Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 MÖRGUNBLAÐIÐ' SUNNÚDmIIJR 71 "ÆlNT 1992 25 JltagtiiiMftfrtí i Arvakurh.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi EES o g sérstaða okkar Tgrein hér í Morgunblaðinu 26. maí I sl. sagði Einar Karl Haraldsson, Irámkvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, m.a.: „Allar ríkisstjórnir EíTA- ríkjanna nema sú íslenzka hafa áttað sig á því, að það er ekki hægt að taka þátt í Evrópsku efnahagssvæði án þess að ætla sér jafnframt að verða' fullgildur aðili að Evrópubandalaginu. Þess vegna hafa þær sótt um eða ætla sér að sækja um aðild að EB. Ritstjórar allra helztu dagblaða í EFTA-ríkjunum nema Morgunblaðs- ins, hafa dregið þá ályktun af niður- stöðunni í samningaviðræðum EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði, að hún kalli á aðild að Evrópubanda- laginu og það frekar fyrr en síðar. Morgunblaðið heldur því á Mnn bóginn fram, að með þátttöku íslendinga í Evrópsku efnahagssvæði muni þrýst- ingur á aðild okkar að Evrópubanda- laginu minnka.“ í grein hér í blaðinu sl. fimmtudag_ segir Bjöm Bjarnason, einn af alþing- ismönnum Sjálfstæðisflokksins, m.a.: „Á þessum miklu breytingatímum finnst mér gæta skammsýni hjá þeim, sem telja sig geta slegið því föstu, að EES-samningurinn sé lokaáfangi á samstarfsleið okkar við Evrópubanda- lagið. Er það kannski tákn um þá ring- ulreið, sem sumum finnst nú í utanrík- ismálum, að ég hallast frekar að mati framkvæmdastjóra Alþýðubandalags- ins en ritstjóra Morgunblaðsins á gildi EES-samningsins í þessu samhengi og vitna ég þá til greinar fram- kvæmdastjórans hér í blaðinu hinn 26. maí síðastliðinn. Auðvitað kann það að verða niðurstaða okkar íslendinga, að ekki eigi að stofna til frekara sam- starfs við EB en felst í EES-samningn- um. Það er hins vegar staðreynd að málsmetandi menn og fjölmiðlar hvar- vetna annars staðar í EFTA-löndunum líta á EES sem mikilvægan áfanga á leiðinni inn í EB en ekki lokaáfanga." Hver eru rök Morgunblaðsins fyrir því mati á EES-samningnum, sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins vitnaði til? Þau eru þessi: Það skipt- ir engu máli fyrir okkur íslendinga hvernig önnur aðildarríki EFTA meta EES-samninginn út frá sínum þjóðar- hagsmunum. Það sem máli skiptir er þýðing EES-samningsins fyrir okkur Islendinga, þegar sá samningur er metinn út frá okkar þjóðarhagsmun- um en ekki annarra. Hveijir eru hagsmunir okkar íslend- inga? Okkar hagsmunir eru þeir að tryggja sem greiðastan aðgang að mörkuðum Evrópubandalagsins fyrir sjávarafurðir okkar, þannig að sam- keppnisstaða okkar á þessum markaði sé sæmilega tryggð. Okkar hagsmunir eru líka þeir að halda fullum yfirráðum yfir fiskirpiðunum í kringum landið og fullum yfirráðum yfir sjávarútvegs- fyrirtækjunum en hvort tveggja væri í hættu, ef við yrðum aðilar að Evrópu- bandalaginu. EES-samningurinn tryggir þessa hagsmuni okkar. Hann tryggir við- skiptahagsmuni okkar innan Evrópu: bandalagsins með viðunandi hætti. I honum felst jafnframt, að við höfum tryggt þessa viðskiptahagsmuni án þess að fórna öðrum og stærri hags- munum, sem eru yfirráðin yfir fisk- veiðilögsögunni og sjávarútveginum, sem atvinnugrein. Þær takmörkuðu veiðiheimildir, sem samið hefur verið um við EB-ríkin í okkar fiskveiðilög- sögu eru gagnkvæmar og þar að auki svo smávægilegar, að þær skipta ekki máli í þessu sambandi. Það mat Morg- unblaðsins á EES-samningunum, sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við, byggist því á íslenzkum þjóðarhagsmunum. Við hljótum að hafa öðlast nægilegt