Morgunblaðið - 06.06.1992, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
Þing norrænna fæðinga- og
kvensjúkdómalækna í Reykjavík
28. ÞING norrænna fæðinga- og
kvensjúkdómalækna verður hald-
ið í Reykjavík dagana 9.-12. júní.
Þessi þing eru haldin annað hvert
ár, til skiptis á ýmsum stöðum á
Norðurlöndunum. Síðast var þing
af þessu tagi haldið 1976. Að þing-
inu standa samtök norrænna fæð-
inga- og kvensjúkdómalækna,
NFOG. Þessi samtök hafa innan
sinna vébanda 2.500 lækna á
Norðurlöndum. Rúmlega 700
manns munu sækja þingið i
Reykjavík, þar af um 500 læknar,
og er þetta stærsta læknaþing
sem haldið er á þessu ári á Islandi.
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur
samþykkt 10 milljón króna auka-
fjárveitingu vegna sumarvinnu
skólafólks. Að sögn Gunnars
Birgissonar forseta bæjarsíjórn-
ar, verður lögð áhersla á ýmis
umhverfisverkefni, gróðursetn-
ingu og viðhald á íþróttasvæðum
og skólalóðum.
Á þinginu verða haldin alls um
147 erindi og önnur vísindavinna
kynnt, auk allstórrar lyfja- og
tækjakynningar, sem fram fer í
tengslum við þingið.
Þingið verður sett í Perlunni
að kvöldi 9. júní.
Aðalumræðuefni þingsins verða:
Hár blóðþrýstingur á meðgöngu,
leghálskrabbamein og blæðinga-
truflanir. Einnig verður fjallað um
ómskoðanir í bytjun meðgöngu, nýja
tækni í kviðspeglun, nýjar getnaðar-
varnaaðferðir, bólgusjúkdóma,
þvagfæravandamál hjá konum,
ófijósemi og aldursbundnar breyt-
Sagði Gunnar, að þegar væri
búið að ráða milli 470 til 480 ung-
linga til vinnu og eru það 100 fleiri
en síðastliðið sumar. Er reiknað
með að 30 til 40 ungmenni verði
ráðin að auki nú þegar aukafjárveit-
ing er fengin. „Teljum við að þar
með sé vandinn leystur og að allir
hafi fengið vinnu,“ sagði hann.
ingar í líkama kvenna.
Fyrir þingið verða haidin nokkur
námskeið fyrir hluta af þeim sem
þingið sækja, m.a. í Keflavík um
þvagfæravandamál hjá konum og
aðrir smærri fundir á Laugarvatni,
Þingvöllum og í Reykjavík.
Nokkrir íslendingar munu flytja
erindi á þinginu, m.a. um rannsókn-
ir um legháiskrabbamein og erfðir
í meðgönguháþrýstingi, en íslenskar
rannsóknir á þessum sviðum hafa
vakið athygli erlendis á undanförn-
um árum. Þingfulltrúar eru fyrst
og fremst frá Norðurlöndunum, en
einnig koma á þingið læknar frá
Hollandi, Grikklandi, Ungveijalandi,
Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum,
Rússlandi, Persaflóaríkjum og alla
leið frá Ástralíu. Þingið verður hald-
ið í Háskólabíói. Ráðstefnuundirbún-
ingur hefur verið í höndum nefndar
á vegum Félags íslenskra kvensjúk-
dómalækna í samvinnu við ráð-
stefnudeild Ferðaskrifstofu íslands.
Undirbúningsnefnd þingsins skipa
Reynir Tómas Geirsson, forseti
þingsins, Arnar Hauksson, aðalrit-
ari, Jens A. Guðmundsson, vísinda-
ritstjóri, Konráð Lúðvíksson, gjald-
keri, Benedikt Ó. Sveinsson, Guðjón
Vilbergsson og Kristján Sigurðsson
meðstjórnendur.
Verndari þingsins er frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands.
(Fréttatilkynning)
Bæjarráð Kópavogs:
Aukafjárveiting
vegna sumarvinnu
Morgnnblaðið/Frímann Ólafsson
Blásarasveit Tónlistarskóla Grindavíkur spilaði við góðar undirtektir.
Tónlistarskóla
Grindavíkur slitið
Grindavík.
TÓNLISTARSKÓLA Grindavík-
ur var slitið nýlega með hátíð-
legri athöfn í Grindavíkurkirkju.
Starfið hefur verið líflegt í vetur
undir sljórn Siguróla Geirssonar
skólastjóra.
