Morgunblaðið - 07.06.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 07.06.1992, Síða 15
M5 MORGUNBLADID SUNNUDAGUR .7. JÚNÍ 1992 leiða líka til kvíða og skelfingar. Hvorugur atburðurinn leiddi til þessara tilfinninga heldur ályktun- in sem dregin var. Á þennan hátt dregur Eiríkur Örn fram nauðsyn þess að hugsa rökrétt og meðal efnis í nám- skeiðshandbókinni er listi yfir atriði til umhugsunar í þessu sam- bandi: Ruglar þú saman hugs- unum og staðreyndum? Byggirðu skoðanir þínar fremur á tilfinningum en staðreyndum? Heldurðu að eitthvað muni henda vélina aðeins vegna þess að þú ert farþegi í henni? Ertu þeirrar skoðunar að vegna þess að eitthvað um borð í vélinni er ekki eins og þú áttir von á, þá hljóti allt annað í vélinni að vera í ólagi? Beinir þú athyglinni aðeins að neikvæðum hliðum flugs og ýkir þær? Sé svo, þá útilokar þú um leið allar jákvæðar eða hlutlausar hliðar flugsins. Dæmi: Enn ein íngfur. Árni Sigurbergsson í flugstjóra- sætinu, Eiríkur Örn Arnarson til hægri og Skarphéðinn Larsen vinstra megin. fregnin birtist í blöðunum í gær, svo það hlýtur að vera hættulegt að fljúga. Eiríkur Örn vakti lika athygli á ýmsum jákvæðum yrðingum sem þátttakendur ættu að hafa í huga, til dæmis meðan á fluginu stend- ur: Beindu athyglinni að því sem er að gerast í farþegaklefanum, vísaðu neikvæðum hugsunum á bug með rökrænum og jákvæðum hugsunum, það er sama hvað á dynur, ég mun horfast í augu við það. Og hann hvatti menn til að hafa eftirfarandi hugfast: Vélar geta flogið á einum hreyfli. Vélar detta ekki af himnum ofan, þær svífa. Flugmenn hafa jafnmikinn áhuga á að komast á ákvörðunar- stað og þú „Við þurfum að breyta þessu ósjálfráða hugsunarferli sem fer í gang þegar við ætlum að fara í flugferð. Við getum líkt huganum við tölvu og sagt: Við þurfum ein- faldlega að breyta tölvuforritinu!" segir Eiríkur Örn Arnarson. Lausnin fundin En hvaða áhrif hefur flug- hræðsla haft á þátttakendur? „Ég þarf að fara til útlanda nokkrum sinnum á ári vegna starfs míns og hef fram að þessu haft aðeins eina lausn við flug- hræðslunni, að fá mér sterkan drykk fyrir brottför. Það hefur hins vegar truflað starfíð því mað- ur er ekki fær um að sitja fundi síðdegis þótt komið sé á áfangastað um hádegi. Mér fannst því orðið brýnt að finna á þessu aðra lausn og tel mig hafa fundið hana hér,“ sagði einn þátt- takandinn. Og eftir flugferð- ina sagði hann: „Þetta var allt annað mál og í gærkvöldi fór ég að sofa klukk- an ellefu og svaf alla nóttina. Ferðin var mjög þægileg og sýn- ir að það ber árangur að fara á námskeið sem þetta.“ Til að meta hvort kvíðinn minnkar meðan á námskeið- inu stendur eru þátt- takendur beðnir að fylla út lista og svara spurningum um hvað þeir óttast í sambandi við flugið og aðdrag- anda þess. Gefin eru stig fyrir hveija spurningu og þau tal- in í lok hvers tíma. Áður en lagt var í sjálfa flugferðina voru þeir Eiríkur Öm og Gunnar óþreyt- andi við að benda á allar jákvæðar hliðar ferðarinnar: „Við höfum klukkustund- ar viðdvöl á Kaupmannahafnar- flugvelli og þar eru margar verslanir og þið ættuð að verða ykkur úti um fríhafnarbæklinga og aðrar upplýsingar ef þið viljið versla!