sjálfs- traust sem sjálfstæð og fullvalda þjóð á þessari öld til þess að geta lagt sjálf- stætt mat á samning af þessu tagi. Við þurfum ekki að sækja í smiðju til annarra þjóða um slíkt mat. Evrópubandalagið er í stöðugri og örri þróun. Það má vel vera, að það eigi eftir að breytast þegar fram líða stundir á þann veg, að við íslendingar getum endurmetið afstöðu okkar til þess. En sú breyting hefur ekki orðið hingað til. Þvert á móti má færa rök fyrir því, að Maastricht-samkomulagið geri EB-aðild enn fjarlægari í okkar huga. Efasemdir dönsku þjóðarinnar segja töluverða sögu um það mál. En kjarni málsins er þó sá, sem enginn talsmaður EB-aðildar íslands kemst framhjá, að vegna núverandi sjávarút- vegsstefnu Evrópubandalagsins er aðild að því óhugsandi fyrir okkur. Allar vangaveltur um að við gætum hugsanlega náð samningum um und- anþágur í því sambandi eru mesta óskhyggjan, sem fram hefur komið í umræðum um þessi málefni. Eins og Björn Bjarnason segir réttilega í grein sinni: „Farsæld okkar í utanríkismál- um til þessa byggist á því, að það hefur verið tekið mið af því, sem er en óskhyggja hefur ekki ráðið.“ Þegar við höfum tryggt viðskipta- hagsmuni okkar á mikilvægasta mark- aði okkar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af sérstöðu okkar. Sérstaða er ein af forsendum íslenzks veruleika - og hefur alltaf verið. Án sérstöðu hefðum við ekki fengið tvö hundruð mílna fiskveiðilögsöguna á sínum tíma. Og sérstaða okkar kallaði á handritin heim. POPPER SEGIR AF- staða sín til stórra ríkja sé neikvæð. „Fátt gott kemur útúr einu evr- ópsku risaveldi,“ segir hann. „Ástandið er í grundvallaratriðum breytt frá því rómarsáttmálinn var undirritaður 1957. Sovétríkin vorp þá enn kommúnísk og einmitt sú staðreynd kynti undir fyrirætlunum um sameiningu ríkja Evrópu. Höfuð- forsendan fyrir evrópskri sameiningu sé nú horfin. Að sjálfsögðu á fríversl- unin að vera eins víðtæk og mögu- legt er og viðskiptahömlur eins litlar og ráðlegt er. En við ættum að forð- ast formlega stofnun evrópsks risa- veldis, segir Popper. Við þörfnumst ekki sterkrar Evrópu til að keppa við Japani og Bandaríkin, segir hann. Og sterkari í hvaða skilningi? „Ég hef lesið fjölda greina þarsem höfund- ar halda því fram að Evrópa þurfi að vera ný þungamiðja gagnvart Bandaríkjunum, núþegar Sovétríkin hafa verið leyst upp. Það er fjar- stæða. Við stöndum frammi fyrireinu viðfangsefni, og það er friður. í þágu friðarins verður Vestur-Evrópa að hafa samstarf við Bandaríkin en ekki kappkosta að ná ,jafnvægi“ gagn- vart styrk Bandaríkjanna. Það liggur nokkuð Ijóst fyrir að vart finnst frið- samari þjóð á jarðríki en sú banda- ríska. Það sýndi Persaflóastríðið." Síðan minnist Popper á að hann hafi án þess neinn hafi veitt því neina sérstaka athygli bent á ógnlega hern- aðaruppbyggingu Rússa á Kúbu enda hafi sovézku hershöfðingjarnir haft vonir um að geta lagt Bandaríkin í eyði með þessum vopnum en þá réðu Rússar yfir sprengiorku á Kúbu einni sem jafnaðist á við 115 þúsund Híro- síma-sprengjur aðminnstakosti. „Það var ósvikin tilraun til kjamorkuárás- ar,“ bætir Popper við. Hann segist hafa veríð í Bandaríkjunum á meðan á Kúbudeilunni stóð á sínum tíma en ekki fengið neina heildarmynd af því sem gerðist fyrren eft- irá og þá einkum þegar hann las Thirteen Days sem hann segir að sé „merkilegasta bók sem gefin hefur verið út á þessari öld, af því þar segir frá því sem raunverulega gerð- ist þegar siðmenningin var nær hruni en hún hefur verið nokkru sinni fyrr- eðasíðar". Þá segir Popper að það sé merkilegt að Jeltsín hafi tilkynnt að rússneskum eldflaugum hafi verið beint frá Bandaríkjunum, I aðra átt, en það hafi þá einnig verið athyglis- vert „að hann minntist ekkert á að framleiðslu kjarnorkuvopna væri hætt í Rússlandi. Enginn í Austur- Evrópu hefur sagt neitt um það. Engu að síður vonast Rússar eftir efnahagslegri neyðarhjálp frá okkur. Ég get verið fylgjandi hjálp en í stað- inn verður að eyðileggja vopnin. Við þurfum hreint og beint að kaupa kjarnorkuvopnin og síðan eyðileggja þau.