Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.06.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 33 Minning: Anna Mary Snorra- dóttir, Syðra-Langholti Mig langar til að minnast Önnu Mary vinkonu minnar, sem lést 30. maí sl. í mínum augum var hún hetja. Fyrir um það bil þremur og hálfu ári fékk Anna Mary að vita að hún væri haldin mjög sjaldgæf- um lungnasjúkdómi, sem er ólækn- andi og eina vonin væri að fá ný lungu. Þá gekk Anna Mary með yngri dóttur sína, Örnu Þöll, en eldri dóttirin var þá níu ára. Um sama leyti voru Anna Mary og Sigmund- ur Jóhannesson, maður hennar, að byggja nýtt íbúðarhús í Syðra- Langholti þar sem þau voru með búskap. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar dóttir mín, Bima Dís, réðst í vist til þeirra hjóna fýrir tveimur árum. Þá var Anna Mary farin að finna talsvert fyrir sjúk- dómnum án þess að hún léti þó á nokkru bera. Anna Mary var sér- staklega iðjusöm og var henni lítt að skapi að sitja auðum höndum, enda bar heimilið vott um sérstaka snyrtimennsku og góðan smekk. Anna Mary og Simmi voru þá flutt inn í nýja húsið og var þar öllu haganlega fyrir komið til þess að létta henni heimilisstörfin. Birna Dís hændist mjög að Önnu Mary enda tók hún henni strax opnum örmum og var hún nánast eins og ein af heimilisfólkinu. Anna Mary og Simmi voru ákaflega skemmtileg heim að sækja enda höfðu þau bæði lag á að láta gesti sína finna að þeir væru innilega velkomnir. Þau voru bæði sérstaklega gestrisin og því kom ekki á óvart að gesta- gangurinn var jafnan mikill í Syðra- Langholti. Oft var fullt hús af fólki en þá var alltaf hægt að bæta við einni dýnu eða svefnpoka því hús- rými virtist aldrei skorta. Allt var gert til þess að gestunum liði sem best. Anna Mary var sérstaklega aðlaðandi persóna. Hún var lágvax- in, grönn og fríð sýnum. Hún var svarthærð og öll bæði fínleg og nett. Hún hafði ákaflega létta lund og var að auki félagslynd og skemmtileg. Þá hafði hún mikla skapfestu sem sýndi sig í því að hún lét ekkert aftra sér að gera það sem hana langaði til þó svo hún væri algjörlega háð súrefniskútn- um. Fyrir einu ári var ákveðið að Anna Mary færi til London á Brompton-sjúkrahúsið og biði þar eftir lungnaskiptum. Þá var móðir Önnu Mary, Svala Auðbjörnsdóttir, þar fyrir en hún var haldin sama sjúkdómi. Svala hafði þá beðið eftir nýjum líffærum á annað ár en sú bið bar því miður ekki árangur því rúmum mánuði eftir að Anna Mary kom til Brompton lést móðir henn- ar. Þetta var eins og gefur að skilja gífurlegt áfall fyrir Önnu Mary, systkini hennar og föður, Snorra Ólafsson, en hann var lengst af búinn að bíða með Svölu á sjúkra- húsinu. Anna Mary kom heim til þess að fylgja móður sinni til graf- ar en hélt síðan aftur út til þess að bíða sjálf eftir líffærum á sama sjúkrahúsi. í veikindum sínum sýndi Anna ótrúlegan styrk. Aldrei heyrð- ist hún kvarta og aftók með öllu að láta vorkenna sér. Ef hún var spurð hvernig hún hefði það þá svaraði hún að bragði að hún þyrfti nú ekki að kvarta. í ágúst í fyrra heimsótti ég og Fanney, svilkona Önnu Mary, hana til London. Þá var Þorbjörg, yngsta systir Önnu, hjá henni og hafði hún verið þar allt sumarið og einnig sumarið áður hjá mömmu sinni. Hún var því eins og besti leiðsögumaður fyrir okkur í heimsborginni. Við áttum saman góðar stundir þessa viku, veðrið var yndislegt, sól og hiti upp á hvern dag. Við gerðum ýmislegt okkur til skemmtunar, fórum í leikhús, út að borða, kíktum í búðir eða sátum bara úti og horfðum á mannlífið. Alltaf