Að þessu sinni voru 70 nemendur
í Tónlistarskólanum í blásara-,
hljómborðs- og forskóiadeildum. 17
nemendur luku annars og þriðja
stigs prófum í tónlistarnámi og
aðrir luku vorprófum. Hljómleikar
nemendanna voru fjölsóttir af að-
standendum og öðrum gestum og
tókust í alla staði vel. Efnisskráin
var fjölbreytt eins og gefur að skilja
þegar 17 nemendur spila einleik
ásamt því að forskóladeildirnar spil-
uðu saman í byijun og blásarasveit
skólans endaði tónleikana sem settu
lókapunkt á góðan tónlistarvetur
hjá skólanum
FÓ
011KA 0107H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
L \ Iwvfclw/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiiturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Glæsil. endaraðhús í Fellahverfi
Mikið endurn. steinhús 158,9 fm. Innr. og tæki af bestu gerð. Kjallari
er undir öllu húsinu. BHskúr fylgir. Blóma- og trjágarður. Eignaskipti
möguleg. Húsið er í syðstu röð á útsýnisstað. Mjög gott verð.
Góð íbúð - gott verð - bílskúr
Á 1. hæð 3ja herb. íb. 84,4 fm við Hrafnhóla í 3ja hæða blokk. Nýtt
bað. Nýl. teppi. Stórir og góðir skápar. Húsið nýl. málað utan. Góður
bflskúr 25,9 fm. Einkasala. Mjög gott verð.
Ný og glæsileg í lyftuhúsi
Einstaklingsíb. með suðursv. í nýendurbyggðu lyftuhúsi við Tryggva-
götu. Laus strax. Gott verð.
Rétt austan við Snorrabraut
2ja-3ja herb. kjíb. í vel byggðu steinh. Sér hitaveita. Góð sameign.
Góð lán 1,6 millj.
Skammt frá elliheimilinu Grund
Mikið endurn. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Sameign endurbætt. Risherb.
m. snyrtingu fylgir. Rúmg. geymsla í kj.
Glæsilegt endaraðhús í Seljahverfi
með 6-7 herb. á þremur hæðum. Á 1. hæð má gera séríb. Góður
bílsk. m. geymslu. Ýmiskonar eignaskipti möguleg. Útsýni.
í reisulegu fjölbýlishúsi f Hlíðunum
4ra herb. stór og góð íb. á 1. hæð, 103 fm nettó. Góðir skápar. Svalir
á suð-vesturhlið. Góð geymsla í kj. Góð lán um kr. 2,4 millj. fylgja.
Góður sumarbústaður
í landi Möðruvalla í Kjós. Hússtærð 40-45 fm. Góð verönd. Útsýnis-
staður. Myndir og nánari uppl. á skrifst.
Árbæjarhverfi - nágrenni
3ja-4ra herb. íb. óskast til kaups. Ennfremur óskast rað- eða einbhús
í hverfinu.
• •
Opiðídag kl. 10-16.
Fjöldi fjárst. kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Fasteignakaupendur!
Á söluskrá Kjöreignar er gífurlegur
fjöldi eigna. Athugið að aðeins hluti
eignanna er auglýstur. M.a. yf ir 20 glæsi-
leg einbýlishús á söluskrá. í mörgum
tilfellum er möguleiki á makaskiptum.
Komið og fáið sýnishorn úr tölvu-
keyrðri söluskrá.
Skrifstofan verður opin í dag
frá kl. 13.00-15.00.
S: 685009-685988
ÁRMÚLA21
DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 643. þáttur
Vilhjálmur Einarsson á Sel-
fossi skrifar mér einkar vin-
gjarnlegt bréf og sendir mér
dæmi um nokkrar erlendar slett-
ur sem hann hefur heyrt á rás
eitt í Ríkisútvarpinu. Hann segir
að þetta sé aðeins smá sýnis-
horn, af tilviljun, en finnst þó
keyra langt úr hófi og spyr um
álit umsjónarmanns þessa þátt-
ar. Dæmi hans eru dagsett og
jafnvel nánar færð í tímaskorð-
ur, en umsjónarmaður lætur sér
nægja að endurrita dæmin úr
bréfi Vilhjálms án frekari auð-
kenningar. Vissulega hefur bréf-
ritari ekki búið dæmin til: 1)
„dómínerandi í flórunni“, 2)
„engin mystík á bak við þetta“,
3) „hversu aktúel þau eru“, 4)
„prójekt eða verkefni", 5)
„kombínasjónir“, 6) „því ídealís-
éraðra", 7) „brandara og an-
ektótur“, 8) „í framúrstefnuleg-
um arkítektúr".
Þetta er náttúrlega ansi
skrautlegt, svona saman þjapp-
að. vandamálið — tökuorð,
slangur og slettur — er svo mik-
ið að umsjónarmaður kemst ekki
hjá því að skrifa um það langt
mál. Því fremur er það sem hann
sjálfur er bæði á móti og með
slíkum orðum. Hann gerir sig
oft sekan um að sletta að gamni
sínu dags daglega, þó að hann
reyni fremur að komast hjá því
í sparimáli. Og hvar finnum við
nú hinn gullna meðalveg til að
ganga á? Umsjónarmaður mælir
hreint ekki með slettusafni, eins
og bréfritari tók saman, en hann
getur með engu móti fordæmt
tökuorð eins og þau leggja sig,
enda hafa sum þeirra áunnið sér
fjarska langa hefð í málinu og
fara vel. Hafa mörg hver lagað
sig að lögmálum tungu okkar
og unnið sér þegnrétt. Umsjón-
armaður verður líka að játa að
í sumum köflum Halldórs Lax-
ness, sem honum þykja skrifaðir
af hvað mestri íþrótt, er ekki
lítið af aðkomuorðum. Veídur
hver á heldur eins og fyrri dag-
inn, og leyfa má frúnni það sem
lastvert er kúnni.
