Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 4
V
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
Samningur Húsnæðisstofnunar ríkisins við VÍB:
Verðbréfafyrirtæki eru
ósátt við vinnubrögðin
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI eru mjög ósátt við það að Húsnæðisstofn-
un ríkisins skyldi gera samning við Verðbréfamarkað íslandsbanka
um að annast útboð á skuldabréfum stofnunarinnar fyrir allt að 3
milljarðar króna án þess að leita eftir tilboðum þeirra. Slíkur samn-
ingur þýði jafnvel hærri verð, lélegri dreifingu bréfanna og hærri
kjör á skuldabréfunum.
Auk þess sem kostnaður Hús-
næðisstofnunar vegna útboðsins
hefði að öllum líkindum verið lægri
ef leitað hefði verið til verðbréfafyr-
irtækjanna, segir Pálmi Sigmarsson
framkvæmdastjóri hjá Handsali
hættu á því að dreifíng bréfanna
verði ekki eins góð. „Þar með getur
ávöxtunarkrafa bréfanna verið
hærri en annars. Forsendur um
ákvörðun loka ávöxtunarkröfu
liggja ekki fyrir og veikir því stöðu
mála,“ segir Pálmi.
Friðrik Jóhannsson forstjóri Fjár-
festingarfélagins segir að eðlilegra
hefði verið að Húsnæðisstofnun rík-
isins hefði efnt til útboðs á meðal
verðbréfafyrirtækja. „Fjárfestinga-
félagið hefði tekið þátt í slíku út-
boði,“ segir Friðrik.
Gunnar Helgi Hálfdanarson for-
stjóri Landsbréfa segir að ef Hús-
næðisstofnun hefði boðið þetta verk
út þá hefðu Landsbréf vissulega
haft áhuga á því. „Þær skýringar
sem Yngvi Öm Kristinsson, formað-
ur stjómar Húsnæðisstofnunar,
hefur gefíð eru ófullnægjandi. Fyrir
tæplega hálfu ári kom fram að
Húsnæðisstofnun hyggðist bjóða út
þessi skuldabréf og stofnunin vissi
af almennum áhuga verðbréfafyrir-
tækjanna. Því var nægur tími til
stefíiu og einnig er það einkennilegt
að menn gefí sér forsendur um
hvað verðbréfafyrirtækin kæmu til
með að bjóða í verkefnið án þess
að leita eftir því með formlegum
hætti," segir Gunnar Helgi.
Guðmundur Hauksson forstjóri
Kaupþings segir útboð verðbréfa-
fyrirtækjanna hingað til hafa verið
mun smærri en umrætt útboð og
því sé um mikla hagsmuni að ræða
bæði fyrir verðbréfafyrirtækin og
aðra sem málið snerti.
„Það er synd til þess að vita að
stjóm Húsnæðisstofíiunar sé nú að
fara allt aðra leið en ríkissjóður
hefur valið að gera. Þessa dagana
er ríkissjóður með útboð á skulda-
bréfum og öllum verðbréfafyrir-
tækjunum er gefínn kostur á að
bjóða í útboðið. Einnig er verið að
afla tilboða í verkefni vegna einka-
væðingar. Ég er sannfærður um
að það mun leiða til farsælli lausn-
ar en vinnubrögð Húsnæðisstofnun-
ar,“ segir Guðmundur.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 6. JUNI
YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum er 992 mb lægð
sem hreyfist fremur lítið en á milli Skotlands og Færeyja er 1033 mb hæð.
SPÁ: Suðaustlæg átt, stinningskaldi en sums staðar allhvass eða hvass
um tíma. Rigning og súld sunnanlands og vestan í fyrramálið og einnig
Irtils háttar rigning norðaustanlands siðdegis en snýst þá í suðvestan-
kalda með skúrum vestanlands. Hiti 6-17 stig, hlýjast norðaustan til.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Sunnanátt austanlands en
suðvestan eða breytileg átt vestanlands. Skýjað um mest allt land, rign-
ing og súld sunnanlands og austan, skúrir vestanlands en úrkomulrtið
norðanlands. Hiti á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskirt Léttskýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Siydda
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ ^
Skúrir Slydduél
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
B
Sunnan, 4 vindstig.
-Vindörin sýnir vindstefnu
og flaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
y súid
= Þoka
j
(Kl. 17.30 í gær)
.. _ eru nu færtr, utan einstaka vegárkafiar
sem lokaðir eru vegna aurbleytu, svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörð-
um. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxulþungatakmarkanir
á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og austan Þórshafnar á Norðaust-
urlandi og eru þær tilgreindar með merkjum við viökomandi veg. Allir
hólendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa.
Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12.00 í gær
Akureyri
Reykjavfk
hítí
16
9
UM HEIM
að ísl. tíma
voður
skýjað
úrkoma i grennd
Bergen 24
Helsinki 24
Kaupmannahöfn 24
Narssarssuaq 3
Nuuk +2
Ósló 28
Stokkhólmur 25
Pórshöfn 11
Wttsfc^að
léttskýjafl
hálfskýjað
elydda
alskýjað
léttskýjafl
léttskýjað
alskýjað
Aígarve
Amsterdam
Barcelona
Berlm
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Los Angeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
MaRorea
Montreal
New York
Oriando
Parfs
Madeira
Róm
Vin
Washmgton
Winnipeg
24
17
19
24
18
14
25
11
12
t9
26
24
13
19
22
24
léttskýjað
skýjað
léttskýjað
léttskýjað
vantar
skýjað
skýjað
skýjað
iéttskýjað
rigning
vantar
rigning
skwað
lettskýjað
léttskýjað
vantar
vantar
vantar
alskýjað
léttskýjað
skj^að
skýjað
vantar
vairtar
/ 9° /
/ / V / /
/ DAG kl. 12.00
Veðurstofa i$fands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær)
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Svo virðist sem Nökkvi frá Þverá og Baldvin Ari Guðlaugsson hafi
gert út um keppnina í B-flokki gæðinga er þeir hlutu 8,99 stig í
forkeppninni og virðist sem úrslitakeppnin sé nánast formsatriði
fyrir þá kappa.
