Morgunblaðið - 17.05.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.1992, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAl 1992 ERLENT Imelda Marcos býður yfirvöldum á Filippseyjum birginn; Hyggst hunsa málshöfðanir INNLENT vikuna 9/5-15/5 Tæpir þrír milljarðar til greiðslu á skuldum sjávarútvegs Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag verður innstæðum á reikningum einstakra framleið- enda í Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins varið til greiðslu afborg- ana og vaxta af skuldum þeirra 1. júní næstkomandi. Verði frum- varpið að lögum er gert ráð fyrir að tæplega 2.700 milljónum verði varið til lækkunar á skuldum þeirra framleiðenda sem mynda innstæður í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins, en auk þess verð- ur um 278 milljónum ráðstafað til lífeyrissjóða sjómanna. Ný lög um LÍN Ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna voru samþykkt á Al- þingi á föstudag með 30 atkvæð- um stjórnarliða gegn 24 atkvæð- um stjórnarandstæðinga. Mikið hafði verið deilt um frumvarpið, en það var rætt á þingi í alls 42 klukkustundir. Greiðslukortaþj ónusta á bensínstöðvum Greiðslukortaþjónusta hefur verið tekin upp á nær öllum bens- ínstöðvum á landinu. Aætlað er að þessi þjónsta muni kosta olíufé- lögin um 140 milljónir og að kostnaðurinn komi að einhveiju leyti fram í hækkuðu bensínverði. Landsbankinn lækkar vexti 21. maí Bankaráð Landsbankans ákvað að vextir bankans yrðu lækkaðir á næsta vaxtabreytingadegi, 21. ERLENT Lítil friðar- von í Bosníu HART var barist í Bosníu- Herzegovínu í síðustu viku og aðallega um höfuðborgina, Sarajevo. Vopnahlé, sem Serbar og júgóslavneski sambandsherinn boðuðu til, stóð í tæpan sólarhring og aðrar tilraunir til að þagga niður í vopnunum komu fyrir ekki. Segja múslimar í borginni, að Serbar ætli að leggja hana undir sig og talsmenn Evrópubanda- lagsins eru orðnir úrkula vonar um, að unnt verði að stilla til frið- ar. Er nú beðið eftir, að vestræn ríki grípi til harðra refsiaðgerða gegn Serbíustjórn. Sjálfstæðisyfirlýsing ógilt ÞING Úkraínu ógilti í vikunni sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins á Krím en skaginn var áður í Rúss- landi. Var hann færður Úkraínu að gjöf árið 1954 en Rússar eru í meirihluta meðal íbúanna. Sam- þykkti þingið þar fyrst að lýsa yfir sjálfstæði en bætti síðar við, að landshlutinn væri hluti af Úkraínu. Eru þessar misvísandi samþykktir einn anginn af alvar- legum deilum Rússa og Úkraínu- manna. Lét Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, svo um mælt um sjálfstæðisyfirlýsingu Krímar, að hún hefði skapað hættu á stríði milli ríkjanna. Ólga á þýskum vinnumarkaði OPINBERIR starfsmenn í Þýska- landi felldu miðlunartillögu, sem mai. Vextir óverðtryggðra útlána munu lækka um 1% og verð- tryggðra útlána um 0,4%. Útláns- vextir Landsbankans verða eftir 21. maí þeir sömu eða lægri en vextir annarra innlánsstofnana nú. Vextir á ákveðnum flokkum innlána lækka nokkuð. Sautján ára stúlka lést í umferðarslysi Sautján ára gömul stúlka lést í umferðarslysi á mótum Sæbraut- ar og Holtavegar á mánudaginn. Stúlkan sat undir stýri kennslubif- reiðar og var í ökutíma er árekst- urinn varð. Byssumaður gafst upp fyrir vopnuðum lögreglumönnum Rúmlega tvítugur byssumaður gafst upp fyrir vopnuðum lög- reglumönnum eftir tæplega þriggja klukkustunda umsátur um heimili hans. Maðurinn hafði skot- ið 25 ára gamlan gest sinn í and- litið með kindabyssu og síðan hleypt af fleiri skotum út um glugga á íbúðinni og inni í henni. Samskip hf. fá 65% sjó- flutninga varnarliðsins Flutningadeild bandaríska sjó- hersins samþykkti tilboð Sam- skipa hf. og hollenska skipafé- lagsins Van Ommeren í sjóflutn- inga fyrir varnarliðið á íslandi til eins árs. Samskip fær 65% flutn- inganna í sinn hlut. fulltrúar þeirra og ríkisins höfðu samþykkt eftir 11 daga verkfall. Forsvarsmenn ríkisstarfsmanna lýstu þó yfir áður en atkvæða- greiðslan hófst, að ekki yrði endi- lega farið í nýtt verkfall þótt til- lagan yrði felld en staðan, sem upp er komin, er mjög snúin, jafnt fyrir ríkisstarfsmenn sem ríkis- valdið. Verður framhaldið