Morgunblaðið - 06.06.1992, Side 23

Morgunblaðið - 06.06.1992, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vandi sjávarútvegs fyrirtækjanna Þegar fjallað er um viðbrögð sjávarútvegsins vegna hugsanlegs niðurskurðar á þorsk- veiðum er augljóst, að fækkun skipa, sem stunda veiðar og fækkun fískvinnslustöðva hljóta að vera ofarlega á blaði. En jafn- Ijóst er, að aðstæður fyrirtækja í sjávarútvegi eru mjög ólíkar og það sem á við hjá einu dugar ekki öðru. Þess vegna er forráða- mönnum fyrirtækjanna mikill vandi á höndum, ekki sízt vegna þess, að þeir hafa á undanförnum mánuðum tekið á sig þá miklu skerðingu á þorskveiðum, sem ákveðinn var sl. haust. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem gera út mörg skip, geta augljós- lega brugðizt við á þann hátt m.a. að taka skip úr rekstri. Minni fyrirtæki, sem gera kannski út einungis einn togara, standa frammi fyrir flóknara úr- lausnarefni. í þeim tilvikum vaknar sú spurning, hvort sam- komulag geti tekizt á milli sjávar- útvegsfyrirtækja t.d. í tveimur nærliggjandi byggðarlögum, sem gera hvort um sig út einn tog- ara, að einungis annar togarinn verði í rekstri, sem sæki afla beggja á haf út og leggi upp í báðum byggðarlögum. Eðlilegt er, að menn ræði sín í milli slíka samvinnu. Þá fer ekki á milli mála, að aðstaða fyrirtækja og byggðar- laga er misjöfn að því leyti til, að sum þeirra byggja meira á þorskafla en önnur. Niðurskurður á þorskveiðum kemur því niður á einstökum byggðarlögum og fyrirtækjum af þeim mun meiri þunga, sem þau eru háðari þorsk- veiðum og vinnslu. Þetta á t.d. við um Vestfirði, sem þar að auki hafa farið illa út úr kvóta- kerfrnu, sem verið hefur við lýði á undanfömum árum og tapað því forskoti, sem landshlutinn hafði áratugum og öldum saman vegna nálægðar við fiskimiðin. Sjávarútvegsfyrirtæki, sem byggja að töluverðu leyti á öðrum físktegundum standa því mun betur að vígi. Að þessu þarf að huga í umræðum um skerðingu þorskveiðanna til þess að milda áhrif þeirrar skerðingar. Sjávarútvegsfyrirtækin standa misjafnlega að vígi varðandi skuldsetningu. Sum þeirra byggja á traustum fjárhagslegum grunni, önnur veikum og enn önnur eru í raun gjaldþrota. Eðli- legt er að huga að því, hvemig hægt er með fjármálalegum að- gerðum að draga úr greiðslubyrði fyrirtækjanna næstu árin til þess að auðvelda þeim að standa af sér skerðingu þorskveiða í nokkur ár. Á tímum verðtryggingar og breytilegra vaxta er satt að segja erfítt að skilja hvers vegna lána- stofnanir velja fremur þann kost að veita lán til of stutts tíma en standa í eilífum skuldbreytingum í stað þess að veita þau til lengri tíma þegar í upphafí. Verðtrygg- ing og breytilegir vextir tryggja stöðu lánastofnana með allt öðr- um hætti en hægt var að gera áður en verðtrygging kom til sög- unnar. Nú er ekki lengur hægt að rökstyðja lánveitingar til of skamms tíma með því, að lána- stofnanir séu að verja sig gegn verðbólgu. Það er heldur ekki eftir neinu að bíða að fjalla um þennan þátt málsins vegna þess, að þótt engin ákvörðun hafí verið tekin um skerðingu þorskveiða enn sem komið er má ganga út frá því sem vísu, að um einhveija skerðingu verði að ræða. Þá hljóta