Morgunblaðið - 17.05.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 17.05.1992, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 21 ... — — ........ .......... ............1 ... ' ..—" -----— -........- SANNLEIK- • urinn er eins- og myndlaus pening- ur, eyddur af ofnotk- un, sagði Nietzsche og á þetta raunar við um flest það í um- hverfi okkar sem við hættum að hugsa um og taka eftir vegna venju og endurtekningar. Þannig eyðist einnig listin og þess vegna er nauð- synlegt að reyna að endurskapa hana með hverju nýju verki sem unnið er. Ljóð sem er tiiaðmynda kækur eða bergmál úr fortíðinni er lítils virði. Það sem aðrir hafa ort vel þarf ekki að yrkja upp. Mér hefur jafnvel stundum dottið í hug að Madame Bovary sé svo mikil skáldsaga um manninn og tilfinn- ingar hans, umhverfi hans og örlög, að það hafi ekki þurft að semja fleiri skáldsögur. Flaubert hafi sett punktinn aftanvið Skáldsöguna. En þannig megum við ekki hugsa. Margt hefur*verið reynt í skáld- sagnagerð eftir Flaubert og sumt svo mikilvægt að við hefðum ekki viljað vera án þess. Gáfufólk segír oft, Ég horfi aldr- ei á sjónvarp(!) Ég veit ekki hvort það stendur alltaf við þessi orð en ef svo er þá er þetta röng afstaða. Það er aðvísu hægt að skrúfa fyrir sjónvarp en enginn sem vill lifa samtímalífi getur farið á mis við sjónvarp því þá fer hann á mis við samtíðina. Þetta nýja tæki með öll- um þessum misjafniega mikilvægu eða ómerkilegu skuggum á skjánum mótar hugmyndir milljóna manna um allan heim og það er ekki hægt að ganga framhjá því. Það væri einsog ef menn hefðu sagt í upp- hafi prentaldar, Nei, ég les aldrei bók eða ritað mál, einungis skrifuð handrit(!) En það er ekki allt prentað mál jafn merkilegt eða fram- bærilegt, það veit hvert mannsbarn. Og langflestar bækur eru þannig úr garði gerð- ar að það er einskis í misst að fara á mis við þær, rétteinsog efnið í sjónvarpinu. En það kemur með hraðfleyga veröld, veröldina utan dyra beint inní stofu og það svo kyrfilega á stundum að auðvelt er að fá ofnæmi fyrir samtíðinni. En maður getur ekki hlaupizt undan henni, ekki frekaren unnt er að hlaupast undan sjálfum sér, tilað- mynda með sálgreiningu þegar reynt er að tortíma óþægilegu þaði svo þægilegt sjálf geti blómstrað. Við verðum að búa við hvort- tveggja, rétteinsog við verðum að þola þjóðfélagið einsog það er. Hitt er svo annað mál að við getum ráð- izt að sjúklegum einkennum þjóðfé- lagsins einsog sjúklegum þáttum í okkur sjálfum. En það gerum við ekki með því að ráðast að grundvall- aratriðum í umhverfi okkar eða sjálfum okkur. Sjónvarpið endurspeglar vissa þætti raunveruleikans, aðra ekki Það er jafnvel hægt að heyja styij- aldir í sjónvarpi. Og það er hægt að fylgjast með þeim úr þessari órafjarlægu og öruggu nálægð sem sjónvarpið býður uppá. Nú geta áhorfendur upplifað stríð sem nýja tegund af hasar. Tekið þátt í honum úr öruggri fjarlægð; tilfinningasljóir fyrir endurteknum harmleik sem snertir okkur einungis einsog hver önnur afþreying. Veruleiki sem er einungis afþreying er ekki raun- verulegur heldur tilbúinn; settur á svið einsog hvertannað drama í hasarmynd. EB-ríkjanna. Samningurinn