var Anna Mary tilbúin að koma með okkur þrátt fyrir að hún þyrfti að vera í hjólastól og með súrefniskútinn. Hún lét það þó ekki aftra sér. Simmi, sem hefur staðið eins og klettur við hlið Önnu í veik- indum hennar, fór út til konu sinn- ar í haust til þess að vera með henni á sjúkrahúsinu í vetur. Þau komu heim í desember til þess að halda jólin hátíðleg með dætrum sínum og fjölskyldu. Síðan var haldið strax út aftur í janúar. Dæturnar urðu eftir á íslandi, Tinna Björk hjá afa og ömmu í Syðra-Langholti en Arna Þöll hjá Línu Dóru, móðursystur sinni á Akranesi. Loksins komu boð um að rétt líffæri hefðu borist og Anna Mary fór í lungnaskiptaað- gerð á Harfield sjúkrahúsinu að- faranótt 23. maí sl. Aðgerðin heppnaðist vel og allt leit mjög vel út. En skjótt skipast veður í lofti. Skyndilega gerðist eitthvað sem enginn sá fyrir. Anna Mary lést viku eftir aðgerðina. Elsku Simmi, Tinna og Arna Þöll. Ykkar missir er sárastur. Við biðjum Guð um styrk ykkur til handa. Einnig vott- um við öllu heimilisfólkinu í Syðra- Minning: Friðrik S. Okkur langar að kveðja góðan vin okkar með nokkrum línum, hann Friðrik Ólafsson sem lést þann 10. maí síðastliðinn. Við þekktum hann í 11 ár. Ég kynntist honum í lok ársins 1981 þegar ég réði mig í vinnu hjá íslenskum Aðalverktökum. Þá var hann að vinna upp í „ammó“, eins og þá var kallað, í sprengiskýlunum. Þar fékk ég vinnu lika en við unnum þar saman í eitt og hálft ár. Eftir það fórum við í annað verk og unn- um við saman í hitaveituofnum í tvö og hálft ár. Það var mjög gam- an að vinna með Frikka, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir utan það að vera duglegur, samvisku- samur og harður af sér, þá var hann svo glettinn og meinstríðinn. Við tókum smá pásu frá verktökun- um og fórum að vinna hjá Fiskverk- un R.A. Pétursson í Njarðvík í eitt til tvö ár. En fórum svo aftur til verktakanna en hvor í sínu lagi. Hann tók meirapróf og vann í véla- deild alveg fram á seinasta dag og sleppti varla úr degi. A þessum tíma eða árið 1983 þegar ég varljúin að kynnast minni Ólafsson konu, þá kynntist hann systur henn- ar. Við fjögur vorum mikið saman og fórum víða, bæði til útlanda og í kringum landið. Við áttum dýrð- lega daga saman. Frikki var svo kátur og skemmtilegur og var alltaf tilbúinn til að rétta fram hjálpar- hönd þegar þess þurfti, en hann var líka hæglátur maður og ekki allra. Þau voru óaðskiljanleg í tvö ár þar af eitt ár í sambúð. Eftir að þau slitu samvistum þá hafði hann allt- af samband við okkur hjónin og okkur fannst alltaf ánægjulegt að fá hann í heimsókn. Auk þess bjó hann alltaf í nágrenni við okkur. Hann fór í aðra sambúð seinna eða árið 1989 og eignaðist dreng árið 1990. Það var ein mesta ham- ingjustund í lífi hans þegar dreng- urinn fæddist. Hann heitir Árni Ólafur. Frikki var honum mjög góð- ur faðir. Við munum aldrei gleyma þess- um yndislega tíma sem við áttum með honum. Megi Guð varðveita hann að eilífu og blessa minningu hans. Viljum við votta syni hans og foreldrum, Óla og Öldu, bræðrum Langholti og Snorra, föður Önnu Mary og systkinum hennar, okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Hjördís Björnsdóttir og fjölskylda. Það var hörmuleg frétt sem barst símleiðis laugardagskvöldið 30. maí sl. Hún Anna okkar er dáin. Þessi frétt kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Ó, Guð hvað þetta er sárt og óréttlátt. Hún Anna er horf- in og við sjáum hana ekki aftur, það er stórt skarð komið í okkar góða hóp sem verður aldrei fyllt. Ég