Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 15
 MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 15 Dado og greinarhöfundur í flóttamannabúðum í Zagreb. „Klukkustund áður en þessi niynd var | tekin sá ég Ivica í fyrsta sinn.“ við höfðum ekki sömu trú. Ólíka skóla því við skrifuðum ekki sama letrið, þótt við töluðum nær sama tungumálið (Króatar rita með latn- esku letri en Serbar með kyrill- ísku.) Að öðru leyti var allt eins og þessi greinarmunur skipti okkur Ivo aldrei neinu máli. Við hittumst eftir skóla og ég þræddi með honum leynistíga skógarins og honum ein- um treysti ég fyrir felustaðnum mínum. (Það átti eftir að reynast örlagaríkt.) Þetta var dálítil laut, einskismannsland með volgri upp- sprettu sem við gátum baðað okkur í. Þarna var lítill hellir sem var all- ur hulinn kjarri. í þá daga var laut- in griðastaður fyrir leiðinlegum unglingum og systkinum Ivos. Eg var 21 árs þegar ég giftist Mimu. Hún bjó í nálægu þorpi og við höfðum gengið í sama gagn- fræðaskólann. Ég elskaði hana frá þeim degi er ég sá hana fyrst og nú tilbið ég hana. Á hvetjum morgni dregur hún fram þessa óskilgreindu lífsbirtu. Hún segir stundum á morgnana: „Líttu á, Ivica, hvað Guð hefur gefið okkur glaðan dag.“ Svo er hún lögð af stað yfir gólfin eins og hún hafi allt í einu uppgötvað tímann. Ég Iifi fyrir hana, hennar visku og kjark. Hún virðist aldrei sorgmædd, samt varð hún vitni að dauða elsta sonar okkar. Þetta stríð hefur breytt miklu ... Við eignuðumst elsta son okkar, Tomislav heitinn, á öðru ári hjú- skaparins. Hann var aðeins 18 ára þegar hann dó. Síðan eignuðumst við stelpu (13 ára) og dreng (9 ára). Þegar ég giftist vann ég hjá pabba í trésmiðjunni en síðar bauðst mér starf á lögreglustöðinni. Ég vann þar í 14 ár og líkaði vel. Ég eignað- ist góða félaga þar (eða það hélt ég) að ógleymdum æskuvini mínum Ivo. Með sigri Lýðræðisflokksins (HDZ) í aprílkosningunum 1990, fer „króatísk þjóðernishreyfing" að segja til sín fyrir alvöru. Það hafði örlað á henni lengi en þó sérstak- lega frá og með andláti Tito mar- skálks 1980. Það vissu allir að löng- um höfðu Serbar riðið feitum hesti frá allri opinberri stjórnsýslu sam- bandsríkis Júgóslavíu. Ég fann fyr- ir því þegar litið var framhjá starfs- reynslu minni og yngri og óreynd- ari menn settir í efri stöður að því einu tilskyldu að þeir væru Serbar. Ég lít á þessar þjóðernisdeilur sem grímuklædda valdabaráttu. Sjálf- stæðisyfirlýsingin (25. júní 1991) er andsvar við ákveðinni kúgun sem gróf um sig í krafti meirihlutavalds Serbanna. (Ég tek það fram að ég er ekki pólitískur. Ég geri ekki aðra kröfu til manna en þá að fólk fái að njóta sannmælis og verk þess séu metin að verðleikum. Það hefði kannski margt farið öðruvísi ef sú regla hefði gilt í Júgóslavíu.) Þetta er allavega undirrótin að því stríði sem brýst út. Hvað svosem gunn- fáninn kallast í dag. Um mitt sumar 1990 eru send boð frá Zagreb um að það eigi að veita mér stöðuhækkun. Það var löngu tímabært eftir svo langan starfstíma og ekkert athugavert við þessa stöðuhækkun nema að tilskip- unin kom frá Zagreb en ekki Belgrad. Skömmu eftir þennan at- burð fer ég að