Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 19

Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 19
isrninn var auðvitað ekki til á þess- um árum, sólarstrendur og skýja- kljúfar sáust ekki eins og í dag. Þarna moraði allt í töturum, og þegar maður borgaði einhveija vöru, lömdu menn peningunum í borðið og hlustuðu á hljóminn, til að aðgæta hvort þeir væru falsaðir. Fólk trúði öllu upp á tatarana. Hins vegar varð ég lítið var við uppgang nasista og fasista í þessum löndum, þennan raunverulega óþjóðarlýð. Meira að segja þegar Norðurlöndin og flestar N-Evrópuþjóðirnar settu siglingabann á Ítalíu til að mót- mæla hernaði þeirra í Abyssiníu, höfðu íslendinga ekki efni á að framfylgja banninu og við sigldum með saltfisk. Kvöld eitt sátum við þar á veitingahúsi þar sem vaninn var að flagga fánum viðkomandi þjóða á borðunum, en við þetta tækifæri rifu þeir niður fána allra þjóðanna sem höfðu sniðgengið þá, og dreifðu íslenska fánanum á hvert borð. - Við vorum vinsælir þetta kvöld. Mín einu raunverulegu kynni af umbrotunum í Evrópu sem leiddu til styijaldar, voru í Þýskalandi. Þá var vinstrisinnaður kyndari hjá mér og kunni auk þess eitthvað fyrir sér í tungumálum. Hann fór í land í Hamborg, lenti í pólitískum rökræð- um og var laminn í hakkabuff fyrir vikið, lá síðan alblóðugur og inarinn svo dögum skipti í koju. Eg hætti síðan á sjónum 1938,‘afhveiju veit ég ekki.“ PÍSLARSAGA HUGVITS „Ég hafði verið á togaranum Surprise um 1930 og loftskeyta- maður á öðru skipi, Guðmundur Jensson, sagði mér löngu seinna, að í messanum í Surprise hefði ég sagt við hann: „Togararnir í dag eru hrein vitleysa, þeir eru alls ekki byggðir fyrir veiðarfærin.“ Þetta var augljóst þegar farið var að hugsa málið. Bæði var óþægilegt að setja vörpuna út og taka hana inn, og menn voru í töluverðri hættu. Hugmyndin hafði fæðst, en var ómótuð og braust um í kollinum í mér öðru hvetju, mest síðustu árin á sjónum. Um það leyti var ég kominn með naglfasta niður- stöðu sem er nokkurn veginn eins og líkanið sýnir. En áramótin 1939-39 tók ég við verkstæði á Patreksfirði, kynntist verðandi eig- inkonu minni, Aðalheiði Magnús- dóttur, og er þar í ein sjö ár, að mestu ósnortinn af bijálæðinu í heiminum. Missti af stríðinu, ef svo má segja. Bretar sigldu þó stundum þangað með löskuð skip, og slasað- ir menn komu þarna sem fundist höfðu á flekum eða á reki í sundur- skotnum skipsflökum. En það var sjaldnast hægt að gera mikið fyrir þá. Síðan eftir stríðið kemur nýsköp- unarhvellurinn árið 1945, og tog- aranefndin sem átti að sjá um ný- sköpunina og safna því besta saman sem menn höfðu til málanna að leggja, auglýsir eftir hugmyndum. Ég segist réttilega hafa hugmynd að skipi og vilji gera líkan, en það taki einhvem tíma. Þeir vildu helst ekki líta á hugmyndina, virtust halda að hún væri fíflska eða firra, sett þeim til höfuðs. En ég gafst ekki upp, fékk mann til að höggva trébút sem svipaði til skips, og setti hinar tilfæringamar á sjálfur eftir bestu getu. Ég ætlaði að sýna skip- stjórum togarann og vissi að þeir myndu skilja á augabragði eitthvað áþreifanlegt." í fundargerð hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi frá 16. febrúar 1946, er ritað að Andrés Gunnarsson hafi sýnt líkan af skipi sínu og segir „er okk- ur það áhugamál, eins og honum, að þetta verði athugað hið bráð- asta“. Andrés kinkar kolli: „Ég ætlaði að fá gagnrýni á skipið, en þeir urðu yfir sig hrifnir, sérstak- lega af þeirri lausn að setja fiskinn á undirdekkið og aðstöðu til að gera við vörpuna á yfirdekkið. Sum- ir þeirra sögðust raunar hafa feng- ið svipaðar hugdettur, en ekki haft tæknilega þekkingu og bolmagn til að hrinda þeim í