Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 35
morgunbiaðið,ATV»IV8NA/RAÐ/SMÁ sunnudaguk 7.,JÚN|,ia92 35 LYSINGAR „Au pair“ „Au pair“, ekki yngri 18 ára, óskast á heimili í Frakklandi næsta haust til að gæta þriggja barna. Reyklaust heimili. Upplýsingar í síma 666835 eftir kl. 20.00 alla daga. Hárgreiðslusveinn óskast á hársnyrtistofu fyrir dömur og herra. Hlutastarf kemur til greina. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 12965“ fyrir 17. júní. Sjúkraþjálfari afleysingar Sjúkraþjálfari óskast í sumar í 6 vikna afleys- ingar. Launakjör skv. samkomulagi. Upplýsingar gefa yfirlæknir og framkvæmda- stjóri í síma 98-30300. Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10, 810 Hveragerði, Sími 98-30300, fax 98-30311. Starfsfólk skemmtistaður Starfsfólk óskast á skemmtistað í eftirfar- andi störf: Á bar, í sal, í fatahengi og plötusnúð. Umsækjendur komi í Hollí, Ármúla 5, á þriðju- dag 9. júní, milli kl. 19 og 21. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeld- ismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Foldaborg v/Frostafold, s. 673138. Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Drafnarborg v/Drafnarstfg, s. 23727. Staðarborg v/Háagerði, s. 30345. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. tftUHRsg U NG Ll NGAH EIMILI RIKISINS Tindar Tindar, sem er vímuefnadeild Unglingaheimilis ríkisins, óskar eftir sálfræðingi í afleysingar frá 1. ágúst 1992 til 1. september 1993. Um er að ræða 100% stöðu. Starfið er fólgið í meðferð, sem hefur 12 spora kerfi AA-samtakanna að leiðarljósi. Unnið er með hópa, einstaklinga og fjölskyldur. Tindar er sérhæft úrræði fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, sem eiga við vímuefna- vandamál að stríða. Nánari upplýsingar gefur sálfræðingur og/eða deildarstjóri á Tindum í síma 666029. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Ungl- ingaheimilisins, Síðumúla 13. Umsóknir berist fyrir 17. júní. Deildarstjóri Tinda. Leikskólastjóri óskast á foreldrarekinn leikskóla í Hafnarfirði. Starfið er veitt frá 1. september nk. eða eft- ir nánari samkomulagi. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júní nk. merktar: „LS-12411.“ Tölvuritari Ríkisstofnun óskar eftir að ráða skrifstofu- mann við tölvuskráningu. Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. eigi síðar en 12. júní nk., merktar: „Tölvuritari - 7978“. íþróttakennarar íþróttakennara vantar við Alþúðuskólann á Eiðum. í skólanum er 10. bekkur svo og 1 og 2 ár framhaldsnáms. Leikskóli á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-13821 og 97-13814. Kerfisfræðingur með mikla reynslu í forritun og kennslu get- ur bætt við sig verkefnum. Aðstoð við val og uppsetningu á vél- og hugbúnaði, rekst- ur, umsjón og kennslu. Einnig einkakennsla. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Aðstoð - 45“. Áhugasama kennara vantar að Grunnskólanum Djúpavogi. í skólanum eru um 90 nemendur. Húsnæðis- hlunnindi og flutningsstyrkur í boði. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-88140. Matreiðslumaður Óska eftir að ráða matreiðslumann til starfa. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Skúli á staðnum eða í síma 93-81330. Skriflegar umsóknir sendist í bréfasíma 93-81579. Hótel Stykkishólmur. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Akraness vantar hjúkrunarfræðinga frá 1. september á lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingadeild. Starfsandi og vinnuaðstaða góð. Skemmtileg- ur starfsmannabústaður og barnaheimili. Stutt til Reykjavíkur og samgöngur góðar. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311. „Au pair“ - London Óskað er eftir barngóðri og áreiðahlegri manneskju á íslenskt heimili í fallegu og ró- legu úthverfi Lundúna til að annast heimilis- störf, m.a. að sinna tveimur börnum, 5 ára og 15 ára. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og má ekki reykja. Lágmarksaldur er 18 ár (má gjarnan vera eldri). Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og áhugamál sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júní merktar: „Au pair - London - 1010“. Ráðningartími er 1. ágúst 1992 til 1. ágúst 1993. Umboðsmann vantar til dreifingar og sölu matvæla á suð- austurhluta landsins. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Suð-austur - 9696“ Fóstrur óskast á leikskólann Lönguhóla, Höfn í Hornafirði. Flutningskostnaður greiddur. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 97-81315 og félagsmálastjóri í síma 97-81222. Fjölbrautaskóii Suðumesja Enska - líffræði Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar til umsóknar stöður kennara í líffræði og ensku. Mjög góð aðstaða er fyrir hendi. Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir 15. júní nk. Upplýsingar í símum 92-13100/92-14160. Skólameistari. Forstöðumaður sölu- og afgreiðslusviðs Námsgagnastofnun auglýsir starf forstöðu- manns sölu- og afgreiðslusviðs laust til um- sóknar. Á sölu- og afgreiðslusviði eru tvær deildir, skólavörubúð og afgreiðsludeild, og er starf forstöðumanns fólgið í yfirstjórn þeirra. Leitað er að vel menntuðum starfsmanni með skipulags- og stjórnunarhæfileika. Skilyrði er að viðkomandi hafi kennara- próf/kennsluréttindi, og reynslu af skóla- starfi, hafi góða enskukunnáttu, gott vald á a.m.k. einu Norðurlandamáli, þekkingu á tölvuvinnslu og reynslu í stjórnunarstörfum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020, 125 Reykja- vík, fyrir 20. júní nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 28088. Húsasmíðameistari fasteignamat/eftirlit Óskum að ráða húsamíðameistara til starfa hjá traustri lánastofnun í Reykjavík. Starfssvið: Eftirlit og framkvæmd/stjórnun á almennu viðhaldi á húsnæði fyrirtækisins. Mat á veðhæfni eigna, ásamt skýrslugerð. Við leitum að manni með meistararéttindi í faginu, reynsla og/eða þekking á matsgerð nauðsynleg. Algjör krafa er gerð um sjálf- stæð og ábyrg vinnubrögð, reglusemi og heiðarleika. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Traust lánastofnun 189“. fyrir 12. júní nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.