Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Sár saga konu ________Leikiist____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Low-Life Theatre Co.: The White Whore and the Bit Play- er. Höfundur: Tom Eyen. Leikstjóri: John Moulton Reid. Tæknistjórn á íslandi: Vil- hjálmur Hjálmarsson. Lítill leikhópur frá Skotlandi drukknar auðveldlega í stórvið- burðum Listahátíðar og Nor- rænu leiklistardaganna. En að- standendur Low-Life Theatre Co. eru hugrakkir bæði hvað varðar val á efni, leiktúlkun og því að koma hingað til iands í júníbyijun og keppa við björt sumarkvöldin og stórstjörnur á öllu listasviðinu. Það voru sorg- lega fáir á frumsýningu leikhóps- ins á „The White Whore and the Bit Player" í Gerðubergi síðast- liðið miðvikudagskvöld. Ekki var að finna að það truflaði leikarana neitt en þeir léku aðdáunarlega vel og sýningin var eftirminnileg í alla staði. Leikhópurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og var Felix Bergsson leikari meðal stofn- enda. Haustið 1990 kom hópur- inn í sína fyrstu heimsókn til íslands og sýndi „Sögu úr dýra- garðinum" eftir Edward Albee. Sýningin sem nú er á ferðinni er unnin í samvinnu við eitt virt- asta óháða leikhús Skotlands, Shared Boat Theatre Co. Innri og ytri veruleiki rekast í sífellu á í þessari sýningu, skil- in þama á milli eru jafnframt mjög óljós. ímyndunin verður raunveruleg og öfugt. í verkinu segir höfundur að tími þess sé einungis tíu sekúndur sem líði frá því að sjálfsmorð er framið og þar til dauðinn hefur heltekið líkamann. Þetta er saga frægrar leikkonu (Marilyn Monroe?) sem er ekki lengur gjaldgeng í heimi frægðar og auðs. Myndir úr lífi hennar líða hjá líkt og flöktandi draumur. Fáránleikinn er heldur aldrei langt undan enda lífið sjaldnast rökrétt heild. Vitund konunnar er klofín í tvær persónur á sviðinu; nunnu og hóru. Nunnan, sú sem hún vildi vera, tákn hreinleikans. Hóran, sú sem aðrir sáu hana vera, tákn þess óhreina, þess lægsta í þjóðfélaginu. Söluvara. í raun koma fjölmargar fleiri persónur til sögunnar; litla stúlk- an sem situr hjá látinni móður sinni, óframfæma stúlkan í skól- anum sem kennarinn gerir gys að, blondínan eftirgefanlega, lífsreynd og ástleitin kona. Allt ein og sama konan. Þrátt fyrir að ég hafi talað um nunnu og hóru hér að framan þá segir það lítið því að þau hlutverk standast ekki raunveruleikann fremur en annað í verkinu. Nunnan verður til að mynda tæpast sögð hrein- lynd persóna, hún er ekki síður klúr en hin. Að auki er sífelld víxlverkun á milli þessara per- sóna, milli þess klúra og hreina. „The White Whore and the Bit Player“ er ákaflega skemmtilegt verk, margradda og spennandi. Eitthvað svo dæmalaust trúverð- ugt þrátt fyrir, eða kannski vegna, óræðninnar sem í því felst. Sýningin var lífleg með af- brigðum og oft fjarskalega fynd- in. Þau Amanda Beveridge (hór- an) og Graeme Dallas (nunnan) fara bæði á kostum. Þau leika allan tilfinningaskalann á svo tilgerðarlausan hátt að það er hrein unun að fylgjast með þeim. Hóra og nunna í senn. Amanda Beveridge í hlutverki sínu í „The White Whore and the Bit Player". Leikmátinn er kröftugur en þrátt fyrir fjörið er eins og einhver sárauki í öllu undir niðri, tregi. Það er líka einkennandi að texti og hreyfingar em oft í hrópandi ósamræmi, vísuðu hvort í sína áttina. Eins og í upphafi þegar konan (hóran) rifjar upp frægð sína og frama sem virt leikkona þá hreyfir hún sig sem hún væri á nektarsýningu á klámbúllu. Það væri mikil synd ef þessi sýning færi fyrir ofan garð og neðan hjá íslensku leikhúsáhuga- fólki, jafnáhugaverð sem hún er. Næstu sýningar eru áætlaðar í Gerðubergi 10. júní og í Héðins- húsinu 15. júní, einnig hefur hópurinn hug á því að flytja verk- ið á vegum Klúbbs Listahátíðar á Café Hressó. „Ekkert ferst þótt glatað sýnist“ Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Ljóð. Prenthúsið, Reykjavík 1991. (I Líf og litir. II. Gamlir strengir.) Langt