Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 17
 all TANZANÍA sunnan MALAWI angola NAMIBIA LESOTHO' SUÐGR- AKRÍKA SWASILAND iHli Mjög þurrt | j Þurrt | | Nokkurt regn Miklir þurrkar um sunnanverða Afríku Dóra Stefónsdóttir skrifar fró Namibíu. „ÉG KOM hingað árið 1949 og hef svosem upplifað verri þurrka en núna. Ég er hins vegar mjög vel settur miðað við granna mína í norðri. Þar er landið bókstaflega orðið að eyð- imörk“. Þetta var úrskurður Klaus Mais-Riche bónda I Namibíu þegar hann var spurð- ur um þurrka þá sem nú ríkja hér í landi. Hér í Namibíu, eins og í allri sunnanverðri Afríku, hafa þurrkar tvo síðustu mánuðina nær eyðilagt alla kornuppskeru, gras handa kvikfé sölnar dag frá degi og víða er farið að skammta vatn. Jafnvel tiltölulega vel stæður bóndi eins og Klaus mun ekki kom- ast af án aðstoðar. Hann og hans fólk geta lifað lengi á grænmeti sem það ræktar með áveituvatni sem enn er nægjanlegt á svæðinu. Þá mun hann fá styrk frá litlum samtökum í Þýskalandi sem styðja hann í því verkefni sem hann vinnur við, að kenna 240 san- mönnum (eða þeim sem í gamla daga voru kallaðir búskmenn) að rækta kom og grænmeti sér til matar. Aðrir bændur eru ekki svo vel settir. Samkvæmt upplýsingum stjómvalda hér í Namibíu (og al- þjóðasamtök hafa lagt blessun sína yfir áreiðanleika þeirra) em 72% af allri komuppskem þegar ónýt, nokkur hundruð nautgripir og geit- ur hafa fallið, vatnsborð í mörgum brunnum er orðið ískyggilega lágt og vatnið verður saltara með hverj- um degi eftir því sem meira gufar upp eða er drukkið. Til þess að koma í veg fyrir hungursneyð verða Namibíumenn að flytja inn um 150 þúsundir smálesta af korni, eða 95% meira en flutt var inn í fyrra. Hvar á að taka peninga til kaupa á öllu þessu korni veit enginn en alþjóða hjálparstofnanir hafa verið beðnar um aðstoð. Að koma matnum til þeirra sem á honum þurfa mest að halda verður vandi, meginhluti fólks býr dreift um þetta stóra land og vegir eru víða ófærir stómm bílum. Slátrið kúnum Stjórnvöld hér í Namibíu hafa farið þess mjög eindregið á leit við bændur að þeir slátri einhveijum af þeim aragrúa af kúm, fé og geit- um sem hér gengur að mestu sjálf- ala. En bændur eru tregir. Mikið framboð af kjöti hefur valdið verð- falli og því er freistandi að sjá hvort ekki hækkar verð ef beðið er að- eins. Fyrir stórbændur (sem flestir eru hvítir) er kjötframleiðsla eða framleiðsla á gærum lang mii il- vægust og á þeim byggist öll af- koman. Fyrir smábændur (flestir svartir) eru kýr og geitur spariféð til elliáranna, til meðgjafa við brúð- kaup og matur til að snæða við Allar þessar aðgerðir em vel þegn- ar af stjórnvöldum sem allt vilja gera til að koma í veg fyrir hungurs- neyð. Fólkið sem nýtur aðstoðar þakkar líka kurteislega fyrir sig. En hinu verður ekki leynt að ekki er létt að taka á móti aðstoðinni. Sjálfbjarga fólk sem séð hefur fyrir sér alla ævi er allt í einu orðið þurfa- lingar sem einskis mega sín. Þetta getur átt eftir að hafa geysilegar afleiðingar í framtíðinni. Um alla Afríku er það þekkt fyrir- bæri að þegar matvælaaðstoð fer að berast í miklum mæli ráða inn- lendir bændur ekki við samkeppn- ina og leggja upp laupana. Ekki er von á neinni kornuppskem fyrr en í fyrsta lagi að ári og á þeim tíma geta margir orðið gersamlega gjald- þrota og neyðst til að bregða búi. Þetta er því alvarlegra vegna þess að gróðurskemmdir hafa mest- ar orðið í þeim hluta landsins þar sem flest býr fólkið. Yfir