Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 18
ú L 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNl' 1992 Sighvatur Bjamason er rétt rúmlega þrítugur. Hann sest í framkvæmda- stjórastól Vinnslustöðvarinnar hf. á næstunni. Síðustu tvö árin hefur hann alið manninn í Frakklandi þar sem hann hefur stýrt 180 manna dótturfyr- irtæki SÍF og á þeim tíma hefur velta þess fyrirtækis tvöfaldast. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur „EF EKKERT hefði verið að gert hefði fyrirtækið orðið gjaldþrota innan árs. Aðeins dauðinn var framundan. Ég á mér þann draum að koma þessu fyrirtæki á fætur á ný svo það geti orðið það öflugt að það geti bjargað sér sjálft í framtíð- inni. Þetta er það eina, sem maður setur stefnuna á í bili. Það þýðir auðvitað það að ég er að festa mig i einhver ár úti í Eyjum,“ segir Sighvatur Bjarnason, sem tekur við starfi framkvæmdastjóra eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins um næstu mánaðamót, Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um leið flytur hann heim frá Frakklandi þar sem hann hefur búið undanfarin tvö ár ásamt eiginkonu og þremur börnum og stjórnað saltfiskverksmiðju i eigu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Sighvatur fæddist í Vest- mannaeyjum 4. janúar 1962 og því rétt orðinn þrítugur. Hann er sonur Bjarna Sighvatssonar og Dóru Guðlaugsdóttur og sonarson- ur Sighvats Bjamasonar, eins af stofnendum Vinnslustöðvarinnar og forstjóra þar til þrjátíu ára. Eftir stúdentspróf frá Verslunarskóla Is- lands 1981 fór Sighvatur í viðskipt- afræðinám í Háskóla íslands og þaðan lá leiðin til Árósa í Dan- mörku þaðan sem hann lauk hag- fræðinámi vorið 1987. Hann hafði unnið töluvert fyrir SÍF og fór þangað aftur haustið 1987 eftir stutta viðkomu hjá Útflutningsráði. í fyrstu sá hann um flutningamál og tók síðan við sölumálunum. Haustið 1990 tók Sighvatur við rekstri Nord-Morue verksmiðjunnar í Frakklandi. Nord-Morue „Okkur hefur tekist að tvöfalda veltu verksmiðjunnar á tveimur árum, en veltan á síðasta ári nam 2,3 milljörðum króna. Það sem ger- ir þetta fyrirtæki svo spennandi er hversu nálægir við erum markaðn- um. Við erum bókstaflega með neytendurna á bakinu allan daginn enda styttum við okkur vemlega leiðina í átt að þeim vegna þess hversu milliliðimir era mun færri Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson hjá okkur en tíðkast hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Að undanfömu hefur átt sér stað mik- il verðlækkun á saltfiski á heims- markaði, en með þessu fyrirkomu- lagi okkar höfum við getað haldið stórum hluta af okkar sölu á óbreyttu verði vegna þess að við seljum beint til stórmarkaða. Styrk- urinn liggur í beinum tengslum við neytendurna. í fyrra komu 68% af hráefninu frá íslandi. Þá kaupum við fisk til vinnslu alls staðar að, eða þar sem hann býðst á réttu verði hveiju sinni, flytjum hann til okkar og geymum frosinn í geymslu, flökum síðan og fletjum eftir því sem við á.“ Hjá Nord-Morue, eða Norðúr- þorski eins og það útleggst á ís- lensku, starfa 180 starfsmenn, allt Frakkar, utan þriggja íslendinga. „Við höfum gott og iðjusamt starfs- fólk. Eini gallinn við Frakka er að víðsýni er kannski ekki þeirra sterk- asta hlið. Að þeirra mati er Frakk- land nafli alheimsins og þess vegna eiga þeir svolítið erfitt með að skilja að aðrir markaðir geti gefið eitt- hvað af sér. Svo um leið og hlutirn- ir era farnir að ganga, styðja þeir mann heilshugar og þá er mikill kraftur í þeim.“ Velgengni „Ég þakka þessa velgengni stöð- ugu og góðu hráefni og sömuleiðis höfum við elft mjög mikið markaðs- setninguna. í fyrra voru tæp 60% af veltunni í Frakklandi og um 40% á öðram mörkuðum. Við höfum t.d. selt mikið til frönsku nýlendnanna svo og til staða eins og Barbados, Puerto Rico, Brasilíu, Angóla og Mósambík. Það eru gífurlega miklir markaðsmöguleikar við Karíbahaf- ið enda era þær þjóðir sem þar búa miklar saltfiskneysluþjóðir. íslend- ingar hafa ekkert verið á þessum markaði fyrr en fyrst núna með þessu fyrirtæki okkar í Frakklandi." Kaupverð verksmiðjunnar var 190 milljónir íslenskra króna fyrir tveimur áram sem er álíka mikil fjárfesting og í þokkalegum bát með um 500 tonna kvóta, að sögn Sighvats. „Verksmiðjufjárfestingin er bara miklu gáfulegri vegna þess að okkar ágætu stjórnmálamönnum getur dottið í hug hvenær sem er að setja á veiðileyfagjald. Hvað verður þá um alla kvótafjárfesting- una sem menn hafa verið að leggja í?“ Sölusamtök „Að mínu mati er franska fyrir- tækið eitt fyrsta skrefið af mörgum sem íslenskir saltfiskframleiðendur þurfa að taka í átt að neytendunum. Ég er á þeirri skoðun að við ættum að fara næst til Spánar. Við ættum t.d. að setja upp verksmiðju í Barc- elona sem sæi um vinnslu og dreif- ingu á íslenskum fiski, frosnum, söltuðum og ferskum. Þriðja skrefið hlýtur svo aftur að liggja í gegnum Portúgal. Þá ættum við að auka til muna samstarf íslensku sölusam- takanna þriggja. Reyndar held ég að farsælast væri að sameina sölu- samtökin þijú í eina sæng. Hags- munum okkar allra yrði örugglega best borgið þannig. Háar fjárhæðir myndu sparast í kostnaði og skrif- stofuhaldi þannig að hægt væri að leggja aukna áherslu á markaðs- starfið sjálft sem mér hefur þótt skorta á til þessa. Við þurfum að komast í návígi við neytendurna og það kostar peninga. I öllu talinu um hagræðingu í sjávarútveginum eru sölusamtökin ekkert stikkfrí. Þau þurfa að taka til hjá sér alveg eins og aðrir í greininni. Við eram meira að segja búnir að ákveða nafnið á sameinuðum sölusamtök- um. Þannig er að ef við tækjum S-ið frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, í-ið frá íslenskum sjávaraf- urðum og F-ið frá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, þá yrði þetta bara SÍF áfram,“ segir Sig- hvatur og glottir út í annað. „í alvöru talað þurfa íslendingar að læra að framleiða og selja neyt- endavöru, en ekki hráefni, eitthvert annað á sama tíma og kvótinn fer minnkandi. Við þurfum að læra að ganga mun betur um okkar hráefni en gert hefur verið til þessa. Millilið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.