menn að huga að því hvemig hægt er að draga úr kostnaði við aðföng og þjónustu við sjávarútveginn. Þetta á bæði við um olíukaup, viðhald, veiðar- færi, flutningskostnað og margt fleira. Hér er verk að vinna fyrir samtök sjávarútvegsins. Fyrir- tækin í þessari atvinnugrein era veigamiklir viðskiptamenn fjöl- margra þjónustufyrirtækja í landinu og eðlilegt að þau beiti samtakamætti sínum til þess að fá beztu mögulegu kjör hjá þeim aðilum, sem þau eiga viðskipti við. Sjávarútvegurinn hlýtur einnig að beina athyglinni að þeim kostnaði, sem atvinnugreinin ber í samskiptum við stjómvöld og ríkisfyrirtæki. Auðvitað er fárán- legt, að fískvinnslustöðvar á ís- landi borgi hærra raforkuverð en fískvinnslufyrirtæki í Danmörku, svo að dæmi sé nefnt. Það er líka eðlilegt að skoða skattgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til sveit- arfélaga og hvort þar era ein- hveijir gjaldaliðir, sem hægt er að fella niður eða lækka. Enn- fremur má spyrja, hvort efnisleg rök séu fyrir öílum þeim launa- tengdu gjöldum, sem lögð hafa verið á atvinnulífíð á undanföm- um áratugum. Allt era þetta þættir, sem nauðsynlegt er að taka til um- ræðu og athugunar nú þegar og óþarfí að bíða eftir því að niður- staða Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðherra liggi fyrir, þar sem telja verður víst, að alla vega verði um einhverja skerð- ingu að ræða. Hér er verk að vinna fyrir hin öflugu hagsmuna- samtök útgerðarinnar eins og t.d. LIU og eðlilegra að forystumenn þeirra snúi sér að þessum verk- efnum í stað umræðna um að lækka laun fólks. Morgunblaðið/Bjami Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins flytur skýrslu sína á aðalfund- inum í gær. Við borðið silja Sigurður Markússon sljórnarformaður og Sigurður Þórólfsson fundarstjóri. Aðalfundarfulltrúar að störfum. Við borðið næst silja fulltrúar Kaup- félags Eyfírðinga. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga haldinn í gær: Sambandið verður að selja eignir fyrir 3-4 milljarða — sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri TAP Sambandsins og dótturfélaga nam alls tæplega 368 milljónum króna á sl. ári og hefur þá verið tekið tillit til 952 milljóna hagnaðar af sölu fasteignarinnar Holtagarða. Sú fasteign var seld til dótturfé- lags Sambandsins, Regins sl. haust fyrir 1.500 milljónir og leigir Sam- bandið nú fasteignina. Að frátöldum söluhagnaðinum nemur tapið alls ríflega 1,3 milljarði. Afkoma hinna nýju fyrirtækja Sambandsins varð mun lakari á sl. ári en gert hafði verið ráð fyrir óg nemur tap Sam- bandsins vegna þeirra um 640 milljónum. Þá var afkoma kaupfélag- anna í heild einnig slök á sl. ári og nam samanlagt tap þeirra um 365 milljónum en heildarvelta þeirra nam um 34,8 milljörðum. Á aðalfundinum var gerð sérstök grein fyrir afkomu einstakra dótt- urfélaga. í máli Guðjóns B. Ólafsson- ar, forstjóra Sambandsins kom fram að tap af rekstri Miklagarðs á sl. ári nam alls um 396 milljónum króna. Námu rekstrartekjur rúmum 4,5 milljörðum. „Hér er um að ræða okkar stærsta rekstrarvandamál og er ljóst að þessi mikli halli er áfall fyrir bæði Sambandið og Miklagarð," sagði Guðjón. Samkvæmt áætlunum Miklagarðs fyrir