um gagnkvæm veiðiréttindi innan okkar fiskveiðilögsögu snýst um svo lítið magn, að það er ekki hægt að finna nokkur rök fyrir því að fórna öðrum hagsmunum af þeim sökum. Við getum spurt spurninga vegna þess, að ísland verður hluti af sameiginlegu atvinnu- svæði EES-ríkjanna en niður- staðan hlýtur að vera sú að þá áhættu verðum við að taka sem því er samfara. Kannski verður aðal vandamál okkar ekki það, að svo margir útlendingar vilji setjast hér að heldur hitt, að of margir íslendingaf vilji setj- ast að erlendis. Við getum ekki spornað gegn þeirri þróun, ef aðstæður hér heima fyrir ýta undir löngun fólks til þess að setjast að erlendis. Hins vegar getur aðild að EES augljóslega auðveldað fólki að fá vinnu á hinu sameiginlega efnahags- svæði. En þá má ekki gleyma því, að sú aðild getur líka orðið atvinnulífinu til eflingar og með þeim hætti stuðlað að búsetu fólks í landinu. Ákvæði samninganna um frjálsan fjármagnsflutning á milli landa snúast fyrst og fremst um það, að við verðum þátttakendur í nútímanum í þessum efnum en grundvallar- atriði er, að erlend sjávarút- vegsfyrirtæki geta ekki keypt upp okkar eigin sjávarútveg. Þegar samningurinn var gerður var haft á orði, að við Islendingar hefðum fengið mik- ið fyrir lítið. Það eru orð að sönnu. Þessi samningur er okk- ur hagstæðari en nokkurn hefði ói’að fyrir, að orðið gæti fyrir nokkrum misserum. Þess vegna er það misskilningur hjá þeim, sem eru andsnúnir aðild Islands að EB að snúast gegn þessum samningum. Þeir eiga einmitt að styðja EES-samninginn, sem er bezta tryggingin fyrir því, að aðiíd að EB við óbreyttar aðstæður komi einfaldlega ekki til umræðu. Þannig getur veruleikinn orðið afþreyjandi blekking og við getum spurt sjálf okkur, er sjónvarpið að ganga af raunveruleikanum dauð- um? Svo máttug hefur afþreying ritaðs máls aldrei orðið, ekki einu sinni á heimsstyijaldarárum. En þannig getur sjónvarpið ekki einug- is gengið af raunveruleikanum dauðum, heldur einnig goðsögninni. Hún dafnar bezt til hliðar við lífið sjálft einsog við sjáum í tíðindamikl- um skáldskap. En hann er sprottinn úr reynslu mannsins sjálfs; úr raun- veruleikanum þarsem hann leitar sjálfs sín og ræktar tilfinningar sín- ar í samræmi við trú sína og hug- myndir um guð. Það er í veruleikan- um, hversdagsleikanum, en ekki hillingum eða blekkingum sem maðurinn ræktar mannúð sína og mennsku. í lok skemmtiþáttar tekur Victor Borge ferska rós upp af sviðinu, andar að sér ilminum af henni og segir, Hún er næstum því eins fal- leg og gervirós(!) Þegar ég sá þessa uppákomu hvarfláði að mér að hún væri þörf dæmisaga um veröldina sem við lifum í. Við eigum að rækta garðinn okkar, hefur verið sagt, en við eigum ekki að fylla hann af gerviblómum. Það afvegaleiðir aug- að, skemmir tilfinningu okkar fyrir snertingu og eyðileggur lyktarskyn- ið. Þegar svo væri komið hefðum við misst allt jarðsamband og til- finningin fyrir sjálfum okkur og umhverfi okkar hyrfi á skömmum tíma. En það er ekki þarmeð sagt við eigum ekki að horfa á það sem nýtilegt er í sjónvarpi. M. (meira næsta sunnudag.) Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 110 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi ísland og EES Fyrir skömmu tókust samn- ingar á milli þingflok'ka stjórnar og stjórnarandstöðu um meðferð EES-málsins á Al- þingi. í framhaldi af því sam- komulagi má búast við, að um- ræður um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið muni aukast mjög á næstu vikum og mánuðum og ná hámarki þegar málið kemur til umræðu í þing- inu. Andstæðingar þessa samn- ings hafa myndað með sér sam- tök til þess að beijast gegn honum og má gera ráð fyrir, að þeir láti töluvert til sín heyra á næstunni. Ekkert er athuga- vert við það enda eru slíkar umræður með og á móti nauð- synlegar til þess að almenningur geti áttað sig á kjarna málsins. í þessum umræðum er því stundum haldið fram, að samn- ingurinn sé einungis fyrsta skrefið í átt til fullrar aðildar íslands að Evrópubandalaginu. Að mati Morgunblaðsins er þetta alrangt. Þvert á móti mun stofnun hins Evrópska efna- hagssvæðis valda því, að hugs- anleg aðild íslands að bandalag- inu kemur ekki á dagskrá. Með því að samþykkja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eru andstæðingar EB-aðildar því að koma í veg fyrir.þá að- ild, sem þeir eru mótfallnir. Ef þeim tækist hins vegar að fella samkomulagið um aðild okkar að EES yrðu afleiðingarnar þær, að þegar í stað mundu hefjast umræður hér um nauð- syn aðildar að EB. Með því að vinna gegn aðild að EES eru andstæðingar EB-aðildar því að vinna gegn eigin markmiðum! Samningurinn um EES jafn- gildir ekki samningi um aðild að EB. Þvert á móti. Hann er trygging fyrir því, að við þurf- um ekki að taka aðild að EB á dagskrá. Hann tryggir okkur ákveðinn réttindi um leið og við tökum á okkur ákveðnar skyld- ur. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera sambæri- legar við þær kvaðir, sem aðild- arríki EB taka á sig vegna aðild- ar að þeim samtökum. Þótt samningurinn um aðild að EES sé annað og meira en viðskipta- samningur er hann ekki samn- ingur um að við afsölum full- veldi okkar til EB. Það sem mestu máli skiptir náðist fram, að við höldum full- um yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og undirstöðuatvinnu- grein en fáum eftir sem áður greiðan aðgang að mörkuðum HELGI spjall REYKJAVÍKU rb ré f Laugardagur 16. maí ELDHÚSDAGSUMRÆÐ- ur á Alþingi eru ekki vinsælasta sjónvarps- og útvarpsefnið. En eitt af því, sem þessi ræðu- höld varpa ljósi á, eru meginlínurnar í póli- tískum umræðum líð- andi stundar. Ef mið er tekið af þeim umræðum, sem fram fóru sl. mánudag er það nú grunntónn í málflutningi stjórnar- andstöðunnar, að stefna núverandi ríkis- stjórnar einkennist af harðri fijálshyggju, sem stefni að því að leggja velferðarkerf- ið, sem byggt hefur verið upp á nokkrum áratugum, í rúst. Þetta var sú söguskoð- un, sem Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, lagði áherzlu á að koma fram í umræðunum og hið sama má segja um aðra stjórnarandstæðinga. í stjórnmálum getur skipt jafn miklu máli hvað fólki flnnst eins og það sem er. Ef kjósendum finnst núverandi ríkisstjórn vera að bijóta niður velferðarkerfið eða standa fyrir stefnumörkun sem getur auk- ið efnamun í landinu getur það verið hættulegt