finna fyrir tor- tryggni meðal vinnufélaganna. Ég hafði orð á þessu við Ivo og hann trúði mér fyrir því að mörgum stæði stuggur af mér (það væri e.t.v. rétt- ara að segja þjóðerni mínu) og væru ósáttir við stöðuveitinguna. Um svipað leyti heyri ég fyrst af endurvakningu tsjetnika-sveitanna (serbneskar skæruliðasveitir sem störfuðu í seinni heimsstyijöldinni) og mér til skelfingar frétti ég að nokkrir vinnufélaganna hefðu gengið til liðs við þær. Mér fannst það mjög uggvænlegt og andrúms- loft tortryggni og spennu tók að þykkna. Mér leið ekki vel þarna og ákvað að segja af mér störfum tíma- bundið í vorbyijun 1991. Ég fór að vinna hjá pabba um sumarið og í júlíbyrjun hefjast átök- in. Það er gott að vera vitur eftir á. Oft fannst mér ég þurfa að fiýja en jafnan velti ég fyrir mér, af hverju? Ég var ekki sekur um neitt. Rætur mínar runnu undan þessum túnum. Ég var af þessari jörð. Fjöl- skylda mín var frá þessu þorpi, for- eldrar mínir voru virtir og dáðir borgarar. Aldrei hafði ég gerst sek- ur um nokkurn hlut. Auðvitað fær- um við hvergi. Mirna studdi þessa ákvörðun. Hvað höfðum við svosem að flýja? Ef við aðeins hefðum get- að séð fyrir hvað við áttum fram- undan. Sonarmissir Laugardagurinn 30. ágúst rann upp gegnum eldglærðan himininn. Morgunninn var þögull og tíðinda- laus. Sprengjurnar höfðu þagnað og það var okkur ávallt léttir. Und- antekningarlaust misstu þær málið við dagsskímu en stríð slög þeirra að nóttu ollu okkur óværð til svefns. Við heyrðum í þeim í ijarska og við vorum öll mjög óttaslegin. Margir Króatanna í þorpinu töluðu um að forða sér af serbnesku svæðunum. Það væri aldrei að vita. Sumir voru þegar farnir. Við deildum þessum áhyggjum með þeim og meðal okk- • ar óx ótti en sá ótti var takmarkað- ur við þann sjálfsagða hlut, að ekk- ert gæti hent okkur. Allra síst þenn- an góðviðrisdag þegar ég hjó við fyrir utan skemmuna. Faðir minn kom til mín og færði mér fréttirn- ar. Hann sagði að lífíð væri ekki í okkar höndum því að sannarlega væri það oft ranglátt. Drengurinn minn hafði verið myrtur. Hann var jarðaður tveimur dög- um síðar. Ég átti eftir að horfa á dauðann, finna andardrátt hans, hvísla að honum einhver lausnarorð og á síðasta stefnumóti söng ég til að færa honum eitthvað fallegt en ég dó ekki. Ég var oftast hræddur en aldrei eins og þegar ég stóð við grafarbakka sonar okkar. Sekt mín var meiri en laun mín að lifa. Ég glápti endalaust ofaní iðrun mína. Kveinið í tijánum og grátur syrgj- endanna var minn dauðadómur. Eg hvarflaði augunum til Mirnu. Mér er sagt að hún hafi farið með börn- in til frændfólks hennar í sveitinni. Tveir tsjetnikar koma að bænum. Þeir heimta mat, vín og peninga. Frændi hennar færði þeim það sem hann átti til og þeim þótti það ekki nógu mikið, svo þeir beija hann í andlitið með byssuskeftinu. Tom- islav reyndi að koma honum til hjálpar og þá skutu þeir hann og síðan frændann. Konurnar og börn- in hlupu út úr bænum organdi á hjálp og miskunn. Yngsti sonur okkar reyndi að kalla á Tomislav, líkt og hrópin gætu lífgað hann við. Þau hlupu yfir akurinn og að baki sér gátu þau heyrt fleiri skothvelli. Þau héidu áfram að hlaupa