árið 1992 er gert ráð fyrir um 5 milljarða króna sölu og tapi að upphæð 160 milljónir. Fyrstu fjóra mánuðina nam tapið alls um 95 milljónum. Guðjón sagði að stjórnendur og starfsmenn Mikla- garðs væru um þessar mundir að endurskoða mjög gaumgæfílega allar áætlanir um íjárþörf og rekstraraf- komu fyrirtækisins með það mark- mið fyrir augum að komist verði út úr. hallarekstri á næstu mánuðum. Með aðhaldsaðgerðum hefði náðst Maíveðríð í Reykjavík: Úrkoma 7 0% yfir meðaltali ÚRKOMA mældist langt umfram meðallag í Reykjavík fimmta maí- mánuðinn í röð. Að öðru leyti var veðurfar um landið í maí ekki fjarri meðallagi. Hjá Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að úrkoma í Reykja- vík mældist 76 mm í maí en það er um 70% umfram meðallag. Þetta er fimmti maímánuðurinn í röð þar sem úrkoma mælist langt umfram meðal- lag í Reykjavík. Annars staðar á land- inu mældist úrkoma í maímánuði ekki fjarri meðallagi. Meðalhiti á Akureyri og í Reykja- vík var í kringum meðallag í maímán- uði. í Reykjavík var meðalhiti 5,8 gráður en 6,3 á Akureyri. Meðalhiti á Hveravöllum var 0,1 gráða. Sólarstundir í Reykjavík mældust 132. Þetta er 60 stundum undir með- allagi en enga síður langt um fleiri sólarstundir en mældust í maí á síð- asta ári. mikill sparnaður í rekstri og nýgerð- ar breytingar á Miklagarði við Sund hefðu framkallað mikla og stöðugt vaxandi sölu. Velta Jötuns á sl. ári nam alls um 1.7 milljarði og var tap fyrirtækisins tæpar 28 milljónir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur orðið nokkur samdráttur í sölu og þriggja mánaða uppgjör sýnir 30 milljóna tap sem er 6 milljónum meira en áætlað hafði verið. Einnig eru til athugunar ráð- stafanir til að draga úr kostnaði og hugsanlega minnka umfang fyrir- tækisins sagði Guðjón að allt yrði gert sem hægt væri til að ná halla- lausum rekstri á yfirstandandi ári. Velta Samskipa nam alls tæpum 3.8 milljörðum og var hagnaður um 23 milljónir. Nokkurt tap varð af rekstri Samskipa á fyrstu Ijórum mánuðum ársins en rekstraráætlun gerir ráð fyrir rúmlega 120 milljóna hagnaði á yfirstandandi ári. Hjá íslenskum skinnaiðnaði nam sala sl. árs 758 milljónum og var tap um 48 milljónir. Samkvæmt áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 830 milljóna sölu og 31,5 milljóna hagnaði. Bráðabirgðauppgjör fyrir fyrsta ársijórðung er í samræmi við áætlun ársins þannig að vonir standa til að áætlunin standist. Velta Islenskra sjávarafurða var tæplega 13,6 milljarðar og varð um 52 milljóna hagnaður af félaginu þegar tekið hefur verið tillit til tæp- lega 29 milljóna taps af Iceland Se- afood Corporation í Bandaríkjunum. Áætlun fyrir árið gerir ráð fyrir um 56 milljóna hagnaði af reglulegri starfsemi. Tap Regins hf. vegur þungt í af- komu dótturfélaganna en það nam á sl. ári 243 milljónum. Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins sagði í ræðu sinni að ekki færi milli mála að örlög Sambandsins myndu ráðast af gengi 17 dóttur- og samstarfsfélaga þess. „Verði félögin rekin með hagnaði mun eignarhlutur Sambandsins auk- ast að verðmæti og þá má og ætla að hægt verði að selja eignarhluti að því marki að Sambandið geti greitt niður skuldir sínar. Verði hins vegar halli á rekstrinum er vissulega mikil hætta á ferðum." Sala á hlutabréfum í Olíufélaginu til skoðunar Guðjón B. Ólafsson sagði á aðal- fundinum að óumdeilanlegt væri að Sambandið yrði að selja eignir fyrir 3-4 milljarða króna til þess að eigna- og skuldastaða yrði í þeim jöfnuði sem nauðsynlegur væri. „Til þess að þessu marki verði náð er nauðsynlegt að söluhæfar eignir seljist á hæsta mögulega verði. Hagsmunir Sam- bandsins krefjast þess að svo megi verða — og hagsmunir lánveitenda Sambandsins kreijast þess sama.“ Guðjón greindi frá viðræðum við erlent fyrirtæki um kaup á hlutabréf- um Sambandsins í Olíufélaginu og sagði að niðurstaða hefði ekki feng- ist í það mál. Annarsvegar hefðu komið í ljós viss lagaleg vandamál vegna eignarhluta Olíufélagsins í nokkram fyrirtækjum tengdum sjáv- arútvegi. Hins vegar væri uppi nokk- ur skoðanamunur þar sem stjórnend- ur og ýmsir hluthafar Olíufélagsins hf. óskuðu frekar eftir því að hluta- bréf Sambandsins yrðu seld innlend- um aðilum. „Þótt við getum vafa- laust orðið sammála um að æskilegt væri að mörgu leyti að innlendir aðilar geti keypt eignarhluta Sam- bandsins í Olíufélaginu verður þó ölum að vera ljóst að þessar eignir Sambandsins verður að selja á hæsta fáanlega verði. Ég hlýt þvi að vona að sú niðurstaða fáist í þetta mál sem best tryggi hagsfnuni Sambandsins og stjórn Sambandsins veiti málinu allan þann stuðning til að svo megi verða.“ Sigurður Markússon greindi frá því að samkvæmt upplýsingum Scandinavian Bank hefði olíufélagið Q8 áfram áhuga á að skoða kaup á hlutabréfunum. Hlutur Sambandsins í Olíufélaginu er bókfærður á 1.169 milljónir og er þá miðað við innra virði félagsins í árslok 1991. Varð- andi sölu á Sambandshúsinu við Kirkjusand sagði Sigurður að fyrir- spumir hefðu borist frá nokkrum aðilum en því miður hefði enginn enn sem komið er treyst sér til að ráðast í kaupin. í ársreikningi fyrir árið 1991 er fasteignin bókfærð á 503 milljónir. Sambandið hefur þegar ráðist í sölu hlutabréfa í Samskipum og er búið að selja hlutabréf fyrir um 70 milljónir. Heildareignir Sambandsins og dótturfélaga samkvæmt samstæðu- reikningi námu alls um 17,7 milljörð- um í árslok og nam eigið fé 2.462 milljónum. Skuldir námu samtals tæplega 15,3 milljörðum. Skuldum hefur verið jafnað út til nýju félag- anna að miklu leyti en Sambandið sjálft situr þó uppi með skuldir að fjárhæð 4,8 milljarðar í árslok 1991. Á móti voru veltufjármunir að fjár- hæð tæplega 1,4 milljarðar. Síðar á þessu ári mun Sambandið þurfa að leita eftir endurnýjun samninga við lánastofnanir sem gerðir voru á sl. ári samhliða hinni fjárhagslegu endurskipulagningu. „Mun þá ráða úrslitum að hægt verði að sannfæra bankana um að hallarekstri sé lokið og eignir beri arð í samræmi við kostnað en verði annars seldar,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Stefnt að dreifingu eignarhalds í hlutafélögunum Aðalfundurinn samþykkti þá til- lögu stjórnar Sambandsins að stefna beri að dreifingu eignarhalds í hinum nýju hlutafélögum Sambandsins. í fyrstu sé eðlilegt að miða við að enginn einn lögaðili eða einstaklingur fari með meira en þriðjung