Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Reuter Díana prínsessa ásamt rokkstjörnunni Eric Clapton á frumsýningn myndarínnar „Rush“ en hún fjallar um lögreglumann, sem ánetjast eiturlyfjum. Díana er verndari félagsskaparins „Tuming Point“ en hann reynir að hjálpa þeim, sem em ofurseldir eiturfíkninni. Breska blaðið Daily Mail: Díana reyndi að stytta sér aldur London. Reuter. DÍANA prinsessa reyndi að fyrirfara sér með stórum lyfja- skammti fyrir sex áram þegar hún var á „barmi örvæntingar“ vegna erfiðleika í hjónabandi hennar og Karls prins og ríkisarfa. Var þessu haldið fram í breska blaðinu DaUy Mnil í gær. Haft er eftir ónefndum heimilda- mönnum í konungshöllinni, Buck- ingham Palace, að sjálfsmorðstil- raunin hafí verið eins konar neyð- aróp Díönu eða beiðni um hjálp. Þegar hún hefði verið búin að gleypa pillumar hefði hún hringt strax í eiginmann sinn og hann kallað til lækni. Varð henni því ekki meint af. Daily Mail hefur söguna úr ann- arri af tveimur bókum, sem eru að koma út, og Ijalla báðar um hjónaband Díönu og Karls. í þeim er henni lýst sem mjög óhamingju- samri og þeim hjónum báðum en sagt er, að hún sé búin að sætta sig við að lifa í „ástlausu" hjóna- bandi. Hjónabandserfiðleikar breska kóngafólksins hafa verið fréttaefni í langan tíma og samkvæmt skoð- anakönnunum hafa þeir dregið verulega úr.virðingu almennings fyrir konungsQölskyldunni. Birtist það meðal ánnars í vaxandi kröfum um, að drottningin fari að greiða tekjuskatt. Hætta á pólitísku öngþveiti í Póllandi: Walesa sakaður tim stuðn- ing við gömlu valdaöflin FALL ríkisstjórnar Jans Olszewskis í Póllandi er eitt táknið til við- bótar um þá pólitísku kreppu sem heijar á landið. Lífskjörum hef- ur hrakað um helming á tveimur ámm og mikiUar ólgu gætir með- al almennings. Undir niðri er líka enn háð hörð barátta milli gamla kerfisins og þess nýja og hefur ekki síst Lech Walesa forseti þótt gegna þar undarlegu hlutverki. Rafvirkinn frá skipasmíðastöðinni í Gdansk, persónugervingur baráttu sjálfstæðu verkalýðshreyfingar- innar Samstöðu gegn stjóra kommúnista á síðasta áratug, sætir nú harðri gagnrýni fyrrum stuðningsmanna sinna. Walesa er sagður vera með einræðistilburði í embætti forseta og jafnvel sakaður um að styðja við bakið á fyrrum valdastéttinni innan hersins og leyni- þjónustunnar. Þegar pólskir verkamenn söfnuðust saman nýlega fyrir utan forsetahöllina til að mótmæla aðhaldsaðgerðum ríkis- stjómarinnar gerðu þeir hróp að honum þegar hann birtist á svölun- um. KöU hans: „Ég stend með ykkur,“ drukknuðu í hávaðanum. í grein í breska tímaritinu Spect- ator segir Marek Matraszek, yfír- maður Varsjárdeildar Jagiellonian- stofnunarinnar, að því miður séu Pólveijar, ólíkt t.d. Tékkum, ekki enn búnir að gera hreint fyrir sín- um dyrum hvað varðar gömul tengsl við sovésku leyniþjónustuna KGB og leyniþjónustu sovéska hersins, GRU. Sorglegast við áframhaldandi Rússlandsþjónkun Pólveija sé þáttur Walesas. „Vest- urlönd líta réttilega á WaJesa sem tákn fyrir fall kommúnismans í Austur-Evrópu og það hentar markmiðum Pólverja að senda hann utan í opinberar heimsóknir. Þar heldur hann ræður, sem búið er að semja fyrirfram - á margan hátt líkt og garðyrkjumaðurinn í bók Jerzys Kosinskis Fram í sviðs- ljósið - og spakmæli hans eru túlk- uð sem alþýðleg heilræði verka- mannsins sem náði frama. Fáir á Vesturiöndum gera sér hins vegar grein fyrir að leiðtogi Póllands er þegar best lætur hafður að háði í heimalandi sínu og er - eins og margir þeirra sem kynnst hafa honum vel halda nú fram - lýðræð- inu hættulegur