Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
Minning:
Jóhann L Jóhannes-
son, Sólheimum
Fæddur 9. september 1903
Dáinn 26. maí 1992
í dag kveð ég afa minn, Jóhann
Ingiberg Jóhannesson, fæddan á
Þorbjargarstöðum í Laxárdal 9.
september 1903, en alinn upp hjá
afa sínum og ömmu á Saurbæ í
Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir
og Jóhannes Sigvaldason.
Afí var um eins árs er hann kom
til afa síns og ömmu og bjó þar til
ársins 1937. Afí átti þijú systkini,
þau eru Valdimar, búsettur á elli-
deild sjúkrahúss Sauðárkróks, Þur-
íður, en hún lést síðastliðið sumar,
Sigurveig, búsett í Reykjavík.
Árið 1935 kvæntist afi ömmu
minni, Helgu Lilju Gottskálksdóttur
frá Bakka í Vallhóima, fæddri 18.
mars 1908, en hún lést 22. júní
1989. Hún var dóttir hjónanna
Guðlaugar Ámadóttur og Gott-
skálks Egilssonar.
Afí og amma byijuðu búskap á
Saurbæ og voru þar i tvö ár, þá
fluttu þau að Syðra-Vallholti í
Seyluhreppi. Vorið 1938 flytjast
þau að Sólheimum í Sæmundarhlíð
til frænku Helgu, Ingibjargar, sem
bjó þar ásamt tveimur dætram sín-
um, þeim Ámýju, búsettri á Dalvík
og nú seinni árin á Álftanesi, og
Sigríði, búsett á Sólheimum en þar
hafa þau búið alla tíð.
Afí og amma eignuðust sex böm,
en áður átti afi dótturina Gyðu,
fædd 1. júlí 1929, ekkja í Kópavogi
og á hún tvö böm og fímm barna-
böm. Guðlaug, fædd 29. apríl 1936,
búsett á Hrauni á Skaga, gift Rögn-
valdi Steinssyni og eiga þau fjóra
syni og einn sonarson. Ámi Sverr-
ir, fæddur 24. janúar 1939, búsett-
ur í Reykjavík, kvæntur Bryndísi
Ármannsdóttur og eiga þau fímm
böm og fímm bamaböm. Eymund-
ur, fæddur 5. desember 1942, bú-
settur í Árgerði í Sæmundarhlíð,
kvæntur Margréti Kristjánsdóttur
og eiga þau sjö böm en áður átti
Margrét eina dóttur. Sigmar Jó-
hann, fæddur 10. apríl 1947, bú-
settur í Sólheimum í Sæmundarhlíð,
kvæntur Helgu Sigurborgu Stef-
ánsdóttur og eiga þau þijú böm.
Ingibjörg Margrét, fædd 10. apríl
t
EGILL JÓNSSON,
Bræðraborgarstíg 49,
lést þriðjudaginn 3. júní.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Grímur Jónsson,
Þórarinn Ólafsson.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR JÓNSSON
frá Hallgilsstöðum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli 3. júní.
Guðbjörg Valdimarsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
MAGNÚS EINARSSON,
Lftlagerði 1,
Hvolsvelii,
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 4. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur,
BJÖRN HJARTARSON
útibússtjóri íslandsbanka,
Laugavegi 105,
lést að heimili sínu, Stallaseli 8, þann 4. júní.
Sigriður Ármann,
Sigbjörn Björnsson, Ragna J. Sigurðardóttir,
Ásta Björnsdóttir, Guðni B. Guðnason,
Pálína Björnsdóttir, Ásta L. Björnsdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn, fáðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON,
Vfðigrund 25,
Kópavogi,
sem andaðist í Borgarspítalanum þann 30. mai sl., verður jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju míðvikudaginn 10. júní nk. kl. 13.30.
Dagmar Clausen,
Guðmundur Þórðarson, Margrét Linda Þórisdóttir,
Þórður Þórðarson, Linda Leifsdóttir,
Anna Marfa Þórðardóttir, Ragnar Jóhann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
1947, búsett í Reykjavík, gift Sig-
urði Dalmanni Skarphéðinssyni og
eiga þau tvö böm og eitt barna-
bam. Gísli Gottskálk, fæddur 23.
mars 1950, búsettur á Seltjamar-
nesi, kvæntur Guðrúnu Svövu
Bjömsdóttur og eiga þau þijú böm.
Þrettan ára gamall fór afí í sínar
fyrstu göngur og fór hann alltaf í
undanreið sem tók sjö til átta daga.
Þessar göngur fór hann í 22 ár eða
á áranum 1916 til 1938.
Afí átti marga góða hesta og lét
hann sig sjaldan eða aldrei vanta á
hestamannamót á Vallárbökkum og
fyrstu árin á Vindheimamelum.
Yfirleitt um helgar sem og aðra
daga fór hann í útreiðar með félög-
um sínum eins og við föram í bíltúr
nú til dags.
Þegar hann var ungur var oftast
leitað til afa þegar þurfti að sækja
lækni, ljósmóður eða lyf vegna þess
hve góða og fótfráa hesta hann
átti og hve hjálpsamur hann var.
Afí hætti að stunda búskap árið
1979 með fé, en hross átti hann til
dagsins í dag.
Það var alltaf jafn gaman að
koma í sveitina til afa og ömmu
hvort heldur átti að stoppa yfír
sumartíma eða bara í nokkra daga.
