Morgunblaðið - 23.04.1992, Síða 56

Morgunblaðið - 23.04.1992, Síða 56
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ —> , MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Litið yfir far- inn veg Halldór Laxness á 90 ára afmæli í dag. Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti í dag og á afmælisárinu öllu, bæði hér heima og erlendis. í dag verður heiðursganga að Gljúfrasteini og fjögurra daga Laxness-veisla hefst í Þjóðleikhúsinu. Myndin var tekin á Gljúfrasteini á dögunum af Hall- dóri og Auði konu hans að skoða gamlar myndir frá ferli skáldsins sem safnað hefur verið saman vegna myndabókar um ævi Hall- dórs sem gefín verður út síðar á afmælisárinu. Sjá ennfremur forystugrein og greinar á miðopnu og bls. 12, 13 , 14 og 15. Ljósmynd: Jóhannes Long Islenskur hjúkrunarfræðingur skotinn til bana í Afganistan Mikill sorgardagur, segir Guðjón Magnússon varaforseti alþjóða Rauða krossins ÍSLENSKUR hjúkrunarfræðingur, Jón Karlsson, var skotinn til bana í Afganistan í gær, þar sem hann var að störfum fyrir Rauða krossinn. „Þetta er mikill sorgardagur fyrir Rauða krossinn og við sendum aðstandendum Jóns innilegustu samúðarkveðjur,“ sagði Guðjón Magnússon, einn af varaforsetum alþjóða Rauða krossins. Tvær íslenskar konur eru að störfum á sjúkrahúsi í höfuðborginni Kabúl. í samtali við starfsmenn Rauða kross íslands i gær kváðust þær óhultar, en höfðu þá ekki tekið ákvörðun um hvort þær kæmu heim. Jón Karlsson fór í gær frá Kab- úl til bæjarins Mayden Shar, um 30 kílómetrum sunnan við höfuð- Ixtrgina. Með í för voru svissneskúr læknir og hjúkrunarfræðingur. Þeir ætluðu að ná í tvo særða menn og flytja þá á sjúkrahús Rauða kross- _ins í Kabúl. Hópur fólks fylgdist með þegar hinir særðu voru fluttir í sjúkrabifreiðina. Skyndilega skaut maður í mannþrönginni af riffli að Jóni, sem lést samstundis. Sam- starfsmenn Jóns sakaði ekki. Ódæðismaðurinn hrópaði um leið upp trúarlega yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann var tekinn höndum af nærstöddum mönnum og á dauðarefsingu yfir höfði sér, samkvæmt heimildum Reuters. Jón Karlsson var tæplega 39 ára gamall, fæddur 14. maí árið 1953. Hann var fæddur í Melgerði í Eyja- fírði og ólst upp á Dvergstöðum í Hrafnagilshreppi. Foreldrar hans eru Karl Frímannsson bóndi á Dvergstöðum og Lilja Randvers- dóttir kona hans. Jón lauk stúdentsprófí frá MA árið 1974 og námi frá Hjúkrunar- skóla íslands í janúar 1981. Hann starfaði lengstum sem hjúkrunar- fræðingur á Borgarspítalanum að námi loknu. Frá árinu 1985 hefur hann farið sjö sinnum á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða kross íslands til hjálpar- starfa á sjúkrahúsum í námunda við vígvelli og hefur starfað í Tæ- landi, Pakistan, Suður-Súdan og Afganistan, en þangað kom hann í þriðja skipti skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Hann var einn af reyndustu sendifulltrúum Rauða kross íslands. Jón var formaður Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfé- lags íslands um tíma. Jón Karlsson kvæntist fyrir rúm- um mánuði breskri konu, Jenny Hayward. Þau voru barnlaus. Hún hefur verið við hjálparstörf í Sómal- Jón Karlsson íu, en fór í gær áleiðis til Afganist- an. Sjá nánar á bls. 24. Alþjóðlegar stafa- töflur fyrir tölvur: Tillögnr um að fella út séríslensku stafina þ og ð MAGNÚS Hauksson, verkfræð- ingur hjá gagnaflutningsdeild Pósts og síma, greinir frá því í nýjasta tölublaði fréttabréfs Pósts og síma um tölvusamskipti, að á erlendum vettvangi hafi komið fram tillögur um að fella sérís- lensku stafina Þ, þ og Ð, ð út úr alþjóðlegum stafastöðlum fyrir tölvur til að rýma fyrir öðrum sem ekki eru til staðar en fleiri nota. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að til væru nokkrir alþjóð- legir staðlar til notkunar í tölvubún- aði en pláss fyrir tákn í stafatöflun- um væri þröngt. „Það hafa komið fram tillögur um að færa þessa sérís- lensku stafi úr grunntoflum á ein- hveija aðra staði þar sem óhægara yrði um vik að nálgast þá. „Ef þetta yrði gert myndi það væntanlega hafa í för með sér að tölvubúnaður yrði framleiddur i samræmi við þessar stafatöflur og það myndi aftur þýða að á íslandi yrði að hafa sérbúnað sem væri jafnframt dýrari en ella. Við munum gera okkar besta til að koma í veg fyrir þetta þar sem við höfum möguleika á,“ sagði Magnús. -----♦ » ♦ Lambakjöt á lágmarksverði hækkaði um 13% á einu ári VERÐ á lambakjöti á lágmarks- verði sem Samstarfshópur um sölu lambakjöts býður sérpakkað á sér- stökum tilboðskjörum á timabilinu febrúar-maí hefur hækkað um 12,9% frá sama tíma í fyrra. Að sögn Katrínar Olgu Jóhannes- dóttur starfsmanns samstarfshóps- ins eru skýringar hækkunarinnar þær að skráð heildsöluverð kjötsins hækkaði um 11% á milli ára, vinnu- laun hækkuðu um 10% og umbúðir hækkuðu um 5%. Á móti hefðu niður- greiðslur hækkað um 14,6%, og verð til sláturhúsa á milli ára um 12,5%. María Rún _ var kjörin ung’frú Is- land 1992 Fegurðardrottning ís- lands 1992 var valin María Rún Hafliðadóttir, en kjör- ið fór fram á Hótel íslandi í gærkvöldi. Hún var jafn- framt valin besta ljós- myndafyrirsætan. Hún er 19 ára gömul, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og hefur m.a. starfað í þrjú ár við fyrir- sætustörf erlendis. í 2. sæti varð Heiðrún Anna Björnsdóttir, í 3. sæti Þórunn Lárusdóttir, í 4. sæti Ragnhildur Sif Reynisdóttir og í 5. sæti varð Jóhanna Dögg Stefánsdóttir. Keppend- ur völdu einnig vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi, Erlu Dögg Ingjaldsdóttur. Davíd Oddsson, forsætisráðherra: Samningar og vaxtalækk- anir auka atvinnuöryggi DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að nýir kjarasamningar og vaxtalækkun í kjölfar þeirra sé til þess fallið að styrkja atvinnu- líf og auka atvinnuöryggi til lengri tíma. Fulltrúar Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna gengu á fund ríkisstjómarinnar í gær einkum til þess að ræða atvinnu- og vaxtamál og sagði Davíð að ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að setja á Iaggirnar samstarfshóp til þess að fara yfir stöðu atvinnumála. Davíð sagði að til fundarins hefði verið boðað að ósk aðila vinnumark- aðarins fyrir milligöngu sáttasemj- ara, einkum til að ræða vaxtamál og atvinnumál og stöðu þeirra og þá vinnu sem nefnd vinnuveitenda og Alþýðusambands hefði lagt fram. Davíð sagði að farið hefði verið yfir málin. Það væri ljóst að ríkisstjómin hefði miklar áhyggjur af þróun atvinnumála eins og þess- ir aðilar, þar sem atvinnuleysistölur í mars og apríl hefðu verið með öðrum hætti en áður. Atvinnuleysi hefði haldið áfram að vaxa í þessum mánuðum en ekki minnkað eins og venja stæði til. „Þetta er málefni sem menn þurfa mjög að athuga. Við hins vegar teljum að lækkun vaxta í kjölfar samninga og samningarnir sjálfir muni hvort tveggja verða til þess fallið að styrkja stöðu atvinnu- lifs og þar með að auka öryggi um atvinnu þegar til lengri tíma er horft, en jafnframt erum við tilbún- ir til þess að setja á laggirnar sam- starfshóp með þessum aðilum til þess að fara yfír þær hugmyndir sem þeir hafa sett fram,“ sagði Davíð. Aðspurður hvort erlendar lántökur kæmu til greina til að bæta atvinnuástandið sagði for- sætisráðherra að íslendingar væru nú þegar skuldugasta þjóð Vestur- Evrópu og það væru því afar marg- ir annmarkar á því svo ekki væri meira sagt. Sjá ennfremur bls. 2: Ræðst í dag hvort samningur næst eða skilur með okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.