rætt á fundi opinberra starfsmanna 25. maí. Þann dag geta einnig skollið á verkföll málmiðnaðarmanna en samningaviðræður við þá fóru út um þúfur í vikunni. Valdarán í Azerbajdzhan Þjóðfylkingin í Azerbajdzhan tók völdin í sínar hendur á föstudag og hafnar voru viðræður um af- sögn Ayaz Mútalíbovs forseta. Stuðningsmenn fyikingarinnar náðu forsetahöllinni á sitt vald og sveitir forsetans veittu enga mót- spyrnu. F’yrr í vikunni hafði az- erska þingið endurkosið Mút- alíbov í forsetaembætið og hann boðaði einræði í landinu og bann- aði stjórnmálaflokka. Manila. Reuter. IMELDA Marcos, ekkja Ferdin- ands Marcos, fyrrverandi ein- ræðisherra Filippseyja, kvaðst í gær ætla að hunsa hvers kyns málshöfðanir yfirvalda gegn sér. Imelda Marcos á yfir höfði sér ákærur í 50 atriðum fyrir spillingu og skattamisferli. Stjórn landsins sakar fjölskyldu einræðisherrans fyrrverandi um að hafa dregið sér 10 milljarða dala, um 600 millj- arða ÍSK, á 20 ára valdatíma hans. Marcos var á meðal frambjóð- endanna sjö í forsetakosningunum á Filippseyjum í síðustu viku og varð sjötta í röðinni, með um 10% atkvæða. Hún sakaði andstæðinga sína í gær um stórfellt kosninga- svindl og sagði að kosningarnar hefðu algjörlega mistekist. Þegar aðeins 14,5% atkvæða höfðu verið talin í gær var Fidel Ramos, fyrrverandi yfirmaður hersins, enn með nauma forystu og Miriam Santiago, nefnd „Járnfrú austursins", var í öðru sæti. Hún sakaði stuðningsmenn Ramos einnig um kosningasvindl og sór þess eið að efna til fjölda- funda út um allt land til að mót- mæla því. Rætt um áhrif fjölgunar aðildarríkja innan EB MIKLAR umræður eiga sér stað innan aðildarríkja Evrópu- bandalagsins þessa dagana um umfang þeirra breytinga sem gera verður á stofnunum og stjórn bandalagsins til þess að fjölga megi aðildarríkjunum um fimm eða sex. Samkomulag er um að fjölgun um þtjú ríki muni ekki krefj- ast róttækra aðgerða. Nóg væri að fjölga þingmönnum á Evrópu- þinginu og bæta við framkvæmd- astjórum auk þess að rýma fyrir starfsmönnum frá nýju aðild- arríkjunum innan stofnana EB. I nýbyggingu ráðherraráðsins sem rís nú í Brussel er a.m.k. gert ráð fyrir fimmtán aðildarríkjum. A meðan umræðan í aðildarríkjun- um hefur meira og minna ein- skorðast við inngöngu þeirra ríkja sem umsóknir hafa sent hefur framkvæmdastjórnin, með Jacq- ues Delors forseta og Frans Andriessen framkvæmdastjóra í broddi fylkingar, horft til framtíð- ar og fjallað um skipulag banda- lags sem hefði 25 til 30 aðildar- ríki. Ljóst þykir að gera þurfi meira en að lappa upp á núver- andi skipulag til að mæta þeirri stækkun. Kobbi klikkaði og smælingjarnir Sá hluti bresku pressunnar sem gerir út á kjaftasögur af fólki og „þriðjusíðu kvendi“ taldi einsýnt í vikunni að „Kobbi“ væri „klikk- aður“ (Jacques is mad) og viðraði hugmyndaríkar vangaveltur um fyrirætlanir framkvæmdastjór- ans. Hann hefði ásett sér að gera smærri aðildarríki EB að hornrek- um og annars eða þriðja flokks meðlimum í Evrópubandalaginu. Ákveðið væri að Bretar sem taka við forsæti í ráðherraráði EB 1. júlí yrðu síðasta aðildarþjóðin sem gegndi því embætti. Frá og með næstu áramótum hygðist Delors stjórna Evrópu með tilskipunum úr því Napó- leons-hásæti sem hann væri búinn að reisa sér í Brussel. Bresku götu- blöðin eru ekki BAIiSVIÐ Skopmyndateiknari breska tímaritsins The Economist virð- ist sammála þeim sem segja að Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, hafi reist sér eins konar Napóleons-hásæti í Brussel. aðildarríki stæðu jafnfætis í stjórnskipulagi og umræðum bandalagsins. Delors sagði jafn- framt að ekki stæði til að leggja fram tillögur um framtíðarfyrir- komulag EB á leiðtogafundi band- alagsins í Lissabon í júní. Delors hefur hins vegar áður sagt að slík- ar tillögur yrðu kynntar leiðtogun- um og hætt væri við að þær yrðu a.m.k. sumum þeirra áfall. Innan framkvæmdastjórnar EB hefur verið unnið að því að meta áhrif Ijölgunar aðildarríkja á stjórn og ákvarðanir innan bandalagsins frá því á síðasta hausti. .