Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 40

Morgunblaðið - 17.05.1992, Page 40
varða i ILandsbanki Sk íslands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um allt lund pósnm 06 sínií MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Horfur á gróðursælu sumri: Mjög miklar fym- ingar hjá bændum MEÐALHITI á tímabilinu frá október síðastliðnum til apríl var samkvæmt upplýsingum Veður- stofu íslands sá hæsti síðan 1972, og heldur meiri en meðallagið á góðviðrisskeiðinu 1931-1960. Allt bendir því til að trjágróður og grös muni hafa komið vel undan vetri og hafi því skilyrði til að dafna vel í sumar. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, land- nýtingarráðunauts hjá Búnaðar- félagi Islands, eru víðast mjög miklar fyrningar til hjá bændum eftir einstaklega gott sumar í fyrra og góðan vetur, en hann \elur þó óhyggilegt að menn heyi minna en aðstæður leyfa þess vegna. „Það er til mikið af fyrningum í rúlluböggum, en það er hætt við að það verði mikil afföll af því fóðri, þar sem rúllubaggarnir vilja skemmast. Þrátt fyrir það er mikið til af góðu þurrheyi og mjög góð staða í fóðurmálum, en við hjá Búnaðarfélaginu teljum þó ekki hyggilegt að menn fari að stóla á „fyrningar á vordögum,“ sagði Ólaf- 'ur. Hann sagði að þar sem lítill klaki væri í jörðu yrðu horfur á sprettu að teljast nokkuð góðar í sumar ef hlýna tæki í veðri og rigna, og í úthögum væri útlitið einnig gott. „Sauðfjárstofninn er kominn nið- ur í 510 þúsund, og hefur ekki ver- ið svo fátt fé síðan í kringum 1950. Hrossum hefur hins vegar fjölgað mjög mikið og á sumum jörðum eru þau orðin of mörg þannig að þeir hagar eru mikið bitnir. Varðandi afréttina þá hefur létt gífurlega mikið á þeim, því að á sama tíma og fénu hefur fækkað hafa menn að mestu hætt að reka hross í af- Félagsstofnim stúdenta: Ahugi á kaupumá Hótel Borg ARNAR Þórisson, fram- kvæmdasljóri Félagsstofnun- ar stúdenta, segir að stjórn stofnunarinnar hafi áhuga á að kanna möguleika á kaup- um á Hótel Borg. „Það eru gífurlegir biðlistar hér frá stúdentum eftir garðaplássi og Hótel Borg er einn af þeim möguleikum sem við viljum kanna nánar til að geta annað þessari eftirspurn," segir Arnar. Arnar segir að Félagsstofnun hafí að undanförnu litið á ýmsa möguleika til að auka garða- pláss fyrir stúdenta Háskólans og Hótel Borg gæti hentað vel þar sem húsið er staðsett ná- lægt Háskólanum. Hins vegar sé málið á frumstigi og ekki enn verið rætt við borgaryfírvöld um málið af hálfu Félagsstofnun- ar.„ Við munum á næstunní senda menn til að gera úttekt á húsnæðinu og í framhaldi af þvi verða næstu skref ákveðin," segir Arnar. rétti. Það hefur því létt langmest á viðkvæmasta landinu og miðað við nægilega úrkomu og þokkalegt hitastig ættu horfurnar á hálendinu að vera góðar,“ sagði Ólafur. Að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, er kominn tími til að bera á tún um sunnanvert land- ið og verður innan skamms einnig tímabært fyrir norðan. Hann segir að með því að bera vel á túnin eft- ir kalda vetur, en draga úr áburði eftir hlýja vetur, eigi að vera hægt að fá því sem næst jafn mikinn heyfeng á hveiju ári. Víða ölvun og ólæti UM 3.500 MANNS voru saman komnir í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og var ölvun umtals- verð. Ólæti voru ívið meiri en undanfarnar helgar og voru fangageymslur lögreglunnar nær fullar. Þá voru ölvun og ólæti á Akureyri, Selfossi og í Borgarnesi. Um tuttugu manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Flestir höfðu verið settir inn