Morgunblaðið - 07.06.1992, Side 6

Morgunblaðið - 07.06.1992, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 Launamunurimi er vegna yfirborgana - segir Magnús L. Sveinsson formaður VR YFIRBORGANIR vinnuveitenda til karla er ein helsta orsök á launamuni milli karla og kvenna Landbúnað- arráðherra fundar með bændum HALLDÓR Blöndal landbúnaðar- ráðherra mun í vikunni efna til almennra bændafunda víða um land, en á fundunum mun ráð- herra flytja ræðu um stöðu og horfur í landbúnaði. Þá verða al- mennar umræður og mun ráð- herra svara fyrirspurnum, en fundirnir verða öllum opnir. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit, þriðju- daginn 9. júní, og hefst hann kl. 21. Fundir verða síðan haldnir í ídölum, Aðaldal, miðvikudaginn 10. júní kl. 21, í Valaskjálf, Egilsstöðum, fimmtudaginn 11. júní kl. 21, og í Miðgarði, Skagafirði, laugardaginn 13. júní kl. 13.30. Þá verða fundir haldnir sunnudaginn 14. júní í Hótel Borgamesi kl. 13.30 og á Hótel Sel- fossi kl. 21. í afgreiðslu- og skrifstofustörfum að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR. Um 40% munur á launum karla og kvenna mældist í rannsókn Kjararannsóknar- nefndar á launum verkafólks, af- greiðslufólks, og skrifstofufólks. Magnús L. Sveinsson sagði að niðurstöður Kjararannsóknamefndar kæmu ekki á óvart því að þessi munur hefði komið fram áður. Hann sagði að enn væru karlar í meiri- hluta í stjómunarstöðum og það tæki tíma að breyta þessu hlutfalli. Magnús benti á að helsta ástæðan að baki launamismunarins væri yf- irborganir vinnuveitenda til 'karla, sérstaklega í skrifstofustörfum. Hann benti einnig á að karlar tækju varla vinnu í verslunum án yfirborg- anna. Hann lagði áherslu á að launa- taxtar gerðu ekki ráð fyrir þessum mun og að brýnt væri að koma í veg fyrir að vinnuveitendur notuðu yfir- borganakerfi. Magnús sagði enn- fremur að þar sem skrifstofustörf spönnuðu stórt svið væri best að nálgast jafnvægi í launum með því að gera samninga er tækju tillit til afkomu hverrar starfsgreinar fyrir sig. Hann sagði að sú afsökun vinnu- veitenda að þeir gætu ekki hækkað daglaunataxta af því að það orsak- aði verðbólgu væri haldlaus, þar sem aukin yfirvinna og yfirborganir yllu miklu frekar verðbólgu. Sala skuldabréfa end- urskoðuð um áramót - segir framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar sé umfang þessarar skuldabréfasölu takmarkað. Ekki sé búist við að kaupendur verði aðrir en lífeyrissjóð- SIGURÐUR E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins, vísar ,á bug gagnrýni forsvarsmanna verð- bréfafyrirtækja á þá ákvörðun stofnunarinnar, að semja beint við Verðbréfamarkað ísiandsbanka um sölu skuldabréfa stofnunarinn- ar fyrir 3 milljarða króna, í stað þess að leita tilboða hjá öðrum aðilum. Hann segir að samningur- inn sé að vissu leyti tilraun og að um áramótin verði tekið til skoð- unar hvernig þessari sölu verði háttað framvegis. Sigurður segir að ástæðan fyrir því að gengið hafi verið til samninga við VÍB án þess að leita tilboða hjá öðrum hafí verið sú að legið hafí á að hrinda þessari skuldabréfasölu í framkvæmd. Það hafi verið hægt með þessu móti, auk þess sem samn- ingurinn hafi verið Húsnæðisstofnun hagstæður. Um áramótin verði þetta fyrirkomulag endurskoðað og þá geti komið til greina að stofnunin taki sjálf aftur við sölunni eða að leitað verði tilboða hjá verðbréfafyr- irtækjum. Sigurður segir að í raun og veru ir og jafnvel þótt bankar eða aðrir aðilar keyptu eitthvað, þá yrði það ekki nema í mjög takmörkuðum mæli. Morgunblaðið/Sverrir Skáklandsliðjð ásamt fylgdarliði, f.v: Gunnar Eyjólfsson, Krislján Guðmundsson, Margeir Péturs- son, Áskell Orn Kárason, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Þröstur ÞórhalIsson,Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur G. Þórarinsson. Ólympíumótið í Manila: Geysisterkt skákmót sem gæti orðið all skrautlegt - segir Kristján Guðmundsson liðsstjóri íslenska skáklandsliðsins FLEIRI sterk lið en áður mæta til leiks á Ólympíuskákmótið, er sett verður í Manila á Filippseyjum i dag. Ber þar hæst lið Eystra- saltslandanna, Rússlands og Úkraínu, sem koma í stað liðs Sovétríkj- anna. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, liðsstjóra íslenska skákliðs- ins, verður mótið líklega hið sterkasta og fjölmennasta hingað til, og búast má við harðri keppni. Hann kvaðst auk þess eiga von á ýmsum uppákomum á fyrstu dögum mótsins sökum pólitísks ástands i ýmsum þátttökulöndum. Um 120 lið munu tefla í karlaflokki en 60-70 í kvennaflokki, og keppendur verða á annað þúsund. Stjómvöld á Filippseyjum mein- uðu landsliði Júgóslavíu að taka þátt í mótinu en Kristján sagði að Campomanes, fyrrverandi forseti FIDE, væri að reyna að koma því til landsins. Hann segir að upphaf- lega hafi Úkraínumenn ætlað að hætta við þátttöku vegna fjár- skorts, en nú virðist sem liðsmenn ætli að mæta til leiks á eigin kostn- að. „Öll lið fyrrverandi Sovétlýð- velda eru sterk, og ég býst við að ekki verði farið að skilja á milli í toppbaráttunni fyrr en tvær um- ferðir eða svo eru eftir,“ sagði Kristján. Kasparov heimsmeistari leiðir sveit Rússa. Styrkleikaröðin erþessi: 1. Rúss- land, 2. England, 3. Úkranía, 4. Bandaríkin, 5. Ungverjaland og 6. Bosnía-Hersegóvína. íslenska sveitin er líklega í 12.-13. sæti í styrkleikaröðinni. Lið íslands skipa Jóhann Hjart- arson á fyrsta borði, Margeir Pét- ursson á öðru, Helgi Ólafsson á þriðja, og Jón L. Ámason á íjórða borði. Fyrsti varamaður er Hannes Hlífar Stefánsson og annar vara- maður er Þröstur Þórhallsson. Allir eru skákmennimir við góða heilsu spenntir, sagði Kristján. „Við en erum bjartsýnir, en hræddir. Við emm að vonast til að við verðum með í hópi efstu sveita þegar þar að kemur, en þetta er geysisterkt mót,“ sagði hann. Fundur liðsstjóra verður á morg- un og að honum loknum hefst fyrsta umferð. „Það getur allt orð- ið vitlaust á fundinum eins og ástandið ^r núna,“ sagði Kristján. Hann kvaðst ekki búast við að ljóst yrði hvaða lið tækju þátt fyrr en fyrsta umferð hæfíst. Allur aðbúnaður er mjög góður, að sögn Kristjáns, en skákmennirn- ir gista á því sögufræga Hótel Manila, þaðan sem McArthur stjómaði hemaði Bandaríkjamanna í SA-Asíu í síðari heimsstyijöld- inni. Menn hafa verið varaðir við því að yfirgefa hótelið sökum ótryggs ástands í borginni. íslend- ingamir þurftu að komast yfír 8 klukkustunda tímamun, en hitinn í Manila er um og yfír 30 gráður. Mótinu lýkur 25. júní. Landgræðsla ríkisins: Nauðbeit hrossa leiðir til verulegra landskemmda Fjöldasprenging í hrossaeign landsmanna á undanförnum árum Herjólfur á heimleið Flekkefjord. Frá Grlmi Gislasyni fréttaritara Morgunblaðsins. í FYRRINÓTT tókst að finna og gera við bilunina í nýju Vestmannaeyjaferj- unni Herjólfi og hélt hún af stað frá Flekkefjord í Noregi í gærmorgun. Bilun varð í gír þegar skipið var að leggja af stað til Islands í fyrradag. Bilunin reyndist vera í skiptingu í gír og þurfti að rífa gírinn upp til að-skipta um stimpil. Herjólfur er vænt- anlegur til Vestmananeyja um miðjan dag á morgun, annan dag hvítasunnu. Selfossi. NAUÐBEIT hrossa i bithögum á láglendi á undanförnum árum hef- ur að mati sérfræðinga Landgræðslu rikisins leitt til verulegra land- skemmda. Landgræðslan vinnur að því að ná samstarfi við hrossa- og landeigendur til að snúa þróuninni við. Sérfræðingar hennar benda á að fjöldasprenging hafi orðið í hrossaeign