eignar- halds í hveiju félagi. í greinargerð með tillögunni kemur fram að sú skoðun sé almenn að hlutafélög með einum stórum minnihlutaeiganda, falli illa að þeirri hugmyndafræði sem nú er í uppsiglingu á hinum unga íslenska hlutabréfamarkaði. Þar muni verða horft til sem mestrar dreifingar. Þá segir orðrétt: „Þegar litið er á stærstu almenningshlutafé- lög landsins, kemur í ljós að algeng- ast er að stærstu hluthafar í hveiju félagi eigi frá einum tíunda og upp í einn þriðja hluta hlutafjárins. Það sýnist í alla staði eðlilegt að í al- menningshlutafélögum samvinnu- manna sé stefnt að sem mestri dreif- ingu hlutafjáreignar. Sennilegt er nú talið að hér á landi verði sett í lög ákvæði sem leggi miklar skyldur á herðar stærstu eigendum í al- menningshlutafélögum; er þá líkleg- ast að miðað verði við 30% hlutdeild eða nálægt því marki, hugsanlega þriðjungseign. Slík ákvæði eru í lög- um margra grannlanda okkar og þá að jafnaði í þá veru að hinn stóri eigandi er skyldur til að innleysa hluti minnihlutaeigenda óski þeir eft- ir því. Þó þetta sé ekki komið í lög á Islandi er sjálfsagt að taka mið af hugleiðingum um þ etta efni þeg- ar mörkuð er framtíðarstefna. Ný sjö manna stjórn var kjörin á aðalfundinum og skipa hana Sigurð- ur Markússon, formaður, Þorsteinn Sveinsson, varaformaður, Þórir Páll Guðjónsson, ritari, Þórhalla Snæ- þórsdóttir, Stöðvarfirði, Jón E. Al- freðsson, Hólmavík, Sigurður Krist- jánsson, Selfossi og Jóhannes Sig- valdason, Akureyri. I varastjórn voru kjörin þau Gísli Jónatansson, Fá- skrúðsfirði, Birna Bjarnadóttir, Kópavogi og Egill Olgeirsson, Húsa- vík. Stofnun Málræktarsjóðs: Fjárskortur stendur mörg- um þörfum málræktar- verkefnum fyrir þrifum - segir Baldur Jónsson, stj ómarformaður UM þessar mundir er verið að safna stofnfé í Málræktarsjóð og hefur fyrirtækjum og sveitarfélögum verið sent bréf, þar sem farið er fram á liðveislu þeirra við það verk. Baldur Jónsson, sljórnarformaður sjóðs- ins og forstöðumaður íslenskrar málstöðvar, segir að sjóðurinn eigi meðal annars að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í land- inu, útgáfu handbóka og leiðbeiningarrita um málnotkun, íslensku- kennslu erlendis og fleiri verkefni, sem stuðli að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar. Baldur segir mikla þörf fyrir sjóð sem þennan, enda standi fjárskortur mörgum þörfum málræktarverkefnum fyrir þrifum og engir aðrir sjóðir hafi það hlutverk að styrkja þau. Skipulagsskrá fyrir Málræktar- sjóð var staðfest af dómsmálaráðu- neytinu á útmánuðum 1991 en þá hafði stofnun hans verið til umræðu um nokkurra ára skeið. Baldur Jónsson segir að verulegur skriður hafí fyrst komist á undirbúninginn vorið 1989 þegar þáverandi mennt- amálaráðherra, Svavar Gestsson, hafí falið íslenskri málnefnd að kanna möguleika á stofnun sjóðs til eflingar málrækt í landinu. Um svipað leyti hafi komið fram að Sænska akademían hefði hug á að styrkja slíkan sjóð. Akademían hafi komið í heimsókn til landsins í ág- úst það ár og hafí þá afhent mál- nefndinni 100 þúsund krónur sænskar (tæplega 1 milljón ís- lenskra króna) sem stofnframlag til sjóðsins. í kjölfarið hafí svo Orða- bók Háskólans