Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 21 Rabin vill semja um Golan-hæðir YITZHAK Rabin, leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael, sagði í gær á 25 ára afmæli Sex daga stríðsins óg töku Golan-hæða af Sýrlendingum, að hann væri reiðubúinn að afhenda þær aftur að hluta. Rabin sagði í viðtali við dag- blaðið Al-Hamishmar, að jafn- vel á friðartímum gætu ísraelar ekki horfið með öllu frá Golan- hæðum, svo mikilvægar væru þær öryggi landsins. Það þýddi hins vegar ekki, að halda þyrfti svæðinu öllu og hann minnti á, að með samkomulagi við Sýrlendinga 1974 hefði nokkru landi verið skilað og af þeim sökum væri hvergi friðsamara á landamærum Israels en í Golan-hæðum. Ráðast gegn Gorbatsjov RÚSSNESKA stjórnin greindi í gær frá efni ýmissa leyni- skjala, sem hún hefur gert upp- tæk hjá hinum bannaða Komm- únistaflokki Sovétríkjanna. Meðal annars var greint frá aðild flokksins að hryðjuverka- starfsemi og þætti Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrrum Sovétleið- toga, í að láta stjórnmálaráð kommúnistaflokksins banna dagblaðaútgáfu Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og annarra, sem voru í stjórnarandstöðu árið 1989. Samið um afvopnun Afvopnunarsáttmáli var undirritaður í Ósló í gær á milli ríkja Atlantshafsbandalagsins og fyrrum ríkja Varsjárbanda- lagsins. Samningurinn nær til fækkunar hefðbundinna vopna frá Atlantshafi til Úralijalla og er sama efnis og CFE-samning- urinn sem undirritaður var í París fyrir hálfu öðru ári. Sagði Manfred Wörner framkvæmda- stjóri NATO að sáttmálinn væri einn mikilvægasti hom- steinn nýrrar öryggisskipanar Evrópu. Hart barist í Kabúl TUGIR manna féllu í bardögum í gær milli sunní- og shíta- múslima í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og hefur ríkis- stjórn landsins engin tök á ástandinu. Af nokkur hundruð gíslum, sem hreyfingamar tóku fyrr í vikunni, hefur flestum verið sleppt en einnig er talið að margir hafi verið drepnir í gíslingunni. Slík harka hefur ekki verið í bardögum síðan þessar sveitir náðu Kabúl á sitt vald fyrir fímm vikum og er óttast að hún eigi enn eftir að færast í aukana. Atvinnuleysi eykst í Banda- ríkjunum ATVINNULEYSI í Bandaríkj- unum jókst úr 7,2 % í apríl í 7,5 % í síðasta mánuði og hefur það ekki verið jafn mikið í átta ár. Samkvæmt tölum Vinnu- málaráðuneytis Bandaríkjanna em nú 9,5 milljónir manna at- vinnulausar þar í landi. Kosið í Tékkóslóvakíu: Með fyrstu verkum að velja forseta Prag. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EITT af fyrstu verkefnum sambandsþingsins sem Tékkar kjósa í dag verður að velja nýjan forseta. Vaclav Havel, forseti, vill halda starfinu áfram og talið er að hann nái endurkjöri í annarri atkvæðagreiðslu ef ekki hinni fyrstu. Þingkosningarnar, sem snúast um framtíð sambands- lýðveldisins og efnahags- stefnu umbótaaflanna í land- inu, hófust í gær. Jiri Dienst- bler, utanríkisráðherra og for- maður Borgarahreyfíngarinn- ar (OH), andaði léttar eftir stranga kosningabaráttu og fékk sér koníaksglas í lok blaðamannafundar um há- degið. „Það er úti um Tékkó- slóvakíu ef Havel nær ekki endurkjöri," sagði hann. „Hann er eini forsetinn sem getur staðið vörð um efna- hagsumbætumar, stjómar- skrána og mannréttindi. Tékkóslóvakía mun klofna ef hann verður ekki kosinn. Hann er eini maðurinn sem meirihluti Tékka og meirihluti Slóvaka styðja til forseta. Enginn annar getur gegnt sameiningarhlutverkinu eins og hann.