“ Þegar Popper er spurður að því hvort hann telji yfirvofandi hættu á nýrri heimsstyrjöld svarar hann því afdráttarlaust játandi. „Þegar maður- inn hefur hegðað sér einsog hann hefur gert án tillits til allrar sann- girni hvað snertir þörf fyrir hergögn, verður hann ekki heilbrigður og vitur á einum degi. Við vitum ekki einu sinni nákvæmlega hvaða þjóðir hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða í dag. Við vitum aðeins að kjamorkuvopn eru markaðsvara. Ég sá það fyrir strax í fyrrahaust að til yrði-svartur markaður, ólöglegur markaður fyrir kjamorkuvopn." „Það er knýjandi verkefni," segir Popper enn, „að við höldum áfram að. bæta samfélag okkar af heilum hug og krafti, þósvo að vestur-evr- ópsk ríki séu beztu þjóðfélög sem sagan þekkir. Öllum heilbrigðum mönnum er fullljóst að mikilvægasta einstaka verkefnið er að reyna að koma á friði um allan heim. Spurning- una um að hve miklu leyti stríð geti verið boðleg aðgerð má ekki lengur setja í samband við þau gereyðingar- vopn sem við höfum yfir að ráða. Friði verður að koma á með eins lít- illi valdbeitingu og ofbeldi og mögu- legt er, en að sjálfsögðu með vilja til að beijast fyrir friði. Fyrri heimsstyij- öldin var háð í von um að hún leiddi til ævarandi friðar. En það þurfti meira en eina heimsstyijöld til að ná því marki. Og styrjöldinni sem síðast var háð, styijöld Saddams, er því miður enn ekki lokið.“ Þá nefnir Popper að ekki fáist lausn á umhverfisvandanum fyrren menn hafi náð tökum á fólksfjölgun- arvandanum en þá sé einhver von til þess að sigrast á einum helzta ógn- valdi nútímans, fátæktinni. Allt teng- ist þetta nauðsyn aukinnar menntun- ar, einnig í vestrænum löndum. Nú deyja 35 þúsund börn daglega úr hungri í þriðja heiminum og meðan svo er sé ástæðulaust að deila um tungutak og orðalag einsog sumum heimspekingum hætti til. Þeir eigi að fjalla um vandann einsog hann blasir við, þá fyrst nái þeir athygli bæði Poppers sjálfs og annarra hugs- andi manna. „Nú þegar áætlunarbúskapurinn í alræðisríkjum kommúnismans er hruninn til grunna blasir við að menn- ingarskilin milli austurs og vesturs eru að hverfa. Við getum því unnið betur saman en nokkru sinni fyrr. Alls staðar er unnt að koma á tveggja flokka kerfi með hámarkssamkeppni milli flokkanna til að ná betri árangri og heiðarleika og losna við spillingu. Það eru reyndar grundvallarhugsjónir þingræðis í upphafi og nú getum við í alvöru snúið okkur að þeim á ný því það er Ijósara en nokkru sinni að mannkynið á sameiginleg æðri markmið — og veit hver þau eru. Skiptingin í hægri og vinstri flokka er hvorki mikilvæg né æskileg á ár- inu 1992.