Morgunblaðið - 17.05.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.05.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 --------------------------------------------------í—.............. ■ :/ ehir Sæmund Norðfjörð „HANN heitir Dragan, kallaðu hann bara Dado. Hann getur veitt þér all- ar upplýsingar sem þig vantar.“ Á meðan ég beið eftir Dado í sal hinnar alþjóðlegu frétt- amiðstöðvar á Hotel Intercontinental í Zagreb, virti ég fyrir mér nokkrar ljósmyndir af hörmungum stríðsins i Króatíu. Þessum mynd- um hafði verið stillt upp á töflu. Ein þeirra sýndi gamla konu frá Vukovar sem gekk með tvo poka út út húsarústum. Text- inn undir myndinni gaf til kynna að pokarnir innihéldu aleigu hennar, samanlagða ævi hennar í tveimur pokum. Rú- stirnar sem hún var að yfirgefa voru leifar heimilisins, molar úr æsku hennar og elli. Þarna á sömu töflunni voru einnig upplýsingar um fjölda látinna, fjölda þeirra sem er saknað, fjölda heimilislausra og fjölda stríðsfanga. í Dubrovnik eru dánartilkynningar límdar upp á vegg á miðju torgi. „Eg gekk um torgið og gaf mig á tal við innfædda. Þeir rqeddu um stríðið og dauðann. Það var barist á fjallinu ofan við borgina og síðastliðna nótt höfðu fimm vinir þeirra verið drepnir á fjallinu.“ Undanfarna mánuði hefur heimsbyggðin glennt augun í fyrirsagnir um blóðug átök á Balkanskaganum, einkum í Króatíu og Bosníu-Herzegovínu. Öllum er Ijóst að þar eiga sér stað hrikalegir atburðir. En hvers konar atburðir og hvers vegna? Ivica er Króati sem hélt að ekkert illt myndi henda sig! Allt í kringum mig var fjöld- inn allur af fréttamönn- um sem hrip- uðu niður síð- ustu tölur um fjölda sprengna sem féllu liðna nótt á hina og þessa borgina. Einhverjum varð á orði að þetta væri hellingur af sprengjum og flestir tóku undir það í undarleg- um hasartón sem ég kunni ekki við. Ég veitti því eftirtekt að hvergi í öllum þessum fjölda upplýsinga var nokkuð að finna um hin grimmu örlög gömlu konunnar frá Vukovar. Hennar var samt getið í „fjöldan- um“. Hún er ein af 700 þúsundum heimilislausra. Hún er e.t.v. eigin- kona, móðir eða amma einhverra af hundruð þúsundum fanga, særðra eða látinna? Hvar er hún nú, vandalausi auminginn? Skyldi hún eiga einhvern að sem veit og kærir sig um hennar hagi? Umheim- urinn veit í krafti fjölmiðla um hennar pláss í þessum nafnlausa fjölda og það var einmitt starf þess- ara kollega minna að skrá allar tölur af fyllstu nákvæmni eftir nýj- ustu upplýsingum. í því kappi var allt það sem heitir harmur og raun einstaklingsins lagt til hliðar við „hellinginn“ og „flöldann". Þarna stóð ég og minntist hinna nöturlegu orða Bjarts í Sumarhúsum um stríð- ið: Spurt hef ég tíu miljón manns sé myrtir í gamni utanlands: sannlega mega þeir súpa hel; ég syrgi þá ekki; fari þeir vel. Þannig er það með okkur flest að harmur heimsins er okkur alveg óskiljanlegur þartil við eignumst sorg svo mikla að við stikum ekki götur heimsins án þess að heyra fótatak harmsins okkur við hlið. Þetta er sagan öll, þetta er fréttin. Gömul kona er svívirt í síríði sem hún efndi ekki til. Hún er rúin aleig- unni og svipt öllu réttlæti fyrir þjóð- erni sitt sem hún ekki réði. Leið hennar liggur til gleymdrar borgar og svo fær hún inni á hóteli út á eymd sína og neyð, herbergi með baði en án bjargræðis og þar fær hún næði til að blæða minningun- um. Smám saman vætist út vonin um að snúa til átthaganna og loks moldnar hún, gleymd í borginni sem enginn man nafnið á. (Nú er eitt ömurlegt andartak í lífi hennar til sýnis alheiminum í þeirri von að samviska mannanna verði klipin og engin grið gefín þartil ósköpunum linni.) Hún er ekki ein. Hún er ein af mörgum, já ein af 700 þúsundum og þótt talan eigi eftir að hækka dag frá degi, breytir það ekki því að inntak þeirrar fréttar er saga hverreinnar manneskju ejns og þeirrar gömlu frá Vukovar. Ég vona bara að kollegar mínir sem stóðu í hnapp við upplýsingatöfluna og hripuðu niður nýjustu tölur hafi skilið það. Ég vona einnig að þeir sem lásu þá tölu hafí skilið að þetta er ekki reikningstala heldur sárs- auki, ótti, missir, örbirgð og von- leysi alltof margra. _ Einhver ávarpaði Islendinginn og mér var bent á að Dado stæði við útidyrnar. Hann var að kveðja mann sem ég fæ ekki betur lýst öðruvísi en að gripa til hinnar víðfrægu lík- ingar