fyrir stjórnarflokkana, þótt raunveruleikinn sé allur annar. Raunveru- leikinn sem snýr að Framsóknarflokknum og þar með formanni hans er t.d. allt ann- ar en sá sem hann vildi vera láta í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðunum. Þann raun- veruleika er hægt að setja fram með eftir- farandi hætti: Á áratugnum frá 1971 og fram yfir 1980, þegar Framsóknarflokkurinn var einn áhrifamesti aðili um landsstjórnina, ríkti óðaverðbólga flest ár, sem hófst vegna stjórnleysis vinstri stjórnarinnar sem við tók 1971 en magnaðist af 'ýmsum öðrum ástæðum m.a. vegna gífurlegrar hækkun- ar oiíuverðs o.fl. Þennan sama áratug voru vextir sennilega neikvæðari en nokkru sinni áður. Jafnframt voru öll vaxtagjöld frádráttarbær hjá húsbyggjendum. Þær leikreglur, sem til staðar voru á þeim ára- tug auðvelduðu jafnt venjulegum hús- byggjendum sem umsvifameiri fasteigna- kaupendum mjög að safna eignum. Undir lok þess áratugar var verðtrygg- ing lánaskuldbindinga tekin upp þannig að vextir urðu raunvextir en voru ekki lengur neikvæðir, þeir hækkuðu smátt og smátt þangað til þeir voru komnir yfir tíu prósentustig en samhliða voru skattareglur um að öll vaxtagjöld vegna húsbygginga skyldu vera frádráttarbær teknar til endur- skoðunar og skornar niður þannig að þær eru í dag svipur hjá sjón frá því sem var fram yfir 1980. Til viðbótar þessu var sú ákvörðun tekin í júní 1983 í fyrri ríkis- stjórn, sem Steingrímur Hermannsson veitti forsæti að afnema vísitölutengingu launa en Iáta verðtryggingu lánaskuld- bindinga standa. Afleiðingar þess komu fram með óþyrmilegum hætti næstu árin eins og Morgunblaðið varaði við að mundi gerast þá þegar. Framsóknarflokkurinn átti aðild að allri þessari þróun. Hann var í forystu fyrir eða átti aðild að hverri einuslu ríkisstjórn fram til vors 1991, ef undan er skilin minnihluta- stjórn Benedikts Gröndals, sem sat frá hausti 1979 og fram í febrúarbyijun 1980. Alþýðubandalagið átti verulegan þátt í þessum ákvörðunum. Alþýðubandalagið átti sæti í ríkisstjórnum 1971-1974, 1978-1979 og 1980-1983. Ekkert af því sem núverandi ríkisstjórn hefur gert hefur nálgast það að hafa sömu áhrif í þá átt að veikja stöðu þeirra sem minna máttu sín og bæta stöðu hinna efnameiri og sú þróun sem hér hefur verið lýst. Hveijir eru harðir fijálshyggjumenn og hveijir ekki?! Auðvitað hafa þær ákvarðanir, sem hér hefur verið lýst, haft fjölmargar já- kvæðar hliðar, en það breytir ekki hinu að fyrir þá sem voru í aðstöðu til að not- færa sér hin hagstæðu skilyrði til eigna- söfnunar skiptu þær sköpum. Þessar ákvarðanir skiptu sköpum á annan veg fyrir þá sem ekki gátu notfært sér hin hagstæðu skilyrði en urðu hins vegar að bera byrðarnar sem fylgdu þeim. Þess vegna er það svo, þegar litjð er yfir farinn veg, að Framsóknarflokkurinn, sem sakar núverandi ríkisstjórn um að leggja velferðarkerfið í rúst, átti meiri þátt í því en flestir aðrir að bijóta niður velferð ákveðinna þjóðfélagshópa á undan- förnum tveimur áratugum, sem aðrir hafa svo notið góðs af. Þótt það geti verið gagnlegt fyrir menn í stjórnmálaumræðum líðandi stundar að skoða samhengið. í stjórnmálabaráttunni með þessum