Hvítasunnumót Fáks:
Nökkvi frá Þverá með
yfirburði í B-flokki
GÆÐINGURINN Nökkvi frá Þverá er keppir fyrir hestamannafélag-
ið Létti á Akureyri skaust í efsta sæti B-flokkskeppninnar á Hvíta-
sunnumóti Fáks í gær með glæsilegri sýningu og er hann hlaut 8,99
I einkunn sem er sú hæsta sem gefín hefur verið í gæðingakeppni
á þessu ári.
Knapi á Nökkva var Baldvin
Ari Guðlaugsson en hann var með
annað hross, Hreyfingu, sem einn-
ig náði inn í úrslit er hún varð í
sjöunda sæti með 8,59, en átta
hross fara í úrslit. Hin sex hrossin
eru Prati með 8,76, knapi Alfreð
Jörgensen, Oddur með 8,67, knapi
Sigurbjöm Bárðarson, Muni frá
Ketilsstöðum með 8,66, knapi
Sveinbjöm Sævar Ragnarsson,
Bijánn með 8,64, knapi Unnur
Lísa Schram, Flassi með 8,61,
knapi Sveinn Jónsson, og Kol-
skeggur frá Ásmundarstöðum
með 8,57, knapi Maríanna Gunn-
arsdóttir.
I bamaflokki varð efstur Guðm-
ar Þór Pétursson á Kvisti frá Gerð-
um með 8,92. Annar varð Sigfús
Sigfússon á Skenki með 8,71, Lilja
Jónsdóttir á Stimi með 8,65, Helgi
Gíslason á Dropa með 8,50,
Sigurður Halldórsson á Kardinála
með 8,50, Erlendur Ingvarsson á
Stjama með 8,35, Sandra Karls-
dóttir á Júníor með 8,31 og Marta
Jónsdóttir á Sóta með 8,26 í
áttunda sæti.
í dag fer fram forkeppni í A-
flokki gæðinga og unglingaflokki
og hefjast báðar keppnimar klukk-
an níu en keppt er á tveimur völl-
um samtímis. Yfírlitssýning kyn-
bótahrossa hefst að því loknu
klukkan 16.30 og forkeppni í tölti
byijar klukkan átta en þar munu
keppa 23 úrvalstöltarar og er sagt
að um helmingur þeirra hafí náð
yfír 90 stigum sem gerir þetta að
sterkustu töltkeppni sem haldin
hefur verið hérlendis.
-----♦ ♦ 4-----
A
Avísunum
var stolið
frá ölgerð
ÁVÍSUNUM og peningum var
stolið úr flutningabíl ölgerðar á
fímmtudag. Ávísanimar voru
stilaðar á Gosan hf. og upphæð
þeirra var á biiinu 100-200 þús-
und krónur.
Bfllinn stóð fyrir utan Laugarás-
veg 2 skömmu fyrir kl. 14 á fímmtu-
dag og var ólæstur. Farið var inn
í hann bílstjóramegin og 4-5000
krónum stolið, auk ávísananna.
Rannsóknarlögregla ríkisins fer
með rannsókn málsins.
Hundurimi Spori skot-
inn á færi með riffli
EIGANDI hunds úr Reykjavík
hefur kært íbúa á Blönduósi
fyrir að hafa skotið hundinn
til bana. Eigandinn sá manninn
stíga út úr bifreið í útjaöri
bæjarins og skjóta tveimur
skotum af riffli.
Pálmi Gíslason sagði í samtali
við Morgunblaðið, að hann hefði
farið í stutta heimsókn á Blöndu-
ós um síðustu helgi, ásamt syni
sínum og sex ára sonardóttur.
„Sonur minn tók með sér hundinn
Spora, hreinræktaðan írskan
setter. Við vorum að flytja dót
úr bflnum mínum inn í hús aldr-
aðra á Blönduósi, þegar Spori
komst úr úr bflnum og hljóp í
burtu, upp með Blöndu. Sonur
minn fór skömmu síðar á eftir
honum. Þegar hann gekk fyrir
húshomið sá hann mann stíga
út úr bifreið, um 2-300 metra í
burtu. Maðurinn var með riffil,
sem hann miðaði yfír götuna á
Spora og hleypti af. Spori var á
leið í átt að syni mínum. Hann
reyndi að skríða áfram, en þá
hleypti maðurinn af að nýju og
banaði hundinum."
Pálmi sagði að sonur hans
hefði kallað til hans og þeir farið
saman að bíl mannsins, sem var
þá búinn að setja dýrið í aftur-
sæti bifíreiðar sinnar. „Hann gaf
þá skýringu að hundurinn hefði
verið að andskotans í fénu hans,
en ég gat nú ekkert fé séð þama
nálægt og hundurinn var ekki
laus nema í fáar mínútur."
Pálmi sagði að aldrei hefðu
verið nein vandræði vegna Spora,
sem hefði verið einstaklega blíður
og góður hundur. „Litla sonar-
dóttir mín var óhuggandi eftir
þennan atburð, gret alla nóttina
og gat ekki um annað talað
næstu daga,“ sagði hann.
Lögreglan á Blönduósi stað-
festi að kæra hefði borist þangað
vegna þessa máls og það væri
nú í rannsókn.