Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
27
Hafnarfjörður og nágrenni:
Umferðamámskeið
fyrir 5 og 6 ára böm
NAMSKEIÐ umferðarskólans fyrir 5 og 6 ára börn í Hafnarfirði,
Garðabæ og Bessastaðahreppi fara fram dagana 9. - 19. júní næstkom-
andi, við grunnskóla á svæðinu. Hvert barn mætir tvo daga í röð,
klukkustund í senn.
Að þessu sinni eru námskeiðin
ætluð bömum sem fædd era árin
1986 og 1987. Bömin era boðið
bréfleiðis og byggist kennslan á því
að leiðbeina þeim um mikilvægar
umferðarreglur fyrir gangandi fólk.
Einnig veðrar m.a. fjallað um hjól-
reiðar og nauðsyn þess að allir séu
með hjálm og um notkun bílbelta
og barnabílstjóra. Brúðuleikhús og
kvikmyndasýning er hluti af fræðsl-
unni.
í fréttatilkyimingu frá lögregluni
í Hafnarfirði segir að framundan sé
tími útivistar með aukinni þátttöku
bama í umferð. Því miður slasist
mörg þeirra ár hvert. „Þessi fræðsla
á að vera stuðningur við foreldra
og leggjum við mikla áherslu á að
öll böm á þessm aldri mæti til leiks
með okkur," segir ennfremur.
Foreldrar og forráðamenn era
sérstaklega boðnir' velkomnir með
bömum sínum.
45 ár frá upphafi
alþjóðaflugþj ónust-
unnar á Islandi
30. APRÍL 1992 voru 45 ár Iiðin
frá því að samstarf íslands og
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
um þjónustu við alþjóðaflug á
Norður-Atlantshafi hófst, en það
var 30. apríl 1947 sem undirritað-
ur var samningur milli íslands og
bráðabirgða Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar (Provisional
International Civil Aviation
Organization) um rekstur Loran-
stöðvar í Vík í Mýrdal, en þá stöð
höfðu Bandamenn reist á stríðsár-
unum og rekið þar til ísland yfir-
tók rekstur hennar.
I júní 1948 var gerður samningur
milli íslands og 9 ríkja er aðild áttu
að samtökunum um fjárhagsgrund-
völl Alþjóðaflugþjónustunnar á ís-
landi, sem svo var endurskoðaður
og endurbættur árið 1956.
ísland býr enn í dag að þessu
samstarfi um alþjóðaflug, sem hefur
aukist og margfaldast með árunum
og sjá má á því að 1947 fóru um
5.500 alþjóðleg flug um íslenska
flugstjómarsvæðið, sem þá var um
1 miUjón km2 að stærð. Fjörutíu og
fimm áram síðar fara 70 þúsund
alþjóðleg flug um íslenska flug-
stjómarsvæðið, sem nú er um fimm
sinnum stærra en það upphaflega.
Hagnaður af þessu samstarfi ís-
lands og aðila samkomulagsins hefur
einkum verið tvíþættur, þ.e.
gjaldeyristekjur, en kostnaður vegna
þjónustu er greiddur í bandarílq'adöl-
um, á sl. ári námu þessar gjaldeyris-
tekjur um 600 milljónum króna og
innlend tækniþekking, en sá þáttur
er ómetanlegur m.a. fyrir Háskóla
Islands.
Á þessu ári mun verða tekin í
notkun háþróaður tölvubúnaður til
notkunar fyrir Alþjóðaflugþjón-
ustuna, einnig er I byggingu 3.000
m2 flugstjómarmiðstöð ætiuð til
sömu nota og er gert ráð fyrir að
hún verði tekin í notkun vorið 1993.
Áætlað verðmæti fyrrgreindra fram-
kvæmda er um 1400 milljónir króna,
sem að nær öllu leyti er greitt af
hinum erlendu aðilum.
Þá má bæta því við að Guðmund-
ur Magnússon, framkvæmdastjóri
flugumferðarþjónustu, hefur verið
valinn af Norðurlöndunum til þess
að vera í framboði til setu í fasta-
ráði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
(ICAO) 1993-1995, og verður það í
fyrsta sinn frá stofndegi hennar árið
1944, að íslendingur gegnir þeirri
sæmdarstöðu.
Það er baráttumál Flugmála-
stjómar að þjónusta við alþjóðaflug
frá íslandi haldi áfram enn um lang-
an aldur til hagsbóta íslenskum flug-
málum og flugi í okkar heimshluta.
(Fréttatilkynning frá Pétri Einarssyni
flugmálastjðra)
yAVARUD/i
Afmæliskveðja:
Gróa J. Salvarsdóttir
Mágkona mín, Gróa Jóhanna Sal-
varsdóttir, fulltrúi hjá Veðurstofu
íslands er sjötug á hvítasunnudag,
7. þessa mánaðar. Hún er fædd á
Bjamastöðum á ísafirði 1922, en
þar bjuggu þá foreldrar hennar Sal-
var Ólafsson, bóndi í Reykjarfirði frá
fardögum 1931 og lengi síðan, og
kona hans, Ragnheiður Hákonar-
dóttir, Magnússonar og Amdísar
Bjamadóttur frá Reykjahólum, al-
kunns stórbónda og dugnaðar-
manns, Þórðarsonar.
Bemsku- og æskuár hennar liðu
við leik í hópi glaðværra systkina
og annars æskufólks hér í sveit og
við störf á hinu fjölmenna heimili í
Reykjarfirði í tíð Salvars og Ragn-
heiðar. Sé ég í sálnaregistri að þar
hafa verið í heimili er hún var 16
ára hálfur þriðji tugur manna, rúm-
lega, enda á sumram að auki ungl-
ingar aðkomnir, svo og lausráðið
fólk eitthvað, gestkvæmt.
