Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Hjálparvana ráðgjafi Súsanna Svavarsdóttir Grenland Fiteater frá Noregi FRITJOF FOMLESEN Leikstjóri, höfundur og leikari: Lars Vik Fritjof Fomlesen er misheppn- aður lögfræðingur sem rekur ráð- gjafaskrifstofu fyrir fólk sem á í einhveijum vanda. Það hringir inn til hans og með aðstoð áhorfenda gefur Fritjof góð ráð, eða leysir vandann, til dæmis hjá þeim sem vantar bara eina litla skrítlu, eða eitt lítið ævintýri. Og það er eins gott að Fritjof hefur nóg af áhorf- endum, vegna þess að hann er algerlega vanhæfur til allra verka; jafnvel allra hreyfinga í lífinu og tilverunni. Það kemur líka í ljós fljótlega eftir að hann opnar skrif- stofu sína þann daginn, að sjálfur á hann við mjög stórt vandamál að stríða: Móður sem er ofrí- kjandi, ofvemdandi og hringir of oft. Fritjof Fomlesen er bráð- skemmtileg sýning. Lars Vik er sagður „Buster Keaton" þeirra Norðmanna og það er engum of- sögum sagt. Á sýningunni sem ég sá í Borgarleikhúsinu hófst hún við Verslunarskólann. Lars Vik náði strax athygli áhorfendanna, þar sem hann stóð með hatt og tösku og kort af Reykjavík og var að leita að Borgarleikhúsinu. Þetta upphafsatriði var einkar vel heppnað. Það var strax Ijóst að hér var á ferðinni listamaður sem átti erindi við fullorðna, jafnt sem börn, þótt sýningin væri auglýst sem bamaleikhús. Sýningin snýst um einn vinnu- dag í lífi Fritjofs. Hann bíður eft- ir að viðskiptavinirnir hringi. Hann er rólegur til að byija með og skrifstofan hans er tiltölulega snyrtileg. Þangað hefur hann komist eftir ýmsar byltur og vand- ræði. Smám saman ókyrrist Fritj- of, þar til síminn loksins hringir. Það er mamma. Hún er bara að minna hann á að nú sé tími til að borða nestið sem hún útbjó handa honum. Fritjof er hinn elsk- ulegasti við hana fyrst í stað, en ókyrrist smám saman, því sú gamla malar og malar og er greinilega yfírgengilega um- hyggjusöm. Og aumingja Fritjof er svo ofurseldur ástríki móður sinnar að hann hefur mynd af henni upp á vegg hjá sér. Áður en samtalið er á enda, er hann þó allur kominn í keng, hendurnar orðnar kræklóttar og hann allur afmyndaður í framan af bældri reiði og pirringi. Sú gamla á eftir að hringja nokkrum sinnum yfir daginn. En það hringja líka fáein- ir viðskiptavinir og Fritjof reynir eftir megni að leysa úr vanda þeirra. Fljótlega kemur í ljós að ástæðan fyrir því að Fritjof rekur þessa ráðgjafaþjónustu er sú að hann langar mikið til að eignast vin, en þegar viðskiptavinur hringir inn og spyr hvernig maður fari að því að eignast vin, hefur Fritjof ekki hugmynd um það. Áður en dagur er liðinn, hefur Fritjof tekist að leggja skrifstofu sína nánast í rúst. Hann hefur dottið margoft, fest sig í skúringa- fötum og ruslafötu, hellt kaffínu sínu á gólfíð og skúrað af algerri vankunnáttu, maturinn stendur í honum — og í rauninni er sýning- in byggð upp á atriðum sem mað- ur hefur oft séð. En útfærsla Lars Vik og framvinda sýningar- innar er nokkuð óvenjuleg. Hann virkjar börnin í sýningunni með sér. Hann kemst ekki af án þeirra. Sjálfur hefur Fritjof ekki svör við neinu, getur í rauninni engin ráð gefið og kemst ekki úr neinum vanda sem hann ratar í. Fritjof Fomlesen er virkilega vönduð og drepfyndin sýning og þótt hún sé flutt á norsku, er allt látbragð Lars Vik mjög skýrt og hveijum manni skiljanlegt. Eg hef til dæmis aldrei heyrt fjögurra ára dóttur mína hlæja eins innilega; hún bókstaflega veinaði. I gegnum glerið Orionteatem frá Svíþjóð ETT