úndir- búningsvinnan var að mestu unn- in af lágt settum embættismönn- um sem settu á blað allt sem þeim datt í hug um þessi efni. Ohjá- kvæmilega lak hluti af þessu efni til íjölmiðla og annarra löngu áður ______________ en þeir sem Kristófer M. Kristinsson skrifar frá Brussel ein um þessi viðhorf. Ljóst er að ur þess efnis hvort framandleg endanlega áttu að bera ábyrgð á því höfðu fjallað um það. Þar mátti m.a. sjá vangavelt- Dönum sem voru ótæpilega mat- aðir á tilvitnunum úr bresku blöð- unum leist ekki á blikuna og and- staðan við Maastricht-samkom- ulagið jókst að mun. Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur krafði Delors skýr- inga á ráðherrafundi í Brussel á mánudag. Þetta er lygi, segir Delors Á þriðjudag sagði Delors í Strasbourg að þær fréttir sem sagðar hefðu verið af hugmyndum hans um breytta stjórnarhætti EB væru upplognar. Það hefði aldrei hvarflað að honum að stinga upp á neinu af þessu tagi'. Sjálfur væri hann eindreginn stuðnings- maður þess að smærri og stærri trúarbrögð á borð við múhameðs- trú væru samræmanleg aðild að EB og evrópskri menningu yfir- leitt. I umfjölluninni var möguleg aðild allra Evrópuríkja, frá Atlantshafi til Úralfjalla og jafn- vel enn austar, skoðuð. Það var þess vegna óhjákvæmilegt að ýmsar undarlegar athugasemdir skytu upp kollinum. Það eru flest- ir sammála um að fram að alda- mótum verði aðildarríkjum ekki fjölgað um fleiri en fjögur til fimm. Innan núverandi aðildar- ríkja er litið svo á að best sé að undirbúa stækkun bandalagsins á meðan aðildarríkin eru einungis tólf enda sé auðveldara að ná samkomulagi með tólf ríkjum en fimmtán eða sextán. Ilvað vilja menn? Alkunna er að þeir sem lengst vilja ganga í samstarfi Evrópu- ríkja innan EB telja fastbundið sambandsríki mað sameiginlegri ríkisstjórn og þingi en mjög sjálf- stæðum héraðseiningum lokatak- markið. Aðrir hafa uppi Vanga- veltur um eins konar bandaríki Evrópu, ólíkum Bandaríkjum Norður-Ameríku. Flestir vilja þó gera það sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og efnahagslegar framfarir í álfunni. Stuðnings- menn sambandsríkis (svokallaðir „federalistar") eiga það sameigin- legt að vera á móti stækkun band- alagsins. Þeir telja að núverandi aðildarríki eigi að njóta ávaxta erfiðis síns. Þeir sem ljærst standa frá sambandssinnum eru hins vegar líklegir til að fullyrða að Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé framtíðarlandið, hugsanlega með aukinni tollasamvinnu. Mörg- um virðist Ijóst að ákafamenn inn- an framkvæmdastjórnar EB hafi tekið flugið of hátt í kjölfar sjónar á þeirri jörð sem flestir Evrópu- menn standa föstum fótum á, líkt og börn sem gleyma sér í hita leiksins. Allir niður á jörðina aftur Bretar taka við forsæti í ráð- herraráði EB 1. júlí. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, hefur lýst því yfir að hvorki hann né aðrir breskir ráðamenn ætli að taka þátt í endalausum vangaveltum um „stofnana-band- orm“ Delors. Samkomulagið frá Maastricht og innri markaður bandalagsins séu ærin viðfangs- efni í nánustu framtíð. Ástæða sé til að láta þar við sitja. Fast- lega er búist við að samningar við ný aðildarríki verði forgangs- verkefni í forsetatíð Breta. Það er þess vegna líklegt að aðildar- samningar §vía, Finna, Austur- ríkismanna og hugsanlega Möltubúa verði á dagskrá strax í haust þó að af aðild geti ekki orðið fyrr en 1995-1996. Bretum hefur löngum verið það til skap- raunar að aðildarríkin á megin- landinu saka þá í hátíðarræðum um skort á Evrópuhugsjón. Þetta þykir Bretum súrt í broti sérstak- lega vegna þess að þeir standa sig best aðildarríkjanna í að taka upp reglur og samþykktir EB. Þeir eru lengst komnir og standa best að vígi í undirbúningi sínum fyrir innri markaðinn, en Evrópu- hugsjónarmenn á borð við Frakka standa illa og ítalir sem eru alla jafna hávaðamenn um evrópska samvinnu eru skemmst allra á veg komnir. Það er þess vegna við- búið að Bretar taki þau verkefni sem liggja fyrir föstum tökum. Ræða Elísabetar drottningar á Evrópuþinginu þykir hafa staðfest þann ásetning ríkisstjórnar Johns Majors að taka að fullu þátt í samstarfinu innan EB en líða að sama skapi enga ævintýra- mennsku um framtíð samstarfs- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.