hætti er auðvitað alveg ljóst, að hér sem annars staðar á Vesturlöndum eiga eftir að verða miklar umræður á næstu árum um það, hvernig hægt sé að viðhalda kjarna þess velferðarkerfis, sem byggt hefur verið upp á hálfri öld og rúm- lega það, við gjörbreyttar aðstæður í efna- hagsmálum, þegar þjóðir Vesturlanda hafa bersýnilega úr minnu að spila en áður. Þessar umræður eru hafnar hér og end- urspegluðust m.a. í fyrrnefndum eldhús- dagsumræðum. í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins á síðasta ári var fjallað töluvert um þessi viðfangsefni og hvatt til þess að tekjutengja almannatrygginga- kerfið og heilbrigðiskerfið í ríkum mæli og var í þeim efnum m.a. vísað til tilrauna Nýsjálendinga, en þar eins og annars stað- ar hafa orðið harðar deilur um slíkar breyt- ingar á velferðarkerfinu. Eitt helzta viðfangsefni núverandi ríkis- stjórnar er að draga úr hallanum á ríkis- sjóði. Það verður með engu móti gert nema draga úr kostnaði við velferðarkerfið. Þetta er auðvitað viðkvæmt mál fyrir báða stjórnarflokkana en augljóslega enn við- kvæmara fyrir Alþýðuflokkinn en Sjálf- stæðisflokkinn. Fyrrnefndi flokkurinn tel- ur sig vera höfund velferðarkerfisins í núverandi mynd, þótt sú söguskýring sé auðvitað mjög ýkt, og fram á síðustu ár mátti Alþýðuflokkurinn ekki heyra minnzt á nokkrar breytingar á því. Tregða Alþýðu- flokksins til breytinga hefur áreiðanlega átt verulegan þátt í að tefja úrbætur sem að gagni máttu koma. Umfjöllun Morgun- blaðsins um tekjutengingu á síðasta ári var ekki ný af nálinni því slíkar umræður fóru fram snemma á níunda áratugnum. Þegar þessi bakgrunnur er hafður í huga verður ljóst, að ræður formanns og varaformanns Alþýðuflokksins í eldhús- dagsumræðunum voru tilraun af hálfu flokksins til þess að fóta sig á nýrri stefnu- mörkun við breyttar aðstæður. Þar sem flokksþing Alþýðuflokksins er framundan er ekki óhugsandi að þessar umræður geti leitt til þess, að flokkurinn horfi á þessi viðfangsefni frá nýju sjónarhorni á næstu árum. I því sambandi verður fróð- legt að fylgjast með því, hvernig Alþýðu- bandalagið bregst við. Sá flokkur gerir nú tilkall til að nefnast jafnaðarmanna- flokkur og hefur lengi talið sig einn af málsvörum velferðarkerfisins. Vill flokkur- inn óbreytt kerfi eða má búast við nýrri stefnumörkun af hálfu Alþýðubandalags- ins líka? Afstaða beggja flokkanna getur ráðið töluverðu um þann farveg sem um- ræðurnar um velferðarkerfið beinast í næstu árin. EKKI ER ósennilegt, þegar . fram líða stundir, Baldvins að ræða Jóns Bald- vins Hannibalsson- ar, formanns Alþýðuflokksins, í þessum umræðum, verði talin upphafið að því, að flokkurinn fjalli um velferðarkerfið á öðr- um forsendum en áður. í þessari athyglis- verðu ræðu sagði m.a.: „í fátæktarþjóðfé- laginu var hugsun jafnaðarmanna sú að allir, án tillits til eigna eða efnahags, skyldu njóta sama réttar til ókeypis skóla- göngu, heilbrigðisþjónustu, sjúkratrygg- inga, ellilífeyris o.s.frv. Þess vegna hefur sú meginregla gilt enn í dag - líka í vel- megunarsamfélaginu. Það á líka við um þá, sem eiga skuldlausar villur, sumarbú- staði og torfærujeppa og færa neyzluna á fyrirtækið; og