vegna ölvunar, en ólæti voru ekki umtals- verð í bænum, þó meiri en undan- farnar helgar. Hjá lögreglunni fengust þær upp- lýsingar að þetta væri önnur helgin í röð þar sem mikill fjöldi safnaðist saman í miðbænum, en slíkt er ár- viss viðburður þegar daga tekur að lengja. A Akureyri gistu þrír fanga- geymslur lögreglunnar. Að sögn lögreglunnar safnaðis nokkur mannfjöldi saman í miðbæ Akur- eyrar og var ölvun umtalsverð. Þá voru ólæti í Borgarnesi og á Selfossi. I Borgarnesi voru rúður brotnar í fjölmörgum bílum og hús- um. Grunur leikur á að nokkur ölv- uð ungmenni hafi framið skemmd- arverkin. Skipt um þak Morgunblaðið/Þorkell Vinna við endurnýjun og viðgerð á þaki Landspítal- ans er hafin á ný eftir að hafa legið niðri frá áramót- um. Að sögn Egils Jóhannssonar forstöðumanns, er verið að skipta um steinskífur á þakinu. Þær sem fyrir voru hafa enst í 65 ár en voru farnar að fjúka af í illviðrum. Þá verður þakið einangrað og þak- rými nýtt betur en gert hefur verið til þessa. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í haust. Ellefu stærstu útgerðimar eiga um 30% af heildarkvóta Aætluð kvótakaup þeirra frá 1. jan. 1991 nema tæplega 2 milljörðum króna ELLEFU stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eiga nú tæplega 30% af heildarkvóta landsmanna. Áætluð kaup þessara fyrirtækja á kvóta frá 1. janúar 1991 til dagsins í dag nema tæplega 2 milljörðum króna. Þann fyrsta janúar 1991 nam hlutdeild þessara fyrirtækja í heildark- vótanum samtals 14,16% en í vor var þessi hlutdeild komin í tæp- lega 30%. Þessar upplýsingar komu fram á málþingi Birtingar um fiskveiðistefnu og veiðileyfagjald sem haldið var á Hótel Sögu í gærmorgun. Runólfur Ágústsson vann framangreindar upplýsingar úr gögnum frá sjávarútvegsráðun- eytinu en hann lauk nýlega emb- ættisprófí i lögfræði og fjallaði lokaritgerð hans um eignarétt á fiski í sjónum frá lagalegu sjónar- miði. í erindi sem hann flutti á ráðstefnunni í gær kom fram að frá 1. janúar 1991 þar til nú hafa fyrrgreind ellefu útgerðarfyrir- tæki ríflega tvöfaldað kvóta sinn, mælt í þorskígildum úr 14,16% eða 44.807 tonnum í tæplega 30% eða rúmlega 99.000 tonn ef með er talinn nýlegur samrumi Þor- móðs ramma á Siglufírði og Skjaldar á Sauðárkrók. Áætlað verðmæti þessa kvóta fyrirtækj- anna á almennum markaði nemur nú um 17 milljörðum króna. Áætluð kaup þessa fyrirtækja á kvóta fýrrgreint tímabil nema 11.185 tonnum og er áætlað kaupverð þess kvóta tæplega 2 milljarðar króna. í máli sínu fjallaði Runólfur m.a. um eignalega meðferð kvóta í bókhaldi útgerðarfyrirtækja. „Framsal ótímabundinna afla- heimilda er þannig lögum sam- kvæmt almennt fijálst og við- skipti fyrir milljarða króna hafa átt sér stað með þessi réttindi á undanförnum misserum,“ sagði Runólfur. „Líkur eru til þess að aflahlutdeild geti verið sjálfstætt veðandlag, hægt sé að gera aðför að henni, taka fjárnárni og selja nauðungarsölu. Keypt aflahlut- deild er almennt eignfærð í árs- reikningum fyrirtækja og sömu- leiðis ber að eignfæra slík réttindi í skattskýrslu. Réttindi þessi virð- ast því vera eign í réttarfars- og skattlegum skilningi.“ Runólfur komst síðan að þeirri niðurstöðu að aflahlutdeild, sem opinbert leyfi, er ekki stjórnar- skrárvarin eign handhafa og að löggjafanum sé heimilt að aftur- kalla veittar aflaheimildir. Breyti þar engu þótt viðskipti hafi farið fram með þær. Við afturköllun verði löggjafinn hinsvegar að virða atvinnuréttindi þau sem að baki leyfinu liggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.