Morgunblaðið - 17.05.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 17.05.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 ?rHH f/'.V. ' ;iTJUÁ|llU'J''r't^ nTn/j;;jvU,j>ÍO!v: H Sambýlismaóurinn fyrrverandi hringdi, kom og hótaói líf láti VIÐMÆLANDI Morgunblaðsins bjó með manni sem dæmdur hafði verið fyrir alvarlegan glæp í átta ár og á með honum tvö börn. Allan tímann sem þau bjuggu saman neytti hann eiturlyfja og beitti hana grófu ofbeldi. Eftir að hún hafði slitið sambúðinni ofsótti hann hana um tíma. Hann lagði ekki á hana hendur eftir að sambúðinni lauk en hótaði henni líkamsmeiðingum. Hún seg- ist telja að þegar manneskja hafi einu sinni verið beitt ofbeldi sé hótun um beitingu þess ígildi ofbeldisverksins sjálfs. í dag býr hún ein með börnunum sínum og hefur ekki orðið fyrir ónæði í nokkra mánuði. ar fólk geri lítið úr þeim ótta sem konur sem lagðar séu í einelti búi við en það sé því miður oft reyndin. „Sjálf á ég afar góða fjölskyldu og vini sem studdu mig í einu og öliu þegar mest gekk á en það er hins vegar því miður ekki reyndin með allar þær sem lenda í þessu. Fólk ætti að reyna að setja sig í spor þessara kvenna áður en það fellir dóma. Um leið og manneskja hefur einu sinni verið beitt ofbeldi er hótun um beitingu þess í raun ígildi verksins sjálfs. Þessi mann- eskja hefur séð hvað maðurinn getur gert og veit að það er ástæða til að taka fullt mark á hótun- inni,“ segir hún. Hún var sautján ára þeg- ar þau kynntust og átján ára þegar eldra barn þeirra fæddist. í sambúðinni sem varaði í átta ár beitti hann miklu ofbeldi, líkam- legu og andlegu. Hún sleit sam- bandinu fyrir rúmlega ári. „Þorði ekki ein út með börnin“ Maðurinn var á þessum tíma oft að heiman og var í mikilli neyslu vímuefna. „Eldra barnið mitt var farið að spyrja ýmissa óþægilegra spurninga og ég áttaði mig á að þetta snérist ekki lengur bara um mig. Það rak á eftir mér og eina nóttina þegar ég beið með skjálfta af ótta við að hann myndi birtast tók ég ákvörðun um að koma mér og bömunum út úr þessum aðstæð- um,“ segir hún. Hún segist ekki hafa þorað að fara ein út með börnin af ótta við að mæta manninum á leiðinni svo hún fékk lögregluna til liðs við sig og var fylgt á Kvennaathvarfið. „Þar dvaldi ég í fjóra mánuði þar sem ekki var hægt að koma manninum út úr íbúðinni því við höfðum verið skráð í sambúð. íbúð- in var hins vegar á mínu nafni.“ Fyrir tilstilli lögfræðings kon- unnar náðist loks að gera samning við manninn um að fara út úr íbúð- inni og hún flutti heim með börn- in. „Eftir það byrjaði hann hins vegar að hringja hvað eftir annað, koma og hóta. Hann lagði aldrei á mig hendur á þessum tíma en þetta var hræðilegt. Stöðugur ótti, allan sólarhringinn, alltaf. í raun held ég að þennan ótta geti enginn skilið nema sá sem einhvern tím- ann hefur búið við ofbeldi,“ segir hún. Líflátshótun kærð „Einn morguninn, nokkrum mánuðum eftir að ég kom heim, beið hann eftir mér þegar ég var á leið til vinnu, settist inn í bílinn hjá mér og hótaði að drepa mig. I viku þurfti ég að fara í lögreglu- fylgd í vinnuna og með börnin í pössun. Hótunin var kærð en hann neitaði svo„það var ekkert hægt að gera í málinu.“ Eftir þetta leitaði konan aftur til Kvennaathvarfsins og dvaldi þar um tíma. „Lögfræðingurinn minn náði hins vegar að gera samning við manninn Um að ónáða mig ekki, hvorki heima né í vinnunni. Ef hann bryti það ætti hann von á refsingu. Þetta virti hann og hefur látið mig í friði undanfarna mánuði,“ segir hún. Áður en hún sneri heim í seinna skiptið gerði hún jafnframt aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt og barnanna. „Eg þorði ekki heim fyrr en ég var líka búin að fá mér öryggishnapp sem er tengd- ur við aðalstöðvar Securitas. Ef ég styð á hnappinn verður um leið haft samband við lögregluna. Ég hef aldrei þurft að nota hnappinn en hann veitir mér hins vegar mikla öryggistilfinningu,“ segir hún. „Óafsakanlegt að gera lítið úr óttanum“ Hún segir það óafsakanlegt þeg- RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐA-06 GRÓÐURRÆKT ER MOSI í GRASFLÖTINNIÞINNI ? JURTALYF GEGN PLÖNTUSJÚKDÓMUM, SKORDÝRUM OG ÓÞRIFUM Á TRJÁM HVAR OG HVERNIG Á AÐ NOTA ÁBURÐ OG FRÆ VIÐ ERUM MIÐSVftÐIS Á SMIÐJUVEGINUM1KÓPAVOGI - KOMIÐ VIÐ OG EEITIÐ UPPEVSINGA! VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200 KÓRAVOGUR. SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.