kynntist Önnu Mary veturinn 1981. Þá var ég nýflutt í hreppinn og stelpurnar sem voru sex í sauma- klúbb saman buðu mér að vera sjö- unda í hópnum, sem ég þáði, en fyrsti saumaklúbburinn sem ég fór í var hjá Önnu Mary. Ég var dálít- ið feimin og kveið fyrir að mæta og kynnast stelpunum, en það var alveg óþarfí. Til dyranna kom Anna eins og hún var klædd, hlý, róleg og brosmild eins og hún var alltaf þótt hún væri sárlasin þá var hún sko ekkert að kvarta. Það er sárt að horfa á eftir góðri vinkonu sem ég hefði viljað þekkja miklu meira en ég gerði. En Anna Mary er kom- in yfir móðuna miklu þar sem birt- an, friðurinn og fegurðin ríkir, í ríki Drottins, góður Guð leiðir nú Önnu um grundir sínar og, faðmur hans er hennar skjól, og þar mun hún örugg vera. Ég mun minnast Önnu í bænum mínum því þótt dauðinn sé sár og sárt að missa þá verðum við hin að hjálpa þeim sem farnir eru, áfram, því það er líka erfitt fyrir. þá að vera farnir. Ég vil með þess- um fátæklegu orðum þakka Önnu Mary fyrir stutt kynni en góðar stundir. Elsku Simmi, Tinna og Arna, ég og fjölskylda mín viljum senda inni- legustu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar, góður Guð gefí ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Önnu Mary Snorradóttur. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dapr ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) Allt eins og blómstrið eina upp vex ájléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morpnstund, á snögp augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Hjördís Harðardóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Sb. 1945 H. Pétursson) Með þessum litla sálmi viljum við kveðja kæra skólasystur og vin- konu, Önnu Mary Snorradóttur, sem lést í London 30. maí sl. eftir langvarandi veikindi. Það er sárt þegar ung kona í blóma lífsins er hrifin á brott frá ástvinum og fjölskyldu langt fyrir aldur fram. Megi Guð gefa þeim styrk í þeirra mikju sorg. Minningin um Önnu Mary mun áfram lifa í hjörtum okkar allra. Árgangur 1960 í Vestmannaeyjum. Helga I. Guðmunds- dóttir — Kveðjuorð Helga Ingveldur Guðmundsdótir frá Seli hefur kvatt þennan heim á áttugasta og níunda aldursári. Leiðir okkar hafa lengi legið sam- an, eða allt frá árinu 1937 að for- eldrar hennar og bræður fluttu frá Seli og settust að á Hömrum í tví- býli við foreldra mína. Á Seli bjuggu þau í tvíbýli svo góðu að orð fór af. Eins var tvíbýl- ið á Hömrum og átti faðir minn varla nógu sterk orð um góðvild þeirra og hjálpsemi. Hógværð, hjálpsemi og góðvild í garð allra einkenndi þau. Við þetta ólst Helga upp og bar hún þess glöggt merki. Þegar foreldrar Helgu fluttu að Hömrum var hún fyrir löngu gift Ingólfi Þorsteinssyni, yfirvarðstjóra hjá Rannsóknarlögreglunni. Á sumrin dvaldi hún á Hömrum með drengina og aðstoðaði móður sína við búverk og þó einkum saum- askap. Á þessum árum kynntist ég Helgu fremur lítið, mér fannst hún svo fín Reykjavíkurfrú að ég var hálf feimin við hana, en yrði ég á vegi hennar var hún hlýleg í við- móti og talaði við mig eins og full- orðna manneskju og kunni ég því vel. Svo var það haustið 1941 að ég hans og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þunp greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Hjörtur og Dagný. giftist og settist að í Reykjavík. Ekki var ég fyrr komin suður en Helga leggur land undir fót og held- ur inn í Sogamýri ásamt tilvonandi mágkonu sinni, verðandi húsfreyju á Hömrum, til að færa okkur Ein- ari brúðargjöf. Nokkur tími leið