DRÖMSPEL Höfundur: August Strindberg Leikstjóri: Lars Rudolfsson Dramaturg og höfundur við- bótartexta: Kerstin Klein- Perski Leikmynd: Per A. Jonsson Tónlist: Per-Áke Holmlander Lýsing: Anders Rosenquist Búningar: Maria Geber Grimur: Kjerstin Elg Er jörðin sirkus, helvíti - eða vondur draumur? Er mannfólkið í eðli sínu vont eða gott? Er rétt- vísi annað en réttlæti? Hver hefur leyfí eða vald til að dæma annan? Strindberg varpar fram marg- víslegum spumingum í Draumleik sínum og Orionleikhúsið hefur tengt þær spumingar samtíman- um; fléttað inn í leikinn morðmáli frá níunda áratug þessarar aldar, þegar vændiskona sem háð var eiturlyfjum var myrt og líkið hlut- að í sundur. Tveir læknar voru ákærðir fyrir morð en sýknaðir, þrátt fýrir það að „hafíð væri yfir allan efa“ að þeir hefðu skorið Catrine de Costa í stykki. En Draumleikur hefst á því að dóttir guðsins Indra ákveður að stíga niður á jörðina og kynnast aðstæðum og ástandi mannanna af eigin raun. Hún stígur niður af himnum, heimkynnum sólar- innar, niður í þessa skuggaveröld, birtist þar sem Agnes, stúlka sem öllum vill gera gott og reynir að dreifa kærleika sínum meðal mannanna. En hún kemst að því að það er æði erfítt að vera í hlut- verki manneskjunnar. Jafnvel guðleg vera á í mesta basli með að vera í mannheimum; fólkið á jörðinni á jafn erfítt með að taka á móti kærleika, eins og að þiggja hann, talar um skyldur þegar það meinar ást en gerir kröfur í nafni ástarinnar; það eru tvöföld skila- boð í öllu sem manneskjan segir, tvöfalt siðferði í öllum athöfnum - hver einstaklingur er nánast eins og tvíhöfða þurs og jarðvistin verður því æði mikið „skúespil". Dóttir Indra ráfar um eins og í draumi, eða réttara sagt er eins og hún detti af handahófi inn í drauma annarra. Fyrir henni er allt undariegt og óraunverulegt, því hismið í mannlegu samfélagi er svo þétt að það er ekki nokkur leið að grafa sig inn að kjarnan- um. Allt sem skiptir máli liggur svo djúpt undir grímum sem mennirnir hafa búið sér til með afstöðu sinni til málefna, stöðu- heita, stéttarstöðu og svo fram- vegis. Það yrði æði langt mál að greina Draumleik af einhveiju viti, svo snyrtilega sem Strindberg hefur ofið þann mikla vef úr öllum litbrigðum mannlegra tilfínninga og örlaga. Þræðirnir sem hann notar til að komast að þeirri niður- stöðu - rökrænni og órökrænni - að manneskjan eigi bágt eru ótelj- andi og í hvert sinn sem maður fínnur einn, leiðir hann af sér ótal aðra. Útfærsla Orionleikhússins á þessum mikla galdri er að mörgu leyti sniðug. Glersmiður Strind- bergs, sem kemur í staðinn fyrir smiðinn þótt hann sé í eðli sínu andstæða (smiðurinn reisir veggi og byrgir útsýni en glersmiðurinn gerir hlutina gegnsæja), er í leikn- um sjónhverfíngameistari. Lífíð er jú sjónhverfing utan um tilfinn- ingar, sem eru svo bara til í óper- um. I lífínu sjálfu er ástin aðeins þráhyggja - sem og aðrar tilfinn- ingar. Þetta er því einn allsheijar sirkus og það er undirstrikað í sýningunni. En þótt margar hugmyndir og útfærslur séu athyglisverðar, er sýningin fremur þunglamaleg. Framvindan er hæg og leikstíllinn dálítið tilgerðarlegur. Mað því nær leikstjórinn að vísu fram þeim pirringi sem fylgir óþægilegum draumum sem maður vill ekki vera í - en gerir stundina í leik- húsinu ekki sérlega ánægjuiega og ég verð að játa að ég var þeirri stundu fegnust þegar ég komst út úr leikhúsinu. Eins fegin og að vakna af óþægilegum draumi. En það undarlega er að svona sýningar sitja í manni, einfaldlega