um þann fræga mann Jón Jónsson. Við mætum honum úti á götu en tökum ekki eftir honum. Við ferðumst með honum í vagnin- um en vitum sjaldnast hvar hann fer úr. Við deilum með honum hinu minnsta og stærsta í fullkominni sátt og samlyndi, en aldrei kemur það fyrir að við segjum, aha, þarna er hann Jón Jónsson, meðborgari vor! Svo var heldur ekki um þennan mann sem Dado var að kveðja. Það var ekki fyrr en ég leit hann í aug- un að ég minntist sorgar, án þess að átta mig nákvæmlega á því hvernig henni var svo skyndilega komið fyrir á milli okkar. Enginn mælti orð. Ég staðnæmdist álengd- ar vandræðalegur yfír að hafa rofíð það sem var handan þess sem ég kannaðist við í mannlegum sam- skiptum. Þeir horfðu hvor á annan og þögnin var þeirra kveðja. Jón Jónsson gekk út. Ég var svo ringlaður þegar Dado spurði mig hvaða upplýsingar mig vantaði að ég svaraði: „Hann. Ég vil fá að vita allt um þennan mann.“ Dado þagði um stund en sagði svo hljótt og ákveðið: „Nei, það held ég hann muni aldrei samþykkja." Tveimur dögum seinna fékk ég hringingu snemma morguns frá Dado. „Hann verður yfirheyrður klukkan tvö síðdegis. Helsinki- nefndin mun yfirheyra hann vegna mannréttindabrota sem framin voru í heimabæ hans. Þú mátt koma.“ „Hveijir verða þarna aðrir?“ „Við þrír og fulltrúi frá Helsinki- nefndinni.“ „Af hveiju ég?“ „Ég skil það ekki en þú varst samþykktur.“ „Má ég skrifa?“ „Engar myndir. Þú mátt skrifa, skrifa allt nema föðurnafnið. Hann vill hlífa því. Þú verður að skilja að margir ættingja hans eru enn í hættu.... Kemurðu?" „Já, ég kem.“ Ég heiti Ivica Ég heiti Ivica (Ívítsa). Ég er 41 árs, fæddur og uppalinn í Kostajnica. Þetta er lítill bær í Suður-Króatíu. Hann liggur við landamæraána Una. Handan henn- ar er Bosnía-Herzegóvína. Ég er kominn af bændafólki langt aftur og sumir unnu við opinber störf líkt og ég gerði. Við teljumst varla merkilegt fólk fyrir utan einn göf- ugan hershöfðingja sem hrakti óvinaher Tyrkja langa leið aftur fyrir víglínuna, þrátt fyrir frumstæð vopn og fámennt lið. Þessi lang- feðgi minn er föðurlandshetja og afsteypan af styttunni hans er eitt það fyrsta sem ég man eftir í æsku minni. Hún var hvarvetna á áber- andi stað í betri stofum ættingj- anna. Ég man eftir helginni yfir þessari styttu. Þetta var hetja, ekki einasta mín hetja heldur þjóðarinn- ar allrar, Króatíu. Ég fuðraði allur upp af stolti þegar ég heyrði hans getið og fyrir heiður hans var ég óumdeildur forystumaður til allra verka og leikja barnanna í hverfínu. Hús foreldra minna stóð í enda bæjarins við skógaijaðarinn. Faðir minn var trésmiður og móðir mín vann við ýmsar hannyrðir og rækt- aði einhveija skika í túninu heima. Ég var mikið með föður mínum útí skóginum að fella tré sem hann vann úr í smiðjunni. Ég hjálpaði honum að stafla á kerruvagninn. Síðan teymdi ég asnakerruna gegn- um skóginn eftir einum af ótal stíg- um sem lágu eins og þéttriðið net um hann allan. Ég þekkti hvern og einasta, aldrei kom það fyrir að ég villtist af leið minni. Um fermingu gat ég státað af því að þekkja hveija þúfu og laut í öllum skóginum. Mér liggur við að segja hveija jurt og hvert strá. (Á þessari stundu get ég sagt: Guði sé lof, því aldrei grun- aði mig að það ætti eftir að verða mér til lífs.) Ég ætla ekki að dvelja lengi við æsku mína. Hún var í stuttu máli yndisleg. Ég elskaði foreldra mína af öllu hjarta. Móðir mín var góð móðir, góð manneskja. Allir töluðu um það og það var ætíð leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á í bæn- um. Hún sætti fólk og kom því til að brosa. Litla systir mín var svo hænd að henni að varla kom fyrir að hún viki frá henni. Fyrir áratug síðan giftist systir mín góðum manni frá Sisak og flutti heimili sitt þangað. Um hverja helgi næstu ár á eftir heimsótti hún gömlu hjón- in. Við sáum öll eftir henni úr bæn- um okkar en Sisak var ekki svo fjarlægur staður. Ég átti vin sem við skulum kalla Ivo. Við vorum bestu vinir, samt gátum við ekki sótt sama skólann, né sömu kirkjuna. Mér þótti þetta skrýtið og fékk þau svör frá móður minni að fólkið í bænum væri af ólíkum þjóðum. Flestir voru Serbar þ.á.m. Ivo og fleiri vina minna en fjölskyldan mín var króatísk. Þetta þýddi víst ólíkar kirkjur (það var miklu lengra að fara í mína) því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.