“ M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. júní Samgöngur og sókn til bættra lífs- kjará MIKIL FRAMFOR hefur orðið í vega- gerð hér á landi á undanförnum árum. Nú er svo komið að unnt er að aka á varanlegu slitlagi um helstu alfaraleiðir og er það mikill munur frá því sem áður var. Þessar framkvæmdir hafa stytt vegalengdir til muna og vegleysur sem menn mikluðu fyrir sér áður fyrr eru nú orðnar greiðfærar og fjölfarnar hrað- leiðir. Allt hefur þetta fært byggðirnar saman og gert þeim sem búa á landsbyggð- inni auðveldara fyrir um ferðalög og að- föng öll. Þá hafa þessar vegalagnir þétt byggðir og verkað eins og vítamínsprautur á athafnalíf víðs vegar um landið. Fátt leiðir eins til uppbyggingar og góðar sam- göngur. Það blasir nú við hvarvetna um landið en betur má ef duga skal. Stefnan hefur verið mörkuð, öllum til hagsældar og þá ekki síður aukinnar bjartsýni. Við sjáum það víða um land hvernig sam- göngubætur hafa ýtt undir blómstrandi byggðir og aukið atvinnuuppbyggingu og samstarf á stöðum sem áður voru heldur einangraðir. Við sjáum þessar framfarir ekki síst á Austurlandi norðanverðu þar sem Egilsstaðir eru komnir í næsta ná- granni við athafnasöm bæjarsamfélög sem hafa tekið miklum framförum hin síðari ár. Byggðin við Eyjafjörð hefur þéttst til muna vegna vegagerðar og jarðganga og nú eru ráðgerðar merkar framkvæmdir og mikilvægar í næsta nágrenni við Isa- fjarðarkaupstað, þannig að þess má vænta að útgerð og athafnalíf eflist til muna á næstu árum í þeim bæjum þar sem byggða- kjarni mun rísa vestfirskum sjávarútvegi til halds og heilla. Þannig hefur byggðin éinnig færst saman eftir að brúin kom austan Þorlákshafnar og hefur það treyst atvinnuuppbyggingu til mikilla muna enda er hún mikil samgöngubót eins og brúin yfir Borgarfjörð. Arnes hefði vart samein- ast án nýrrar brúar yfir Olfusá. Þegar framkvæmdamenn vildu byggja sérstaka höfn í Garðinum á sínum tíma sagði Olafur Thors, þingmaður þeirra og átrúnaðargoð: „Leggið heldur góða vegi milli plássanna og keyrið fiskinn á milli. Best er að hafa hafnirnar þar sem aðstæð- ur eru hentugastar frá náttúrunnar hendi.“ Þessi leið var farin og nú eru samgöngur á þessum slóðum með þeim hætti að flutn- ingar éru auðveldir milli Garðs og nær- liggjandi hafnarbæja og þannig hefur myndast éinskonar athafnakjarni í kring- um þessi mikilvægu sjávarpláss á Suður- nesjum. Byggða- kjarni á Vesturlandi - mikil saga o g merkileg AÐKOMUMENN sem erindi eiga út á Snæfellsnes fagna því með heimamönnum hvernig vegabætur hafa stytt fjarlægð- ir milli þeirra verk- legu útgerðarplássa sem þar eru. Segja má að yst á nesinu hafi myndast sterkur kjarni vegna betri samgangna og nú er skotfæri milli Hellis- sands, Rifs og Ólafsvíkur og raunar styttri leiðir en t.a.m. úr Breiðholti niður í mið- borg Reykjavíkur og malbikaðir skotvegir um tignarlegt umhverfið og mætti nú vel taka til hendi og leggja samskonar veg þá fáu kílómetra sem eru á milli Ólafsvík- ur og Grundarfjarðar og enn þaðan til Stykkishólms. Það mundi einnig ýta undir ferðalög um þetta stórbrotna umhverfí en ferðamannaþjónusta er nýr og vaxandi atvinnuvegur hér á landi og ástæða til að hafa hann í huga þegar samgöngur eru bættar, ekki síður en aðra þætti íslensks efnahagslífs. Heiðarnar vestra, bæði Fróð- árheiði, Kerlingarskarð og Heydalur, eru nú skjótfarnar en þó væri ástæða til að lappa upp á þessa heiðarvegi eins fljótt og unnt er. I Rifi er hin ágætasta höfn og sér hún Hellissandi einnig fyrir aðföngum úr sjó. Rif, eða Háarif, var áður mesta fiskveiði- og verslunarhöfn á Snæfellsnesi og nú blómstrar staðurinn aftur eftir að gerð hefur verið góð og varanleg höfn og má vænta þess að útgerð þaðan aukist enn frá því sem nú er. Allir eru þessir útgerð- arbæir fyrir vestan hinir blómlegustu og fjöldi báta og annarra fískiskipa setur svip á þá alla en þar sem sjósókn er þar er einnig auðugt mannlíf. Frá Rifi er fögur sýn til Snæfellsjökuls og þaðan má sjá til Skorar og Látrabjargs en í næsta ná- grenni er mesta