lagt fram 100 þús- und krónur og Menningarsjóður Iðnaðarbankans 1 milljón króna. Árið eftir hafí sjóðnum borist 100 þúsund króna styrkur frá íslenska jámblendifélaginu og 1 milljón frá menntamálaráðuneytinu og á árinu 1991 hafi ríkisframlag til hans ver- ið 2,2 milljónir króna. Áformað að safna 50 milljónum fyrir árslok Baldur segir að samkvæmt skipu- lagsskrá teljist framlög til sjóðsins fyrir árslok 1992 stofnframlög og stjórn sjóðsins vildi helst geta náð saman allt að 50 milljónum króna fyrir þann tíma. Gert sé ráð fyrir því að ríkið leggi fram jafn háa upphæð og þannig safnist. Þau fyr- irtæki, samtök og stofnanir sem gerist stofnaðilar muni eiga þess kost að eignast fulltrúa í fulltrúa- ráði Málræktarsjóðs og geti þannig haft áhrif á stefnumörkun hans og val stjómar. Hann segir að stjóm Málræktar- sjóðs hafí nú nýverið sent mörgum fyrirtækjum og ýmsum aðilum vinn- umarkaðarins bréf, þar sem þeim sé boðin aðild að stofnun sjóðsins. Jafnframt hafí forsvarsmönnum ýmissa sveitarfélaga verið sent bréf, þar sem óskað sé eftir aðild þeirra, auk þess sem látin sé í ljós sú ósk, að sveitarfélögin helgi þjóðhátíðar- daginn 17. júní íslenskri málrækt með einhveijum hætti. Einnig séu í bréfinu tilmæli um að þau láti við hátíðarhöld sín liggja frammi lista, þar sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti skráð sig fyrir stofn- framlögum í sjóðinn. Þess megi geta, að þeir aðilar, sem hafí at- vinnurekstur með höndum, geti fengið skattaafslátt vegna framlaga til hans. Mikil þörf á að styrkja nýyrða- og íðorðastarf Að sögn Baldurs er hugmyndin sú, að Málræktarsjóður geti styrkt öll þau verkefni, sem miði að því að styrkja íslenskt mál og treysta málsamfélagið. „Meðal þeirra verk- efna sem sjóðurinn á að styrkja er nýyrða- og íðorðastarf. Hingað til hefur sárlega vantað fé til að styrkja orðanefndir á einstökum sviðum, svo og útgáfu orðasafna. Einnig má nefna útgáfu margs kon- ar orðabóka, handbóka og leiðbein- ingarrita um notkun málsins, auk námskeiða- og ráðstefnuhalds, sem ástæða getur verið tií að styrkja. Mér dettur til dæmis í hug, að ástæða gæti verið til að halda nám- skeið í málnotkun fyrir fjölmiðlafólk eða verðandi starfsmenn fjölmiðla, en á því virðist vera þörf. Þá má nefna,“ bætir Baldur við, „að í þjóð- félaginu er sívaxandi þörf fyrir þýð- ingar á ýmiss konar nytjatextum og alþjóðlegum stöðlum. í því sam- bandi gæti Málræktarsjóður komið að gagni, til dæmis með því að styðja við menntun þýðenda." Hann segir að auk framan- greindra verkefna megi nefna fjöl- margt annað, sem Málræktarsjóður geti gert til eflingar tungunnar. „Ég nefni sem dæmi kynningu á ís- lensku máli og menningu erlendis. Núna er miklu fé varið til landkynn- ingar en stór hluti hennar er því miður yfirborðskennt glamur. Kynning á máli þjóðarinnar og menningu getur hins vegar rist miklu dýpra.