geyma slatta af skattfrjáls- um spariskírteinum og hlutabréfum í eld- Ræða Jóns traustum bankahólfum - en borga ótrú- lega lága skatta til sameiginlegrar velferð- arþjónustu. Ymsum blöskraði um daginn, þegar hluthafar í ríkisvernduðu verktakafélagi skutu á mjög arðbærum fundi og úthlut- uðu sjálfum sér 900 milljónum í skattfijáls- an arð af bréfunum sínum. Spyija má; Þurfa þeir á að halda útréttri hjálparhönd samfélagsins? Eiga þeir líka að njóta barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris? Eða væri þeim fjármunum betur komið til að hækka þessar bótagreiðslur til þeirra, sem raunverulega þurfa á þeim að halda?“ í framhaldi af þessum orðum formanns Alþýðuflokksins má spyija: hveijir eru þeir sem við núverandi aðstæður telja það fáheyrt að fella niður eða draga úr bótum velferðarkerfisins til þeirra sem ekki þurfa á því að halda en hækka þær í þess stað til hinna, sem þeirra þurfa með? Er Fram- sóknarflokkurinn á móti því? Er Alþýðu- bandalagið á móti því? Er Kvennalistinn á móti því? Ætla þeir Ólafur Ragnar Gríms- son og Svavar Gestsson að taka upp bar- áttu gegn því, að tryggingakerfinu verði breytt á þann veg, að hækka greiðslur til þeirra, sem óumdeilanlega búa við bágan hag? Því verður seint trúað en það er í raun og veru mjög brýnt að afstaða Al- þýðubandalagsins til þessa grundvallarat- riðis liggi skýrt fyrir. Hér dugar ekkert almennt orðagjálfur. Um þetta sagði Jón Baldvin Hannibals- son einnig í ræðu sinni í eldhúsdagsumræð- unum: „I fátæktarsamfélaginu voru flestir fátækir, fáir efnaðir. í velferðarsamfélag- inu eru flestir bjargálna og fáir ríkir. En umtalsverður hópur þarf af ýmsum ástæð- um á samhjálp að halda a.m.k. tímabund- ið á æviskeiðinu. Eigum við samt að halda áfram að beina milljarða millifærslum til milljónamæringa og milliliða - jafnvel þótt það þýði að aðstoð við þá, sem raun- verulega eru þurfandi, sé skorin við nögl? ... Það var aldrei okkar hugsun að auka á ójöfnuðinn, að bruðla með almannafé í þágu fullfrísks fólks, að ala upp forrétt- indahópa, sem gera meiri kröfur til ann- arra en sjálfra sín eða að veija hagsmuni „kerfisins“ gegn hagsmunum neytenda, almennings. Það er í ljósi þessara stað- reynda, sem nú fer fram um allan hinn vestræna heim, endurskoðun á þeim kenni- setningum, sem brautryðjendur velferðar- ríkisins innan raða jafnaðarmanna, settu fram á tímum fátæktarsamfélagsins. Sú endurskoðun á ekkert skylt við fráhvarf frá hugsjónum jafnaðarstefnunnar. Hún er hins vegar enn ein staðfesting þess, að öfugt við kommúnismann, sem nú er fall- inn á eigin illverkum, hefur jafnaðarstefn- an aldrei staðnað í kreddu. Hugsjónin er sú sama, en aðferðirnar hljóta að breytast með breyttum aðstæðum.