Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGÚNBLAÐIÐ SU.VNUDAGUR 7. JÖNÍ 1992 ERLEISIT INNLENT vikuno 30/5-6/6 Mælt með 40% samdrætti í þorskveiðum Fiskveiðiráðgjafanefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins hefur mælt með því að sókn í þorsk- stofninn við ísland verði minnkuð um 40% á næsta ári. Þannig yrði leyfilegur þorskafli næsta árs 150 þúsund tonn, sem samsvarar 175 þúsund tonna afla á næsta fisk- veiðaári, en á yfirstandandi fisk- veiðaári er þorskkvótinn 265 þús- und tonn. Tillögur þessar eru tald- ar jafngilda 12-15 milljarða króna samdrætti í útflutningstekjum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki geti farið hjá því að um verulega skerðingu verði að ræða á þorskaflaheimild- um á næsta fiskveiðiári í ljósi nið- urstöðu nefndarinnar ef hrygn- ingarstofninn eigi að hafa mögu- leika á að stækka. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að fari svo að þorskveiðamar dragist saman um 40% verði að kanna hvort nýgerðir kjarasamningar standist, og að mati Friðriks Sophusson- ar fjármálaráðherra gæti afla- samdrátturinn án atvinnuskap- andi tækifæra orsakað 6-7% at- vinnuleysi. Aflamiðlun minnkar útflutning Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur beint þeim tilmælum til stjómar Aflamiðlunar að leyfi til útflutnings á óunnum fiski verði takmörkuð eins og kostur er vegna atvinnuleysis sem farið hefur vaxandi að undanfömu. Hefur stjórn Aflamiðlunar ákveð- ið að takmarka heimildir til út- flutnings á þorski og ýsu í næstu ERLENT Danir felldu Maastricht- sáttmálann DANSKIR kjósendur höfnuðu Maastricht-samkomulaginu um nánara samstarf Evrópubanda- lagsríkjanna í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fram fór á þriðju- dag. Kom það mjög á óvart enda höfðu skoðanakannanir bent til, að það yrði samþykkt og jafnvel með nokkmm mun. Munaði að vísu ekki nema hálfu öðm pró- senti á fylkingunum en niðurstað- an er mikið áfall fyrir Evrópu- bandalagið og veldur mikilli óvissu um framtíð Dana innan þess. Á fundi utanríkisráðherra EB-ríkjanna í Ósló á fimmtudag var ákveðið að vinna að því að Maastricht-samkomulagið verði samþykkt í hinum aðildarríkjun- um 11 fyrir áramót og halda opn- um dymm fyrir þátttöku Dana seinna. Poul Schlúter, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur rætt um, að hugsanlega verði efnt til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht en á öðmm gmnni. Umhverfisráðstefnan hafin HAFIN er í Rio de Janeiro í Braz- ilíu umhverfísráðstefna Samein- uðu þjóðanna og hafa aldrei fyrr jafn margir frammámenn í stjóm- málum verið samankomnir á ein- um stað. Er búist við, að 128 þjóð- höfðingjar sæki ráðstefnuna. Meðal helstu mála em vemdun andrúmsloftsins og dýra- og jurta- tegunda en annars verður fjallað um flest þau vandamál, sem nú blasa við í umhverfísmálum. Mikl- ar efasemdir em um árangurinn en mikilvægasta framlag Ríóráð- Örvæntingarfullur biðsalur stríðsins: Rúm milljón fyrrum Júgóslava á flótta Drengir frá Bosníu fá súpu í flóttamannabúðum Rauða krossins í útjaðri Vínarborgar. viku úr 800 tonnum í 600 tonn. Ferskfiskútflytjendur í Vest- mannaeyjum eru óánægðir með tilmæli ráðherra og segja að ekki sé unnt að landa öllum afla sem veiðist í Eyjum vegna skorts á verkafólki. Hlaut norrænu leik- skáldaverðlaunin Norrænu leikskáldaverðlaunin, sem afhent voru í fýrsta skipti í Borgarleikhúsinu á fímmtudag- inn, komu í hlut Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur fyrir leikritið „Ég er meistarinn", en það var fmmsýnt í Borgarleikhús- inu haustið 1990. Sigur á Ungverjum íslenska landsliðið í knatt- spyrnu sigraði það ungverska 2:1 í undanriðli heimsmeistara- keppninnar í Búdapest, og er þetta annar sigur íslands á úti- velli í heimsmeistarakeppninni. Tap samvinnuhreyfingar- innar 1,7 milljarðar Heildartap Sambandsins og dótturfélaga á sl. ári nam alls um 368 milljónum króna þegar tillit hefur verið tekið til 952 milljóna hagnaðar af sölu fasteignarinnar Holtagarða. Að þeirri fjárhæð frá- talinni nemur tap Sambandsins ríflega 1,3 milljörðum. Þá vom kaupfélögin rekin með samtals um 365 