þar til óhljóðin voru að baki, framundan var skarð sem aldrei yrði fyllt. Mirna vildi ekki tala um það sem gerðist. Hún bara þagði. Þegar ég horfði á hana í kirkjugarðinum yf- irbugaða af harmi og rannsakaði óþekkta farvegi í andliti hennar þar sem tárvatnið streymdi, féll ég ör- magnaður niður á grafarbakkann og óskaði þess að fiðlur tijánna og grátur syrgjendanna gætu leitt mig til Tomislavs. Ég var hræddur, svo óendanlega hræddur, ég skalf inn- anum laufið í næturkulinu, í skógin- um, í ákvörðunum mínum. Ég skalf þegar við kvöddumst daginn eftir. Ég var svo hræddur um að við myndum aldrei hittast aftur. Þau yrðu a.m.k. óhultari í Sisak hjá systur minni. Ég varð eftir til að annast foreldra mína og líta eftir heimili okkar. Dagarnir á eftir liðu án þess að ég tæki eftir stríðinu umhverfis mig. Ég átti í mínu eigin stríði við sorg og sekt. Vinir komu og vott- uðu mér samúð sína, þeir voru flest- ir á förum. Gamla fólkið varð eftir og nokkrar fjölskyldur sem enn lifðu í þeirri von að allt myndi þetta bless- ast. Ég bjó hjá foreldrum mínum og aðeins með því að sökkva mér ofan í þrældómsvinnu í trésmiðjunni auðnaðist mér að draga mig út úr . heimi sem ég vildi ekki sjá. Þannig reyndi ég að yfirbuga óttann við liðinn atburð og þá atburði sem við sofnuðum út frá og vöknuðum við. Fregnir bárust um æ fleiri grimmd- arverk, yfirgang hersins og skær- uliðanna, æ fleiri voru hraktir á flótta og innst inni blundaði vissan um að einhverntíma hlyti að koma að mér. Kvöld eitt kom Ivo og sagði mér að flýja því ég væri eftirlýstur af tsjetnikum, semsagt réttdræpur hvar sem er. Mér var varla brugð- ið, þótti það einungis ónotaleg til- hugsun að leggja á flótta undan því sem ég gat ekki skilið. Ivo sagði að þeir óttuðust reiði mína út af sonarmissinum. Þá fyrst frétti ég hveijir höfðu staðið að ódæðisverk- inu. Þetta voru félagar úr lögregl- unni sem höfðu myrt son minn og frænda konu minnar. Ivo sagðist mundu lauma upplýsingum til for- eldra minna eftir getu en umfram allt ég yrði að flýja strax, annars ... já, annars hvað, hugleiddi ég á leið minni út í skóginn. Ég stað- næmdist ekki fyrr en ég kom að einskismannslandinu, þarna var lautin með uppsprettunni og hellin- um. Ég bjó mig undir fyrstu nótt- ina. Ég gat ekki gert upp við mig hvort lautin hét á þeirri stundu sælureitur bernskunnar eða prísund HJARTA EVROPU M 1 A lllll 4. 18.JULI. Töfrar Mið-Evrópu eru miklir og gefst hér einstakt tækifæri til að dvelja á mörgum fegurstu stöðunum á þessum slóðum. Löndin sem farið verður um eru Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Austurríki og Þýskaland. Fararstjóri verður Þórir Guðmundsson fréttamaður. Hann er þaulkunnugur á þessum slóðum og dvaldist m.a. í Prag um það leyti sem járntjaldið var að falla. Verð með hálfu fæði: 137.100 kr. Við bætast skattar og gjöld 2.850 kr. Þórir Guðmnndsson. wmamm £wéði Samvinniiferðir-Lanilsýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 691095 • Telex 2241 Hótel Sógu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyrl: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 24087

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.