þar til ég bauð þeim hjónum heim í kaffi á sunnu- degi. Vel féll á með Ingólfi og Ein- ari og mikill samgangur varð milli heimila okkar. Það þótti sjálfsagt að við tækjum þátt í öllum hátíðar- höldum þeirra og eru mér jólaboðin einkar minnisstæð, þegar ættingjar þeirra og vinir söfnuðust saman á heimili þeirra og Ríta, vinkona þeirra, tók í slaghörpuna og jóla- sálmar voru sungnir hárri raust. Og svo gjarnan fáein falleg skosk lög á eftir. Um árabil eyddu þau gamlárs- kvöldi með okkur á Sogamýrar- bletti 46 okkur til mikillar ánægju. Nokkrum sinnum fórum við í sumarfrí saman ýmist 4 saman eða í hóp með fleira fólki. En sumarið 1950 héldum við austur yfir Mos- fellsheiði á tveimur bílum með tvö tjöld og tvo litla snáða og héldum ___________Brids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar í Reykjavík Laugardaginn 16. maí sl. lauk vetrarstarfi deildarinnar með af- hendingu verðlauna eftir veturinn. Kaffi og meðlæti var einnig á boð- stólum. Starfsemin var góð í vetur sem endranær. í deildinn keppa fatlaðir og ófatlaðir hlið við hlið, sumir stoppa stutt við, en aðrir lengur. Þakk ég þeim öllum fyri góða og skemmtilega spila- mennsku, og vonast til að sjá þá alla aftur á hausti komandi. Ákveð- ið er að byija aftur í haust, mánu- daginn 7. september. Keppnisstjóri í vetur var Páll Siguijónsson. var ein- skipuðu 228 stig 222 stig 213 stig að Skálabrekku. Við nutum gest- ristni hjónanna þar og fengum að tjalda og renna fyrir silung í vatn- inu. Stóra tjaldið var baðstofan okk- ar, en það litla eldhúsið. Þegar sól- skin var, var sitið inni við spil og hlustað á mýbitið lenda á tjaldinu eins og stóra regndropa, en þegar dró fyrir sólu var veitt í vatninu. Ekki var hægt að geyma veiðina svo silungur var í alla mata og var hann matreiddur á ótal vegu stund- um svo að engum datt silungur í hug. Eftir að ég fór að keyra fórum við Helga stundum í bíltúr saman. Mér er minnsstæð ferð austur að Hömrum í tilefni af 40 ára brúð- kaupsafmæli foreldra minna. Helga færði þeim stóran rósavönd í vasa eftir listamanninn Guðmund frá Miðdal. Finnst mér þetta lýsa smekk Helgu fyrir fögrum og vönd- uðum hlutum. Þessi vasi féll í minn hlut að móður minni látinni og minnir mig á Helgu. Að leiðarlokum þakka ég Helgu allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman. Öll þessi ár, sem ég þekkti Helgu, sá ég hana aldrei skipta skapi, en oft sá ég hana brosa og brosa hlýtt. Að síðustu votta ég aðstandendum hennar og vinum samúð mína. Megi minningin um góða konu milda sorg ykkar. Guð blessi minningu hennar. Ingibjörg Tönsberg. Kristinn Jónsson 212stig Ásmundur Guðmundsson 207 stig í vetur keppti deildin við brids- klúbb á vegum Vatnsveitunnar og Hjónaklúbbinn. Þetta er orðinn ár- legur viðburður, og gaman að etja kappi við aðrar bridsdeildir. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Bridsdeild eldri borgara í Kópavogi Sl. þriðjudag var spilaður 12 para tvímenningur og urðu eftirtalin pör efst: Jón Friðriksson - Stefán Þorgrímsson 120 Ingiriður J ónsdóttir - Helga Helgadóttir 116 Einar Elíasson—Gústaf Lárusson 115 Jón Hermannsson - Margrét Sigurðardóttir 115 Spilað er alla þriðjudaga kl. 19 og annan hvern föstudag kl. 13. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð pT^TI^n sími 620200 LEGSTEINAR MOSAIK h.f. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 Síðasta keppni vetrarins menningur. Éfstu 5 sætin eftirfarandi: Reynir Hall Páll Vermundsson Karl Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.