milljóna tapi á s.l ári, þannig að heildartap fyrirtækja í tengslum við samvinnuhreyfíng- una er nálægt 1,7 milljörðum. stefnunnar verður þó að setja umhverfismálin í brennidepil stjórnmála um allan heim. Vaxandi óánægja með Serb- íustjórn EKKERT lát er á stríðinu í Bos- níu-Herzegovínu og árásimar á höfuðborgina, Sarajevo, hafa harðnað með degi hveijum. Refs- iaðgerðir Sameinuðu þjóðanna eru farnar að hafa mikil áhrif í Serb- íu og Svartfjallalandi og meðal landsmanna er farið að gæta vax- andi óánægju með stjómina í Belgrad. NATO til friðargæslu SAMÞYKKT var á fundi utanrík- isráðherra Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í Ósló á fímmtudag, að bandalagið væri reiðubúið að taka að sér friðargæslu í Evrópu í framtíðinni. Ráðherrarnir fé'Iust hins vegar ekki á þá tillögu Bandaríkjamanna, að aðildarríkin hefðu bein hemaðarleg afskipti af stríðinu í Bosníu. Einhugur var aftur á móti um að bjóða fram aðstoð vegna ástandsins í Nag- omo-Karabak í Azerbajdzhan og yrði hún þá takmörkuð við vista- flutninga. Nagyatad í Ungfverjalandi. ALDRAÐ hrukkótt andlit henn- ar herpist saman af sorg. Hún heldur um rimla spítalarúmsins og rær í gráðið. „Hvar er sonur- inn minn? Hvar er sonurinn minn?.“ Hún endurtekur spurn- inguna viðstöðulaust. Grátur gömlu konunnar og sársauki endurómar um spítalaganginn. Það er engin tár að sjá í augum hennar, einungis starandi, fjar- rænt augnaráð. Hún er 82 ára gömul, frá sundursprengdu sveitaþorpi nálægt Osijek og hefur að sögn sjúkraliða verið í losti síðan hún kom ásamt nokkrum nágrönnum sínum til flóttamannabúðanna. Astofu neðar á ganginum hefur kona vafið sig inní teppi sem hún hefur dregið upp fyrir haus. Óhamingjuvein hennar blandast saman við skyndiieg spörk í dýn- una. Sjúkraliðinn segir hana ein- ungis koma fram eftir að rökkva tekur. í rúminu við hliðina á henni Iiggur gömul kona sem misst hefur annan fótinn; beinstubburinn vísar. Hún gýtur til okkar þreyttum, kraftlausum augum. Hús fjölskyld- unnar í Osijek varð fyrir sprengju. Maður hennar lést og synir hennar tveir eru nú að beijast fyrir frelsi Króatíu. í hjólastól við enda gangs- ins situr afi, sem misst hefur aðra höndina, og starir orðlaust út um gluggann á flóttamannabúðimar. Við erum stödd í ungverska bænum Nagyatad, skammt frá landamærunum að hinni stríðs- hijáðu Króatíu. í nokkurra kíló- metra fjarlægð þjóta orrustuþotur um himininn. Orrustuflugmenn með eldsneytisgrímur og hjálma henda sprengjum yfír konur, börn og karla. Splundra húsum og þorp- um sem áður voru friðsæl umlukin ilmi af nýsleginni töðu; hundar og hænsn ijátluðu í kring. Rúmlega 1,4 milljónir manna frá fyrrum Júgóslavíu eru nú á flótta frá stríðinu á Balkanskaga. Það er mesti flóttamannastraumur í Evrópu síðan í síðari heimsstyij- öldinni, þegar tíu milljónir Þjóð- veija flúðu frá Póllandi, Tékkó- slóvakíu og Sov- étrílq'unum. Að minnsta kosti milljón fyrrum Júgó- slava er á flótta innanlands og nokkur hundruð þúsund hafa flúið land. Rúmlega 110 þúsund til Þýskalands, að minnsta kosti 40 þúsund til Ungveijalands og 25 þúsund til Svíþjóðar. En þeir 40 þúsund flóttamenn sem opinber- lega hafa verið skráðir í Ungveija- landi eru einungis brot af þeim fjölda sem félur sig hjá ungversk- um fjölskyldum. Allir óttast að serbneskir flugumenn fínni þá. Flóttamannayfírvöld í Búdapest mátu það svo í samtali við Morgun- blaðið að allt að því hundrað þús- und óskráðir flóttamenn hefðust við í landinu, hræddir við að nöfn þeirra kæmust í opinber skjöl. Og meðan Vesturlönd loka sig af hafa Ungveijar haldið dyrunum opnum. „Við tökum gjaman við þeim,“ seg- ir Molnar Pal frá Flóttamannaráðu- neyti Ungveijalands í samtali við Morgunblaðið. „Árið 1956 flúðu rúmlega 200 þúsund Ungveijar eftir blóðuga innrás Sovétmanna. Við vitum hvað góð meðferð er mikilvæg fólki í neyð,“ segir hann. Ungveijar hafa þegar fengið um 170 milljónir ÍSK frá Flóttamanna- nefnd Sameinuðu þjóðanna auk aðstoðar frá Hollandi en þeir biðja nú einnig aðrar þjóðir um stuðning til að geta sinnt þessu gríðarlega verkefni. Eru ástvinirnir á lífi? Það er mannþröng fyrir utan símaklefana tvo í búðunum. Til skiptis reynir fólk að ná sambandi við fjölskyldurnar heima. 