framkvæmd. í tæpa viku á eftir virtist ekkert ger- ast, þá voru haldnir fjórir eða fimrn fundir og allt snerist öndvert. Ég hitti einn nefndarmanna niðri í bæ, MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 sem sagði mér að „gleyma hug- myndinni, skuttogarar eða hvað sem ég vildi nefna þessa fjarstæðu, yrðu ekki smíðaðir næstu 10, 15 eða 20 árin og líklegast aldrei". Þröskuldurinn var kominn. „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN, ÞAÐ SKAL ÉG ÁBYRGJAST“ Þegar ég mætti afskiptaleysinu hérna heima, fékk ég boð frá Þor- valdi Stephensen, sem var umboðs- maður fýrir Boston Deep Sea Fish- ery í Fleetwood, um að koma ut og kynna hugmyndina þar. Ég sigldi utan með Júní frá Hafnar- firði, en þegar við erum komnir til móts við landenda Skotlands, er togaranum snúið við án sýnilegrar ástæðu og til Grimsby, þar sem hann landaði. Þar var ég allt að því strandaglópur. Tollverðir koma um borð, láta opna kassann sem smíð- aður hafði verið utan um líkanið, og skoða lengi þetta nývirki. Þeir blaðra þessu síðan í hafnarkarlana, enda skrýtið í þeirra augum. Þórar- inn Olgeirsson, sem var nánast flaggskipstjóri flotans á sinni tíð og eins konar konsúll íslendinga í borginni, kemur og segist ætla að gera sitt besta til að líkaninu verði ekki stolið frá mér. Ég gat alveg búist við einhveiju slíku, enda ekki hægt að fá skráð einkaleyfi á einu né neinu hérlendis. Hann skoðar smíðaverkið og segir svo: „Þetta er framtíðin, það skal ég ábyrgjast, og þú mátt hafa það eftir mér.“ Þórarinn vill að ég geri teikningu af skipinu, útvegar mér leiðsögu- mann og við förum til skipasmíða- stöðvarinnar Selby í Hull. Verk- fræðingurinn sem teiknaði hét Gray, skýr maður og spurull. Ég beið í viku eða tíu daga eftir teikn- ingunum, og sendi þær sfðan til einkaleyfisstofu með milligöngu Þórarins. Þá held ég loks til Fleet- wood og hitti forráðamenn þar, sem lágu yfir líkaninu einn dag og drógu upp teikningar, en voru ekkert sér- lega hrifnir yfir því að ég hefði farið fyrst til Grimsby. Þeir töluðu um að sú lykkja á leiðina myndi ekki auðvelda framkvæmd málsins, en ég réði nú ekki för skipsins. Síð- an kvöddu þeir mig. Lyktir málsins urðu engar. En ég tel þó líklegt, í ljósi þess að Bretar smíðuðu Fairtry I, fyrsta skuttogara í heimi, fáein- um árum síðar og að hann kom frá þessu sama svæði í Bretlandi, að milli þess og utanferðar minnar séu tengsl. Það sést t.a.m. á þeirri stað- reynd, að þeir hlutir á skuttogaran- um sem voru nýjung, voru skráðir sem einkaleyfi, og þá er ekki að finna á skuttogurum samtímans. Til dæmis eru engir skuttogarar yfirbyggðir að aftan, eins og minn var, þó að það sé augljós kostur. Nú eru þeir opnir og ófáir sjómenn hafa fallið þar útbyrðis, þó að á síðustu árum hafi verið reynt að setja spotta í hvern mann. Satt að segja þykir mér gegna furðu, að hugmynd mín sé ekki rædd eða þróuð áfram, t.d'. af öryggisástæð- um, ög notast þess í stað við skut- togarara nútímans sem eru hrein- lega lakari hönnun. En þetta var formgalli á umsókn minni um eink- aleyfið á sínum tíma, því einstakir hlutar voru teknir fyrir en ekki skuttogarinn sem slíkur, og því gátu stöðvarnar smíðað skuttogara, þó að á ögn annan hátt væri. Ég bar hins vegar ekkert úr býtum, var mánuð úti, kom heim og lagði líkanið á hilluna. Tyllti mér á veg- inn og horfði á umferðina streyma hjá.