Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 32

Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMÁ suNNUDAGUR 17. MAI 1992 AUGLYSINGAR KENNSLA Sumarskóli í Skotlandi Alþjóðlegur enskuskóli fyrir 11-16 ára í frið- sælu og fallegu umhverfi nálægt Perth. Boð- ið er upp á margþætta íþrótta- og tóm- stundaiðkun ásamt fjölda skoðunarferða. Nokkur pláss eru laus 21. júlí-11. ágúst. íslenskir fararstjórar sjá um börnin allan tím- ann (annar er reyndur kennari). Upplýsingar á kvöldin og um helgar hjá Hildi- gunni (91-75238) og Karli (91-75887). VÉLSKÓUI ISLANDS Innritun á haustönn Innritun nýrra nemenda á haustönn 1992 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 10. júní. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskól- anum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend- ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti, sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé 18 ára. Vélavörður. Sérstök athygli er vakin á námi vélavarða er tekur eina námsönn og veitir vélavarða- réttindi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Sími 19755. Skólameistari. VÉLSKÓLI fSLANDS Endurmenntunarnámskeið Eftirtalin námskeið verða haldin ef næg þátttaka fæst. Rafteikningar og teikningalestur Farið verður í ýmsar gerðir rafmagnsteikn- inga samkvæmt alþjóðastaðli (IEC) og ísl. staðli ÍST-117. Kennd uppbygging teikninga með seguliðastýringu. Þjálfun í uppbyggingu og lestri rafmagnsteikninga. Tími: 1.-5. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Einar Ágústsson. Tölvur Stýrikerfi og algeng notendaforrit. Farið verður í MS-DOS stýrikerfi og algengustu notendaforrit á PC-tölvur, s.s. ritvinnslu, töflureikni og gagnagrunnsforrit. Tími: 1.-5. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Sigurður R. Guðjónsson. Iðntölvur Farið verður í grundvallar uppbyggingu iðn- tölva ásamt inn- og útgangseiningum. Kennd uppbygging stigarits („ladder") og forritun. Kynnt forritun með einkatölvum (PC). Þjálfun í forritun og tengingum iðntölva. Tími: 9.-12. júní. Lengd: 30 stundir. Kennar- ar: Eggert Gautur Gunnarsson og Sigurður Sigurjónsson. Umsóknir skulu hafa borist Vélskóla íslands Sjómannaskólanum v/Háteigsveg ásamt þátttökugjaldi kr. 15.000,- fyrir hvert nám- skeið, fyrir 25. maí nk. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingablaði verða send þeim sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 19755. Skóiameistari. Erfiðleikar í námi - ráðgjöf Tii mæðra og feðra Átt þú barn, sem hefur gengið illa í skólan- um? Gekk barninu þínu e.t.v. illa að læra að lesa? Er reikningskunnáttan ennþá í molum? Hvað með stafsetninguna - er hún slæm? Hefurðu áhyggjur af barninu þínu, sem er nú að Ijúka grunnskóla með lélegum árangri? Helga Sigurjónsdóttir, námsráðgjafi og kennari, er fús að ræða þessi mál við þig og leggja þér lið. Hún hefur langa reynslu af ráðgjöf fyrir börn og unglinga og foreldra þeirra og hefur byggt upp ráðgjafarþjónustu og námsúrræði fyrir unglinga. Helga verður við í síma 42337 alla virka daga eftir kl. 19.00 frá 20. maí til 12. júní. Geymið auglýsinguna. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaárið 1992-1993 eru mánudaginn 18. maí í Skipholti 33 og fyrir tón- menntakennaradeild miðvikudaginn 20. maí. Nánari upplýsingarveittar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skól- anum fyrir 1. júní nk. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrif- stofu skólans. Skólastjóri. Sumarbúðir Skákskóla íslands 21.- 27. júnf í heimavistarskólanum í Reyk- holti, Biskupsstungum. Skákkennsla fyrir alla styrkleikaflokka, íþróttir, sund og útivera. Kennarar verða þrír. Nemendur: Stelpur og strákar, 7-14 ára. Verð: 16.800 kr. Innritun er einnig hafin í helgarnámskeið í Reykjavík. Það fyrsta verður 29. til 31. maí. Skráning alla virka daga kl. 10.00-13.00 í síma 689141. Fólki á landsbyggðinni er einnig bent á Bréfa- skákskóla íslands. Sendið inn nafn og heimilisfang og þið fáið til baka kynningu á námskeiðum. Heimilisfangið er: Skáksamband íslands, Faxafen 12, 108 Reykjavík. Skólastjóri. Söngskglinn í Reykjavik Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík veturinn 1992-’93 er til 27. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, sími 27366, daglega frá kl. 10.00-17.00, þar sem allar nánari upplýs- ingar eru veittar. Skólastjóri. Fiskvinnsluskólinn Trönuhrauni 8 - 220 Hafnarfirði símar 91-52044 og 91-53547. Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 1992-1993 er til 10. júní 1992. Kennsla í vinnslu sjávarafurða. ATVINNUHUSNÆÐI Veitingahús Til leigu húsnæði á Laugavegi 73, áður Pét- ursklaustur og Blús barinn. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 622606 (Arnar). Á besta stað í bænum Til leigu er húsnæði fyrir rekstur á skyndibita- stað með austurlenskan mat. Reynsla í slíkri matargerð áskilin. Innrétting að hluta til fylg- ir. Góð aðstaða fyrir viðskiptavini. Nánari upplýsignar veitir Valgerður Heba á skrifstofu Jara sf., sími 687452. Lækjargata -til leigu Til leigu eru tvær skrifstofuhæðir við Lækjar- götu (Nýja bíó-húsið): 3. hæð ca. 80 fm auk geymslu, 5. hæð ca. 150 fm. Hæðirnar eru lausar nú þegar. Langtímaleiga kemur til greina. Upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, sími 11540 og 21700. Veitingahúsið T unglið Til leigu er veitingahúsið Tunglið við Lækjar- götu, að frátöldum veitingasal í kjallara. Bún- aður fylgir. Langtímaleiga með framsals- heimild kemur til greina. Upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, sími 11540 og 21700. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu gott skrifstofuhúsnæði á Nýbýlavegi í Kópavogi. Möguleiki er á að fá hluta hús- næðisins leigt. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52, sími 682800. Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu er skrifstofu- og lagerhúsnæði Bóka- útgáfunnar Iðunnar hf. á Bræðraborgarstíg 16. Húsnæðið er á þremur hæðum auk kjall- ara, alls um 700 fm. Húsnæðið hentar fyrir ýmiss konar starfsemi og kemur til greina að leigja það í smærri einingum, þ.e. hverja hæð fyrir sig. Upplýsingar eru veittar í síma 28555. Bókaútgáfan Iðunn hf. KVÓTI Aflahlutdeild - varanleg skipti Óskum eftir að skipta 102 tonna aflahlut- deild í þorski og 35 tonna aflahlutdeild í skar- kola fyrir aflahlutdeild í ýsu. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ó - 10305“ fyrir 1. júní. HAGKVÆM KVÓT AVIÐSKIPTI KVÓTAMARKAÐURINN HF. EIÐISTORG117, SELTJARNARNESI. SÍMI: 614321 -MYNDSENDIR: 614323.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.