þegar verst lætur." Matrazek segir alla þá ráðgjafa Lech Walesa sem studdu forsetann áður fyrr hafa yfírgefíð hann. Þeim til skelf- ingar hafí hann ekki notað hina pólitísku hæfileika sína í þágu umbóta fyrir landið heldur á þann eina hátt sem hann kunni, nefni- lega til að halda í og bæta við eig- in völd. Þar sem hann eigi engan eigin stjómmálaflokk geti hann einungis gert þetta með því að ráð- ast á hvem þann stjómmálamann sem virðist líklegur til að geta ógn- að honum. Hann standi því uppi einn og yfirgefínn. Þetta hafí leitt til þess að hann hafí leitað eftir stuðningi hjá þeim tveimur öflum sem fæstir áttu von á, kommúnista- hershöfðingjum og skriffínnum úr gömlu valdastéttinni sem nú gera það gott í nýja markaðskerfinu. Þetta undarlega bandalag hafí meðal annars gert það að verkum að skjólstæðingar Walesa innan hersins hafi getað unnið gegn nán- ari tengslum við Atlantshafsbanda- lagið og í staðinn haldið í gömlu tengslin við Rússland. Segir í grein- inni að það hafí líka einungis verið fyrir tilstuðlan þáverandi forsætis- ráðherra, Bieleckis, að Walesa hafí ekki sent heillaóskaskeyti til þeirra er stóðu að uppreisnartilrauninni í Moskvu í ágúst í fyrra. Matraszek rekur einnig hvemig forsetinn hafí misnotað gömlu leyniþjónustuna í eigin þágu, segir frá ýmsum skuggalegum fjársvikamálum tengdum nánum aðstoðarmönnum hans og fullyrðir að ekkert hafi verið gert til að leysa upp njósna- net KGB og GRU innan og utan stjómkerfísins. „Það er sorglegt að þurfa að segja eins og er að forseti Póllands, sem hefur gert svo margt fyrir landið sitt, er helsta hindmnin í vegi þess að þetta megi takast. En rétt eins og það er vegna Walesa að maigir hafa þagað um þetta fram til þessa þá er það vegna Póllands sem nú er kominn tími til að segja sannleikann," lýkur hann greininni. Það var einmitt vegna ágrein- ings um uppgjör við fortíðina sem ríkisstjóm Olszewskis féll. Forset- inn krafðist þess að hún færi frá eftir að ríkisstjómin hafði dreift listum með nöfnum stjómmála- manna sem átt höfðu samstarf við gömlu öryggislögregluna. Kjósendur gleymdust á ævintýraferðalaginu Evrópubandalagið í vanda: Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðains. ÞAÐ moidviðri sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku þyrlaði upp er cngan veginn um garð gengið og ekki er ólíklegt að margar þeirra athugasemda sem látnar hafa verið falla síð- ustu daga hafi byggst á fljótfærai. Utanrikisráðherrar Evrópu- bandalagsins komust að þeirri niðurstöðu í Ósló að halda Maa- stricht-samkomulaginu pólitískt til streitu þrátt fyrir augljósa tæknilega og lagalega galla á þvi að staðfesta samninginn. Sér- fræðingum ber saman um að. samkvæmt ákvæðum Rómarsáttmál- ans sé samkomulagið frá Maastricht niður fallið. Stjórnmálamenn visa hins vegar til þess að með pólitískri samstöðu verði aðildar- ríkjunum ekki skotaskuld úr því að finna leiðir til að yfirstíga þær tæknilegu og lagalegu hindranir sem era í vegi Evrópu- samranans eftir kosningamar í Danmörku. Hins vegar er Ijóst að sum aðildarríkjanna, sérstaklega Bretland, hafa blendnar til- finningar gagnvart slíkum kenningum. Teiknari danska dagblaðsins Berlingske Tidende telur að hlnt- skipti danska utanríkisráðherrans á evrópskum vettvangi verði ekki öfundsvert eftir að Maastricht-samkomulaginu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er Uffe frá Danmörku,“ segir í texta myndarinnar. Fram að þjóðaratkvæðagreiðsl- unni voru taldar allar líkur á því að danska þjóðin samþykkti, ef til vill með naumum meirihluta, en það hvarflaði ekki