“ - Sárnaði þér sinnuleysið sem hugarfóstur þitt mætti? „Já, mér fannst það óneitanlega súrt í brotið og vitlaust, eins og tíminn leiddi í ljós. En þeir sem réðu þessu höfðu ekki vit á málun- um, og þó menn sem gjörþekktu veiðarfærin og hafíð, mæltu ein- dregið með hugmyndinni, var ekki hlustað á þá. Pólitísk nefnd tók óhagganlega ákvörðun, vildi ekki missa rós úr hnappagatinu, eða eitt- hvað slíkt. En ég var öruggur um að ég væri á réttri leið, og lét að- hlátur og glósur sem vind um eyru þjóta. Það er annar handleggur, að sú þrákelkni hefur ekki verið mér til framdráttar, nema síður sé. Örfá- ir höfðu þá trú á hugmyndinni, Guðmundur Jörundsson skipstjóri frá Hrísey, vildi smíða skuttogara laust eftir miðjan 6. áratuginn, en sá sem var ráðherra fyrir Alþýðu- flokkinn frá 1958-59 og m.a. með samgöngumál og sjávarútveg á sinni könnu, sló í borðið og sagði að menn þar á bæ „hefðu ekki pen- inga til að gera nein experímentí“ Skammsýnin var yfirþyrmandi. Síð- an höfðu starfsmenn skipasmíða- stöðva í Þýskalandi það í flimting- um, þegar verið var að smíða skut- togara fyrir Breta, Norðmenn o.fl., en síðutogara fyrir íslendinga, að þeir væru að byggja dýrt, nýmóðins brotajárn fyrir okkur. Þegar ís- lenskir ráðamenn rönkuðu loks við sér, þurftu þeir að gera svo vel að kaupa skipin annars staðar frá, Japan og víðar. Reiðin hefur þvi alltaf blundað í mér, en ég gekk ekki fyrir sjávarhamra og mun ekki gera það úr þessu.“ AÐ NÁ í BÍLASTÆÐI í AÞENU EÐA NEW YORK Andrés hefur þó ekki látið staðar numið, þrátt fyrir mótlætið sem fyrsta og stærsta uppgötvun hans varð fyrir. Hann hélt upp á þurrt land: „Um svipað leyti og ég fór á eftirlaun, fékk ég hugmynd að lausn fyrir bílastæðishús. Ég sá auglýsingu sem hét verðlaunum fyrir slíkt, en um það bil sem ég þóttist hafa fundið lausnina, var ég búirin að steingleyma í hvaða blaði auglýsingin var og hveijir stóðu á bak við hana, og hef ekki fundið það síðan. Ég var í vafa í byijun, enda klígjaði mig hálfpartinn við stærð búnaðarins, en sá svo að þetta var rétt grundað. Hugmyndin er svohljóðandi: Bifreið er keyrð inn á pall á færibandi sem hvílir á lóð- réttum stólpum, síðan er hveijum bílpalli rennt áfram upp. Þannig er ein aðkeyrsla fyrir t.d. 35 bíla og hægt að leggja hveijum bíl yfir öðrum eins og í parísarhjóli. Bíla- lyftan á að vera þjófheld, því aðeins þarf einn vörð sem tekur rafmagnið af henni og þá er hjólið kyrrt, þang- að til ökumaður kemur með lykil að sínu stæði eða þrýstir á hnapp, og kallar stæðið sitt til jarðar. Lyft- an sparar pláss, og kostnaður þarf ekki að vera meiri en við steyptan og víðan flöt með ótal aðkeyrslum og jafnvel niðurgrafinn eins og gjarnan tíðkast að bílastæði séu í dag. Ég gerði fyrst líkan, lét teikna eftir hugmyndinni með réttum stærðarhlutföllum og mælingum, og borgaði síðan einkaleyfisgjald í Englandi, allt með töluverðum til- kostnaði. Hugmyndin lá síðan í dái árum saman, uns frændi minn einn reyndi að koma henni á framfæri hjá arkitektum, verslunarmönnum o.fl. Ekkert gekk þar til fyrirtækið Stálvík samþykkti að reyna að byggja lyftuna. Víða var suðað um fjárstyrk til verksins, en engin fyrir- greiðsla fékkst hjá Áhættusjóði, Iðntæknisjóði og öllum mögulegum og ómögulegum aðilum, og hug- myndin afgreidd sem endaleysa. Það er hún ekki og að minnsta kosti í lagi að menn velti þessu fyrir sér.“ Hann sýnir mér úrklippur úr sænskum dagblöðum sem segja frá hugmyndinni í stórum dráttum. „Líkan var sent til Svíþjóðar og á tveimur stöðum lýstu menn yfir áhuga, frá Gautaborg kom maður til landsins fyrir fáeinum árum og samningur gerður við hann um að hann fengi að smíða lyftuna. Ef hún seldist átti ég að fá 40% og hann 60% söluverðs. Síðan hafa engar fréttir borist. Bæjarstjórnin í Karlstadt sendi mér bréf, bað um leyfi til að smíða frumgerð af lyft- unni og var auðsótt mál, því ég held að búnaðurinn gangi upp og að það sé markaður fyrir hann, að minnsta kosti erlendis þar sem rým- ið er af skornum skammti. Það væri til dæmis ekki ónýtt að hafa