er síðan Ingibjörg Þor- geirsdóttir gaf fyrst út ljóðabók sína Líf og litir og vakti hún þá nokkra athygli. Nú kemur hún út aftur ásamt nýrri ljóðabók höfund- ar. Ungur kennari sem berklarnir höfðu hertekið sótti styrk sinn og lífsgleði í andlega iðju og bar ljóða- gerðina þar hæst. Þessi eldri ljóð höfundar virðast mér margræð — og stundum torræð. Heimur ljóð- anna er veraldlega þröngur. Land- ið, samferðamenn og æskustöðv- arnar, sem höfundur er ávallt í nánum tengslum við, í gleði og sorg. Hugarheimur er mikill og víðfeðmur — oft myrkur: Þung er þrautabið þeim, sem fangi er; margur ævi út ógnsárt helsið ber. (bls. 34) En stundum er bjart yfir og þá er eins og aukinn kraftur færist í skáldskapinn: Vögguvísa. /Sofa blóm í brekku/blundar fugl á grein,/lítið lamb hjá móður/lúrir bak við stein./Silfurlindin létt og hrein/ljóðið syngur ein, —/vöggu- ljóðið ljúft og rótt:/Góða, góða nótt!/(bls. 58). Seinni ljóðabókin, II. Gamlir strengir sýnist mér geyma ljóð ort á efri árum. Viðhorf höfundar til lífsins hafa breyst. Hann veit lífið jafn óvægið og fyrr, en hefur nú lært að sætta sig við það og finna gleði í raunveruleika þess. Sjónarhringur hefur víkkað og heimsmálin verða líka yrkisefni. Höfundur fylgir straumi tímans í Ingibjörg Þorgeirsdóttir ljóðagerð og óbundin ljóð skipa hér einnig sess. Að mínu mati tekst þar oft vel til: Á fíðrildavængjum. / A miðju skammdegi,/þegar grá éljatjöld/héngu fyrir öllum glugg- um /hið efra,/kom lítið söngstef aðvífandi/— líkt og gullinvængjað fiðrildi/utan úr skógi —/smaug inn í bijóstið./þíddi freðna sorg,/ leysti bundna gleði/og flaug með von- ina/út í tímalaust vorið./(bls. 119). Ferskeytlur eru fleygar hjá höf- undi. Þótt ljóðin hafi gert nafn hans áður þekkt, eiga snjallar smásögur og greinar frá árum áður einnig sinn þátt. Það er gleðilegt að Ingibjörg skuli hafa orku og framtak til að koma ljóðabókum sínum út á ævi- kvöldi. Þær segja mikið, tvær ljósmynd- ir af Ingibjörgu, um vegferð henn- ar — önnur frá æskuárum, hin tekin nú á elliárum. Bókin, sem er 168 bls., er vönd- uð í útgáfu. Píanósnillingurinn Shura Cherkassky. eftir Halldór Hansen Undanfarið hefur hver jöfurinn af öðrum í röð fremstu píanóleik- ara heims verið að kveðja og hverfa af sjónarsviðinu. Menn á borð við Rudolf Serkin, Claudio Arrau, Vladimir Horowitz, Wilhelm Kempf og Emil Gilels eru horfnir yfír móðuna miklu tiltölu- lega nýlega, svo að ekki sé minnzt á menn á borð við Arthur Schnab- el, Edwin Fischer, Walter Giesek- ing, Wilhelm Backhaus og aðra, sem kvatt hafa fyrir þó nokkru. List þeirra hefur að vísu varðveizt í hljóðritunum, en hljóðritanir, hversu frábærar sem þær ella kunna að vera, segja aldrei nema hálfa sögu, því að þær varðveita allt annað betur en lífsneistann. Því megum við vera þeim mun þakklátari fyrir, að enn eru nokkr- ir af jöfrunum í fullu fjöri, en eru engu að síður fulltrúar fyrri tíma og hefða í tónlistarflutningi og píanóleik, sem virðast á hraðri leið að glatast í ys og þys tæknialdar- innar. Ekki svo að skilja, að nútíminn hafí ekki á að skipa tæknilegum afburðamönnum í píanóleik, heldur hitt að áherzlubreytingar hafa orð- ið og þær verulegar, þannig að það, sem áunnist hefur, virðist oft vera á kostnað annarra gilda, sem áður voru í hávegum höfð. Ef til vill er það ekki nema eðlilegt, að á öld hraðans hafí það orðið metn- aðarmál að geta spilað hraðar og öruggar en nokkur annar, en á þessu sviði sem öðrum hefur hrað- inn orðið til þess, að menn gefa sér síður tíma til að staðnæmast, líta í kring um sig og njóta blæ- brigða, litbrigða og einfaldlega þess að vera til, því að of mikið liggur á að komast að marki. En áður en tíminn varð ígildi peninga og keppnisandinn náði yfírhönd- inni, var þessu á ýmsan hátt öðru- vísi farið og sá andi og sú list lifir enn í píanóleik Shura Cherkas- skys, enda hefur hann algjöra sér- stöðu meðal píanóleikara nútím- ans. Ekki svo að skilja, að Shura Cherkassky