Er ekki að efa að hún hefur
snemma kynnst öllum störfum er
búskap heyra og gengið að verkum
með þeim dugnaði, sem henni er
gefinn og kjarki, sem enst hefur
Kirkjur á lands-
byggðinni:
Fermingar
Ferming í Flateyrarkirkju á
hvítasunnudag, 7. júní, kl. 11.
Prestur sr. Gunnar Björnsson.
Fermd verða:
Gunnlaugur Geir Pétursson,
Brimnesvegi 28.
Helga Ósk Eggertsdóttir,
Eyrarvegi 11.
Sjöfn Guðmundsdóttir,
Drafnargötu 11.
Ferming í Þingeyrarkirkju á
hvítasunnudag, 7. júní, kl. 14.
Prestur sr. Gunnar Björnsson.
Fermd verða:
Auður Lilja Davíðsdóttir,
Aðalstræti 39.
Ásgeir Jónsson,
Brekkugötu 36.
Eyrún Harpa Hlynsdóttir,
Hrunastíg 1.
Gestur Magnús Magnússon,
Hlíðargötu 44.
Oddný Sigríður Kristjánsdóttir,
Hranastíg 2.
Ólafur Ámi Mikaelsson,
Vallargötu 10.
Særún Lind Bames,
Sveinseyri.
Ferming í Kirkjubólskirkju í
Valþjófsdal annan hvítasunnu-
dag, 8. júni, kl. 14. Prestur sr.
Gunnar Bjömsson. Fermdur
verður:
Eyþór Guðmundsson,
Kirkjubóli í Valþjófsdal.
henni alla tíð, enda oft þurft á eigin-
leikum þessum að halda við hin fjöi-
breytilegu störf, er hún hefur haft
um ævina. Eftir að námi í Reykja-
nesskóla sleppti lá leið hennar úr
heimahéraði um sinn. En um skeið
bjó hun með manni sínum, Halldóri
Víglundssyni, í Reykjanesi og ráku
þau þar hótel á sumram. Mann sinn
missti hún 1977, en þeim varð auðið
fjögurra bama er upp komust, sona-
eign.
Hér verður ekki höfð nákvæm
skýrsla yfir störf og feril mágkonu
minnar, en oft mun hafa reynt á
þrek hennar og kjark við störf og í
stríði, eins og við þekkjum mörg
hver, er lifum lífinu lifandi. Nefiii:
Akureyri við hjúkranarstörf, ráðs-
kona á héraðsskólum, Eiðar og
Skógar, vitavarsla á Homi til þriggja
ára og Dalatanga tæpan tug, gisti-
hús rak hún um skeið á Amgerðar-
eyri ásamt búskap þar og hafði á
hendi stöðvarstjóm Pósts og síma í
leiðinni, en þar var þá slík þjónusta,
allt til hausts ’58 og bar saman brott-
för hennar og flutningur þessara
þjónustu að Kirkjubóli í Langadal,
búið var í Múla í ísafirði um hríð
og víðar, var forstöðukona Djúp-
mannabúðar nokkur sumur.
Hin síðari ár mörg hefur hún ver-
ið ritari á Veðurstofu Islands og
nýtur þar trausts yfirmanna og
vinnufélaga, svo sem verið hefur
hvarvetna á vinnustað. Er henni í
blóð borin samviskusemi og vöndug-
heit til orðs og æðis. Uppeldi á Qöl-
mennu heimili, þar sem vinnusemi
og regla vora í heiðri höfð, hefur
og stuðlað að því að þroska með
henni virðingu fyrir starfinu og gildi
þess, er vel er gert, fyrir einstakling
og umhverfi. Hitt vita færri að hún
geymir með sér mikla hjartahlýju
og ríka réttlætiskennd, er þeir hafa
vissulega merkt, er eitthvað hafa
umgengist hana að ráði, vinir, tengd-
afólk. Hún er kona sköraleg og seg-
ir meiningu sína á hlutunum þegar
við á. Ófeimin. Gestrisni hennar er
mikil og fylgja skrifi þessu alúðar-
þakkir frá okkur hér fyrir höfðing-
legar móttökur jafnan er fundi ber
saman við Faxaflóann.
Nú er jörð tekin að græn|ca við
Djúp og þú hyggur brátt á vestur-
ferð til að líta þá mold augum sem
hjarta þínu stóð jafnan næst. Vinii*^*
þínir fagna þér og hlakka til sam-
vista við þig þessa stuttu sumar-
stund. Velkomin vestur að djúpum
dölum, lygnum Qörðum og glitrandi
silungsám og verða þá í fylgd þinni
að venju synimir 3, er nú era ofar
grænni torfu, svo og vinir og tengda-
fólk og dóttirin Aðalheiður, en hana
átti hún áður en hún giftist, náms-
stjóri, hin mesta myndarkonar, sam-
rýnd móður sinni og henni mikil
hjálparhella.
HeiII þér sjötugri. . ,
Sr. Baldur Vilhelmsson
/prófastur, Vatnsfirði.
Réttur Hallargarðsins nr. 25:
LOFTA
PLÖTUR
OGLÍM
Nýkomin sending
r ÐNKAUMBOÐ
& Þ.Þ0RGRIMSS0N
Ármúla 29 - Reykjavik - sími 38640
Bíandaðir sjávarréttir með kryddjurtasósu.
Við kynnum nýjar
m atargerðarperiur
á lystilegum
matseðli.
Verið velkomín á veitingastað vandlátra.
Borðapantanir (síma 678555 eða 30400.
H allargarðurinn
í Hiísi verslunar.
snyrt o§ sneitt, abeins499 kr./k§,
tilbúib beint á §ríllib.