lyftur af þessari gerð þegar maður leitar að bílastæði í Aþenu eða New York. Frá Karlstadt fregnaði ég skömmu síðar að þar yrði bið á að fengist niðurstaða úr málinu. Ég er nær hættur að reyna við uppfínn- ingar, því þegar augljósir hlutir eru kæfðir í fæðingu, finnst manni til- gangslaust að reyna hæpnari hluti. En ég er orðinn vanur því að bíða og mun bíða enn um sinn,“ segir þessi tæplega níræði hugvitsmaður æðrulaust og kímir. Blaðamanni þykir hins vegar ástæða til að vitna í orð Ásgeirs Jakobssonar, sem skrifaði um Andr- és Gunnarsson og skuttogarann klausu í Morgunblaðið í júlí 1968, og sagði að: „það hafa minni upp- finningar í atvinnuháttum menn- ingarþjóðanna skapað mönnum ódauðlegt nafn en það, að vera höfundur að nýrri skipagerð, sem virðist ætla að valda byltingu í fisk- veiðum.“ Fyrstu skuttogararnir komu hingað til lands rúmum tveimur árum síðar, eða í desember 1970, og þótt kaldhæðnislegt megi virðast, sama ár og Andrés Gunn- arsson fór á eftirlaun, án nokkurrar viðurkenningar fyrir höfundarverk sitt. Skuttógararnir hafa breytt fiskveiðum hér og annars staðar til hins betra, og klausan sú ama er óneitanlega jafn tímabær og þá. En enginn er spámaður. TONYAKINN RÍKISÚTVARPIÐ Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1992 Reglur um keppnina og keppnisfé Þriðji hluti Fyrsti hluti Flytjendur sígildrar tónlistar, hljóð- færaleikarar og söngvarar, á öllum aldri geta skráð sig í keppnina, en umsókn skal fylgja hljóðritun á snældu. Hljóðritunin skal vera 10-20 mínútur að lengd og berast dómnefnd eigi síðar en 1. júnl. Til- kynnt verður 15. júní hverjum verður boðið að taka þátt í öðrum hluta keppninnar. Annar hluti Annar hluti keppninngar fer fram vikuna 29. júní til 3. júlí í hljóðveri Ríkisútvarpsins. Þar skulu keppend- ur flytja 20 mínútna efnisskrá, verk sem lýsa bést hæfni keppenda i flutningi bæði samtímatónlistar og eldri tónlistar, en a.m.k. 8 mínútur af efnisskrá skulu vera eftir núlifandi íslensk tónskáld. Dómnefnd hlýðir á ieik og söng í sal, en flutningur er jafnframt hljóð- ritaður og áskilur Ríkisútvarpið sér óskilyrtan einkarétt til að útvarpa þessu efni hér á landi og erlendis. Eigi síðar en 15. júli ákveði dómnefnd hverjir skuli halda áfram í þriðja hluta keppninnar, sem felst í því að flytja 20 mínútna efnisskrá í beinni útsendingu, en keppend- um er frjálst að flytja sömu efnisskrá og í 2. hluta. Keppendur verða kynntir í beinni útsendingu á sujnar- tónleikum Ríkisútvarpsins í ágústmánuði, en dómnefnd metur frammistöðu flytjendanna á tónleikunum. Allt að 8 keppendur eiga möguleika á að verða valdir til þátt- töku í þriðja hluta keppninnar. Fjórði hluti 1. septembertilkynni dómnefnd útvarpsstjóra hver hlýt- ur keppnisfé Tónvakans, 250 þúsund krónur. Verðlauna- hafinn kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Islands á sérstökum hátíðartónleikum 26. nóvember 1992 og leiki eða syngi í 20-30 mínútur með hljómsveitinni. Tónleik- unum verður útvarpað beint. Nafn verðlaunahafa verður þá fyrst kynnt opinberlega. Á sömu tónleikum verður veitt heiðursfé Tónlistarverðlaunanna, en það rennur í skaut starfandi tónlistarmanns, sem þykir eiga þann heiöur skilinn vegna áralangra starfa í þágu íslenskrar tónmenningar. Þessar reglur eru birtar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar, en nánari upplýsingar veitir Tómas Tómas- son, starfsmaður tónlistardeildar Ríkisútvarpsins, í síma 693585, eða bréfleiðis í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Skuttogarinn sem aðeins varð draumsýn og tilhöggvið trélikan, en er þó nánast óyggjandi forfaðir skuttogaraflota fiskveiðiþjóða heimsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.