vegna þess að þær ná fram tilætl- uðum áhrifum. Fyrir augað virkar sýningin draslaraleg; búningar eru ósamstæðir og leikmyndin er samsett af aðskiljanlegustu hlut- um. í lífínu dylst jú hver og einn bak við sína grímu og sinn leik- búning og hver og einn sviðsetur umhverfi sitt í stíl við þá persónu sem hann er að leika gagnvart samfélaginu. Og það er spuming hvort manneskjan á annarra kosta völ í samfélagi þar sem réttvísin er andstæða réttlætisins, grípa verður til tilgerðar til að leyna tilfínningum (og helst að reisa veggi í kringum þær) og til að sjá í gegnum allan sirkusinn verður maður að vera guðleg vera með glersmið sér til aðstoðar. Tónlistin i sýningunni var mjög góð og átti sinn þátt í að ná fram andstæðum viðbrögðum við at- burðarásina; stundum ljúf og seið- andi, stundum ágeng og pirrandi, stundum eins og undiralda, stund- um eins og valdbeiting. Draumleikur er magnað verk í sjálfu sér og persónulega finnst mér alveg óþarfí að tvinna ein- hveija nútíma morðsögu inn í það. Með því er kominn viss préd- ikunartónn eða ofskýring á ætlun Strindbergs og heftir frelsi áhorf- andans til að spyija spurninga og takmarkar útsýni hans í gegnum það gler sem höfundurinn hefur skorið til að sýna hið sanna í málinu. Enda voru þetta dauðustu atriðin í sýningunni. Háskóli íslands: Hætt við viðbótamám í hjákrunarfræði EKKERT verður úr viðbótarnámi í hjúkrunarfræði á næsta skólaári vegna ákvörðunnar námsferðanefndar Ríkisspítalanna að veita ekki hjúkrunarfræðingum tilskilin námsleyfi. Niðurskurður innan sjúkra- stofnanna og Háskóla íslands hefur einnig komið af stað umræðu í námsbraut í hjúkrunarfræði um heimild til þess að takmarka fjölda nemenda er flytjast á milli fyrsta og annars árs. Það stóð til í námsbraut í hjúkrun- arfræði að bjóða upp á viðbótamám í geðhjúkrun. á næsta námsári en eitt af skilyrðunum fýrir því að kennsla fari fram er lágmarksfjöldi nemenda (12 - 15). Að sögn Eydísar Sveinbjamardóttur, lektors í geð- hjúkrun, höfðu um 12 hjúkrunar- fræðingar sýnt áhuga á náminu. Af þessum hópi starfa um 8 hjá Ríkisspí- tölunum en umsóknum allra um námsleyfí hefur verið vísað á bug af námsferðanefnd Ríkisspítalanna. Eydís telur þessi neikvæðu svör námsferðanefndar mjög slæmt for- dæmi ef á að reyna að halda uppi viðbótarnámi í hjúkrunarfræði og hætt á að viðbótamám leggist af. Ingibjörg Ingadóttir á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvort eða hvemig heimildin, sem takmarkar hve margir nemend- ur geta farið upp á milli ára, verður nýtt. Hún kvað það fara eftir aðsókn í deildina en þessa dagana stendur yfir nýnemaskráning í Háskóla ís- iands. Það sem hefur m.a. áhrif á það hversu margir nemendur geta farið upp á milli ára er hversu mörg pláss eru opin fyrir nemendur í verk- kennslu inn á sjúkrahúsum, en sjúkrahúsin geta ekki tekið við ótak- mörkuðum fjölda nemenda sérstak- lega þegar niðurskurðir eiga sér stað á sjúkrastofnunum. Háskóli íslands. Skoðanakönnun DV; 62% andvígir EES-samningi 40,4% svarenda í skoðanakönn- un DV nú í vikunni lýstu sig and- víga samningnum um evrópskt efnahagssvæði. 24,3% voru fylgj- andi en um 35% voru óákveðnir eða neituðu að svara spurning- unni. Skoðanakönnun DV fór fram á miðvikudag og fimmtudag og voru úrslit hennar birt í gær. Alis voru 600 einstaklingar spurðir um af- stöðu til EES-samningsins. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu eru 37,4% fylgjandi samningnum en 62,6% andvígir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.