46 ára gömul kona frá þorpinu Vinkovci vefur símsnúrunni um fíngur sér meðan hún bíður eftir sambandi. En eins og svo oft áður var heppn- in ekki með henni í þetta skipti: Þegar númerið heim, þar sem mað- ur hennar varð eftir til að beijast, er valið, gefur sónninn til kynna að það sé upptekið. Þannig hefur það verið í tvær vikur. Hún leggur tólið á og stígur út úr klefanum. Angistin skín út úr andliti hennar. Önnur kona hraðar sér inn og reyn- ir að hringja til Zagreb - hún nær heldur ekki sambandi. „í fjóra daga hef ég reynt að hringja á spítal- ann,“ segir hún æst. „Sonur minn var skotinn í kvið- inn. Ég næ ekki sambandi. Ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn," segir hún og röddinn brestur. í matsalnum, þar sem eru þús- und sæti, sitja tveir liðhlaupar frá Vojvodina og gæða sér á niðursoðn- um baunum og brauði af pappa- diskum. „Það sem er að gerast er geðveiki," segir annar þeirra, 23 ára drengur frá sveitabænum Kopacevo. Hann áttaði sig allt í einu á því í bardaganum um bæinn Banatski Monostor. „Við stóðum þama fullir örvæntingu og skutum eins og vitleysingar út í myrkrið. Við skutum bara án þess að vita hvað við hittum. Kannslg._drap ég einhvern, þetta var svo erfitt og við vorum svo hræddir," segir hann. „Þessi svín eru bijáluð," seg- ir hann um Serbana og bætir við eftir stutta þögn: „Fólk í stríði er ekki með fullu viti.“ í svefnsölum bragganna búa 12-20 manns í sama herbergi - þijár kynslóðir saman. Langar rað- ir jámrúma með hálfs metra bili á milli hafa verið heimili þeirra í hálft ár. í einum salnum liggja hjón á ellilífeyrisaldri hreyfíngarlaus í rúmum sínum og horfa upp í loft- ið. í miðri ringulreið þvottasnúr- anna milli stálkojanna hafa þau ýtt rúmum sínum saman svo að þau mynda tvíbreitt rúm. Við rúmgafl- inn hafa þau hengt upp litla inn- rammaða mynd af páfanum. „Það eina sem við óskum okkur er friður svo að við getum snúið aftur heim,“ segir hún. Hjónin höfðust um tveggja vikna skeið við í kjallara húss síns án dagsbirtu, segir hann. „Við ákváðum að drífa okkur í burtu þegar þeir sögðu að vatnið hefði verið eitrað.“ í einum svefnsalnum situr 23 ára gömul móðir frá Popovac við vöggu kornabarns síns. Ivana litla fæddist fyrir sjö mánuðum á sjúk- rastofu búðanna. Hún liggur og sefur óafvitandi um þá óhamingju sem hijáir móður hennar. Fyrir ofan vöggu Ivönu hefur hún hengt upp með límbandi mynd af Maríu mey. í rúminu við hliðina á liggur systirin Helena, tveggja ára göm- ul. Faðir þeirra er í Osijek. Það eru að verða þijár vikur síðan að þau heyrðu síðast frá honum. „Bömin eru þó örugg,“ reynir móðirin að hughreysta sjálfa sig án þess að takast það fyllilega. Stöðugur ótti Fyrir ofan dyrnar að einum svefnsalnum stendur skrifað með svörtum tússpenna: „Guð er með Vojvodina". í salnum býr fólk frá þorpinu Kopacevo. Gömul, tannlaus og hrukkótt kona með viskustykki vafið um höfuðið situr á rúmstokk og saumar púða. Um tylft púða liggur í kringum hana. í hinum enda salarins hafa þrír táningar reynt að gera umhverfið huggu- legra með því að mála á vegginn. Þar má sjá teikningar af rokktón- listarmönnum og síðan áritun á ensku: „A good Milosevic is a dead Milosevic". Við hliðina er svart- hvítt plakat með mynd af John Lennon. Á öðru rúmi sitja ung hjón á tvítugsaldri og leggja stórt púslu- spil með mynd af skógarvatni á gólfíð. „Hver veit hvort þeir varpi sprengjum á búðirnar eða ekki,“ segir hann, sem starfaði áður sem málari í Braninurh. „Serbneskar orrustuþotur hafa þegar rofíð loft- helgi Ungveijalands nokkrum sinn- um og flogið ógnvænlega nálægt búðunum. Við fyllumst angist við minnsta vélarhljóð,“ segir hann. I einum svefnsalnum er búið að setja upp sjónvarp sem stillt er á sjónvarpið í Zagreb. Þögull hópur fólks horfír á skjáinn þar sem sagt er frá síðustu sprengjuárásunum og bardögum. Myndirnar sýna lík í vegarkanti við bosnískt sveita- þorp. Margir fela andlitið í greipum sér. BAKSVID Frá Rune Bech, fréttaritara Morgunbladsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.