Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 41 KNATTSPYRNA Luka Kostlc lék tvö ár með Þór á Akureyri, það síðara var hann einnig þjálfari, og nú er hann að hefja annað keppnistímabil sitt með Akumesingum. Hefur leikið lengst allra „Júgóslava" hér á landi ásamt Goran Micic. Goran Mlclc lék þeð Víkingum í tvö ár, síðan eitt ár með Reykjavíkur-Þrótti, en þjálfar nú og leikur með Þrótti á Neskaupsstað. Er því að hefja fjórða tímabilið hér á landi eins og Kostic. Fimmtán Serbar leika á íslandi í sumar Alls leika 27 knattspyrnumenn frá Serbíu, Bosníu-Herzegóvínu og Slóveníu í deildarkeppninni Ails leika 27 leikmenn frá Serb- íu, Bosníu-Herzegóvínu og Slóveníu, knattspyrnu í deilda- keppni karla og kvenna á íslandi í sumar. Sjö leika í 1. deild karla, tvær konur leika í 1. deild kvenna, átta spila með liðum í 2. deild karla, fjórir leika í 3. deild og loks leika sex í fjórðu deild, og skiptast þeir bróðurlega á milli riðlanna fjögurra. Fimmtán Serbar leika á íslandi í sumar og dreifast þeir milli allra deilda í karlaflokki og tvær konur frá Serbíu leika auk þess 1. deild kvenna. Leikmennirnir koma flestir frá Nic í Serbíu, en þaðan eru níu leikmenn. Tveir koma frá Ovodina, einn frá Belgrad og einn frá Valvo. Tveir Serbanna voru búsettir í Osij- ek í Króatíu áður en þeir komu til íslands. Tíu leikmenn frá Bosníu- Herzegóvínu leika í fyrstu, þriðju og fjórðu deild karla í sumar. Þrír koma frá Sarajevo, og aðrir þrír úr litlum bæ rétt utan við Sarajevo. Tveir koma frá Dravnik og tveir frá Lubliana. Tveir Slóvenar leika í fyrstu deild. Þeir koma báðir frá Lubliana. Knattspyrnumenn frá fyrrum Júgóslavíu á íslandi í sumar Bojan Bevc Janni Zilnik IBV Víkingur 1-deild Ldeild Hajzrudin Cardaklija Tomislav Bosnjak Izudin Dervic Salih Porca Alen Mulamuhic Nes Cokic Irvud Dervic Zoran Ljubicic Hamid Ejule Purisevic HK Haseda Miralem Neisti Breiðablik Víkingur Valur Valur Haukar Haukar _____________ Víkingur, Ól. 4. deíld A HK 4. deild B 4. deild B 4. deild C 1. deild l.deild l.deild 1-deild 3. delld 3. deild Luka Kostic ÍA 1. deild Sladjana Milojkovic Þróttur, N. Ldeildkv. Stojanka Nikolic Þróttur, N. Ldeildkv. Zoran Coguric Stjarnan 2. deild Nikolic Miroslav Fylkir 2. deild Zoran Micovic Fylkir 2. deiid Milan Jankovic Grindavík 2. deild Goran Barjaktasevic Leiftur 2. deild Dragan Manjlovic Þróttur, R. 2. deild Zoran Stoczic Þróttur, R. 2. deiid MarkoTanasic ÍBK 2. deild Goran Micic Þróttur, N. 3. deild Zoran Cikic Þróttur, N. 3. deild Slavko Peivdic Þrymur 4. deild C Zoran Mabijevic Höttur 4. deild D Refsiaðgerðir SÞ hafa ekki áhrif á íþróttamennina hérlendis Akvörðun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um refisað- gerðir gegn Sambandslýðveldinu Júgóslavíu, sem samanstendur af Serbíu og Svartfjallalandi, hefur að sögn Gunnars Gunnarssonar hjá Alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, ekki þau áhrif að þeim fimmtán Serbum sem leika knattspyrnu í deildakeppni hér á landi verði bannað að leika. Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggis- ráðsins, og segir m.a. í henni að þátttaka einstaklinga og hópa sem fram koma fyrir hönd Serbíu og Svartfjallalands í íþróttavið- burðum .á íslandi, sé óheimil. Að- spurður sagði Gunnar að við fyrstu sýn virtist ákvörðun örygg- isráðsins engin áhrif hafa á íþróttaiðkun þessara manna hér á landi. Hann sagðist ætla að kanna* málið betur en sér virtist sem Serbarnir væru að spila hér knatt- spyrnu sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar lands síns. Þess má geta að júgóslavneska tenniskonan Moncia Seles fékk að halda áfram keppni á Opna franska meistaramótinu eftir að öi-yggisráðið tók sína ákvörðun, þar sem litið var á sem hún væri á eigin vegum, en spilaði ekki sem fulltrúi Júgóslavíu. ÁRIMAÐ HEILLA Ljósmyndastofan Mynd HJÓNABAND.16. maí sl. voru gefin saman í Víðistaðakirkju Axel Baldursson og Halldóra Pétursdótt- ir. Prestur var sr. Einar Eyjólfsson. Heimili þeirra er á Þúfubarði 19, Hafnarfirði* Ljósmyndarinn Jóhannes Long HJÓNABAND. 9. maí sl. voru gefin saman í Lágafellskirkju Am- þrúður Baldursdóttir og Hörður Sigurðsson. Prestur var sr. Jón Þorsteinsson. Heimili þeirra er í Lindarbyggð 16, Mosfellsbæ. Ljósmyndarinn Jóhannes Long HJÓNABAND. 9. maí sl. voru gefin saman í Bústaðakirkju Ingunn Arnardóttir og Gunnlaugur S. Ólafsson. Prestur var sr. Pálmi Matthíasson. Heimili þeirra er í Eskihlíð 6, Reykjavík. Ljósmynd STUDIO 76 HJÓNABAND. 18. apríl s.l. voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnar- firði Unnur Arna Sigurðardóttir og Karl Víkingur Stefánsson. Sr. Pálmi Matthíasson gaf þau saman. TIL SOLU TF-EJG Cessna 172 Hawk XP, árg. 1979, flogin 1.300 t.t. með nýja ársskoð- un. Vélin er vel búin tækjum með Apollo II Morrow loran. Upplýsingar í síma 91-656997 eða 53675. íslenzk fornrit og Skálholt, skrúði og áhöld Áskriftartilboð vegna framangreindra bóka hefur verið framlengt til 16. júní nk. vegna líflegrar eftirspurnar síðustu daga. Dragið ekki að eignast öndvegisverk íslenskrar menningar. Hlf) ISLKiN/KA BOKMKNNTAFELAí> SllU Mt 1.1 21 • IH'lSTHl'll.K wm • 128 IU.\ kj \\ (k " SÍMI 'HJ.T'KWíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.