Þegar ég var lítil gættu þau okkar
frændsystkinanna á meðan foreldr-
ar okkar vora úti við bústörfin,
annaðhvort lásu þau eða sögðu
okkur sögur frá því sem gerðist í
gamla daga og vora þetta allt góð-
ar og skemmtilegar sögur. Þegar
afi kom heim úr kaupstaðarferð eða
af hestamannamóti kom hann alltaf
með eitthvað gott í poka annað-
hvort vora það bijóstsykursmolar
eða súkkulaðikallar og vora þeir í
uppáhaldi hjá okkur krökkunum og
þegar sumarheimsókninni var lokið
stakk afí alltaf að mér peninga-
seðli til að ég gæti keypt mér eitt-
hvað á leiðinni heim.
Ég minnist oft afa þar sem hann
sat á bekknum sínum og las góðar
bækur, yfirleitt vora þetta ævisögur
og svo t.d. „Aldnir hafa orðið" og
„Bóndi er bústólpi". Afí átti mikið
og gott bókasafn og eftir að hann
fluttists á ellideild sjúkrahúss Sauð-
árkróks notaði hann bókasafnið þar
mikið, en þar dvaldi hann síðustu
fjögur árin og leið honum vel þar.
Nú kveð ég afa minn og veit að
Helga amma hefur tekið vel á móti
honum. Við munum ávallt sakna
þeirra, en góðar minningar eigum
við og j>ær gleymast ekki en geym-
ast vel. Guð blessi þau og varðveiti
um ókomin ár.
Helga Kristín og fjölskylda.
Minning:
Guðmundur Sigurðs
son frá Katadal
Fæddur 22. júní 1918
Dáinn 23. maí 1992
Afí minn Guðmundur Sigurðsson
frá Katadal á Vatnsnesi fæddist á
Ásbjamarstöðum 22. júní 1918.
Hann flutti ásamt foreldram sínum
og systur að Katadal árið 1922.
Foreldrar afa vora þau Ingibjörg
Guðmundsdóttir. fædd í Aðalbreið í
Miðfirði, og Sigurður Jónsson frá
Katadal. Systkini vora: Sigrún,
fædd 26. apríl 1917, þá afí, fæddur
22. júní 1918, Steinunn, fædd 7.
febrúar 1923 og dáin 5. janúar
1947, og yngstur Jón Gestur, fædd-
ur 5. janúar 1928.
Afi ólst upp og bjó lengst af í
Katadal. Hann hóf þar búskap árið
1940 og kvæntist Ragnhildi Levý
frá Ósum í október 1943. Eignuð-
ust þau tvö böm, Ögn Levý og Sig-
urð Inga. Ögn er búsett á Krossa-
nesi í Vatnsnesi ásamt Benedikt
Jóhannssyni frá Hvammstanga og
bömum þeirra: Ragnhildi Guðrúnu,
Gesti og Jóhanni Inga.
Sigurður Ingi býr ásamt móður
sinni, Ragnhildi Levý, að Saurbæ á
Vatnsnesi.
Á búskaparáram afa vann hann
að því að rækta ng endurbæta jörð
sína og reisti hann rafstöð til að
framleiða rafmagn.
Afí var mikill hestaáhugamaður
og fékkst hann talsvert við tamn-
ingar og umhirðu hesta. M.a. tamdi
hann margan hestinn fyrir Láras
Bjömsson frá Grímstungu í Vatns-
dal. Eins hirti hann um Hindisvikur-
hrossin til margra ára. Þótti afí
alveg ótrúlega glöggur á hross, ef
hann var einu sinni búinn að sjá
hross þá þekkti hann það aftur.
Afí hafði gaman af því að temja
hesta sem vora öðram erfíðir og
urðu þeir honum furðu fljótt þægir.
Á æviáram afa átti hann ekki möig
hross, en þau sem hann átti voru
traust og góð.
Að lokum vil ég þakka afa fyrir
allt sem við höfum átt saman á liðn-
um áram, alla reiðtúrana okkar, svo
og allt annað gamalt og gott.
Megi góður guð blessa ömmu,
mömmu, frænda auk annarra að-
standenda.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Með þessum orðum kveð ég góð-
an afa sem sárt er að missa. Ég
veit að þó hann sé horfínn sjónum
okkar, þá mun hann fylgjast með
okkur og varðveita og taka þátt í
gleði okkar og sorgum.
Ragnhildur Guðrún
Benediktsdóttir.
Sérfræóingar
í blómaskreytingum
vió öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA^
Skólavörðustíg 12
á horm Bergstaðastrætis
sími 19090
+
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts
ÁSGEIRS PÉTURSSONAR.
Starfsfólki sjúkradeildar Sunnuhlíðar er þökkuð góð hjúkrun og
umönnun.
Pétur Pétursson,
Steinunn Pétursdóttir,
Tryggvi Pétursson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför eigínmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VALGEIRS ELÍASSONAR,
Miklaholti.
Guðlaug Jónsdóttir,
Gyða Valgeirsdóttir,
Elín Rósa Valgeirsdóttir, Guðbjartur Alexandersson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR VALNÝ HANNESDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 64,
Reykjavik,
lést á Vífilsstöðum 26. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki hjúkrunardeildar Vífilsstaðaspítala fyrir góða
umönnun í veikindum hennar.
Guðbjörn Guðmundsson, Kristín Sigurðardóttir,
Steinar Guðmundsson, Ása Björk Sveinsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.