“ Dienstbier býst við löngum og ströngum stjórnarmynd- umarviðræðum að kosningum loknum. Flokkur hans og hægri flokkamir í Bæheimi og Mæri leggja höfuðáherslu á óhindrað áframhald efna- hagsumbótanna og Tékkósló- vakíu sem sambandslýðveldis en Hreyfing fyrir lýðræðis- legri Slóvakíu (HZDS), sem er spáð stórsigri í Slóvakíu, viil bandalagsríki með Tékk- um. Mi$TO CHAOSU ' 1 •1X <.. Í.V^.Í g Þessi Tékki lætur sér fátt finnast um auglýsingar vegna þingkosninganna. Havel vill Vig- dísi í heimsókn Prag. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. VACLAV Havel heimsótti ís- land skömmu eftir að hann tók við embætti eftir byltinguna í nóvember 1989. Hann bauð Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta, í heimsókn til Tékkóslóvakíu en ferð hennar hingað hefur tvisv- ar verið frestað. „Ég vil fá Vigdísi forseta í heim- sókn í haust hvort sem ég verð forseti eða ekki,“ sagði Havel við hjónin Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Þóri Gunnarsson sem reka matstaðinn Reykjavík í Prag. Havel kom við hjá þeim eftir að hann kvaddi John Major, for- sætisráðherra Bretlands, 2. maí síðastliðinn en Þórir var einmitt þá formlega skipaðuf ræðismaður Islands í Tékkóslóvakíu. „Ég tek á móti Vigdísi hér í Reykjavík ef ég geri það ekki í kastalanum," sagði Havel og átti við Reykjavík í Prag. UMHVERFISRÁÐSTEFNAN í RÍÓ ísland og gróðurhúsaáhrifin: Kynni að hlýna minna hér en annars staðar HITAAUKNING af völdum gróðurhúsaáhrifa kann að verða minni við norðanvert Atlantshaf en víðast annars staðar samkvæmt tölvuútreikn- ingum, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Is- lands. Þess beri þó að gæta að vísindamenn sem vinni við veðurfars- spár áratugi fram í timann vari við Trausti sagði í samtali við Morg- unblaðið að þau líkön sem best væru talin spáðu 2-4 gráðu hlýnun á jörð- inni, en náttúrulegar sveiflur væru um eða innan við hálfa gráðu á Celsíus. Margir óvissuþættir kæmu þó inn í, eins og til dæmis koltvísýr- ingsupptaka hafsins, sem gæti ann- aðhvort dregið úr eða aukið gróður- húsaáhrifín. Það sýndi óvissuna að flestir vísindamenn töluðu ekki um spár um veðurlag framtíðarinnar, heldur viðbrögð tölvulíkana við ákveðnum forsendum. Trausti sagði að í bestu spánni sem hann hefði séð væri þó gert ráð fyrir að minni hlýnun yrði við norð- anvert Atlantshaf og á svæði við Suðurskautslandið. í nýjustu niður- stöðunni sem hann hefði lesið væri jafnvel gert ráð fyrir kólnun á Suður- skautssvæðinu og það gæti þá hugs- anlega átt við svæðið í kringum Is- land líka. Ein tilgátan um afleiðingar gróð- urhúsaáhrifa á íslandi gerði ráð fyr- ir að minni hitamunur milli pólsvæða og hitabeltis drægi úr vestanvindum. Slíkt myndi þýða hlýrri norðanáttir, en á móti kæmi að tíðni sunnanátta svæðisbundnum tulkunum a þeim. minnkaði, þannig að heildaráhrif þessa gætu orðið annaðhvort hlýnun eða kólnun. Tilgátur um hugsanleg- ar breytingar á hafstraumum, sem gætu haft mikil áhrif á loftslag á Islandi væru reistar á enn veikari grunni en gróðurhúsaspár um veð- urfar. Vigdís fer til Ríó á morgun VIGDÍS