Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 14
Eftir Jóhannes Tómasson „ÁÐUR var alltaf sviti í lófunum - en nú finn ég ekkert. Þetta er allt annað líf - ég finn enga hræðslu núna. Ég fór að sofa klukkan ellefu í gærkvöld og svaf eins og steinn. Ég flaug síðast fyrir átta árum og mig langar að fara sem fyrst aftur.“ A þessa leið voru ummæli nokkurra þátttak- enda í námskeiði sem Flugleiðir stóðu fyrir nýlega til að yfirvinna flughræðslu. Námskeiðinu lauk með flugferð til Kaupmannahafnar og var að heyra á þátttakendum að þeim hefði tekist að yfirvinna flughræðsluna og að þeir vildu helst fara í loftið strax aftur. Þetta var sjöunda nám- skeiðið og hafa liðlega eitt hundrað manns setið þau. „Ég held að besta staðfestingin á að námskeiðin beri árangur séu öll póstkortin sem við höfum fengið frá þátttakendum héðan og þaðan úti í heimi þar sem þeir hafa verið staddir í lejrfi og segja að það sé draumur að fljúga,“ segir Eirík- ur Orn Arnarson sálfræðingur, annar aðalkennaranna. Hinn er Gunnar H. Guðjónsson flugstjóri. eir sem búa á eyju og vilja ferðast eiga ekki margra kosta völ hvað varðar farar- tæki. Þeir geta valið milli flugvéla og skipa af öllum stærð- um og gerðum, þeir gætu kannski synt eða gengið á ís, ekið um jarð- göng eða ferðast jafnvel á ein- hvem enn fmmlegri hátt! Geti þeir ekki af einhverjum ástæðum notað þessa möguleika verða þeir að sitja heima. Flugið algengasti ferðamát- ^fflgengasti ferðamátinn frá ís- landi er með flugi og þær þúsund- ir manna sem ferðast þannig áhyggjulaust á ári hveiju hafa kannski ekki leitt hugann að því að fyrir mörgum er það meirihátt- ar átak að stíga upp í flugvél. Raunar kostar það líka átak að ákveða að ferðast méð flugvél, panta flugfarið og sækja farmið- ann. Þessar hindranir þarf að yfir- vinna áður en stigið er um borð. Og hvernig gera menn það? Með því að fresta för sinni, reyna að finna annan ferðamöguleika og ef það verður ekki umflúið: Að sturta í sig nokkmm sterkum fyrir brott- för eða taka róandi. „Njótið þess að fljúga“ er yfír- skrift námskeiðsins og segir Una Eyþórsdóttir deildarstjóri hjá Flugleiðum að félagið muni halda þessum námskeiðum áfram en þegar hafa sjö námskeið vetið haldin. „Við héldum eitt námskeið á Akureyri og nú í maí hófst eitt námskeið á ísafirði. Fólk sem hef- ur áhuga á að komast á þessi námskeið hefur samband við okk- ur og það er ekkert lát á því. Mér sýnist því augljóst að þessu verður haldið áfram,“ segir Una Eyþórs- dóttir. Námskeiðið, sem tekur nokkra eftirmiðdaga, hefst með því að þátttakendur kynna sig og greina frá því hvað helst valdi þeim óþæg- indum í sambandi við flug og síðan skiptast þeir Eiríkur Örn Arnarson og Gunnar H. Guðjónsson á að um að fræða þátttakendur og svara spumingum. Einnig er farið í heimsókn í flugtuminn í Reykja- vík, afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða og þeir sem vildu gátu einnig heimsótt Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lokaatriðið er síðan flugferð til Kaupmannahafnar. Eiríkur Örn ræðir um sálfræði- lega hlið málsins og Gunnar út- skýrir helstu atriði flugeðlisfræði og veðurfræði, fjallar um helstu stjómtæki og eiginleika flugvélar og hvernig flug er skipulagt. Og spumingamar létu ekki á sér standa: Getur flugvél ekki brotnað ef hún hristist mikið? Getur flugvél fallið svo langt niður í ókyrrð að húrí farist? Hvað ræður flugleið- inni? Er betra að fljúga hátt eða lágt? Er betra að fljúga yfír sjó eða landi? Óþægindi en ekki hætta Gunnar flugstjóri átti svar við öllum þessum spurningum og miklu fleiri. Hann fullvissaði menn Yfir 17% íslendinga flughræddir ■ Flughræðsla meðal íslendinga var könnuð fyrir nokkrum árum á vegum Geðrannsókna- stofnunar Háskóla ís- lands og stjórnaði Eirík- ur Örn Arnarson henni. Þúsund manna úrtak á aldrinum 16 til 75 ára var spurt um kvíða eða hræðslu í tengslum við það að fljúga og svöruðu 776. Sögðust I7,7%allt- af flnna til flughræðslu. ■ Nokkuð meira bar á flughræðslu meðal kvenna eða 25% en hún var 9% meðal karla. Flughræðsla var algeng- ust meðal fólks á aldr- inum 30 til 39 ára. Meira bar á flughræðslu meðal Reykvíkinga en þeirra sem búa úti á landi. Um ástæður fyrir flughræðslunni nefndu