Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JUNI 1992 Einar Oddur Kristjánsson: Ekki hægt að ganga lengra í niðurskurði þorskafla Tillögur fískifræðinga sveiflukenndar EINAR Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri og fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambands íslands, seg- ist ekki trúa fiskifræðingum, þegar þeir segi að skera verði þor- skaflann á næsta ári niður í 150.000 tonn. Einar Oddur leggur til að þorskaflinn verði óbreyttur; nógu erfitt sé að halda þjóðarskút- unni á floti við núverandi aðstæður. „Ég er ekki að gera lítið úr Hafrannsóknastofnun eða físki- fræðingum, enda er fátt mikilvæg- ara en að efla og auka rannsóknir á líffræði fiskistofnanna. En sá grunnur, sem þeir byggja sína vinnu á, hlýtur að vera alveg hræðilega ótraustur," sagði Einar Oddur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að tillögur fiskifræð- inga hefðu verið mjög sveiflu- kenndar í tímans rás og þeir lagt til að aflinn yrði aukinn mest, þegar mest hefði verið farið fram úr aflaheimildum árið áður. Einar Oddur tiltók dæmi af ár- inu 1980 og einnig 1985, þegar Hafrannsóknastofnun hefði lagt til 200.000 tonna afla. „Það var fískað 326.000 tonn, eða 63% framyfir það, sem þeir lögðu til. Hvað gerðu þeir árið eftir? Þeir hækkuðu sig um lítil 50%.“ Hann sagði að bezt væri að skoða afla síðustu 60-70 ára og miða sig við hann. „Ef við erum að veiða 250.000 tonn á ári, eins og við vorum skomir niður í í fyrra, erum við að veiða um 60% af því, sem við höfum veitt síðustu 60 árin. Ég held að það ætti að vera alveg nægjanleg varkámi." Einar Oddur sagði að mikið væri gert úr því að aflabrögð á þorski hefðu verið léleg að undan- fömu og það sýndi slæmt ástand stofnsins. „Ef menn skoða togara- skýrsluna kemur í ljós að afli á hvem úthaldsdag er 11% minni en í fyrra. Önnur eins sveifla hef- ur nú þekkzt í sögu íslenzkrar togaraútgerðar. Það er að vísu rétt að það er erfítt að það hefur gengið erfíðlega að ná í þorskinn á hefðbundnum togaraslóðum, en á móti má benda á að það er miklu meiri fiskgengd á gmnnslóð en við höfum þekkt áður,“ sagði hann. Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar að með þeirri ákvörðun, sem tekin vár í fyrra um að minnka þorskafla niður í 270.000 tonn, hefði verið gengið eins langt og hægt væri að komast. „Við emm þegar í mjög erfiðri efnahags- stöðu. Við erum með meira at- vinnuleysi i dag en við höfum þekkt langa lengi og í erfiðari og þrengri stöðu á öllum sviðum við- skiptalífsins. Að skera aflann nið- ur um 40% gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Að byggja bara á gögnum, sem hafa verið jafn- sveiflukennd og tillögur Hafrann- sóknastofnunar, er algjört glap- ræði,“ sagði Einar Oddur. „Það þarf engan reiknistokk til að reikna það út að ef afli byggða hér á Vestfjörðum, sem hafa byggt afkomu sína fyrst og fremst á þorski, verður enn skorinn nið- ur, þá er þessi útgerð og vinnsla búin að vera. Það er bara verið að leiða okkur eins og lömb til slátrunar." Einar Oddur sagði að menn gætu sagt að það væri óábyrg afstaða að leggja til óbreyttan afla. „Ég veit að menn munu núa mér og öðram því um nasir a.