeim var þrisvar vísað af leik- velli og tvívegis var dómurinn þung- ur - þegar Sigbjörn Óskarsson og Gylfi Birgisson fenguð kæla sig. FH-ingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þegar þeir voru undir, 12:13, fengu tveir leikmenn Eyjamanna kælingu og nýttu FH- ingar sér það og komust yfir, 15:14. Síðan 19:17 og 22:20, en Eyjamenn jöfnuðu, 22:22. Þá komu þijú FH- mörk í röð, 25:22, en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum að gef- ast upp. Þeir minnkuðu muninn í 25:24 þegar 1,53 sek. voru til leiks- loka og eftir það varð mikill darr- aðadans. Bergsveinn Bergsveinns- son varði og Sigmar Þröstur Ósk- arsson einnig þegar 24 sek. voru til leiksloka. Eyjamenn brunuðu fram, en heppnin var ekki með Sig- urði Friðrikssyni - hann rann til á gólfínu er hann hugðist stökkvalnn í vítateig FH-inga og jafna þegar ellefu sek. voru til leiksloka. FH- ingar náðu knettinum og Hálfdán Þórðarson gulltryggði sigur þeirra. Eins og fyrr segir var leikurinn mikill tauga- og baráttuleikur. Gömlu refimir Guðjón og Hans léku best hjá FH, en Gylfi Birgisson, Guðfínnur Kristmannsson, Erlingur Richardsson og Zoltan Belany voru frískastir Eyjamanna. „Reynsla FH-inga var þeim dýrmæt“ Sigurður Gunnarsson, þjálfari ÍBV, var ekki yfir sig ánægður með að Eyjamenn misstu tökin á leiknum í seinni hálfleik. „Reynsla leikmanna FH að leika svona spennuleiki var dýrmæt. Þegar á móti blés misstum við trúnna á sjálfa okkur. Við lékum ekki eins og við getum best, en við verðum að gera það í Eyjum til að leggja FH-inga að velli. Draumur okkar um úrslitabaráttuna er ekki úti,“ sagði Sigurð- ur. - Hvernig stóð á því að þið misstuð tökin á leiknum í stöðunni 9:11? „Við fórum að láta dómarana fara í taugamar á okkur og misstum því einbeitinguna, sem þarf að vera góð í svona spennuleikjum." ÍÞRÓMR FOLK BERGSVEINN Bergsveins- son, landsliðsmarkvörður úr FH, varði fyrsta skot sitt í leiknum þeg- ar 17,30 mín. voru búnar af honum. Þá var Sigmar Þröstur, landsliðs- markvörður úr Eyjum, búinn að veija sjö skot. I ÞORGILS Óttar, Mathiesen, línumaður FH, var grimmur á lín- unni, en Eyjamenn voru fljótir að loka á að hann fengi knöttinn. Það • - tók þá tíu mín. að átta sig á hreyf- ingum Þorgils Ottars - þegar hann reif sig lausan til að fá knött- inn. Eyjamenn náðu þrisvar sinn- um að slá knöttinn áður en Þorgils Ottar fékk hann. ÞEGAR staðan var 4:5 fyrir Eyjamenn, var Þorgils Óttar Mathiesen látinn taka Sigurð Gunnarsson, leikstjóranda Eyja- menna úr umferð, en hann var tek- inn úr umferð allan leikinn eftir það. Þegar Þorgils Óttar meiddist tók Gunnar Beinteinsson hlutverk hans og síðan Guðjón Árnason. ■ SIGURÐUR Gunnarsson náði tvisvar að rífa sig lausan í seinni hálfleik og skoraði þá gullfallej®’ mörk - fyrst 12:12 og síðan 14:14. ■ KRISTJAN Arason, þjálfari FH, skoraði eitt mark - jafnaði, 9:9, með gullfallegu langskoti. BELANY var látinn taka Krist- ján Arason úr umferð þegar staðan var, 17:17. Það bragð heppnaðist ekki — þar sem Hans Guðmunds- son og Guðjón Arnason voru óstöðvandi. FJÓRAR flugvélar komu frá Eyjum með stuðningsmenn og við þann hóp bættust námsmenn sem eru á Stór-Reylgavíkursvæðinu. Lúðrasveitin lék að sjálfsögðu á staðnum. Það er óhætt að segja að Eyjamenn eigi bestu stuðnings- menn landsins - hreint frábæra stemmningsmenn, sem settu skemmtilegan svip á leikinn. EINAR Gunnar Sigvrðsson, skytta Selfyssinga, gekk fyrstur manna inná völlinn í Víkinni. Hann brosti út undir eyru og gaf um 300 stuðningsmönnum Selfoss þar með tóninn, sem fóru ekki út af laginu eftir það. ■ STUÐNINGSMENN Víkings voru kveðnir í kútinn. Starfsmenn félagsins gengu fram og aftur með- fram bekkjunum i seinni hálfleil;_ og þungir á brún lyftu þeir örmum og öskruðu Víkingur, Víkingur, en allt kom fyrir ekki — stuðnings- mennirnir tóku ekki við sér. ■ STEFÁN Halldórsson, „gamli“ Víkingurinn, var settur í hægra hom Selfoss í stöðunni 24:22. Hann gulltryggði sigurinn með 27. marki Selfyssinga. ■ SIGURJÓN Bjarnason og Gústaf Bjarnason, bræðurnir knáu frá Selfossi, voru drjúgir undir lok- in og nýttu sér eyðumar, þegar Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson voru teknir úr umferð. Þeir gerðu fjögur af fímm síðustu mörkum Selfyssinga. ■ SIGURÐUR Sveinsson sýndK ■ þátt úr BOSS (Best of Sigurdur Sveinsson, eins og skýring vöra- merkisins er í nýútkomnu Iþrótta- blaðinu), þegar leikmenn heilsuðust fyrir leikinn í Víkinni. Sigurður stefndi að Gunnari Gunnarssyni, leikstjórnanda Víkings, en snéri sér snögglega að ritaraborðinu og kast- aði fyrst kveðju á Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóra HSÍ og eftirlitsmann dómara á leiknum. SÓKNAR- NÝTING FH Möfk Sóknir % ÍBV Mðrtr Sóknir % Víkingur Möik Sóknir % Selfoss M&k Sóknir % ■ Urslitakeppnin í handknattleik 1992 11 21 52 F.h. 11 20 55 1 12 29 41 F.h. 12 28 43 15 24 62 S.h. 13 24 54 13 31 42 S.h. 16 31 52 26 45 57 ALLS 24 44 54 25 60 42 ALLS 28 59 47 ' 7 Langskot 7 7 Langskot 13 í 3 Gegnumbrot 2 S Gegnumbrot 4 3 Hraðaupphlaup 3 5 Hraðaupphlaup 3 I 3 Hom 5 4 Hom 2 l: 5 Lfna 3 4 Lína 5 5 Vfti 4 0 Vft! 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.