Finnbogadóttir.forseti Is- lands, fer á morgun áleiðis til Ríó til að taka þátt í umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Á föstudag mun hún ávarpa sér- stakan fund þjóðarleiðtoga og ráð- gert er að á þriðjudag fari hún í sigl- ingu með víkingaskipinu Gaia ásamt nokkrum forvígismönnum Samein- uðu þjóðanna og hópi barna af ýmsu þjóðemi. Forsetinn er verndari skipsins sem siglir til að minna á umhverfisvernd undir fánum Noregs, íslands og Sam- einuðu þjóðanna. Reuter í Ríó eiga að koma saman fleiri þjóðarleiðtogar en við nokkurt ann- að tækifæri, en þessir tveir höfðingjar teljast ekki í þeim hópi. Á myndinni má sjá Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta, þiggja höfuð- djásn að gjöf frá höfðingjanum Taipet úr Amazon-skóginum á fundi umhverfisverndarsinna sem haldinn er jafnhliða Rió-ráðstefnunni. Bandaríkin leggjast ein gegn sáttmála um vemdun lífríkja ÚTLIT er fyrir að allar þjóðir nema Bandaríkjamenn muni skrifa undir sáttmála um verndun dýra- og jurtategunda, sem lagður var fram á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í gær. Fleiri vestræn- ar þjóðir höfðu tekið undir athugasemdir Bandaríkjamanna um eink- aleyfisgjöld til fátækra þjóða fyrir lyf og aðrar afurðir unnar úr dýra- og plöntutegundum, en þær ætla ekki að neita að skrifa und- ir þrátt fyrir það. William Reilly, yfírmaður banda- rísku umhverfísverndarstofnunar- innar, sagði í Ríó í gær að Bandarík- in myndu ekki fara fram á fleiri breytingar á sáttmálanum og blaðið The New York Times birti í gær leynileg skilaboð þar sem Reilly lagði hart að Bush að skrifa undir. Bush neitaði því að alvarlegur ágreiningur væri milli sín og Reillys og sagði að Bandaríkin „þyrftu ekki að afsaka neitt". Bandarískir fulltrúar á ráðstefn- unni sögðust óttast að sáttmálinn væri óútfyllt ávísun á greiðslur til þriðja heimsins og að ákvæðin um einkaleyfi væru ósanngjörn í garð líftæknifyrirtækja. Hugmyndin með því ákvæði er að fátæk ríki hitabelt- isins gangi síður á regnskóga sína ef þau fái hlutdeild í þeim gróða sem þar finnst, en ijölmörg lyf og önnur verðmæt efni eru unnin úr jurtaríki þeirra. Regnskógum hita- beltisins hefur verið líkt við erfða- vísabanka fyrir líftæknibyltingu framtíðarinnar, en þeir verða horfn- ir innan nokkurra áratuga ef svo fer fram sem horfír. Sáttmálinn um verndun dýra og jurta, sem réttu heiti kallast sátt- málinn um líffræðilegan fjölbreyti- leika, er annar af tveimur sáttmál- um sem lagðir eru fram í Ríó. Hinn er um verndun andrúmsloftsins, en þar að auki ætla þjóðir heims að skuldbinda sig til að framfylgja áætlun um baráttu gegn öðrum vandamálum en sáttmálarnir tveir taka til, allt frá mengun hafsins til uppblásturs lands. Bandaríkjastjórn hefur einnig verið gagnrýnd af umhverfísvernd- arsinnum fyrir afstöðu sína til sátt- málans um verndun andrúmslofts- ins, en hún var ósátt við þök á út- blástur koltvísýrings til að draga úr svonefndum gróðurhúsaáhrifum. Bandaríkin skrifuðu hins vegar undir eftir að hafa fengið því fram- gengt að ekki voru settar fastar takmarkanir, eins og Evrópubanda- lagið lagði til, en hins vegar stefna iðnvædd ríki að því að dæla ekki meiri koltvísýringi út í andrúmsloft- ið árið 2000 en þau gerðu árið 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.