helmingur landsmanna, ówambó-fólkið, sér fram á enga uppskem í ár. Þetta fólk er dyggasta stuðningsfólk rík- isstjórnarinnar og meðal þess er að finna marga heimsnúna skæraliða frá tímum stríðsins við Suður-Afr- íku. Þetta fólk hefur enga vinnu fengið og á ekki annað að leita en til ættingjanna sem ræktað hafa komið sem nú er á leiðinni út í buskann. Með því fer síðasta vonin um gott líf, að minnsta kosti í ár. Allur suðurhluti Afríku Hvert á að sækja mat er stór spuming. Allur suðurhluti Afríku slæst við sama vanda og Namibía og er ástandið enn verra í Botsw- ana, Mozambique og Zimbabwe en hér. Þar er nánast að segja öll korn- uppskera ónýt og 90 þúsund kýr hafa þegar fallið í þurrkum í Zimbabwe einu. Og kornforðabúið frá því svo oft áður, Suður-Afríka, er jafn tómt og öll hin. Einnig þar verða menn að flytja inn korn ef koma á í veg fyrir matarskort. í allri sunnanverðri Afríku er nú rætt um hugsanlega þörf á inn- fluttu korni sem nemur 10-15 millj- ónum tonna. Slíkar óskapa birgðir em hvergi til nema ef til vill í Ameríku. Kostnaðurinn við að flytja þær þaðan og koma þeim til neyt- enda á eftir að verða óskaplegur. Öll þessi ósköp dyiija yfir á þeim tíma sem annars var svo bjartur og fallegur fyrir þennan hluta heims. Einræðisstjórnir hafa fallið hver á fætur annarri og nú sér fyr- ir endalok hins hataða kynþáttaað- skilnaðar í Suður-Afríku. Búast má við að skortur á mat og vatni komi til með að auka fylgi þeirra sem vilja hverfa aftur til gamla tímans og gefa þeim byr undir báða vængi sem krefjast sterkra leiðtoga. Hin nýja Afríka gæti því orðið skamm- líft fyrirbæri. Höfundur er verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands í Namibíu. Nokkur hundruð nautgripir hafa nú þegar fallið í valinn, en þeir sem eftir lifa eru reknir lengri og lengri leiðir á degi hverjum í von um að finna vatn og gras. I febrúar fór hitinn viða í 50 stig og skildi eftir sig sviðna jörð. hátíðleg tækifæri. Að slátra gripun- um nú væri eins og fyrir okkur að selja ofan af okkur íbúðimar ef harðna færi í ári. Menn reyna að forðast slíkt eins lengi og unnt er og reka gripina lengri og lengri leiðir á degi hveijum í von um að finna vatn og gras. Jarðvegurinn spænist upp og ef ögn hreyfir vind er þunnt lagið af gróðurmold ofan á sandinum fokið út í veður og vind. Ástandið er því andstyggilegra vegna þess að allt leit svo vel út í byijun. Regntíminn byijaði óvenju snemma hér í Namibíu og það rigndi vel frá því um miðjan september og fram yfir jól. Svartir bændur, sem hér em flestir kvenkyns, þræl- uðu í sterku sólskininu milli skúra við að sá bæði hirsi og maís. Plönt- urnar komu hratt til og lofuðu góðri uppskera. En um miðjan janúar hætti algjörlega að rigna og við tóku miklir hitar. í febrúar fór hit- inn sums staðar í 50 stig og gam- alt fólk og lasburða var varað við að fara út fyrir dyr. Allur gróður skrælnaði og menn horfðu á vinn- una og fjárfestinguna hverfa með vindinum. Sjálfbjarga menn verða þurfalingar Enn hafa ekki fundist hér örugg teikn um vannæringu eða farsóttir sem beinlínis má rekja til þurrk- anna. Til þess að koma í veg fyrir að svo fari er þegar farið að gefa bömum að borða í skólanum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti og koma á á fót stöðvum þar sem ófrískar konur og konur með börn á bijósti geta fengið matarbita og sumar hjálparstofnanir ráða menn í vinnu og borga þeim í mat einum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.