“ Öryggið uppmálað Ferðin til Kaupmannahafnar gekk snurðulaust og allir þátttak- endur heimsóttu stjórnklefann þar sem Árni Sigurbergsson flugstjóri og Þórarinn Hjálmarsson flugmað- ur tóku á móti þeim og sýndu við hvað þeir voru að sýsla. í flugtak- inu frá Keflavík gripu þátttakend- ur sem sátu næstir þeim Eiríki og Gunnari í handleggi þeirra en hin- ir létu fara vel um sig og hlustuðu á slökunarspólurnar. í flugtakinu á heimleiðinni þurfti enginn að grípa í neina handleggi því þá voru þátttakendur öryggið upp- málað. Áður en hver hélt til síns heima í ferðalok lýstu þátttakendur sig mjög ánægða með námskeiðið og var Gunnari Guðjónssyni flug- stjóra og Eiríki Erni Arnarsyni þökkuð frábær kennsla. Þátttak- endur fengu viðurkenningarspjöld fyrir að hafa lokið námskeiðinu og Una Eyþórsdóttir óskaði öllum til hamingju og kvaðst vonast til að sjá þau sem flest í Flugleiðavél- um á næstunni. í lokin má upplýsa að námskeið- ið kostar kr. 25.000 og er gert ráð fyrir að næsta námskeið verði haldið í haust. Morgunblaðið/jt Þátttakendur fóru í heimsókn í flugturninn og flugstjórnai'miðstöðina í Reykjavík þar sem Kári Guðbjörnsson flugumferðarstjóri (Iengst til hægri) og Hallgrímur Sigurðsson yfirflugumferðarstjóri leiddu menn i allan sannleika um flugstjórn. Hér er hópurinn staddur í flugturninum. Leiðbeinendur á námskeiðinu „Njótið þess að fyúga“ voru þeir Gunnar H. Guðjónsson flugsljóri og Eiríkur Örn Arnarson sálfræð- SÖLUMAÐUR HAuCon % fyrir byggingariðnaðinn á Islandi ÓSKAST Fa. HauCon A/S er innflutnings-/ útflutnings- fyrirtæki í örum vexti, sem selur sérhæfðar framleiðsluvörur ætlaðar byggingariðnaðinum í Danmörku og víðar. Vegna aukinna umsvifa okkará Norðurlöndum, leitum við að einum eða tveimur söluaðilum á íslandi. Ef þú hefur góða þekkingu á byggingariðnaðinum á íslandi og hæfileika í sölumennsku og þjónustu við viðskiptamenn, þá ert þú ef til vill nýr sölumaður okkará sérhæfðum byggingarvörum okkar, s.s.: Fjarlægðarklossum, fjarlægðarrörum, fleygum, töppum, fúguþéttilistum, bindivír, Q8-mótaolíu, Paschal mótakerfi, loftastoðum, steinsteypu- gólfleiðurum, plastgólfleiðurum, steypusílindrum, einangrunarmottum, DRAMIX stáltrefjum, steypufötum, boltum og mörgu fleiru. Hringið, skrif ið eða sendið símbréf til Jan Haugaard. Vörur ætlaðar byggingariðnaðinum Bredskiftevej 7, DK-8210 Árhus V, sími +45 86 24 60 66, fax +45 86 24 60 61 M METRÓ mógnuð verslun f mjódd Álfabakka 16 @670050 Lífleg, skemmtileg og nvstárleg hönnun með samspili lita og viðar svo sem mahoný, kirsuber, fuglsauga, beyki og fleiri viðartegundir, gera KAM innréttingarnar einn af skemmmtilegustu valkostunum f innréttingum sem fboði eru. Komið og skoðió f björtu og skemmtilegu sýningarsvæði okkar og láttu verðio koma þér á óvart. INNRÉTTINGAR Allar spónlagdar hurðir eru byggðar upp úr 16 mm spónarplötu sem er kantlímd með 8 mm gegnheitum vidarkanti. Litlakkaðar hurðir eru úr 16 mm MDF efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.