ð við séum rosalega óábyrgir. Ég vil bara benda á að Hafrannsókna- stofnun sjálf hefur, við svipaðar aðstæður og nú em gagnvart stofnstærð og stærð hrygningar- stofna að þeirra mati, lagt þetta sama til og meira,“ sagði hann. „Við verð- um að taka því ef menn segja að við séum óábyrg- ir, en ég held nú samt að þegar upp er staðið, séu þeir óábyrgastir, sem vilja ekki, þora ekki og nenna ekki að mynda sér skoðun en láta leiða sig eins og viljalaus verk- færi. Ég vil sjá að það séu ein- hveijir menn til á Islandi, sem gætu ráðið við ástandið ef 10 til 15 þúsund menn yrðu atvinnulaus- ir. Ég vil sjá hver ætlar að sijóma þá.“ Einar Oddur sagði að erfiðara væri að vinna sig út úr áfallinu nú en áður, Ld. 1968-1969 þegar sfldin hvarf og verðfall varð á sjáv- arafurðum. Þá hefðu menn getað farið til Svíþjóðar, þar sem hefði verið næg vinna, þjóðin hefði ver- ið skuldlítil og atvinnuvegimir að koma út úr góðæri, sfldarflotanum hefði mátt beita á minna nýttar fisktegundir og stóriðju- og virkjanaframkvæmdir hefðu verið að fara af stað. Þessi skilyrði væm ekki fyrir hendi nú og það hræðilegasta, sem gæti komið fyr- ir þjóðina, væri að missa það litla lánstraust sem hún hefði. „Ég held að kalt mat á þessu sé að binda okkur bara við stýrið, láta enga hrossabresti tmfla okkur, reyna bara að halda okkur við það, sem við eram að gera. Það er alveg ljóst að þótt enginn niður- skurður verði á þorskveiðunum, verðum við að halda á öllu okkar á öllum vígstöðvum. Það er rangt að það sé mikil áhætta, þegar við lítum aftur til sögunnar," sagði Einar Oddur Kristjánsson. Breytíngar á Aðalstöðinni UNDANFARNAR vikur hefur átt sér stað mikil endurskipulagning á Aðalstöðinni. Breytingarnar eru liður í þeirri þróun fyrirtækisins að skapa útvarpsstöð sem leggur áherslu á þau málefni sem brenna hvað heitast á fólki í nútímaþjóðfélagið, að þvi er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Af þessu tilefni hefur Aðalstöðin bætt við sig dagskrárgerðarfólki sem mun sinna málefnum líðandi stund- ar, lögð verður áhersla á fjölbreytta og fræðandi dagskrá, að því er fram kemur í frétt frá stöðinni. Tónlistarv- al verður með léttu yfirbragði og m.a. verður gullaldartónlisinni gert hátt undir höfði. Fréttar verða á klukkustunda fresti á heilu tímunum alla virka daga, auk þess sem fréttatengdu efni er skotið inn í dagskrána. Með þessu er komið til móts við sem breið- astan hóp hlustenda, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfí. Sú stefna hefur einnig verið tekin upp hjá Aðalstöðinni að gera um- hverfismálum hátt undir höfði. Liður í þessu átaki stöðvarinnar um um- hverfismál er samvinna sem tekin hefur verið upp milli Aðalstöðvarinn- ar og ýmissa aðila sem sinna þessum málefnum hér á landi. Má þar nefna Umhverfisráðuneytið, Landgræðslu uríkisins, Landvemd, skógræktarfé- lög og fleiri. í tilefni af Degi Jarðar mun Aðalstöðin fara af stað með sérstaka „örþætti", 30 til 60 sekúndu langa, sem spilaðir verða nokkram sinnum á dag. Með þessu ætlar Aðal- stöðin að Ieggja fram sinn skerf til umhverfismála og vinna þannig gegn gróðureyðingu, uppblæstri, slæmri umgegni og mengun, segir í frétt frá Aðalstöðinni. Morgunblaðið/Bjami Norræna tónlistarhúsaráðið kom hingað til lands á dögunum til að kynna sér íslenskt tónlistarlif og stöðu mála varðandi byggingu tón- listarhúss. Við það tækifæri bauð ráðið Samtökum um byggingu tónlistarhúss aðild. Á myndinni er ráðið ásamt Valgeiri Guðjóns- syni, formanni samtakanna. Norræna tónlistarhúsaráðið: Samtökum um byggingu tónlistarhúss boðin aðild SAMTÖKUM um byggingu tónlistarhúss