“ Það eru auðvitað ýkjur hjá formanni Alþýðuflokksins, að jafnaðarmenn hafi verið slíkir forystumenn velferðarkerfisins og hann vill vera láta, a.m.k. á það ekki við um uppbyggingu þess hér á landi og heldur ekki í Þýzkalandi eftirstríðsáranna svo að dæmi sé nefnt. Hér hefur hlutur Sjálfstæðisflokksins ekki verið síðri og raunar mestur þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lengst af farið einn með stjórn mála, þ.e. í höfuðborginni. Uppbygging félagslegrar þjónustu í Reykjavík á undan- förnum áratugum undir forystu Sjálfstæð- ismanna hefur verið til sérstakrar fyrir- myndar og tekið langt fram því, sem gert hefur verið í sveitarfélögum, sem vinstri menn hafa stjórnað á sama tíma. En það er önnur saga. Það er líka ofmælt hjá formanni Alþýðu- flokksins, að jafnaðarstefnan hafi aldrei staðnað í kreddum (!). Sannleikurinn er auðvitað sá, að flokkar jafnaðarmanna um alla Vestur-Evrópu og ekki sízt á Norður- löndum hafa staðið í vegi fyrir eða barizt gegn nauðsynlegum umbótum á velferðar- kerfinu. Það á einnig við um Alþýðuflokk- inn hér L.d. þegar tekið er mið al’ umræð- um um þessi málefni á síðasta áratug. En látum það líka vera. Aðalatriðið er þetta: Það er eitt af fjölmörgum hlutverk- um forystumanna stjórnmálaflokka að Ijalla um grundvallarmál af þessu tagi. Úmræður af þeirra hálfu og skoðanaskipti eru ein af forsendunum fyrir því að veru- leg hreyfing komist á þær umbætur á velferðarkerfinu, þ.e. almannatrygginga- kerfinu og heilbrigðiskerfinu, sem geta gert hvoru tveggja í senn, tryggja nauð- synlega þjónustu við þá, sem þurfa á henni að halda og aukið sparnað í ríkisfjármál- um. Gera má ráð fyrir að af hálfu Sjálfstæð- ismanna verði á næstu misserum og árum lögð vaxandi áherzla á einkarekstur í heil- brigðisþjónustu sem eðlilegan válkost sam- hliða hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Slíkur valkostur er nauðsynlegur til þess að heil- brigðisþjónustan geti uppfyllt þær kröfur sem til hennar eru gerðar, en það má líka líta svo á að valkostur í heilbrigðismálum heyri til sjálfsagðra mannréttinda í nú- tímaþjóðfélagi. Það séu mannréttindi að geta keypt slíka þjónustu, ef það hentar viðkomandi og þar sem hann óskar með sama hætti og það teljast mannréttindi að geta farið til sólarlanda í sumarfrí. Það verður líka að gæta að því, að verði ekki opnaðir möguleikar á slíkum einkarekstri hér mun fólk kaupa þessa þjónustu í vax- andi mæli í öðrum löndum og er raunar byijað að gera. Fátækt og misrétti IFYRRNEFNDUM umræðum henti Jó- hanna Sigurðar- dóttir, varaformað- ur Alþýðuflokksins, á lofti umfjöllun hér í Reykjavíkurbréfi fyrir hálfum mánuði um vaxandi efnamun í Ba,ndaríkjunum og nefndi nokkrar tölur um eigna- og tekjuskiptingu hér á landi í því samhengi. Þessar umræður af hálfu félagsmálaráðherra taldi Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, vísbendingu um skoðanaágreining innan' ríkisstjórnarinnar. Það er auðvitað full- kominn misskilningur. Það er sjálfsagt mál, að við skoðum í ljósi umræðna í Bandaríkjunum og raunar víðar, hvernig tekju- og eignaskipting hef- ur þróazt hér á íslandi t.d. á síðustu tveim- ur áratugum. Þær tölur, sem félagsmála- ráðherra hefur nefnt í þessu sambandi gefa ekki nægilega glögga mynd af þess- ari þróun, þótt þær kunni að gefa einhveij- ar vísbendingar. Þess vegna er æskilegt og nauðsynlegt að sérfræðingar kanni rækilega þau gögn sem fyrir hendi eru til þess að efnislegar umræður geti farið fram um þetta á grundvelli víðtækra upplýs- inga. Hins vegar er það fagnaðarefni að ráðherrann skyldi gera þetta að umtals- efni. Umræður