að neinum að Danir myndu fella samninginn. Svo vissir voru leiðtogar EB um að kjósendur þeirra tækju mögl- unarlaust samkomuiaginu sem gert var á fundinum í Maastricht að engum kom til hugar að setja ákvæði í samninginn um það hvað skyldi gera ef eitthvert ríkjanna felldi hann, slíkt er annars venja í alþjóðasamningum. Ahrif úrslit- anna í Danmörku eru þegar farin að segja til sfn, í Noregi er vax- andi andstaða við aðild að EB, 53% eru á móti en 33% fylgjandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun, og í Svíþjóð voru í nýlegri könnun 45% á móti aðild en einungis 28% fylgjandi. Þó svo að Danir hafí alla tíð haft nokkra sérstöðu í Evrópusamrunanum ásamt Bret- um verður ekki séð að tryggt sé að kjósendur í öðrum aðildarríkj- um EB samþykki Maastricht- samkomulagið þar sem þeim verð- ur gefínn kostur á að greiða at- kvæði um það. frar og Frakkar kjósa írar munu greiða atkvæði 18. júní um samkomulagið en þær kosningar snúast að miklu leyti um afstöðu írskra stjómvalda til fóstureyðinga sem samkvæmt evrópskum skilgreiningum er þjónusta sem fólk á rétt á og hvorki kirkja né ríkisstjóm á Ir- landi getur synjað þegnunum um að sækja þangað sem þeim hent- ar. írar haifa og áhyggjur af sam- eiginlegu hemaðarsamstarfí EB og óttast um hlutleysi sitt sökum sameiginlegrar utanríkisstefnu bandalagsins. Irska stjómin full- vissar önnur aðildarríki EB um ömggan sigur Evrójjusamrunans í kosningunum á Irlandi og er staðráðin í að láta einskis ófreist- að til þess að svo verði. Sú ákvörðun Francois Mitterr- ands, forseta Frakklands, að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht kom nokkuð á óvart þó svo að flest þyki benta til þess að yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda sé samkomulaginu fylgjandi. Samkvæmt skoðanakönnunum em rúmlega 70% Frakka fylgj- andi Maastricht-samningnum en andstæðingar hans á Frakklandi fullyrða að flóttinn úr stuðningsl- iðinu sé a.m.k. 2% á hverri viku. Það þykir og ljóst að franska stjómarandstaðan muni eiga í umtalsverðum erfíðleikum með að leggjast eindregið gegn Evróp- usammna í kosningum. í Ijósi þess að endanleg við- brögð aðildarríkjanna við úrslitun- um í Danmörku geta ekki legið fyrir fyrr en í lok þessa árs að lokinni umljöllun um samninginn í öllum aðildarríkjum má segja að allar vangaveltur um að hvað verður séu tilgangslitlar. Fari svo, sem ekki er útilokað, að Frakkar eða Írar felli samninginn verður staðan allt önnur. Innan annarra aðildarríkja gilda mjög mismun- andi reglur um afgreiðslu máls- ins. í Lúxemborg þurfa t.d. V< allra þingmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og % þeirra verða að greiða atkvæði með samningnum. A Spáni bíða stjóm- völd úrskurðar dómstóla um hvort breyta þurfí stjórnarskránni til að veita öðmm þegnum EB kosning- arétt og kjörgengi í sveitarstjóm- arkosningum. Trúnaðarbrestur Það virðist samdóma álit þeirra sem mest hafa fjallað um hremm- ingar Evrópusamstarfsins að or- saka þeirra sé ekki að leita innan EB heldur séu þær hluti af alþjóð- legu vandamáli, alvarlegum trún- aðarbresti á milli kjósenda og stjómmálamanna. Danska stjóm- in hafí staðfest samkomulagið sem gert var í Maastricht og danska þingið hafí samþykkt það með yfirgnæfandi meirihluta. Þrátt fyrir þetta hafi þjóðin hafn- að samkomulaginu. Innan Evr- ópubandalagsins hefur og verið lögð áhersla á það i umræðunni að stjómmálamenn og embættis- menn hafi eígnað sér bandalagið og á ævintýraferðalaginu með samrunahraðlestinni gleymt far- þegunum, kjósendunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.