“ Baldur tekur fram, að hugmynd- in sé auðvitað ekki sú, að Málrækt- arsjóður standi undir öllum kostnaði við þau verkefni, sem hann hafí nefnt, en hins vegar sé ljóst að hann geti víða orðið að liði með framlögum. Einkum geti hann kom- ið að notum, þegar fé vanti með litlum fyrirvara til verkefna, sem ekki sé fyrirfram ákveðið hver eigi að kosta. Þar á meðal geti verið kannanir eða hagnýtar rannsóknir, sem Vísindasjóður eða aðrir sjóðir telji sér ekki skylt að styrkja. Málræktarstarf eins og uppgræðsla lands Baldur Jónsson segir að spytja megi, hvaða gagn verði af Málrækt- arsjóði og hvort hann muni verða til þess að bæta málfar íslendinga. „Ég lít svo á að málræktarstarf geri gagn,“ segir hann. „Og Mál- ræktarsjóður getur gert málrækt gagn með svipuðum hætti og Land- græðslusjóður eflir landgræðslu- starf og Vísindasjóður styrkir vís- Morgunblaðið/Bjami Baldur Jónsson, stjórnarfor- maður Málræktarsjóðs. indin í landinu. Við höfum horft upp á það á undanfömum árum, að mörg þörf og hagnýt málræktar- verkefni hafa verið í fjársvelti og of mikil orka hefur farið í fjáröflun hjá þeim sem að þeim vinna. ís- lenska þjóðin á engan sjóð, sem ætlað er að styrkja þessi verkefni og vonir okkar standa til að stofnun Málræktarsjóðs geti bætt úr þeim skorti." v-n Baldur segir að málrækt sé í raun aðgerð til að gera tungumálið öflugra sem tæki og til að bæta málnotkun. „í þessu sambandi get- um við notað samlíkingu. Ef við líkj- um málinu við verkfæraskemmu, þá má segja, að málrækt sé sú starf- semi að fjölga áhöldunum, að eign- ast sem flest og best tæki, og um leið að læra hvernig á að nota þau. Þá má benda á, af því að verkfæra- skemmu bar á góma, að á þessari öld hafa gríðarlega mörg ný verk- færi komist i hendur íslendinga og einn mikilsverðasti þáttur málrækt- arstarfsins nú er að fínna íslensk nöfn á þau.“ Hann leggur áherslu á að í nýyrð- astarfinu verði að gæta þess a.ð ijúfa ekki tengslin við liðna tíð. ís- lendingar verði hér eftir sem hingað til að skilja mál fortíðarinnar og nútímamálið verði að efla með hlið- sjón af því eldra. „Málið er þannig eins og tré. Það getur hækkað og gildnað en er áfram sama tréð,“ segir hann. „Ég hef ekki orðið var við annað en menn vilji varðveita íslenskt mál, efla það og styrkja," segir Baldur að lokum. „En það er ekki nóg. Menn verða að sýna viljann í verki og víða þarf að taka til hend- inni.“ Islenskir iistamenn í Björgvin: Hamrahlíðarkórinn er eins og goshver - sagði í umsögnum norskra blaða ISLENSKUM listamönnum var gert hátt undir höfði á Listahátíðinni í Björgvin, sem er nýlokið. Reykjavíkurkvartettinn hélt tvenna tónleika þar og Hamrahlíðarkórinn söng í Björgvin og Nain, meðal annars und- ir hátiðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Björgvin, þar sem Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, þjónaði fyrir altari. Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti Islands, var verndari hátíðarinnar. Umsagnir norskra blaða um tón- leika Hamrahlíðarkórsins voru mjög lofsamlegar. Gagnrýnandi Bergensa- visen sagði að söngur kórsins sýndi að til væri sérstakur íslenskur tónn í kórsöng og lýsti honum þannig: „Hann er dálítið óslípaður, agaður en ekki taminn. Það er sjóðandi kraftur undir niðri og þegar hann gýs upp eins og hver skilur maður hvers vegna þessi kór hefur svo góðan orðstír... Það er mjög skiljanlegt að stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir,_ var kjörin tónlistarmaður ársins á íslandi." Aftenposten sagði