kríuvarp í heimi, að talið er. í Rifi er jafnframt mikil saga og þar irápu enskir verslunarmenn Björn Þor- leifsson hirðstjóra og sjö menn aðra 1467 2ins og frægt er en þó eru ummæli Ólafar ríku konu hans enn minnisstæðari, „Eigi skal gráta Björn bónda,“ sagði hún, „held- ur safna liði“. Hefur það allt verið í minn- um haft en þó síður þær söglegu hugmynd- ir að Ólöf hafi siglt á fund Danakonungs, kært vígið fyrir honum og þannig komið til leiðar fimm ára styrjöld milli Dana og Englendinga. Þannig á hún að hafa, ein íslendinga, hrundið af stað styijöld milli þjóða. Nú þegar ábendingar Alþjóða hafrann- sóknarráðsins liggja fyrir og sýnt er að við verðum enn að minnka þorskveiðar til að stofninn nái sér, en því mun fylgja samdráttur og versnandi afkoma í bili, er hollt að horfa um öxl og minnast þess hvernig þjóðin vann bug á erfiðleikum sín- um þegar að kreppti. Þá koma ummæli Ólafar -ríku ekki sízt í hugann, því nú megum við ekki láta bugast andspænis tímabundnum erfiðleikum — heldur safna liði. Okkur hefur alltaf lagst eitthvað til eins og segir í merkri smásögu eftir Einar H. Kvaran. En við verðum þá að lifa í sam- ræmi við náttúruna en ekki í samkeppni við hana, enda hefur hún í öllum höndum við okkur eins og sagan sýnir. Mikið útræði var frá Hellissandi áður fyrr og talið að 50-60 sjóbúðir hafi verið þar á sandinum um 1700. Eftir stórubólu hrakaði staðnum en síðan tók hann að hjarna við á ný þótt einatt yrðu þar slys og svaðilfarir við lendingar eins og lesa má um í ævisögu Snæbjörns í Hergilsey. En frá 1956 hefur útgerð frá Hellissandi að mestu verið stunduð frá Rifi. Þar hefur verið bæði fiskverkunarstöð og hraðfrysti- hús. Á Hellissandi er Sjómannagarður og hefur verið safnað þangað minjum frá eldri tíð, m.a. er þar áraskipið Ólafur, yfír 100 ára gamalt. Þar hefur verið endurbyggð sjóbúð og þar er athyglisvert listaverk eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem tileinkað er sjómönnum. Ólafsvík er gerðarlegur bær og elsti löggilti verslunarstaður landsins en þau réttindi hlaut bærinn 1687. Þegar ósinn við Rif fylltist fluttu kaupmenn verslun sína til Ólafsvíkur. Þar var því allstór versl- unar- og fiskverkunarstaður á 17. og 18. öld. Og beinar samgöngur milli Ólafsvíkur og Danmerkur og jafnvel Spánar. Plássinu hnignaði uppúr síðustu aldamótum en í stríðsbyijun tók ástandið að batna þegar frystihús hóf starfsemi sína og útgerð vélbáta hófst. Síðan hefur Ólafsvík vaxið jafnt og þátt, en þó einkum eftir að ný höfn var_ fullgerð. Nú er umfangsmikil útgerð í Ólafsvík og hafa bæði verið gerð- ir þaðan út stórir vertíðarbátar og togari. Áður fyrr urðu mannskaðar þegar reynt var að komast fyrir Ólafsvíkurenni, milli Rifs og Ólafsvíkur, en nú er þar greið leið á malbikuðum vegi eftir flæðarmálinu. í Ennisíjalli átti Hetta tröllkona heima og var hin vígalegasta. Um hana má lesa í Bárðar sögu Snæfellsáss. í Grundarfirði er besta höfn á Snæfells- nesi frá náttúrunnar hendi og þar hófst verslun snemma. Hlaut Grundarfjörður kaupstaðarréttindi þegar verslun var gefín frjáls 1787. En hún hefur verið allblómleg á þessari öld, ásamt útgerðinni. Höfnin hefur verið bætt frá því þéttbýliskjarninn myndaðist í Grundarfírði í stríðsbyijun, Frá Arnarstapa. eða uppúr 1940. Fólkinu hefur fjölgað jafnt og þétt með vaxandi útgerð. Nú eru gerð- ir út frá Grundarfirði margir bátar og tveir skuttogarar. Sjósóskn og fiskvinnsla setja að sjálfsögðu mestan svip á bæinn en Kirkjufell eykur á náttúrufegurð sem er minnisstæð. Umhverfis- perla og yf- irnáttúru- legt um- hverfi OG ÞA ERUM