eru til þess fallnar að draga nýjar upplýsingar fram í dagsljósið og eru forsenda nýrrar stefnumörkunar og það er ómögulegt að skilja hvernig í því getur falizt andstaða við núverandi ríkisstjórn að fjalla um þróun síðustu tuttugu ára í þessum efnum! Ekki hefur ríkisstjórnin setið allan þann tíma. Fyrir nokkrum árum var efnt til ráð- stefnu um fátækt á íslandi. Það var athygl- isvert að fylgjast með viðbrögðum við þeirri ráðstefnu. Sums staðar gætti mikill- ar reiði vegna þess, að efnt væri til um- ræðna um þetta efni, þar sem engin fá- tækt væri til i landinu. Fátækt er afstætt hugtak. Sá maður, sem á skuldlausa íbúð en lifir á tekjutryggingu er ekki fátækur í skilningi kreppuáranna en hann hefur lítið handa á milli miðað við aðra og svíð- ur það. Aðalatriðið er hins vegar að ef markmið okkar er að byggja upp fyrir- myndar samfélag, sem við getum sökum fámennis, verðum við að vera reiðubúin til að ræða hugsanlegar skuggahliðar þess þö ekki væri nema til að komast að niður- stöðu um að þær séu ekki, fyrir hendi. Þær upplýsingar um þróun tekju- og eignaskiptingar í Bandaríkjunum, sem Morgunblaðið vitnaði til fyrir hálfum mán- uði hafa vakið upp gífurlegar umræður þar vestra í kjölfar óeirðanna í Los Angel- Morgunblaðið/RAX es, sem yfirleitt eru ekkert síður skýrðar með efnahagslegu misrétti en kynþáttafor- dómum. Þessar umræður beinast m.a. að því hvaða árangri herferð Lyndons John- sons gegn fátækt á sjöunda áratugnum hafi skilað. Þær snúast um það hvaða aðferðum eigi að beita til þess að ráða bót á þeim hrikalegu þjóðfélagsvandamálum, sem blasa við Bandaríkjamönnum. Og það er eftirtektarvert, að áhyggjur vegna þess- arar stöðu mála koma nú ekki síður fram hjá harðsnúnum hægri mönnum en hjá demókrötum. Einn helzti leiðtogi hægri sinnaðra repú- blikana á Bandaríkjaþingi á síðasta áratug heitir Jack Kemp og er nú húsnæðismála- ráðherra í ríkisstjórn Bush. Hann hefur ekki notið hylli forsetans síðustu þijú árin eða frá því Bush tók við völdum en vekur nú vaxandi athygli vegna þess, að hann hefur bersýnilega barizt fyrir þvi innan ríkisstjórnarinnar, fyrir daufum eyrurn, að takast á við fátæktarvandamál stórborg- anna. Eitt helzta viðskiptatímarit Banda- ríkjanna nefnist „Business Week“ og mundi enginn kenna skoðanir þess við annað en sterka hægri stefnu. Ritstjórnar- grein í síðasta tölublaði þess fjallar um „þau Bandaríki sem við getum ekki lengur lokað augunum fyrir“ og fjallar um nauð- syn þess að ráðast til atlögu við hin djúp- stæðu félagslegu vandamál í bandarísku þjóðlífi. Samhliða þvi, að við íslendingar tök- umst á við það verkefni að aðlaga velferð- arkerfi okkar að nýjum aðstæðum er nauð- synlegt að við könnum, hvort það er eitt- hvað á ferðinni í okkar samfélagi, sem við erum að loka augunum fvrir. „Hverjir eru þeir sem við núverandi aðstæður telja það fáheyrt að fella niður eða draga úr bótum velferðarkerfis- ins til þeirra sem ekki þurfa á því að halda en hækka þær í þess stað til hinna, sem þeirra þurfa með? Er Framsóknar- flokkurinn á móti því? Er Alþýðu- bandalagið á móti því? Er Kvenna- listinnámóti því?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.