hefur verið boðin aðild að Norræna tónlistarhúsaráðinu, en í því eiga sæti framkvæmdastjórar tónlistarhúsa á Norðurlöndum. Þetta boð kom fram þegar ráðið kom hingað fyrir skömmu til þess að vera viðstatt upphaf Listahátíðar. Valgeir Guðjónsson, formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss, segir að Norræna tónlistarhúsaráðið sé samráðsvettvangur forsvars- manna helstu tónlistarhúsa á Norð- urlöndum. Ráðið hafi komið hingað til lands til að kynna sér íslenskt tónlistarlíf og stöðu mála varðandi tónlistarhús hér í Reykjavík. Eftir samráðsfund ráðsins og stjómar- manna úr Samtökum um byggingu tónlistarhúss hafi það einróma sam- þykkt að bjóða samtökunum aðild. Ströng skilyrði séu fyrir inntöku í ráðið og þótt húsið hér sé ekki risið, sé ljóst að það muni uppfylla þau. Hann segir að aðstandendur sam- takanna fagni þessu mjög, enda sé mjög gott að geta á þessum vett- vangi leitað til aðila, sem hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri tónlistar- húsa, sem hönnuð séu með fjölnota þarfir í huga og era meðal annars vettvangur ráðstefna og sýninga. Að sögn Valgeirs er aukinn kraft- ur nú að færast í starf Samtaka um byggingu tónlistarhúss eftir nokkum mótbyr og krappar lægðir. Meðal annars verði þetta málefni sett á oddinn á íslenskum tónlistardegi f haust. Til þess að koma þessu húsi upp þurfi auðvitað stórátak og tafið hafi fyrir að ríkisvaldið hafi haldið að sér höndum. Allir séu sammála um þörfina fyrir húsið, en þegar velja þurfi milla verkefna hafi þessu ítrekað verið ýtt til hliðar. Það sé hins vegar óviðunandi ástand að ís- lensk tónlist eigi ekki sitt eigið hús, sérstaklega þegar litið sé til þess að þetta sé sú listgrein, sem hvað flest- ir leggi stund á. Nokkur hundruð störf úr landi 1 hverri viku -segir Snær Karlsson hjá Verkamannasambandinu SNÆR Karlsson hjá Verkamannasambandinu, sem sæti á í stjórn Aflam- iðlunar, segir það gifurlega mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að dreg- ið verði úr heimildum til útflutnings á óunnum fiski vegna atvinnu- ástandsins í landinu og að nokkur hundruð störf hverfi úr landi í hverri viku vegna fiskútflutnings. „Það er ekki eingöngu ísaður fiskur sem er fluttur úr landi heldur líka lítt unninn frystur fiskur og það eru nokkur hundruð störf í hverri viku sem eru flutt með þeim hætti úr landi," segir Snær. Stjórn Aflamiðlunar kemur saman næstkomandi fimmtudag til að fjalla um bréf utanríkisráðherra þar sem þeim tilmælum er beint til stjómar- innar að leyfí til útflutnings á óunn- um fiski til sölu á erlendum mörkuð- um verði takmörkuð eins og kostur er. Snær segir að tilmæli utanríkis- ráðherra til Aflamiðlunar séu bæði eðlileg og tímabær að mati Verka- mannasambandsins. „Sjónarmið Verkamannasabandsins hefur alltaf verið að fiskútflutingur ætti að vera sem allra minnstur, sérstaklega á þeim fiski sem skilar ágætum árangri í vinnslunni," segir hann. „Viðvarandi atvinnuleysi um allt land, sérstaklega í fískvinnslunni, knýr á um að sem mest af þeim fiski sem við veiðum verði unninn innan- lands,“ sagði Snær. Hann sagði einn- ig að nú væru biðlistar eftir atvinnu í öllum fiskvinnslustöðvum og því væri skortur á vinnuafli ekki ástæða fyrir hráefiiisútflutningnum. 650L 163.873.- 12 HP. Án safnara 450E 145.849.- 12 HP. Án safnara 072R 19.900. 3,75 HP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.