landsmanna und- anfarin ár og hafa áhyggjur af afleiðingunum fyrir gróðurlendi. Þeir teija hross nú um 73 þúsund talsins og með einföldum fram- reikningi miðað við íjögur síðustu ár megi gera ráð fyrir að þau verði 112 þúsund um aldamót. „Ég hef ekki orðið var við að bænd- ur nauðbeiti jarðir sínar,“ sagði Halldór Gunnarsson formaður Fé- lags hrossabænda. Hann sagði að vandamál vegna nauðbeitar gætu þó verið fyrir hendi á landspildum sem teknar væru á leigu. Þessi mikli hrossafjöldi er ógn við gróðurríkið að mati Land- græðslunnar og telja forsvarsmenn hennar að taka þurfi upp beitar- stjórnun í bithögum hrossa. Dæmi séu um að menn sem voru með fá hross séu komnir með 200 hross og margir eiga 100 hross. Til séu hreppar þar sem hrossaeigr. hefur tvöfaldast og þá hefur þeim fjölgað ört sem leggja stund á hrossarækt. „Við teljum að land sé víða í hættu vegna þessarar fjölgunar og mun- um vinna að því að fyrirbyggja að landskemmdir verði vegna hrossa- beitar," sagði Andrés Arnalds gróð- urverndarfulltrúi Landgræðslunn- „Eftir tvo snjóiétta vetur í röð Qölgar stöðum með áberandi iand- skemmdir af völdum nauðbeitar hrossa. Dæmigerð einkenni eru þar sem hross leita úr blautu landi upp í hæðardrög og beit þeirra gerir að verkum að göt koma í gróðurhuluna og vatn nær tökum á jarðveginum. Ekki þarf annað en aka um þjóð- vegi landsins til þess að sjá slík ummerki í bithögum þar sem hross eru höfð ár eftir ár,“ sagði Andrés. Halldór Gunnarsson sagði Félag hrossabænda hafa af því áhyggjur ef menn héldu að unnt væri að fjölga hrossum endalaust. Bændur þyrftu eins og aðrir að athuga sinn gang með það. Hann sagði bændur bestu aðilana til að gæta landsins. „Bændur lifa af jörðinni og í mínum huga er enginn bóndi nema hann standi vörð um sína jörð.“ Hann sagði að vandamál gætu komið upp á leiguspildum sem menn nýttu í takmarkaðan tíma og gættu þá ekki nægilega að sér. Þetta kæmi gjaman upp á eyðijörðum sem leigðar væru. „Við hrossa- bændur viljum að einhver í heima- sveitinni beri ábyrgð á slíkum jörð- um og líti til með þessu. Bændur eru gróðurvemdarmenn, öðruvísi geta þeir ekki lifað af landinu," sagði Halldór Gunnarsson. Að sögn Andrésar Amalds er hægt að ofbeita land í nokkum tíma áður en ofbeitareinkennin koma fram. Álagsþol gróðurhulunnar sé nokkurt en bresti við visst álag og það sé ástæðan fyrir því að nú em að koma fram skemmdir sem ekki hafa verið áberandi áður. Þær megi sjá á láglendi og í fjallshlíðum. „Vandamálið er bundið við fáa aðila og Landgræðslan vinnur að því að koma á samstarfi við þá og aðra hrossaeigendur um leiðir til úrbóta. Búnaðarfélag íslands tekur þátt í því samstarfi ásamt Lands- sambandi hestamanna. Það eiga engir meira undir því en hesta- I I í I I I mennirnir sjálfir að land sé nytjað skynsamlega því ekki þarf mörg mistök í stjóm á beit hrossa til að eyðileggja þá jákvæðu ímynd sem hestamennska hefur í landinu," sagði Andrés Arnalds. Halldór Gunnarsson kvaðst treysta því að Landgræðslan vildi vinna að landnýtingarmálum með bændum. Hann varaði við því að oftúlka það sem fyrir augu bæri á beitarlöndum. > Meðal þess sem Landgræðslan vinnur að er skipulag á nokkrum jörðum í Skagafirði. Loftmyndir af jörðunum eru stækkaðar upp og gerð landbóta- og landnýtingar- áætlun í samstarfi við viðkomandi bændur. Stefnt er að því að beita ámóta vinnubrögðum víðar. Að sögn Andrésar Arnalds er unnt að auka mjög beitarþol lands með áburðargjöf og markvissri stjóm á beit. Meginatriðið væri að hólfa landið niður og hvíla til skipt- is. Landið þyldi mikla beit ef hún varði í skamman tíma en það þyrfti hvíld eftir álag rétt eins og menn og hross. - Sig Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.