Hitt er jafnsjálfsagt að reyna
að búa til íslensk orð yfir sem
allra flest hugtök og sem mestan
fjölda hluta. Það viðhorf hefur
skýrt komið fram í þessum þátt-
um í áranna rás. En ég viður-
kenni fúslega, að mér þætti eft-
irsjá í aragrúa tökuorða, og ég
ætla að nefna. nokkur sem ég
vildi ekki sjá af: abbadís, áka-
víti, bíll, bíó, byssa, djöfull,
engill, fals, fígúra, glas,
hundaklyfberi, innsigli, jakki,
kápa, kárína, kelirí, leðja,
maddama, nón, obláta, ómak,
óráðsía, pappír, ráðhús, rúta,
sápa, skóli, tákn, teppi, um-
turna, útgáfa, vín, víxill, yfir-
gefa, þorpari, þúst, ævintýri,
ærlegur, ölmusa og öskudag-
ur.
Eins og margoft hefur sagt
verið á þessum blöðum, getur
verið gott að eiga tilbreytingar-
kosti eins og bifreið og bíll,
konsert og hljómleikur,
pensúm og námsefni, jafnvel.
Á ýmsum tímum hafa borist
inn í málið tökuorð sem enga
táfestu hafa fengið og hrunið
af máli okkar, rétt eins og stökkt
sé vatni upp á gásina. Eg held
að enn sé svo, en við verðum
að gæta okkar vandlega. Þó
held ég að nú væri óhugsandi
að í menntaskólum landsins
væri lesið fyrir nemendum á
þessa leið:
„Það má sjá á uglunnar
skúmla blikki, að hún hefur ekki
góðan mann að geyma“ og
„nátthrafnsins vigtugasta
kennimerki er hans af stífum
burstum inbefattaða gap“.
Hafi einhver haldið að ég sé
að mæla með slettum og slangri,
er það rangt skilið, en einhvern
sveigjanleika verðum við að sýna
af okkur í þessu sem öðru. Rétt-
læti heimsins má ekki verða svo
skilyrðislaust að enginn standi
uppi tii þess að njóta þess. En
hafi Vilhjálmur Einarsson á Sel-
fossi þakkir mínar. Bréf hans
er skrifað af umhyggju fyrir
móðurmálinu, og dæmin, sem
hann tók, eru ekki til fyrirmynd-
ar, svo að vægilega sé að orðið
komist.
★
Ólafur Stefánsson, Syðri-
Reykjum í Biskupstungum, brá
við hart og fræddi mig um vís-
una Senn er klukkan orðin
átta. Hann segir að hún hafi
verið mikið sungin á bernsku-
heimili sínu og fyrir nokkru hafi
hann komist að því, að höfund-
urinn sé Gísli Jónsson frá
Stóradal í Svínavatnshreppi, síð-
ar bóndi í Þórormstungu og
Saurbæ í _ Vatnsdal, f. 1877.
Heimildir Ólafs eru Skálda Jó-
hannesar úr Kötlum og greinar
Einars Gíslasonar frá Kjamholt-
um, þær sem hann hefur skrifað
í Litla-Bergþór, sveitablað
þeirra Tungnamanna. Einar seg-
ir að Gísli Jónsson hafi verið
orðlagður snilldar-hestamaður
og hagyrðingur.
Bestu þakkir færir umsjónar-
maður Olafi bónda á Syðri-
Reykjum fyrir þessa fræðslu.
★
Ég sá í blaði um daginn að
einhver hefði „gyrt niður um
sig“. Mér er ekiri alveg ljóst
hvernig það má verða. Hins veg-
ar veit ég mörg dæmi þess að
menn hafi gyrt sig eða gyrt
upp um sig. „Gyrði ég mig enn
í brók“, sagði strákurinn sem
var hýddur sjö sinnum.
★
Salómon sunnan kvað:
Svo skotinn var Friðmar í Fjólu
á fartinni hann var í gjólu,
jafnvel nágusti skæðum,
stundum naumur að klæðum,
eins og nútíð af Hjálmar’ í Bólu.
Hlymrekur handan kvað:
Ekki bifaðist Guðný á Bakka,
þó Bjömólfur sæist í frakka,
heldur stalst hún til Óla
sem gekk aldrei í skóla,
og átti með gæjanum krakka.
★
Auk þess leggur Björn Þórleifs-
son til að „passion fruits" verði
kölluð brímaber.