flestir, 47%, ókyrrð og 31 % kváðust hræddir í flugtaki og lendingu. ■ Þá voru 51 % hræddir um vélarbilun og 23% óttuðust það mest að geta ekki haft nein áhrif. Margir nefndu einnig lofthræðslu og inni- lokunarkennd sem ástæðu flughræðslu sinnar og um 46% áttu flughræddan ættingja eða vin. um að flugvélar nútímans gætu ekki nötrað í sundur þótt þær hristust ótæpilega og sagði að ókyrrð væri ekki hættuleg, hún væri aðallega óþægileg. Hann sagði að yfirleitt væri best að fljúga hátt, þar væri loft þynnra, menn kæmust fyrr á áfangastað og flogið væri ofar veðrum. „Þið viljið helst að flugvélin fari á loft án þess að hallast, fljúgi sína leið án þess að hreyfast og lendi án þess að þið fínnið fyrir því,“ segir Gunnar. „En við bestu skilyrði er það ekki einu sinni svo og við verðum bara að sætta okkur við það. Við verðum hins vegar að hætta að 'líta á flugið og allar hljóðbreytingar, ókyrrð, halla á vélinni í beygjum og svo framveg- is sem eitthvað hættulegt. Þetta kann að vera óþægilegt en það er ekki hættulegt." ög þannig fór Gunnar yfir hvem þáttinn af öðrum og allir fengu svör. í hléum var sýnt myndband frá flugferð og gátu þátttakendur lifað sig inn í flug- ferðina og skoðað og tekist á við þau atriði sem þeir óttuðust. ög Eiríkur Öm ræddi síðan um hina sálfræðilegu hlið málsins: „Flughræðsla er fælni. Fælni má skilgreina sem yfirþyrmandi ótta og ómótstæðilega hliðmn við fremur meinlausa hluti. Hinn fælni gerir sér fulla grein fyrir því að hann bregst við þessum áreitum á órökrænan hátt. Fælni getur verið margs konar: Einföld fælni sem tengist ákveðnum aðstæðum, hlut eða sjúkdómi; félagsfælni er fælni við að vera innan um fólk, fælast samneyti við gagnstætt kyn, hræðsla við að borða eða drekka á veitingastöðum o.s.frv. og víð- áttufælni sem er hræðslan við að vera einn og eiga í erfiðleikum sem tengjast þvi að fara að heiman, að vera einn á berangri, ótti við innilokun, bíða í biðröð eða ferð- ast, svo dæmi séu tekin." Slökun mikilvæg Eiríkur Örn ræddi um streitu og afleiðingar hennar og lagði mikla áherslu á slökun. Allir þátt- takendur fengu snældu með slökunaræfíngum sem hann hefur útbúið. Hann sagði það jafnsjálf- sagt að stunda slökun daglega og að bursta tennurnar. En hvernig skýrir hann flughræðslu sem slíka? „Mörg hugræn einkenni sem tengjast flugi eru ýktar útgáfur af eðlilegum viðbrögðum en önnur einkenni endurspegla bælingu eðlilegrar starfsemi. Flugið gerir í raun litlar kröfur til farþega, þeir eru óvirkir meðan á flugferð stendur og þess vegna hættir mönnum til að sökkva sér niður í alls konar vangaveltur og menn taka að ímynda sér að hitt og þetta hættulegt sé að gerast í flug- ferðinni. Kvíða gagnvart flugi má skýra sem ófullkomið mat á flugi og þess vegna fer mikill tími hér á námskeiðinu í að útskýra hvem- ig flugið og allt í sambandi við flugumferðarstjórn og flugrekstur gengur fyrir sig.“ Eiríkur Örn segir að kvíðinn leiði til breytinga á hugsunum, til- finningum og lífeðlislegum við- brögðum og stafi það af bjöguðum hugsunum. Líkaminn takist á við ógn og yfirvofandi hættu með ákveðnum lífeðlislegum viðbrögð- um og hegðun sem komi fram sem barátta eða ótti. Hann hefur sett þessi viðbrögð upp sem hringrás og sýndi hvernig þessi hringrás breytist eftir að menn taka að stunda kerfísbundna slökun. Að breyta tölvuforritinu! Til að vinna bug á þessu sagði Eiríkur að menn þyrftu að temja sér ákveðinn hugsanagang og að líta á allt það jákvæða sem hægt væri að finna: -Þið verðið að læra á líta hlut- lægt á aðstæður sem þið hafið venjulega rangtúlkað og síðan að þróa og láta reyna á nýja afstöðu. Örökrænt innra tal getur tengt neikvæðar tilfínningar við það að fljúga. Til dæmis ef tilkynnt er seinkun í brottfararsal þá dettur ykkur kannski helst í hug að eitt- hvað hljóti að vera að og vélin muni bila á leiðinni. Þetta leiðir til kvíða og máttvanatilfinningar. Við getum líka hugsað okkur að þið séuð stödd í rútunni á leið á flugvöllinn. Þið farið að hugsa um þrengslin í rútunni og síðan að það verði enn þrengra í flugvélinni og til hvaða ráða þið munið grípa ef þið verðið ofsahrædd í vélinni og viljið komast út. Þessar hugsanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.