sé ekki fyllilega sam- keppnisfær við hvaða nútíma „virtuos“, sem vera skal, varðandi það að leika sér að tæknilegum vandamálum af meiri hraða og öryggi en flestir, ef hann vill það við hafa, en áherzlan er venjulega á öðru, þ.e.a.s. á tónfegurð, mýkt og fyllingu í áslætti, blæbrigðum, litauðgi, saumlausu „legato“ og hæfíleikanum til að láta píanóið syngja, þó að það sé slaghljóðfæri og þar með andstætt því söngræna í eðli sínu. Og sem tónlistarmaður er Shura Cherkassky fyllilega fær úm að uppfylla ströngustu kröfur síðustu viðurkenndra hefða í tónlistar- flutningi og kemur stundum á óvart með því að gera nákvæmlega þetta, en oftar fer hann sínar eigin götur, hvað svo sem fyrirbærið „seinasta tízka“ segir og kýs að nota sér það frelsi, sem einungis afburða tæknilegir yfírburðir leysa úr læðingi og er svo mjög í anda hinna gömlu meistara píanóleiks- ins á borð við Godowski, Rosent- hal, de Pachmann, að ógleymdum Josef Hoffmann, sem reyndar var kennari Shura Cherkasskys og sá, sem hann þakkar það að hafa vak- ið athygli sína á þeirri list að laða fram hljóðar innri raddir og kontrapunkta í tónlistarflutningi, þannig að allar línur verði sem skýrastar og tærastar, en einmitt þetta atriði er einkennandi fyrir leik Shura Cherkasskys enn þann dag í dag. Jafnframt er hann einn af þeim fáu píanóleikurum, sem enn hefur meistaralegt vald á þeirri 19. aldar hefð að leika svokallaðar „trans- skriptionir“, þ.e.a.s. tónlist, sem er einföld og ef til vill ekki sérlega merkileg í eðli sínu, en er sett í flókinn og glæsilegan píanóbúning, þannig að á alla möguleika hljóð- færisins og alla fæmi píanóleikar- ans reynir og flyzt í æðra veldi fyrir tilstilli flytjandans fremur en tónskáldsins. A 19. öldinni, allt frá tímum Franz Liszt, og framan af þeirri 20. vom verk af þessu tagi oft uppistaðan í píanótónleikum og nutu feiknálegra vinsælda almenn- ings þótt þau hafi nú orðið að víkja Shura Cherkassky „Shura Cherkassky hefur bæði verið hafinn upp til skýjanna, sem óviðjafnanlegur snill- ingur, en einnig gagn- rýndur hart eins og aðrir, sem fara ekki troðnar slóðir, þótt af snilld sé. En eitt er víst: Hann kemur ávallt á óvart og er það mikil blessun á tímum stöðl- unarinnar.“ fyrir kjarnmeiri tónlist, enda þótt nokkrir af yngri píanóleikurum dagsins í dag séu að leika sér að því að endurvekja hefðina. Shura Cherkassky fæddist í borginni Odessa við Svartahaf í Rússlandi árið 1911 og ólst þar upp til 11 ára aldurs. í kjölfar byltingarinnar fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna. Það var móðir hans Lydia Cherkassky, sem sá um tónlistaruppeldi hans frá upp- hafi og leiddi hann fyrstu skrefín, enda frægur og frábær píanókenn- ari. Shura Cherkassky var nánast það, sem kallað er undrabarn, hlaut strax á barnsaldri aðdáun manna á borð við Paderewski og Rachmaninoff enda þótt hann gerðist nemandi Jósef Hoffmann við Curtis stofnunina í Philadelphia og þakki enn þann dag í dag Jósef Hoffmann fyrir að hafa mótað sig sem píanóleikara, en þó fremur með fordæminu en beinni kennslu. Vegna málaörðugleika gekk Shura Cherkassky aldrei í bandarískan skóla, heldur var honum kennt heima, og frá fyrstu byijun var tónlistin í fyrirrúmi og skyggði á allt annað. Fjölskyldan. átti oft í erfiðleik- um, fjárhagslegum sem öðrum, og upp úr síðari heimsstyijöldinni fluttist Shura Cherkassky ásamt móður sinni til Suður-Frakklands. Eftir lát móður sinnar árið 1961 fluttist Shura Cherkassky til Lund- úna, þar sem hann hefur átt heima síðan og búið við vaxandi frægð og velgengni, sem ekkert hefur látið undan síga, þótt aldurinn færist yfir. Shura Cherkassky hefur bæði verið hafinn upp til skýjanna, sem óviðjafnanlegur snillingur, en einn- ig gagnrýndur hart eins og aðrir, sem fara ekki troðnar slóðir, þótt af snilld sé. En eitt er víst: Hann kemur ávallt á óvart og er það mikil blessun á tímum stöðlunar- innar. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.