VIÐ komin til Stykkis- hólms. Hann er ein af perlunum í ís- lenskri náttúru og bærinn vinalegur í ógleymanlegu um- hverfí. í Hólminum er einnig gerðarlegt sjúkrahús og ágætt hótel. Kirkja Jóns Haraldssonar arkitekts fellur að landslag- inu eins og þjóðsögulegt ævintýri vaxi úr minnisstæðu og yfírnáttúrulegu umhverfi. Stykkishólmur ber þess merki að hann er vaxinn úr verslun og þar hafa athafna- skáldin komið við sögu eins og annars staðar þar vestra. Gömul hús í Hólminum draga að sér augað. Þau eru falleg og söguleg viðbót við vinalegt umhverfið. Merkast þykir Norska húsið enda eitt veg- legasta hús landsins á sinni tíð og fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið sem reist var á íslandi og langstærsta íbúðarhús síns tíma. Þar verður byggðasafn Vesturlandskjördæmis. Mikil útgerð hefur ávallt verið frá Hólm- inum og þar eru frystihús og önnur fisk- vinnsla. Skelfiskveiðar á Breiðafírði og skelvinnsla í Hólminum eru sérstæð og skemmtileg atvinnugrein. Hún er mikill þáttur í athafnalífi Stykkishójms. Frá Hólminum er hægt að fara með Baldri í Flatey og Bijánslæk og Eyjaferðum um Breiðafjörð og heimsækja nærliggjandi eyjar þar og í Hvammsfirði. Um 12.000 farþegar fóru með Eyjaferðum í fyrrasum- ar, enda ógleymanlegt að heimsækja fugl- inn í eyjunum og skoða stuðlabergið sem er engu líkt og önnur náttúruundur og ljúka svo ferðinni með því að veiða hörpu- disk og borða hann hráan um borð. Slíkt ævintýri upplifir enginn annars staðar en á Breiðafirði, þótt víða sé ævintýralegt á íslandi, ekki sízt í Vestmannaeyjum eins og tíundað var í Reykjavíkurbréfi á sínum tíma. Á Breiðafirði eru um 2.700 eyjar og er sigling þessi eftirminnilegri en flest það sem unnt er að kynnast á ferðum um land- ið. Eyjarnar eru listaverk úr stuðlabergi. Þær bera því vitni hvernig landið vex af náttúruhamförum. Sjórinn er ládauður oft- ast og aðfallsstraumurinn milli eyjanna engu líkur. En ógleymanlegast er þó fugla- lífið; ritan, teistan, toppskarfurinn, múkk- inn og lundinn. Og báturinn fer svo nærri fuglinum sem er vanur honum að hann er aðeins í seilingarfjarlægð og ótrúlega gæfur. Samt geta fuglarnir rifíst við far- þega á Hafrúnu. En það er einhver ósýni- legur þráður milli þeirra og áhafnar. Þeir vita að þar eru vinir á ferð. Þeir þekkja bátinn. Og fuglinn er forvitinn, ekki síður en mannskepnan. Hann virðir fyrir sér nýja ókunna farþega og svo er kvatt og hver unir við sitt. Hafrún hefur komið við í Þórishólma, Dímonarklökkum og Steina- klettum. Og nú er kastað til botns og upp koma skeljar, krossfiskar, krabbar, hörpu- diskar og ígulker. Þetta er heil kennslu- stund í náttúrufræði og fuglafræði. Skóla- æskan ætti að flykkjast í þessar ferðir, ekki síst hún. Hún gæti margt af því lært um landið okkar, sjóinn, fuglana og náttúr- una. Og svo er Hrappsey ekki langt und- an. Þar var Hrappseyjarprent. Og þar voru margar bækur prentaðar á 18. öld. Breiða- fjörður er vagga íslenskrar menningar. Þaðan eru Sturlungar ættaðir. Þar voru margar sögurnar skrifaðar. Og í Fagurey sat Sturla Þórðarson á efri árum og skrif- aði eins og honum einum var lagið. Kannski einnig Njálu, það skyldi þó ekki vera(!) „Nú þegar ábend- ingar Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins liggja fyr- ir og sýnt er að við verðum enn að minnka þorsk- veiðar til að stofn- inn nái sér, en því mun fylgja sam- dráttur og versn- andi afkoma í bili, er hollt að horfa um öxl og minnast þess hvernig þjóð- in vann bug á erf- iðleikum sínum þegar að kreppti.“ + r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.