í umsögn um aðra tónleika kórsins, þar sem meðal annars voru flutt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Róbert A. Ottósson og Jón Leifs, að kórfélagar væru verðugir sendiherrar íslensks tónlistarlífs og hinn íslenski tvísöngur kórsins væri heillandi. Bergens Tidende sagði við það tæk- ifæri að tilfínning stjómandans fyrir nýjum straumum í tónlistinni og stemningu augnabliksins hefði borið ríkulegan ávöxt í dagskrá, sem hefði verið án veikra punkta. Á fjórða hundrað manns sóttu fyrri tónleika Reykjavíkurkvartettsins hinn 23. maí og fögnuðu flytjendum lengi og innilega. Á dagskrá voru meðal annars verk eftir Þorkel Sigurbjöms- son, Karólínu Eiríksdóttur og Jón Ásgeirsson. Kvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir, Zbigniev Dubik, Guð- mundur Kristmundsson og Inga Rós Ingólfsdóttir, en á fyrri tónleikunum kom auk þess fram Selma Guðmunds- dóttir, píanóleikari. Húsfyllir var á síðari tónleikum kvartettsins, þar sem fluttir voru strengjakvartettar eftir Jón Leifs, Grieg og Beethoven, og voru viðtökur áheyrenda góðar. Listahátíðin í Björgvin er alþjóðleg hátíð hinna ýmsu listgreina og hefur verið haldin árlega siðan 1953. Eru þeir aö fá 'ann ■? Kuldi í Kjarránni Það var lítið að gerast við opnun Kjarrár á fimmtudaginn, leiðinda- veður og mikill vatnskuldi og grugg settu svip á tilraunir veiðimanna. Kjarrá var aðeins fjögurra gráðu heit og við liggur að betur sé heima setið en af stað farið hjá veiðimönn- um við slík skilyrði. Menn urðu þó varir við lax í ánni og tveir náðust. Vart er þó að vænta neinna sér- stakra tíðinda fyrr en hlýna tekur í veðri, en þá hlýnar árvatnið um leið og laxinn fer á kreik. Reytingsveiði er í Þverá og Norðurá, en það sama gildir um þær og Kjarrá þó ástandið sé skömminni skárra í þeim. Reytingur í Laxá Laxá á Ásum gefur lax og lax, Árni Baldursson sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði fengið tvo laxa í Dulsunum í fyrradag og þá hefðu verið komnir sjö laxar í bókina. „Það eru þetta 6-8 fiskar í Dulsunum eins og venjulega á þess- um tínia og þar fengum við laxana okkar. Þetta voru miklir boltar, sá stærri 15 punda. Tveir laxar eru skráðir í staði ofarlega í ánni, Krók- hyl og Mánafossi. Veiðivörðurinn sagði mér að a.m.k. annar laxanna hefði verið hoplax," sagði Ámi. Verðlaun í boði Veiðimálastofnun hefur ákveðið að veita verðlaun fyrir örmerkta laxa sem veiðast í laxveiðiám á þessu ári. Mikil brögð eru að því að veiði- menn annaðhvort átti sig ekki á því að þeir eru með merktan lax í hönd- unum eða hirða ekki um að skila merkjum til Veiðimálastofnunar og með þessu móti vilja sérfræðingarnir hvetja til meiri árverkni og skila hjá veiðimönnum. Þeir benda einnig á í þessu sambandi, að örmerktir laxar séu auðþekkjanlegir á því að veið- iugginn hefur verið klipptur af fisk- inum. í marsmánuði næstkomandi verður dregið úr útsendum skjölum vegna örmerkja frá sumrinu og verð- laun afhent. Fyrstu vei-ðlaun eru þriggja daga veiði í góðri laxveiðiá. Önnur og þriðju verðlaun eru eins dags veiði í góðri laxveiðiá og fjórðu til tíundu verðlaun eru vöruúttektir úr veiðibúðum. gg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.